Morgunblaðið - 21.08.1988, Side 8

Morgunblaðið - 21.08.1988, Side 8
Rwr TfiöoÁ .rs HiJOAormvtUB .QiQAJaviyoHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1988 O ö 8 B Snældur með boðum til undirvitundarinnar FYRIRTÆKIÐ Námsljós hefur hafið innflutning og sölu á bandarískum snældum með boð- um til undirvitundarinnar. Forráðamenn fyrirtækisins kjósa að kalla boð þessi „hljóð- leiðslu". Boðin eru af svo lágri tíðni að aðeins undirvitundin greinir þau en hlustandi heyrir sjávarnið eða ljúfa tónlist. Boðunum er ætl- að það hlutverk til dæmis að efla sjálfstraust hlustanda, auðvelda honum að hætta að reykja eða fara í megrun. Tækni þessi hefur verið notuð í Bandaríkjunum. (Úr fréttatilkynningu) Morgunblaðið/BAR Landsliðsmenn og aðstandendur hljómplötuútgáfunnar á Sprengisandi þar sem platan var kynnt. Hljómplata með haiidboltalandsliðimi ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik sendir frá sér hljóm- plötu og snældu sem kemur í verslanir eftir næstu helgi. Platan hefur að geyma lagið „Gerum okkar besta“ í þremur útgáfum en alls er á plötunni 15 mínútur af tónlist. Útgef- andi er Steinar h.f. og gefur fyrirtækið allan hagnað af útg- áfunni til íslenska liandbolta- landsliðsins. Fjöldi aðila tók þátt i gerð þessarar hljómplötu og héldu þeir kostnaði við gerð hennar i algjöru lágmarki svo hlutur Handknattleikssam- bandsins yrði sem mestur. Valgeir Guðjónsson samdi lagið „Gerum okkar besta“ sem leikið og sungið er í þremur útgáfum, en Tómas Tómasson stjómaði upptökum. Hljóðfæraleikarar á plötunni eru Ásgeir Óskarsson trommur, Þórður Árnason gítar, Björgvin Gíslason gítar og Tómas Tómasson á bassa og hljómborð. Aðalútgáfa lagsins heitir „Ger- um okkar besta" og er sungin af Valgeiri Guðjónssyni ásamt lands- liðsmönnum. Þá sér grínistinn Laddi um beina lýsingu í útgáf- unni „Gerum okkar besta (með bros á vör)“ og landsliðsstrákam- ir syngja einir á hvatningarútgáf- unni sem nefnist „Gemm okkar besta (allir saman nú)“. Steinar h.f. setur sér það mark- mið að selja 10.000 eintök af plöt- um og kassettum og verður hagn- aður HSÍ þá á milli 1,5—2 milljón- ir króna og verður sá hagnaður notaður til að styrkja þátttöku handboltalandsliðsins á Olympíu- leikunum í Seoul í næsta mánuði. Landssamband smábátaeigenda: BMW 3-LÍNAN ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ Vegna hagstæðrar gengis- skráningar þýska marksins get- um við nú boðið BMW 3-línuna á ótrúlega góðu verði. Frá aðeins kr: 780.000.- Þetta er tækifæri sem BMW aðdáendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Útborgun 25%. Eftirstöðvar: lán í allt að 2Vi ár. Sýningarsalurinn er opinn mán.-föst. 9.00-18.00 á laugardögum 13.00-15.00 Kristinn Guönason hf. SUÐURLANDSBRAUT 20 SlMI 686633 Aðeinsflug erbetra Vill samkomulag við náttúruverndarsamtök STJÓRN Landssambands smá- bátaeigenda samþykkti neðan- greinda ályktun á fundi 6. ágúst sl. Var henni beint til utanríkis- ráðherra Steingríms Her- mannssonar, sem veitti ályktun- inni viðtöku 17. ágúst sl. Ályktunin er svo hljóðandi: „Stjóm Landssambands smábáta- eigenda lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar stefnu sem hvalamálið svo- kallaða virðist vera að taka. Spumingin snýst ekki lengur ein- göngu um það hver sé réttur okk- ar Islendinga heldur einnig hvað það geti kostað okkur sem þjóð að standa á rétti okkar. Sú innræting sem svokölluð náttúruvemdarsamtök ástunda hjá stærstu viðskiptaþjóðum okkar kann að skaða hagsmuni okkar næstu árin og e.t.v. áratugina. Með tilliti til þess hljóta íslensk stjómvöld að verða að gera það upp við sig hvort ekki sé rétt að reyna að ná samkomulagi við of- angreind samtök enda era ýmis baráttumál þeirra í fullu samræmi við íslenska hagsmuni." Stjóm Landssambands smá- bátaeigenda vill taka það fram að hún hefur í engu kvikað frá sam- þykkt sinni um hvalamálið sem gerð var árið 1986. Þar segir m.a.: „Fundur í stjóm Landssamband smábátaeigenda haldinn í Grímsey þ. 6. ágúst 1986, lýsir yfír fullum stuðningi við gerðir Sjávarútvegs- ráðherra varðandi hvalveiðar í þágu vísinda og hvetur hann til að sýna fullkomna festu og kvika hvergi frá rétti okkar í viðskiptum við hvaða aðila sem er. Fundurinn telur það með öllu óskiljanlegt, að ríkisstjórn Bandaríkjanna skuli hafa í hótunum við okkur Islend- inga á sama tíma og hún leyfir eigin fiskimönnum að drepa 20.500 höfranga.“ P$r$ninMaMfr Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.