Morgunblaðið - 21.08.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.08.1988, Qupperneq 35
r- framhjáhaldi sínu með henni bregst hún hin versta við og það endar með morði. Þegar deilurnar um Hættuleg kynni stóðu sem hæst í Banda- ríkjunum, femínistar veittust harka- lega að henni fyrir kvenhatur og hvert orð í handritinu var grand- skoðað af freudistum og femínist- um, sat Dearden á Rhódos við gerð„Pascali's Island". Þegarhann kom til London lenti hann í sjón- varpsþáttum og viðtölum þar sem hann þurfti að verja skrif sín, nokk- uð sem hann bjóst aldrei við. „Allt í einu kemstu að því að hávaðarifr- ildi stendur um kvikmynd sem þú hefur alltaf meðtekið sem saklaust skemmtiefni og þú lendir í þeirri aðstöðu að verða að verja hluti sem þú réðst engu um og hluti sem sannarlega áttu ekki að vera túlk- aðir eins og þeir voru túlkaðir." Dearden bað fólk vinsamlegast að líta á myndina sem góðan þriller og vera ekki að angra sig á neinum meiningum með henni. Annað í sambandi við myndina sem varð mjög umtalað voru breyt- ingar sem framleiðendurnir létu gera á endinum. í upphaflega end- inum fremur Alex sjálfsmorð með hníf sem er löðrandi í fingraförum Dans. í endurskotnum endi drepur eiginkona Dans hana í mögnuðu baðherbergisatriði. Það voru áhorf- endur á forsýningum sem sann- færðu kvikmyndagerðarmennina um að þörf væri á breyttum endi. „Ég sótti nokkrar forsýningar og maður gat fundið það hvernig áhorfendurnir kröfðust hefnda," segir Dearden. „Svo við sögðum að ef fólk vill æsispennandi enda- lok, sem fá það til að hoppa úr sætunum, þá skulum við færa þeim hann." Það var annaö mál með „Pas- cali". Hana fengu engir að sjá fyrr en hún var frumsýnd á Cannes í vor og engu var breytt í lokin. „Pas- cali" er mér mjög persónuleg mynd og hvort sem hún er rétt eða röng þá er hún myndin sem mig langaði til að gera. Ef einhver segði að honum líkaði ekki við endinn mundi ég segja, því miður öðruvísi vildi ég ekki hafa hann.“ að leika eiginmann Rampling en svo virðist sem karlleikurum sé ekkert um það gefið að leika á móti kvenaðalhlutverki. í þetta sinni vildi Hare leikarann Mic- hael Gambon í hlutverkið. Hann er að öðlast frægð í Banda- rikjunum um þessar mundir fyrir að leika söngelska einkaspæjar- ann í smóþáttaröðinni „The Singing Detective" eftir Dennis Potter. „En bandarísku fjár- hagsaöilarnir börðust gegn ráðningu hans og tóku peninga af fjárhagsáætluninni þegar ég réð hann. Ég var sektaður um 100.000 dollara fyrir að fá hann en ekki einhvern sem þeir vildu fá og var í einni mynd sem malaði gull fyrir 20 árum." Hare var viöstaddur forsýn- ingar é myndinni sinni I Los Angeles fyrir nokkru (hún veröur frumsýnd í haust) og hlustaöi þar á áhorfendur sem virtust ekki vita alveg hvernig þeir ættu að taka henni. Einn ungur mað- ur sagðist aldrei hafa séð evr- ópska mynd fyrr og sagði: „Hún er svölítið eins og „Blue Vel- vet“- mynd. Furðuleg." Annar sagði: „Hvers vegna ættu allar myndir að vera eins?" nákvæm- lega það sem Hare hugsar. r- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 B 35 LAUGAVEG 74 OG KRINGUJNNI WO<VE Óskum ef tir oðkaupa gamla kœliskápa, þvotta- vélar eÖa upþvottavélar kr.3000 M fc / Ótrúlegt en satt Viö hjá Heimilistækjum erum tilbúnirtil þess að gefa 3000 krónur fyrir hvert tæki; gamla kæliskápinn, þvottavélina eöa uppþvottavélina þína án tillits til gerðar, ástands og aldurs. Viö tökum tækiö sem greiðslu upp í nýjan fullkominn PHILIPS eöa PHILCO kæliskáp, þvottavél eöa uppþvottavél. stykkió ATH. Að sjálfsögðu sendum yið nýja tækið og sækjum það gamia þér að kostnaðarlausu. Haföu samband strax, lagerinn er ekki ótæmandi. Heimilistæki hf Sætúni8 • Hatnarstræti 3 • Kringlunni SIMI. 69 15 15 SÍMI: 69 15 25 SIML69 15 20 (/ede/tutoSveájya/ttyich, C sajtauttguno

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.