Morgunblaðið - 21.08.1988, Page 32

Morgunblaðið - 21.08.1988, Page 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 „ Ef þið erub ha&bt o& bercA-finCtm rnorgun- \jerb, ðefcLa 'eg ab fá komPlögar í hádegis- mat." Með morgTinkaffinu Er von til þess að ég hafi verið ættleiddur af ykkur? Reykjanesbraut Til Velvakanda. Nú á seinustu misserum hefur farið fram í fjölmiðlum nokkur umræða vegna jarðganga fyrir bif- reiðir. Minna hefur verið rætt um þann veg á landinu, sem flest slys verða á; Keflavíkurveginn. Það mun óþarfa bjartsýni að búast á næstunni við fjárveitingu til gerðar annarrar akbrautar til Suðumesja, sem er löngu tímabær. Peningunum á að veija í jarðgöng, þótt þær framkvæmdir þoli nokkra bið. A hinn bóginn sýnir slysatíðni, að ný akbraut til Keflavíkur þolir enga bið. Nokkrar ráðstafanir, ekki kostn- aðarsamar, má þó gera til að koma í veg fyrir slys af völdum ísingar. í Kúagerði þarf að koma upp ör- bylgjusendi, sem við ákveðið hita- stig sendir boð til Vegagerðar ríkis- ins í Keflavík og/eða Hafnarfirði. Þá má salta veginn áður en slys eiga sér stað. Ég vona, að Vegagerð ríkisins taki þessa ábendingu til athugunar. Málið þolir enga bið, því veturinn er á næsta leyti. 8176-8811. Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða . hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, au'k pistla og stuttra greina Göngustígar yfir girðingar Þegar ekið er um byggðir lands- ins, þá langar náttúmunnandi ferðalang jafnan til að nema staðar á fögrum stöðum og ganga um í næsta nágrenni. En hér er víða Þrándur í Götu, því þéttar gaddavírsgirðingar liggja meðfram vegunum á löngum köflum, svo hvergi þýðir að nema staðar. Hér mætti bæta úr, með því að setja göngustiga yfir girðingar, svo unnt sé að ganga um staði, þar sem enginn ræktaður gróður er fyrir. Þar ætti ferðamönnum að vera fijálst að litast um eða setjast í vinalegan hvamm eða hjá litlum læk til að njóta yndis í ósnortinni náttúr- unni. Slíkt frelsi gæti engan skað- að, ef vel er gengið um. Ferðamálaráð eða einhver annar opinber aðili ætti að sjá um að göngustigar væm settir yfir girð- ingar sem víðast, svo fólki gefist kostur á að njóta útivistar á ferðum sínum um landið. Þessi girðingar- menning verkar annars sem frek- legur hemill á ferðafrelsi einstakl- ingsins og sem bekkni við einlægan náttúmskoðanda, sem óskar eftir að komast gangandi eitthvað út af rykugum þjóðveginum á ferðum sínum um landið. Það er ekki nóg að eiga fagurt land, ef öll gangandi umferð um það er hindmð á stómm svæðum með ókleifum gaddavírsgirðingum. Ég vil skora á viðkomandi aðila, að breyta þessu ástandi til batnaðar sem allra fyrst. Það kostar lítið og er í raun ekkert ónauðsynlegra en vegimir sjálfir. Ingvar Agnarsson. Yíkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI 01988 McNaught Synd.. Inc. ..^5; f,pETTA ER SAGA &E/n HfíÍFUR KONURNAR.. lUöVdoeo iuvvao iDmie ,i loi&toiQni Fyrir nokkm fann einn bréfritari Velvakanda að því að á nýju vegabréfunum stæði „kenninafn" þar sem áður var „föðurnafn". Þótti honum þetta óþarfa breyting. Gam- all kunningi Víkveija var á sama máli. Sagði hann að hér væri vegið að gamalli málvenju. Allir vissu við hvað væri átt með föðumafni þótt svo að örfáir einstaklingar kenndu sig við móður sína. Hann sagðist alveg eins búast við því að næst yrði farið að hrófla við orðinu „föð- urland". Reynt yrði að þurrka það út með einhverri flatneskjunni. Aldrei hefði karlremban hér á landi orðið svo mikil að amast væri við orðinu „móðurmál“, þó það væri að sjálfsögðu jafnt tunga föður og móður. Víkveiji benti á að sennilega væri þetta liður í jafnréttis- baráttunni og ætti að undirstrika að móðurinni væri gert jafn hátt undir höfði og föðurnum, eða kannski frekar því fólki, sem vill heldur kenna sig við móður sína en fóður. Kenninafn væri því meira réttnefni og þyrfti ekki að fara fyr- ir bijóstið á neinum. Föðurlandið vill Víkveiji þó hafa á sínum stað — og móðurmálið. En fyrst farið er að tala um jafn- réttisbaráttuna birtist hún stundum í hinum skringilegustu myndum, t.d. þegar öll kyngreining í auglýs- ingum var bönnuð. Ekki mátti aug- lýsa eftir skrifstofustúlku eða kjöt- iðnaðarmanni — allt skyldi það heita starfskraftur. Varð oft úr þessu hið mesta klúður, sem gerði mörgum gramt í geði. Þannig er oft hægt að spilla fyrir góðum málstað, ef of geyst er farið. XXX Sá ótti, sem fram kom hjá ýms- um um að einnota umbúðir svaladrykkja ættu eftir að setja svip sinn á umhverfið, var því mið- ur ekki ástæðulaus. Það er eins og mörgum þyki sjálfsagt að losa sig við þær um leið og innihaldinu hafa verið gerð skil, án þess að hugsa það mál frekar. Þessar umbúðir, plast- og málmdósir, stinga mjög í augu, þegar þær liggja á víð og dreif úti í náttúrunni — og hér í borginni eru þær ekki heldur neitt augnayndi. En hvað er til ráða? Hvemig er hægt að venja íslendinga af þeim ósið að fleygja hveiju og einu frá sér hvar sem er? Hlýtur þetta ekki að vera í uppeldinu? Annars er ánægjulegt að sjá hvemig sumir húseigendur — og eftirlitsmenn opinberra bygginga — sjá vel um að hafa stéttirnar fyrir framan hús sfn alltaf hreinar. Einn þeirra er t.d. kirkjuvörður Dómkirkjunnar, sem sér um af mikilli natni að umhverfi þess virðulega guðshúss sé ætíð til sóma. XXX Einn hvassviðrisdaginn í sumar sá Víkveiji hvar gosdósir og plastglös brugðu á leik í göngugöt- unni í Austurstræti og þeyttust þar fram og aftur. Kona, sem var þar á gangi, hljóðaði upp, þegar ein dósin skaust á milli fóta hennar með tilheyrandi skrölti. Samferða- manni hennar virtist skemmt. „Hvað, hélstu að þetta væri rotta?“ Segiði svo að sumir sjái ekki skop- legar hliðar — jafnvel á sóðaskapn- um. hEiítfnq

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.