Morgunblaðið - 21.08.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 21.08.1988, Síða 23
8aer TaOL'Á .12 nuoAauviv!i)g .sioaj^v.uohom MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1988 a ss B"23 sitja í syngjandi hóp og sjá og fínna hvemig rómantíkin heltekur hugina, mýkir andlitsdrættina og laðar fram ásthneigð og hlýju. Um daginn sat ég í hópi þijátíu manna og kvenna á ýmsum aldri á björtu sumarkvöldi í grænni hlíð vestur í Dölum, og við sungum hið rómantíska ljóð Jóns frá Ljárskógum, Blærinn í laufí. Dís minna vona, yndið mitt allt, án þín er vorskrúðið litlaust og kalt. Öll þessi fegurð, öll þessi dýrð eyðist og hverfur, ef burtu þú flýrð. Er hægt að hugsa sér öílu meiri rómantík? Nokkm seinna hitti ég norðlensk hjón um þrítugt í fámennu sam- kvæmi. Talið barst að rómantík. Konan sagði að sjálf teldi hún sig ekki vera rómantíska en hins vegar væri maðurinn hennar mjög róm- antískur. Ég bað þennan rómantíska elskhuga að ræða við mig undir fjög- ur augu og í rökkvaðri stofu sagði hann mér álit sitt á rómantík og gildi hennar. „Mér fínnst það rómantík þegar tveir einstaklingar mætast og skynja hugi hvors annars," segir hinn norð- lenski rómantíker. „í augum margra er fallegt sólarlag, sjórinn og fagurt landslag vettvangur rómantíkurinnar en mér finnst ekki skipta máli hvert umhverfið er, aðeins að hugir tveggja einstaklinga sameinist og þeir fínni hvor hjá öðrum þá samkennd sem ljóðrænt mætti líkja við náttúruna. Eg held að flestir vilji fínna einhvem sem þeir geti notið þessa með, ekki bara í raunveruleikanum heldur líka í ímynduninni. Ég vil geta átt með konu sem ég elska rómantískar stundir þar sem við sitjum saman og ímyndum okkur samruna við nátt- úruna sem ég tel að við séum hluti af eins og annað. Rómantíkin þarf ekki að vera bundin öðrum. Ég tel að jafnvel maður sem er einn og vina- laus geti átt sér rómantík, því róm- antíkin býr innra með okkur. Rómantíkin í mér birtist m.a. í því að ég vil koma minni heittelskuðu á óvart með óvæntum uppákomum. Mig langar til að hún fínni og skilji með huga og líkama að ég meina það sem ég segi. Ég á það til á ólík- legustu stundum að skilja eftir alls kyns skilaboð til hennar sem tákn um það að ég dýrki hana og dái og að sú tilfinning komi frá innstu hug- arfylgsnum. Þetta hef ég gert allan þann tíma sem við höfum þekktst, nokkuð á annan áratug. Auðvitað hafa komið tímar sem eitthvað annað hefur deyft þessa hugsun en samt sem áður er hún alltaf fyrir hendi og þau tímabil koma sem maður leggur sig í líma við að fínna upp sem frumlegastan farveg til þess að veita þessari rómantísku tilfinningu í. Ég lit á þetta sem nokkurs konar listsköpun fyrir sjálfan mig og þá konu sem ég elska. Stundum er tján- ing mín í ljóðrænu formi, jafnvel atómkveðskapur, og fyrir kemur að uppákoma verður fyrir valinu. Ég set kannski fram einhverskonar gátu sem hún þarf virkilega að hafa fyrir að ráða. Ég skil stundum eftir teikn- ingar á náttborðinu. Svo vaknar hún og skoðar þetta hissa. Það tekur hana oft dtjúgan tíma að fínna út að þama standi t.d.: „I love you.“ Konan mín hefur sagt mér það sjálf að hún sé ekki rómantísk og kannski er það rétt. En hún hefur þá smitast af rómantíkinni í mér. Ég man aldrei eftir óvæntum uppá- komum frá hennar hendi fyrr en á allra síðustu árum. Hún þurfti eitt sinn að fara að heiman um tíma. Fyrsta kvöldi þegar ég tók ofan af rúminu rúmteppið og ætlaði að fara að sofa dauðsyfjaður, þá er miði undir rúmteppinu sem á stóð: „Ég elska þig.“ Hjarta mitt ætlaði að springa, þetta er rómantík fínnst mér.“ Að svo mæltu sneri elskhuginn norðlenski aftur fram f gleðskapinn þar sem hans heittelskaða söng við raust en ég varð eftir í rökkrinu og hugsaði um hið dularfulla samspil ástar, ljóða og rómantíkur og þær umþenkingar urðu kveikjan að þess- ari grein. TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR HORDH „Siglufjördur! Og þú hugsarsíld- Síld! Og þú minnist Siglufjaróar“ Sölustaðir: Reykjavík: Allar helstu bókaverslanir Akureyrí: Allar helstu bókaverslanir Siglufjörður: Aöalbúðin, bókav. Hannesar Bókapantanir í sima 96-71301. MylluKobbi rORLAG TORFUFELLI 34-111 REYKJAVÍK - S: 72020 GÓÐPfZZA! GOTTVERÐ! Jón Bakan er nýr pizzastaður, sem leggur megináherslu á heimsendingar. Þú hringir í síma 46614 eða 641974, - velur þér góða pizzu og við hringjum hjá þér dyrabjöllunni stuttu síðar. Okkar helsta metnaðarmál er GÓÐPIZZA! - GOTTVERÐ! Góðu pizzuna gerum við af alúð, smekkvísi og áralangri þjálfun, en góða verðið bjóðum við með því að spara ýmsa stóra kostnaðarliði, s.s. veitingasal. NYBVLAVEG114, S. 46614 & 641974. OPIÐ: 11:30-2330 VIRKA DAGA &1130-02 UM HEU3AR P.S.-Ef þú vilt pizzuna á verksmiðjuverði.sækir þú hanatil okkar á Nýbýlaveg 14 (vesturgafl). Smurstöð Heklu hf. er í alfaraleið við Laugaveginn. Hún er skammt frá miðbænum og því þægilegt að skilja bílinn eftir og sinna erindum í bænum á meðan bíllinn er smurður. Nýlega var tekin í notkun fullkomin veitingaaðstaða fyrir þá viðskiptavini sem vilja staldra við á meðan bíllinn er smurður. Fljót og góð þjónusta fagmanna tryggir fyrsta flokks smurningu. Lítið við á Laugavegi 172 eða pantið tíma í símum 695670 og 695500. Veriðvelkomin. HEKLA HF Laugavegi 170 - 172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.