Morgunblaðið - 26.08.1988, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
*
Fullyrðingar Olafs Ragnars
eiga ekki við um Kaupþing
Hafa valdið óróa hjá sparifjáreigendum, segir Pétur Blöndal
PÉTUR Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings hf., sagði á fundi
með blaðamönnum í gær að ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar,
formanns Alþýðubandalagsins gætu á engan hátt átt við um þá sjóði
sem Kaupþing ræki en þau hefðu valdið óvenjumiklum óróa hjá
sparifjáreigendum. Vegna þessa hefði borið nokkuð á innlausn Ein-
ingarbréfa, sérstaklega þó 22. ágúst. Innlausn hafi þá verið rúm 21
milljón en venjulega séu innleystar 1—3 milljónir á dag.
Samkvæmt upplýsingum sem lagð-
ar voru fram á fundinum var inn-
lausn Einingabréfa rúmar 34 millj-
ónir dagana 19—24. ágúst. Pétur
Blöndal sagði að mikið hefði verið
spurt um getu Kaupþings hf. til
þess að innleysa Einingarbréf jafn-
óðum. Væri greinilegt að sögusagn-
ir væru í gangi um að verðbréfa-
sjóðir hafí ekki getað orðið við ósk-
um viðskiptavina sinna um að inn-
leysa. Kaupþing hefði áður innleyst
yfir 40 milljónir á einum degi og
gæti ráðið við miklu stærri upphæð-
ir í samvinnu við sparisjóðina. Eig-
endur Einingarbréfa hefðu ætíð
getað fengið bréf sín greidd út yfír
borðið.
„Við rekstur sjóðanna hafa verið
hafðar í heiðri almennt viðurkennd-
ar reglur um útjöfnun og dreifíngu
áhættu. Þess vegna er þess gætt
að ætíð sé til staðar nægt laust fé
til þess að unnt sé að sinna úrlausn
Einingabréfa við eðlilegar aðstæð-
ur. Þá er fylgt varlegum reglum
við mat á eignum sjóðanna, sem
standa að baki útgefnum einingum.
Allar þessar reglur hafa verið sam-
ræmdar hjá Kaupþingi hf., Fjárfest-
ingarfélaginu hf. og Verðbréfa-
markaði Iðnaðarbankans hf. og
hafa þær verið kynntar bæði banka-
eftirliti Seðlabankans og viðskipta-
ráðuneytinu," sagði Pétur.
Pétur sagði ennfremur að ákveð-
ið hefði verið að fella niður 2% inn-
lausnargjald þeirra sem innleystu
einingar sínar föstudaginn 19.
ágúst til 26. ágúst, ef þeir óskuðu
eftir að kaupa Einingabréf sín aftur
til baka enda bærist ósk um það
fyrir lok ágúst 1988. Þannig hyggð-
ist stjórn Kaupþings hf. bæta þess-
um sparifjáreigendum það tjón, sem
ofangreindar fréttir hefðu bakað
þeim.
Baldvin Tryggvason, sparisjóðs-
stjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og
nágrennis og stjómarmaður í Kaup-
þingi hf. sagði á fundinum að þeir
níu sparisjóðir sem væru eignaraðil-
ar að Kaupþingi hf. hefðu keypt
fyrirtækið að vel athuguðu máli.
Vel væri fylgst með rekstrinum og
fyrirtækinu væri fullkomlega
treyst.
_______________________________\______________
VEÐURHORFUR í DAG, 26. ÁGÚST1988
YFIRUT í GÆR: Yfir Norðursjó er 995 mb lægðarsvæði sem þok-
ast austur og liggur þaðan lægðardrag til norðvesturs í átt til Jan
Mayen. Yfir Norður-Grænlandi er 1.015 mb hæð. Heldur kólnar í
veðri en þó verður áfram 12—15 stiga hiti aö deginum sunnanlands.
SPÁ: Fremur hæg norðanátt, þó kaldi á Vestfjörðum þegar liður á
daginn. Skýjað á Norður- og Austurlandi og dálítil súld við strönd-
ina en bjart veður að mestu sunnanlands og vestan. Syöst á landinu
gætu þó orðið skúrir annað kvöld. Hiti 7—14 stig, hlýjast á Suður-
landi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðaustanátt, líklega
nokkuð hvöss. Rigning norðan- og austanlands og 5—8 stiga hiti
en bjart veöur og 10—14 stiga hiti syðra.
y. Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
f * / * Slydda
/ * /
* # *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j* Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyrl 10 alskýjaS Reykjavík 12 léttskýjað
Bergen 16 rígning
Helsinkl 18 Rkýjað
Kaupmannah. 18 þokumóða
Narssarssuaq 7 alskýjað
Nuuk 6 súld
Ósló 16 skýjað
Stokkhólmur 19 skýjað
Þórshöfn 14 skýjað
Algarve 32 heiðskfrt
Amsterdam 16 skúr
Barcelona 27 hálfskýjað
Chicago 17 léttskýjað
Feneyjar 23 skýjað
Frankfurt 16 skýjað
Glasgow 16 skúr
Hamborg 14 skúr
Las Palmas 24 skýjað
London 17 skýjað
Los Angeles 19 heiðskfrt
Lúxemborg 18 skýjað
Madríd 29 heiðskfrt
Malaga 32 heiðskfrt
Mallorca 29 lóttskýjað
Montreal 14 skúr
New York 19 þokumóða
Paris 18 skúr
Róm vantar
San Olego 21 heiðskfrt
Winnipeg 14 léttskýjað
Morgunblaðið/Einar Falur
Doktor Gmoser sendiherra afhenti Sigurði Björnssyni heiðurs-
krossinn.
Signrður Björnsson hlýtur
heiðurskross listamanna
SIGURÐI Björnssyni framkvæmdastjóra Sinfóníuliljómsveitar ís-
lands var í gær veittur austurrískur heiðurskross vísinda- og lista-
manna fyrir störf sín í þágu listarinnar. Dr. Gmoser sendiherra
Austurríkis á íslandi, með aðsetur í Kaupmannahöfn, afhenti
Sigurði heiðurskrossinn og þakkaði honum um leið öflugt sam-
starf við austurríska tónlistarmenn.
Sigurður Bjömsson hefur starf-
að við Sinfóníuhljómsveit íslands
sl. 11 ár. „Ég er afar þakklátur
fyrir að verða þessa heiðurs að-
njótandi," sagði Sigurður m.a. við
þetta tækifæri. Hann sagði þó að
sér fyndist sem Sinfóníuhljóm-
sveitin ætti líka heiður skilinn.
„Því þó ég hafí fengið til landsins
austurríska tónlistarmenn, þá hef-
ur hljómsveitin orðið að spila með
þessum listamönnum."
Sigurður er fyrsti íslendingur-
inn sem hlýtur austurríska heið-
urskross vísinda- og listamanna
að sögn Ludwigs Siemsen aðal-
ræðismanns Austurríkis á íslandi.
Eggjaverð:
Framleiðendur fá
frest til að gera grein
fyrir verðmyndun
VERÐLAGSRÁÐ hefur gefið
eKKÍaframleiðendum frest út
næstu viku til að gera grein fyr-
ir verðiagningu eggja. Neytenda-
samtökin telja að ólöglegt sam-
ráð sé um varðlagninguna og
hafa kært það til verðlagsyfir-
valda. Neytendasamtökin segja,
að eggjaverð hafi hækkað um
tæp 60% síðan i byijun april á
þessu ári, en framleiðendur hafa
mótmælt þvi, segja hækkunina
vera mun minni. A meðan frest-
urinn varir verður ekki gripið
til neinna aðgerða af hálfu verð-
Iagsráðs.
Jóhannes Gunnarsson formaður
Neytendasamtakanna sagði í gær,
að það væri ótvírætt að eggin hafí
hækkað um 59,9% á þessu tíma-
bili. Verðkannanir sem gerðar eru
til að mæla framfærsluvísitölu
sanni það. í þeim könnunum er
athugað verð í ákveðnum verslun-
um, ávallt þeim sömu. „Þetta er
meðalverð úr þeim verslunum sem
hefur hækkað 59,9%,“ sagði Jó-
hannes. „Annars vegar er miðað
við verðið í byijun aprílmánaðar,
hins vegar verð í byrjun ágústmán-
aðar að viðbættri þeirri hækkun
sem kom eftir að verð var athugað
í ágústbyijun, þá kom 14,4% hækk-
un. Þar af leiðandi hafa egg hækk-
að um 59,9%. Það er búið að yfír-
fara þessar tölur í tvígang og þær
eru örugglega réttar. Ég veit að
prósentuálagning verslananna hef-
ur verið sú sama á þessu tímabili,
þannig að ekki er hægt að skýra
verðhækkunina með meiri álagn-
ingu þeirra," sagði Jóhannes.
Númeralaus
lögreglubíll
ÞRÍR gárungar gerðu Borg-
arneslögreglunni hrekk við
samkomuhúsið Logaland
um helgina.
Fjórir lögreglumenn voru á
vakt á Logalandi vegna dans-
leiks og höfðu að mörgu öðru
að huga en lögreglubifreiðinni
sem þeir ferðuðust á. Að lokn-
um dansleiknum komust lög-
reglumennimir að því að búið
var að skrúfa báðar númera-
plötumar af lögreglubílnum.
Fljótt uppgötvaðist hveijir
þama höfðu verið að verki og
vom þeir fluttir í númera-
lausri lögreglubifreiðinni til
Borgamess þar sem þeir vom
látnir sofa úr sér áfengis-
vímuna. Þegar félagarnir
vöknuðu daginn eftir viður-
kenndu þeir verknaðinn og
vísuðu á númeraplöturnar sem
þeir höfðu falið utan við sam-
komuhúsið.