Morgunblaðið - 21.08.1988, Side 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ;'SUNNUDAGUR’ 21. ÁGÚST'W88
Reynsla er nafnið sem gjaman
er skellt á mistökin, sagði klókur
maður. En það var sannarlega
reynsla undir öðrum formerkjum
að lenda í því á fimm dögum að
fara um uppræktaða sanda á suð-
urströndinni og síðan í framhaldi
um örfoka hálendið nórðan Vatna-
jökuls og enda á skógarsvæðunum
á Hallormsstað. í huganum bætt-
ust bitar í púsluspilið, að vísu
ekki allir, en mynduðu smám sam-
an nokkuð samhangandi mynd.
Þótt þetta tengist í huga þess
sem upplifír, botna aðrir vísast
ekkert í því án skýringar. Um
sandana á Suðurströndinni fór
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra með blaðamenn og land-
græðslu- og náttúruvemdarfólk í
18 tíma fróðlega ferð til að skoða
uppgræðslu sunnan jökla, allt
austan frá Homafirði vestur í
Rangárvallasýslu. Við að sjá það
svona í samhengi, fer ekki á milli
mála hve gífurlega mikið land
hefur gróið þama á söndunum.
Það á sér aðdraganda. Eftir kald-
ar aldir hafa jöklamir verið að
hörfa og skildu eftir svarta sanda,
sem stórfljótin flæmdust lengi um.
Fluttu sig til svo engum gróðri
var vært. En að þeir hörfa gerir
svo fært — þegar tæknin leyfir —
að hemja fljótin. Og í sömu mund
koma til nytsemdarsjónarmið,
kröfur nútímans um samgöngur.
Vegir verða óhjákvæmilegir og
ráðist er í að beisla fljótin svo að
hægt sé að koma brúm yfir þau.
Á þessari öld er smám saman
ráðist í gerð vamargarða með-
fram jökulfljótunum, hveiju af
öðru komið í einn farveg, sett í
stokk, ef svo má segja. Þá loks
fá sandamir milli þeirra frið. Og
taka að gróa, ýmist af sjálfs-
dáðum ofurhægt eða hraðar með
hjálp Sandgræðslu íslands, sem
1965 verður Landgræðsla ríkis-
ins, og með friðunum þar sem sáð
er. Þama reynist auðveldasti stað-
urinn á landinu eftir að menn em
lausir við vatnið. Stór sandflæmi
hafa bændur fengið af graslendi
til afnota með þessum hætti og
annars staðar er kominn dijúg
gróðurþekja. Og svo hjálpa breytt-
ir búskaparhættir með minni vetr-
ar- og vorbeit eftir að vinnuafl
minnkar í sveitum og ekki mark-
aðir fyrir lambakjötið. Einn nýj-
asti landvinningurinn em miklar
landgræðsluframkvæmdir á 1.200
hektara svæði við Skógey eftir
að vamargarðar hafa beislað Hof-
fellsá og Hornafjarðarfljót, en
þaðan var áfok mikið á fisk-
vinnslustöðina Höfn. Og nú síðast
er það nýi vegurinn yfir Mýrdals-
sand neðanverðan sem verður til
þess að stærsta átakið á næstunni
verður uppgræðsla á sandinum
beggja vegna við hann, til þess
að sem fyrst verði hægt að stöðva
sandfokið sem þar ógnar umferð.
Á leið fram Möðrudalsöræfin
og auðnina norðan Vatnajökuls
daginn eftir tóku villtir draumar
að sækja á. Ef hægt væri nú að
beita fé landsmanna á þessar
grænu gmndir og nýunna land á
söndunum niðri við sjóinn og á
bestu staði á láglendi, en friða
Fjarskalega verður maður dapur
við að koma að svonefndum grón-
um móum í auðninni, þar sem
ekkert er eftir af rýmm gróðri
annað en þær örfáu tegundir sem
kindin fúlsar við. Nýting brostin
af þeim sökum og af þeim nytse-
missjónarmiðum fækkar fénu.
Hlálegt að kalla slíkt vemdun.
Þekjan er svo gisin að hún heldur
sýnilega ekki lengi í jarðveginn.
Gómsætu bitamir sem kindin vel-
ur fyrst, hvönnin og blágresið,
gleður varla augað nema í torfum
í klettum, sem ferfætlingar kom-
ast ekki að og þar sem fé kemur
ekki lengur, svo sem við hraun-
röndina í Hvannalindum. Og nið-
urbitnar birkileifar segja hveijum
ferðamanni sem um hálendið fer
hve langt landið er komið í að
berhátta sig, eins og striptísa í
næturklúbbi. Allir áhorfendur vita
að hún stendur að lokum nakin
ef enginn stöðvar sýninguna. Nú
em í frumvarpsdrögum um um-
hverfismál uppi tilburðir til að
greina verndunarþáttinn svolítið
frá uppgræðslunni og gefa honum
líka vægi, til viðbótar við upp-
græðsluátakið. Fá slysavarna-
deild til skjótra viðbragða, þegar
hætta er á ferðum. Hver getur
verið á móti þvf?
Mismunandi myndir fanga hug-
ann. Á leið inn á Brúaröræfin er
ekið eftir djúpum breiðum dal, þar
sem við blasir eitt forstigið af því
hvemig land getur farið undan
beit. Þar hafa verið tvö góð bú
og miklir Qárbændur um langan
aldur. Landkostir legið í góðri
vetrarbeit, svo sem marka má af
beitarhúsunum. Hlíðar dalsins
segja sína sögu með uppblásnum
blettum og girðing við beitarhús
verður kennslubókardæmi um
mismunandi gróður innan við beit-
arlausa girðingu og utan hennar.
Auðvitað áttu menn um aldir ekki
annarra kosta völ og hörkudugnað
þurfti til að bjarga sér með fé
sitt við vetrarbeit. í því felst því
ekki ásökun, heldur sagt til að
benda á hvernig við nútímafólk
með meiri vitneskju getum lesið
úr landinu hvernig það er að fara.
Það er einn bitinn í púslumynd-
inni, sem Gáruhöfundur var
kannski næmari fyrir með því að
æða svona yfir landið og hafa
fyrir augunum hin ýmsu stig lan-
deyðingar eða uppgræðslu.
Þó var mest sláandi kennslu-
stundin í lokin á göngu um Hall-
ormsstaðaskóg með Jóni Lofts-
syni skógarverði, þar sem við fór-
um í gegn um skógarræktunar-
svæðin sem tekin höfðu verið
undir hvert af öðru í meira en
hálfa öld. Sáum m.a. hvemig lerk-
ið spjarar sig frá nýplöntum á
rýrasta landi og upp í 50 ára
gömul stæðileg tré með gróskum-
iklum skógarbotni, en það er önn-
ur saga. Þarna mátti líka sjá
hvernig náttúrulega birkið hafði
víðast hvar blundað og reis úr
öskustónni, ef svo má segja, þá
skikinn var friðaður. Og með upp-
lýsingum um hvenær það var gert,
má sjá þróunina í því sem gerist.
Má lesa úr stofni birkihríslu ofan
í jörðinni að hún hefur um langt
árabil lifað þar, en aldrei fengið
frið til að koma upp úr jörðinni
nema einum árssprota í senn,
þeir fyrri klipnir af jafnóðum. Þar
til komin var girðing og friðun.
Virðist plantan þá í fyrstu vera
orðin svo hvekkt eða veikburða
að nokkur ár þurfi til að jafna
sig. Fyrr en varir er hún svo orð-
in djarfari og á fáum árum farin
með félögum sínum að mynda
býsna djarfhuga skógarhríslur.
Að auki við tijáræktunina, þarf
sýnilega hér og nú viðbótarátak
til vemdunar náttúmlegu birki-
skógaleifanna utan skógræktar-
svæðanna. Það getur einfaldlega
ekki beðið.
um árabil fyrir beit allt móbergs-
svæðið þar sem jarðvegurinn með
gróðurleifum er á hraðri leið út í
hafsauga. En soddan draumar
endast skammt. Ekki er það víst
ætlunin með þessu. Og raunar er
sitt hvað uppræktun á söndunum
og verndun gróðurleifa inni í
landi. Mesta klúður fyrir hvem
sem er að hafa það saman, sem
óhjákvæmilega verður til þess að
nytsemissjónarmiðið tekur til sín
allt féð sem veitt er til gróður-
vemdar og uppgræðslu, sem
sannarlega er ekki of mikið. Þarf
aðskilið aukaátak til bregðast við
þeim uppblásturssvæðum sem nú
eru að verða þar stödd sem ekki
verður aftur snúið. Nauðsynlegt
að fá óháða, skjótvirkari slysa-
varnasveit til umhverfisvemdar.
Allt hálendið er eins og sýni-
kennsla í því hvað er að gerast
hér og nú. Ógnarstór flæmi eru
ekki einu sinni lengur í tötrum
heldur allsber, allt farið. Og svo
blasa við myndir á öllum stigum.
Infodesk-skrifstofukerfiö frá Neolt býöur uppá ótal möguleika. Skrifborö
— Tölvuborö — Vélritunarborö — Tölvuprentaraborö — Samtengd á
einfaldan máta.
Lítið við í skrifstofuhúsgagnadeildinni í Hallarmúla og kynnið ykkur
Infodesk frá Neolt.
Hallarmúla 2 - Sími 83211
Itölsk hönnun á
góðu verðí