Morgunblaðið - 21.08.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 21.08.1988, Síða 25
 886 JTJMMT18 .(jmAJaMUOflOl/ ■'NUDAGUR 21. AGUST 1988 REIKISTJÖRNUR FJARLÆGRA SÓLNA Vísindi Sverrir Ólafsson Stjamfræðingar hafa löngum velt vöngum yfir því hvort stjörn- ur Vetrarbrautarinnar búa yfir eigin reikistjömum eða hvort slík tilhögun er einstök hjá sólinni. Nýlegar rannsóknir stjamfræð- inga í Bandaríkjunum og Kanada benda eindregið til þess að fleiri stjömur Vetrarbrautarinnar séu umkringdar eigin reikistjömum, sem hreyfast umhverfis móður- stjömuna eftir svipuðum brautum og reikistjömur sólarinnar. Reikistjömur senda ekki frá sér ljós og því er engin leið að greina þær með beinum athugunum. Aðferðimar sem vísindamennirnir notuðu byggja á því að greina hliðrun í bylgjulengd nokkurra skarpra litrófslína í ljósi viðkom- andi stjömu. Ef ljósgjafi (stjama) ferðast í átt að ljósnema (sem staðsettur er á jörðinni) er hliðr- unin til styttri bylgjulengda, en til lengri bylgjulengda ef ljósgjafi og ljósnemi fjarlægjast hvor ann- an. Stjama sem ekki er umkringd reikistjömum ferðast með jöfnum hraða, sem kemur fram í stöðugri hliðrun bylgjulengdar. Ef stjaman á sér hins vegar reikistjörnu veld- ur hún smávægilegri röskun á hreyfingu stjömunnar. Stjarnan og reikistjaman ferðast umhverfís sameiginlega þungamiðju og því kemur röskunin fram í síendur- tekinni breytingu á hliðrun í bylgjulengd ljóssins frá stjörn- unni. Bandarísku vísindamennirnir, en forsvarsmaður þeirra var David Latham, athuguðu stjörn- una HD 114762, sem er í stjör- numerkinu Berenikuhaddur í 90 ljósára fjarlægð frá sólinni. Stjarna þessi er svipuð sólinni að þyngd og ljósstyrk, en hún er u.þ.b. 10 þús. milljón árum eldri. Þeir fundu allt að því 726 m/sek frávik í hraða stjömunnar. Oná- kvæmni þessara mælinga er af stærðargráðunni 500-1000 m/sek, en til samanburðar má geta þess að röskunin sem Júpíter veldur á hreyfmgu sólarinnar er ekki nema 12 m/sek! Þrátt fyrir ónákvæmni af þessari stærðargr- áðu hafa kerfísbundnar mælingar, sem gerðar hafa verið á síðastliðn- um sjö árum, eindregið bent til þess að hraði stjörnunnar tekur breytingum sem hegða sér í sam- ræmi við sínuslagaða kúrfu. Lat- ham telur að eðlilegt sé að túlka niðurstöðumar þannig að reiki- stjama hreyfíst umhverfís HD 114762 og valdi „tifí“ í móður- stjömunni sem orsakar reglulega breytingu á hreyfíngu hennar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vísindamenn hafa tilkynnt upp- götvun reikistjama umhverfis fjarlægar sólir, en hingað til hefur ætíð komið í ljós að niðurstöðum- ar vom byggðar á ónákvæmum mælingum eða orsökuðust af áhrifum annarra himinhnatta. Það styrkir stöðu bandarísku vísindamannanna að stjarnfræð- ingar í Genf hafa komist að sömu niðurstöðu eftir að vinna úr niður- stöðum ljósfræðilegra mælinga sem gerðar vom á stjömunni HD 114762. Jafnvel þó það virðist augljóst að HD 114762 eigi sér „félaga“ em ekki allir sammála um það hvers eðlis hann er. Félaginn er u.þ.b. tíu sinnum þyngri en Júpit- er, en fjarlægðin frá stjömunni er svipuð fjarlægðinni á milli sól- arinnar og Merkúrs. Með tilliti til þyngdar er hann því á mörkum þess að geta verið „brúnn risi“, en það em himinhnettir sem em ekki nægjanlega þungir til þess að kjamahvörf geti átt sér stað í iðmm þeirra, en geta þó náð allt að því 1000° K hitastigi fyrir til- stuðlan þyngdarþjöppunar. Bmce Campbell við Victoríu- háskólann í Kanada hefur þróað mæliaðferðir sem em nákvæmari en þær sem Latham og félagar notuðu. Þær hafa þó þann ókost að einungis er hægt að beita þeim á stjörnur sem em talsvert bjart- ari en HD 114762. Campbell hef- ur gert margar mælingar og telur sig hafa vísbendingu um allt að því 9 nýjar reikistjömur sem hafa massa á bilinu 1—10 sinnum þyngd Júpíters. Mælingar Camp- bells spanna langtum styttra tímabil en þær sem Latham hefur gert og því er ólíklegt að menn trúi niðurstöðum hans fyrr en hann hefur fýlgt braut reikistjarn- anna í nokkum tíma. Stjarna (A) og reikistjarna (B) hreyfast umhverfis sameiginlegá þungamiðju (M). Þegar stjarnan nálgast jörðina (1) hliðrast ljós hennar til styttri bylgjulengda, en til lengri bylgjulengda þegar stjarnan fjarlægist jörðina (2). Þessi síendurtekna breyting í hliðr- un ljóssins gefur til kynna að reikistjarna hreyfist umhverfis stjörnuna. „Landlð sem allir þra að sjá“ Fá lönd eru jafn hrífandi og Indland. Hin mörg þúsund ára gamla menning er litrík og framandi í augum vesturlanda- búa og óvíða gefur að sjá aðrar eins andstæður. Menning og minjar sem eiga sér engar hliðstæður. Fólkið, dýralífið, ævagamlar borgir, einstæð listaverk og menningarfjár- sjóðir sem láta engan mann ósnortinn. Flogið er með AIR INDIA frá London til Delhi, höfuðborgar Indlands. Þaðan liggur leið til Kathmandu, Nepal og Pok- hara. Því næst sigling á Ganges- fljótinu og heimsóknir í hinar frægu hallir og musteri, til dæmis í Kajuraho, Agra, Amber, Jaipur og Fathepur Sikri, Udaipur og Ellora. (Mark Twain) Ferðinni lýkur svo í Bombey, viðskiptahöfuðborg Indlands. Gisting í hæsta gæðaflokki. Aukavika í Góa, eða Suður-Indlandi. Indíafarar Sögu geta fram- lengt dvölina við sólgylltar strendur Góa, einum þekktasta baðstaðnum við Indlandshaf, Hafðu samband strax í dag í síma 91624040, eða líttu við á skrifstofunni. Indland: Brottför 5. nóv- ember. Fararstjóri Sigurður A. Magnússon, 22 dagar. FERDASKRIFSTOFAN Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.