Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
25
Ólympíuleikarnir í Seoul:
Norður-Kóreumenn vilja ekki
ganga inn með Sunnanmönnum
Tókýó. Reuter.
NORÐUR-Kóreumenn höfnuðu í j
innar (IOC) um að kóresku ríkin
leikvanginn i Seoul við setningu
Hin opinbera fréttastofa Norð-
ur-Kóreu sagði að hugsanleg þátt-
taka Norðanmanna í Olympíuleikj-
unum í Seoul yrði ákveðin á fundi
sameiginlegrar þingnefndar kór-
esku ríkjanna, sem kemur saman í
vikunni í landamæraþorpinu Pan-
munjon.
í skeyti til Juan Antonio Samar-
anch, forseta IOC, sagði Kim Yu
Sun, formaður norður-kóresku
ólympíunefndarinnar, að það yrði
er tilboði Alþjóðaólympíunefndar-
'agni sameiginlega inn á ólympíu-
Ilympíuleikjanna.
einungis til að styrkja menn í trúnni
að til væru tvær Kóreuþjóðir ef
fulltrúar ríkjanna gengju saman við
setningar- og lokaathöfn leikanna.
Norður-Kóreumenn ákváðu í árs-
byijun að sniðganga leikina í Seoul
þar sem ekki var orðið við kröfum
þeirra um sameiginlegt leikjahald.
Sunnanmenn og IOC gerðu þeim
hvert tilboðið af öðru um að halda
nokkrar greinar en þeim höfnuðu
Norðanmenn öllum og kröfðust
stærri sneiðar en í boði var.
í frétt norður-kóresku fréttastof-
unnar var ekki minnst á tillögu Roh
Tae-Woo, forseta Suður-Kóreu, sem
í fýrradag lagði til að þeir Kim II-
sung, leiðtogi Norður-Kóreu, hitt-
ust.
Leiðtogar í kóresku ríkjunum
vonast til þess að fundur þingnefnd-
anna í Panmunjon leiði til sameigin-
legs fundar þjóðþinga ríkjanna þar
sem gengið yrði frá griðasáttmála
og samið um þátttöku Norðan-
manna í Ólympíuleikjunum.
Sameinuðu þjóðim-
ar rétta úr kútnum
Alþjóðasamtökin fá nýtt hlutverk - Valdið eitt dugði ekki
Sameinuðu þjóðunum, New York. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Það var ólík aðkoma í sali
aðalstöðva Sameinuðu þjóðanna
í New York á dögunum og var
fyrir nokkrum vikum. Nú hafði
glaðnað til muna yfir bæði full-
trúum sem starfsfólki, er áður
gekk um með hangandi höfuð
til vinnu sinnar í óvissu um hvort
alheimssamtökin myndu hafa
nægjanlegt reiðufé til að greiða
kaup um næstu mánaðamót. En
fulltrúar margra þjóða, stór-
velda sem dvergþjóða, urðu að
gera sér að góðu, að fyrirmæli
Oryggisráðsins, sem stofnskráin
hefir falið að gæta friðar í heim-
inum, — og það með valdi, ef á
þarf að halda — hafa verið hund-
suð árum saman.
Tilkynningu Javiers Perez de Cuellars um vopnahlé í Persaf-
lóastríðinu fagnað í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.
En nú var allt í einu komið ann-
að hljóð í strokkinn. Pramkvæmda-
stjóri samtakanna, Javier Perez de
Cuellar, færði Öryggisráðinu þau
gleðjtíðindi þann 8. þessa mánaðar,
að íran og írak hefðu lofað að
gera hlé á bardögum þann 20 þ.m.
En þessar þjóðir, sem undanfarin
sjö ár hafa háð mannskæðustu
styrjöld, sem sögur fara af, er frá
eru skildar tvær síðustu heimsstyrj-
aldir, höfðu í heilt ár og vel það
þverskallast við að hlýða samróma
fyrirmælum Öryggisráðsins, að
leggja niður vopn þegar í stað.
Aðalframkvæmdastjórinn hafði
fleiri góðar fréttir að færa Öryggis-
ráðinu að þessu sinni, en það var
að Suður-Afríkustjóm ætlaði nú
loksins að fara að kröfum ráðsins,
eftir 17 ár, og skila yfírráðum yfír
Namibíu, fomri nýlendu Ijóðveija
í Vestur-Afríku, sem fyrst var und-
ir vemd Þjóðabandalagsins eftir
fyrri heimsstyijöldina og Samein-
uðu þjóðimar erfðu frá bandalag-
inu eftir þá síðari, en þær hafa
ekki fengið aðgang að til þessa.
Þegar við þetta bætist, að Sovétrík-
in em í óða önn að flytja innrásar-
her sinn frá Afganistan og Castro
Kúbuleiðtogi gefur í skyn, að hann
gæti hugsað sér að kalla heim 50
þúsund manna her, sem hann hefir
haft í Angóla árum saman í blóra
við samþyktir Öryggisráðsins, er
ekki að ftirða, að menn klöppuðu
saman höndunum og féllust í faðma
á Örygisráðsfundinum eftir friðar-
fréttir framkvæmdastjórans.
Fjárreiður SÞ enn í óvissu
Aðalvandamál Sameinuðu þjóð-
anna eru samt enn fjárreiðurnar
Það er enn engin vissa fengin fyrir
því, að hægt verði að greiða starfs-
fólkinu laun um næstu mánaða-
mót. En þótt það megi takast í
nokkra mánuði enn, þá er hitt óráð-
ið, hvemig á að afla fjár til að
greiða kostnað við friðargæslu-
sveitir Sameinuðu þjóðanna.
Það hefir verið greinilegt um
hríð, þótt menn hafí veigrað sér
við að minnast á það, að valdið,
sem Öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna er veitt í stofnskránni, hefír
reynst óframkvæmanlegt í verki.
Það var vitað og þolað, að stórveld-
in fímm máttu stöðva framgang
máls í ráðinu með neitunarvaldi og
gerðu það (Sovétríkin hafa beitt
neitunarvaldi sínu í Öryggisráðinu
rúmlega 100 sinnum), en ekki var
talið mögulegt að ríki gætu þijósk-
ast við að fara að fyrirmælum ráðs-
ins. Gallinn á þessu var sá, að í
fyrirmælum ráðsins var fram-
Finnland:
kvæmdstjóra Sameinuðu þjóðanna
falið að framkvæma og fylgja mál-
um eftir, en hann fékk ekkert fram-
kvæmdavald eða tæki til að fara
að boði ráðsins. Með öðrum orðum
fyrirmæli stofnskrárinnar eru og
verða vafalaust hundsuð og hlut-
verk Sameinuðu þjóðanna verður
að taka við brotunum, eftir að ann-
ar hvor stríðsaðilinn eða fleiri hafa
lagt upp laupana eins og íran að
þessu sinni. Þá geta Sameinuðu
þjóðimar tekið og greitt úr flækj-
unni og hafa þá líkt hlutverk og
skiptaráðendur í þrota- eða dánar-
búi.
Herlið til friðar-
gæslu við Persaflóa
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
FINNSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda 15 liðsforinga
undir merkjum Sameinuðu þjóðanna til þess að fylgjast með
ástandinu á landamærum írans og íraks. Einnig er 750 manna
herlið tilbúið að fljúga til Namibíu um leið og aðilar í stríðinu
milli Suður-Afríku og Angólu bjóða hersveitir SÞ velkomnar.
Samkvæmt talsmanni SÞ-deiIdar finnska hersins eru Finnar reiðu-
búnir að senda lið til Namibíu með fjögurra vikna fyrirvara.
Finnland er eins konar stórveldi Kýpur.
í friðargæslustarfsemi SÞ, en
samtals eru um eittþúsund finn-
skir hermenn og liðsforingjar við
eftirlitsstörf víða um heim.
Finnskt herlið tekur reyndar þátt
í öllum friðargæsluverkefnum
sem eru á vegum SÞ. í Líbanon
eru 540 manns í gæslusveitum
Unifil og 410 manns starfa í sam-
svarandi verkum á Golan-svæð-
inu. 22 óvopnaðir eftirlitsmenn í
Mið-Austurlöndum, fimm í Afg-
anistan og ijórir í Kasmír. Einnig
starfa sex Finnar sem liðsforingj-
ar í friðargæslusveitum SÞ á
Áætlaður kostnaður finnska
hersins við friðargæslu er í ár 170
milljónir fínnskra marka (um 1,7
milljarðar ísl. króna). Sameinuðu
þjóðimar borga um helming, en
vegna efnahagserfiðleika SÞ eru
um 100 milljónir marka þegar í
vanskilum.
Aðsókn Finna að herliði SÞ
hefur verið mikil. Um 6.000 fínn-
skir karlmenn sælqa um að fá að
starfa við friðargæslu á ári hveiju,
en aðeins 1000 eru teknir í þjálfun
og sendir til útlanda.
Kambódía:
Rauðu khmerarnir
kynna friðaráætlun
Bangkok, Reuter.
RAUÐU khmerarnir lögðu í gfær
fram friðaráætlun sem gerir ráð
fyrir að hersveitir allra stríðandi
fylkinganna í Kambódíu verði
undir eftirliti alþjóðastofnanna.
Samkvæmt áætluninni tæki fjög-
urra flokka bráðabirgðastjórn
undir forsæti Sihanouks prins við
völdum af stjórninni í Phnom
Penh.
í áætluninni er gert ráð fyrir að
bráðabirgðastjómin efni til þing-
kosninga undir eftirliti alþjóða-
stofnanna og þingið myndi síðan
nýja stjórn. Ennfremur er gert ráð
fyrir að allar stríðandi fylkingamar
fjórar hafí jafn mikil völd í her
landsins. Eftir að fylkingamar hafí
náð samkomulagi verði haldin al-
þjóðleg ráðstefna, þar sem þau lönd
sem viðriðin eru átökin í Kambódíu
eigi fulltrúa ásamt Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna.
Vestrænir stjómarerindrekar
segja að stjómvöld í Víetnam og
Kambódíu muni líklega hafna mikil-
vægum atriðum í friðaráætlun
Rauðu khmeranna.
Svört og galviniseruð
Stærðir: 3/8 - 4“
HAGSTÆTT VERD
VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER
V VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
|É^| LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416