Morgunblaðið - 21.08.1988, Page 3

Morgunblaðið - 21.08.1988, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 B 3 legar og fyrirlestramir þóttu sér- staklega athyglisverðir. í máli erlendu fræðimannanna kom fram að íslensk stjómvöld, Háskólinn og Nordalsstofnun gætu styrkt íslensk fræði erlendis á ýms- an hátt. Sumir nefndu að æskilegt væri að íslenskir lektorar kenndu víðar og þá með styrk íslenska ríkis- ins. Sérstaka athygli vakti þó að flestir lögðu á það ríka áherslu að styrkjum íslenska ríkisins handa erlendum stúdentum til náms hér á landi yrði fjölgað og þeir yrðu svo ríflegir að stúdentamir gætu lifað af þeim. Einnig var bent á nauðsyn þess að koma upp fleiri og fjöl- breyttari námskeiðum við Háskól- ann sem hentuðu útlendingum. Sem dæmi um slík námskeið má nefna endurmenntunamámskeið fyrir há- skólakennara og fræðimenn og námskeið um íslenska menningu fyrir stúdenta." Stefnt á námskeiðahald Að sögn Úlfars er ætlun Nordals- stofnunar að halda alþjóðlegt nám- skeið um íslenska menningu næsta sumar í samvinnu við heimspeki- deild. „Annað hvert ár hafa verið hald- in íslenskunámskeið fyrir Norður- landabúa og slíkt námskeið stendur raunar yfir núna. Kostnaður við þessi námskeið hefur verið greiddur af Norrænu ráðherranefndinni og því em þau lokuð fyrir aðra stúd- enta en af Norðurlöndunum. Ætlunin hefur verið að hitt árið yrði haldið alþjóðlegt námskeið í íslensku máli og menningu á vegum íslendinga. Alþjóðlegt námskeið var haldið í fyrra en það var illa sótt vegna þess að þátttakendur urðu að greiða allan kostnað úr eigin vasa. Vonast er til að fé fáist á fjár- lögum til að greiða kostnað við námskeiðshaldið þannig að þátttak- endur greiði aðeins ferðir og uppi- hald. Þetta verður stærsta við- fangsefni okkar á næsta ári ef fjár- munir fást." Úlfar nefndi að nauðsynlegt væri að semja námsefni í íslensku fyrir útiendinga. „Á síðustu árum hefur allmikið verið gefíð út af íslensku- námsefni til kennslu útlendinga við Háskóla íslands. Mikill skortur er þó á slíku námsefni fyrir erlenda háskóla og úr því þarf að bæta.“ Að sögn Úlfars verður haldið áfram að bjóða erlendum fræði- mönnum til landsins og styrkja íslenska fræðimenn til að fara utan og kynna sín fræði. Loks verður reynt að gera við hús Nordalsstofn- unar í Þingholtsstæti 29. „Það er nauðsynlegt að gera húsið nothæft. Á þessu ári hefur engin fjárveiting fengist til viðgerða á húsinu. í upphafi var einungis gert við tvö herbergi á aðalhæðinni og greitt fyrir það með rekstrarfé stofnunarinnar. Þetta er mjög slæmt, húsið hefur verið friðað en er þó í megnustu niðumíðslu." Lauk námi fyrir tveimur árum Aðspurður um eigin námsferil kvaðst Úlfar hafa lokið BA prófi við Háskóla íslands og haldið svo utan til frekara náms. „Ég stundaði nám í íslensku máli og bókmenntum og sagnfræði við Háskólann. Eftir það nam ég almennar bókmenntir við Óslóar- háskóla lauk þaðan meistaraprófi árið 1979.“ Að fengnu meistaraprófi kenndi Úlfar við ýmsa framhaldsskóla á íslandi en árið 1983 hélt hann til Bandaríkjanna og hóf þar nám við Berkeley háskólann í Kalifomíu. „Ég lauk doktorsprófi árið 1986 frá Berkeley, doktorsritgerð mín íjallaði um frásagnarlist í Sturl- ungu. Að þessu loknu var ég í eitt og hálft ár við Chicagoháskóla sem gistiprófessor en kom svo heim til að taka við starfí forstöðumanns Nordalsstofnunar." Texti: Helgi Þór Ingason. Saga þeirraV etrarbræðra Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Len Deighton: Winter Útg. Ballantme Books 1988 Len Deighton er einn þeirra höf- unda sem hefur búið um sig tryggi- lega á metsölulistunum víða í út- löndum, en þegar ég leit yfir lista bóka hans var ég ekki viss um, hvort þetta væri sú hin fyrsta sem ég les eftir hann. Hvað sem því líður er sagan af Winter-ijölskyldunni ekki dæmigerð metsölubók. Til þess er hún bæði alltof löng og seinlesin. Sagan hefst þegar klukkur eru að hringja inn árið 1900 og Harry Winter ríkismaður er í Vínarborg með konu sinni Veronicu og þau bíða fæðingar yngri sonarins. Syn- imir Peter og Pauli verða svo eftir því sem á líður aðalsögupersónur bókarinnar sem rekur sig rólega áfram að fyrri heimsstyijöldinni, árunum að henni lokinni og það fer að bóla á Hitler og uppgangi naz- ista. Nokkuð greinargóð frásaga og harla fróðleg,. hvort sem hún er sögulega séð rétt í meginatriðum. Margt hljómar.þó trúlega og gæti hafa verið eitthvað á þessa lund. Það er ekki á hveijum degi, sem skemmtibókahöfundar reyna að tengja þetta tímabil, Fyrra stríðið — Þýzkaland millistríðsáranna og svo Síðari heimsstyijöldina saman og á svo tiltölulega aðgengilegan hátt og Deighton. Því er bókin þess virði að lesa hana að mínu viti. Bræðumir Peter og Pauli verða ekki nógu skýrar persónur þótt höfundur virðist leggja við þá heil- mikla alúð. Andstæðurnar skila sér ekki og það dregur úr heildaráhrif- unum. Samt má skemmta sér sæmilega yfír þessari bók og fræðast dálítið. Nazistalýsingarnar og hvemig Þjóðveijar gagntókust smám sam- an og gerðust svo afhuga nazisman- um þegar fór að halla undan fæti, þetta er allt gott og blessað. Svo langt sem það nær. Eins og segir í byijun er bókin fulllöng. Sýnilega vill höfundur koma frá sér heilmiklum upplýsing- um sem hann hefur dregið að sér. Það er ágætt en ekki alveg algilt til árangurs. Kápumynd The stunning new bestseller by LEN DEIQHTON Author of BERLiri QAME 'Rem3rkab!e...convincing... somelhingoí a mirade.'* ifte fiew Jbrtr Timcs t£H> ÖaJUf.!»»-ric!Kyv'3:'.>!W« a novel of a Berlin family 9. september í 3 vikur Verð f rá kr. 33.500 jmá mann miðað við tvo fullorðna og 2 börn 2-11 ára saman í herbergi. Flugvallarskattur ekki innifalinn. Hótel: Alden Coral Reef Lamara Hægterað dvelja nokkrar nætur í Orlando (Disneyworld, Seaworld o.s.frv.) .. coI>l6MU ,í*sö»ute6 Benidorm er einn vinsælasti sumardvalarstaður í Evrópu Fjörugt strandlíf, fjölbreytt næturlíf FM býður aðeins nýjustu og bestu íbúðagistinguna Þrautreyndir fararstjórar Benidorm er örugglega staðurinn fyrir þig. Brottfarir: 23.8., 30.8., 13.9., 20.9., 4.10., 11.10.,25.10., Verð frá kr. 28.500,- tKi eykur þekkinju þún, lcynnist nýj- ungum og myndar ný viMdpssam- bönd 4 vörusýningum og kaupstefn- um. Feröimlöstööin hetur i fjölda ára veriö i fararbroddi i feröaþjónustu, sem tengist feröum íslendinga til er- lendra stórborga í slflcum erindum. Feröamiöstööin vertir þér örugga og hagkvæma þjönustuog sárum farmlöa-oghótefpantanir. Hringdu strax ídag i síma 28133 og pantaöu vörusýnlngabaldinginn 1988. KÖLIM 4.-6. sept. SPOGA Alþjóölog sýning ó íþróttavörum, viðlegubúnaði og garðhúsgögnum. 11.-13. sept. CHILDREN AND YOUNQ PE0PLE Alþjóöleg sýning á vörum fyrir börn og unglinga. 21.-25. sept. IFMA Alþjóöleg reiðhjóla- og válhjóla- sýning. FRANKFURT 27.-31. ágúst FRANKFURT iNTERNATIONAL Alþjóðleg gjafa-, húsbúnaöar- og pappírssýning. 13.-18. sept. AUTOMECHANIKA Alþjóleg sýning fyrir bif reiöaverk- stæði. 24.-25. sept. FRANKFURT GARTEMBAUMESSE Garðyrkjusýning. 5.-10 október FRANKFURT BOOK FAIR Bókasýning. MUNCHEN 30. ágúst- 2. sept. ISPO-AUTUMN Alþjóðleg haustsýning é Iþrótta- vörum og fatnaöi. DUSSELDORF 2.-4. október WORLD HAIRDRESSING CHAMPIONSHIP Heimsmeistarakeppni í hár- greiðslu með alþjóölegri sýningu. FERÐA MIÐSTÖÐIIM Aðalstræti 9,-101 Reykjavík, - sími 28133.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.