Morgunblaðið - 21.08.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.08.1988, Qupperneq 12
B oon MORGUNBLA®IÍ>/SUNNCI>A©WR'2Fll'ÁG68T>'I988 YICTOR BORGE Hefur hrifið áhorfendur í rúma hálfa öld Háðfuglinn og skemmti- krafturinn Victor Borge er væntanlegur til íslands um mánaðamótin. Efnir til tveggja sýninga á Hótel ís- landi 1. og 2. september. Flestum skemmtikröftum reynist ofviða að halda sig á tindinum í hinni hörðu samkeppni skemmtiiðnað- arins í heiminum, en „Danska mikilmennið“, eins og hann er stundum kallað- ur af aðdáendum sínum, hefur átt þar sitt fasta sæti í rúma hálfa öld. 78 ára Victor Borge er danskur, fæddur í Kaupmanna- höfn. Foreldrar hans voru tón- listarfólk og hann var ekki nema þriggja ára gamall þegar móðir hans byrjaði að kenna honum að leika á píanó. Átta ára gamall kom hann í fyrsta skipti fram opinberlega sem einleik- ari og vann sér þarmeð til nám- styrks við Tónlistarskólann í Kaup- mannahöfn. Á unglingsárunum hlaut hann styrki til náms hjá Fred- eric Lamond og Egon Petri í Berlín og Vínarborg og rúmlega tvítugur var hann orðinn þekktur á Norðurl- öndum fyrir kvikmynda og sviðs- þætti sína. Þá skall seinni heims- styijöldin á og ekki leið á löngu áður en háðfuglinn Borge var kom- gamall heldur hann sínu sem einn af eftirsóttustu skemmtikröftum heims. Gamansemi hans í bland við tónlistarhæfileika hefur all- an þennan tíma heillað áhorfendur, sem segja gjarnan að Borge sé óborg- anlegur. Fyrir það er honum sýndur margvíslegur heið- ur, nú síðast hlaut hann ■ heiðurspening Aldarafmæl- isnefndar Frelsisstyttunnar á hátíðarsamkomu á Ellis Island. Öll Norðurlöndin, þar á meðal ísland, hafa veitt honum orður og bæði Sameinuðu þjóðirnar og bandaríska þingið heiðrað hann. inn efst á svarta listann hjá Þjóð- verjum fyrir biturt háð sitt. Hann flúði því til Bandaríkjanna á síðasta farþegaskipinu sem sigldi þangað frá Evrópu, S.S. American Legion. í þau ríflega 40 ár, sem Victor Borge hefur búið í Bandaríkjunum, hefur hann haft á sinni könnu næst- um allt sem einn skemmtikraftur getur boðið upp á. Hann hefur kom- ið fram í útvarpi, í kvikmyndum, í sjónvarpsþáttum, verið með eins- manns-sýningar sem ganga lengur en nokkrar aðrar á Broadway, á stórum íþróttasvæðum og í óperu- húsum og hann hefur skemmt í Hvíta húsinu. Á hverju ári leikur Victor Borge með eða stjómar heimsfrægum hljómsveitum, m.a. New York-fílharmoníuhljómsveit- inni, hljómsveitunum í Cleveland og Fíladelfíu og með Amsterdam Concertgebouw. Hann hefur skifað tvær bækur í samvinnu við Robert Sherman, „My Favorite Intermissi- ons“ og „My Favorite Comedies in Borge Biography". Og nýlega kom út snælda undir nafninu „Báðar hliðar Victors Borges", þar sem hann leikur annars vegar á píanóið, en hins vegar á snældunni flytur hann nokkra sígilda gamanþætti sína. Og myndband með honum er líka til. Þótt þættir hans séu vandlega unnir, virðast. bráðfyndin tilsvör Victors Borges koma svo eðlilega að engu er líkara en þau verði til á staðnum — og sum verða það. Til dæmis sá hann þegar hann gekk inn á sviðið í Toronto í Kanada í fyrra að búið var að koma fyrir aukasætum fyrir áhorfendur í hálf- hring í kringum hann. Hann sneri sér að þessum áhorfendum og spurði: Komuð þið ekki með hljóð- færin ykkar? Fólk byrjaði að hlæja. Þá leit hann upp í loftið og sá fyr- ir ofán sig litla glerkúpla í hljóm- burðartækjunum og tók að velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að fá undirskálar með bollunum. Og nú lá salurinn í hlátri. En Vict- or Borge virðist hafa þetta „eitt- hvað“ óskilgreinanlega, sem nær til áhorfenda, svo að innan skamms á hann salinn, ef svo má að orði komast. Þrátt fyrir háan aldur virð- ist hann enn fara léttilega með sín bráðfyndnu sígildu atriði, að detta af píanóstólnum eða rekast á hljóð- nemann og annað sprell, sem þarf býsna mikla líkamsfimi til að leysa af hendi. Victor Borge er óspar á að koma fram á góðgerðarsamkomum, m.a. vegna krabbameinsrannsókna og annarra verðugra málefna. Hann hefur oft komið til bjargar stór- hljómsveitum í fjárhagsvanda með því að koma frarh án greiðslu og draga að fullt hús. Líka efnt til styrkveitinga í háskólum og menntaskólum. 1963 stofnaði hann með Iögmanninum Richard Netter sjóð í þakklætisskyni fyrir alla hjálp Norðurlanda við að bjarga fólki á stríðsárunum og hefur þessi marg- milljónasjóður styrkt fjölda af námsmönnum og vísindamönnum á Norðurlöndum til náms og rann- sókna í Bandaríkjunum. Þá stofnaði hann til sérstaks tónlistarsjóðs til minningar um foreldra sína, en fað- ir hans lék alla ævi í Konunglegu dönsku fílharmóníuhljómsveitinni. Eru árlega veitt hundrað þúsund danskar krónur í verðlaun úr honum við hátíðlega athöfn í Tívolí í Kaup- mannahöfn, auk þeirra fjögurra tónlistarstyrkja sem árlega eru veittir. Þótt Victor Borge segist vera fósturlandi sínu mjög þakklátur, hefur hann alltaf haldið góðum tengslum við föðurlandið. Hann er fjölskyldumaður og eyðir öllum sínum frítíma með Sönnu konu sinni, bömum þeirra fimm og átta barnabömum. Siglingar em tóm- stundagaman hans, enda góður skútuskipstjóri. Orðar það gjarnan svo að B-in hans þtjú séu Bach, Beethoven og Bátar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.