Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
9
Útsala-Útsala
20-50% afsláttur
Glugginn, .
Laugavegi 40,
Kúnsthúsinu.
Blaðboar
Símar 354( »og 83033
AUSTURBÆR KÓPAV0GUR
Stóragerði Skjólbraut
Heiðargerði Grettisgata Laugavegur Bankastræti GRAFARV0GUR
Hverafold
SELTJIMES
Stigahlíð 49-97 Skólavörðustígur Fomaströnd Hofgarðar
BREIÐHOLT 1 Barðaströnd
Stekkir
3JLi
Tvöföldun
Reykjanes-
brautar
Kolbrún Jónsdóttir,
varaþingmaður, skrifar
grein í DV um nauðsyn
þess að tvöfalda Reykja-
nesbrautina frá Hafnar-
firði að Flugstöð Leifs
Eirikssonar. Þar fetar
hún i fótspor fleiri grein-
arhöfunda, sem vakið
hafa máls á þessari nauð-
synlegu framkvæmd.
Kolbrún vekur athygli
á þvi að sólarhringsum-
ferð á Reykjanesbraut
hafi verið 5.400 bílar
1986, 7.800 bQar 1987 og
sé nú komin yfir 10.000
bQa á sólarhring. „8.000
bQar eru sú viðmiðun
sem er höfð til þess að
ákveða hvenær það er
nauðsynlegt að aðskilja
akstursstefnur, það er að
hafa tvær aðskildar
brautir.1*
Slys á Reykjanesbraut,
sem er „þjóðvegur allra
Iandsmanna“ að og frá
Flugstöð Leifs Eiríksson-
ar, vóru 160 talsins árið
1987. F.nginn annar veg-
ur hefur sambærilega
slysasögu, hvort sem
mælt er i fjölda slysa,
eignatjóni eða mannslif-
um. Bílunum fjölgar frá
ári til árs — og umferðin
þyngist á „svarta vegin-
um“ svo að segja dag frá
degi. „Nú er vetur i nánd
og hálka myndast á
brautimii á örfáum
mínútum," segir greinar-
höfundur. Varúðar er því
þörf.
Það er skylt að taka
undir þá kórréttu ábend-
ingu að 10.000 bila dags-
umferð á Reykjanes-
braut og slysasaga henn-
ar siðustu ár krefst
tveggja brauta, þannig
að á hverri braut sé að-
eins umferð í eina átt.
Blekking eða
sjálfsblekking
Sighvatur Björgvins-
son, formaður fjárveit-
inganefndar Alþingis,
ritar grein um stöðu
efnahagsmála i Morgun-
Blöðin spegill líðandi
stundar
Dagblöð gærdagsins spegluðu þjóðlífið,
eins og dagblöð annarra daga, skin þess
og skugga. Efnahagsvandinn — þjóðar-
eyðsla langt umfram þjóðartekjur með og
ásamt fjór- eða fimmfaldri verðbólgu miðað
við samkeppnisríki okkar — setja áfram svip
á skrifin. Grein um nauðsyn þess að tvö-
falda Reykjanesbrautina, „svarta veginn",
vekur og athygli. Staksteinar glugga í þetta
efni í dag.
blaðið i gær þar sem seg-
ir m.a.:
„í umræddri forystu-
grein Moigunblasins frá
14. ágúst sl. er þvi m.a.
haldið fram, að sljórn-
málamenn hafi ástundað
blekldngar með þvi að
telja fólki trú um að
hægt sé að greiða úr
vandkvæðum eins og
þeim, sem hér hefur ver-
ið vikið að, með „hókus-
pókus-aðgerðum“ og
þannig komið i veg fyrir
að fólk horfist i augu við
staðreyndir. Sjálfsagt
eiga stjómmálamenn hér
einhverja sök en stað-
reynd er það lika, að i
þessum efnum er ákaf-
lega auðvelt að blekkja
íslendinga af þeirri ein-
földu ástæðu, að þeir
vilja láta blekkja sig.
Fólk upp til hópa er
auðvitað það greint, að
það veit vel að þjóðin lif-
ir um efni fram, að gjafa-
fé liggur ekki á lausu,
að lán verður að borga,
að laun verða ekki bund-
in með lögum, að gengis-
felling hlýtur að valda
verðhækkunum og verð-
hækkanir , aftur vaxta-
hækkunum o.s.frv. Fólk
veit þetta allt saman
mætavel — en það vill
ekki vita það. Hitt er svo
miklu einfaldara að tejja
sér trú um töfrabrögð
og trikk — og geta svo
skammað þessa helv.
pólitikusa þegar þeir
geta ekki dregið gull-
hringa úr nefi mamia og
kanínur úr höttum
þeirra.
Menn tala oft mikið
um isma og hyggjur. f
bréfi, sem mér barst ný-
lega, var m.a. sagt eitt-
hvað á þá leið, að þegar
aðrar þjóðir fylgdu ýmist
félagshyggju eða skipu-
lagshyggju aðhylltust ís-
lendingar helzt ósk-
hyggju. Það hefur margt
vitlausara verið sagt.“
„Oarðbær
reksturí
skjóli kerfis“
Dagblaðið Vísir segir
í forystugrein í gæn
„Við skulum víkja að
nýju að ummælum Þor-
valds Gylfasonar. Hann
bendir á, að neyðar-
ástand blasi við í atvinnu-
rekstri á nokkurra mán-
aða fresti, þótt íslending-
ar séu nú ein ríkasta þjóð
heims.
Miklu veldur, að ríkis-
valdinu hefur ekki tekizt,
að halda útgjöldum þjóð-
arinnar innan hóflegra
marka.
Reynt hefur verið að
beizla kauplag og hannn
visitölubindingu launa
með lögum. Það hefur
verið reynt að festa
gengi krónunnar. Það
hefur verið reynt að
verðtryggja sparifé og
draga úr ásókn i lánsfé
með þvi að leyfa vöxtum
að leita jafnvægis milli
framboðs og eftirspum-
ar á peningamarkaði. En
fyrirtækin hafa komizt
upp með að varpa ábyrgð
á hið opinbera, hafi illa
gengið. Ríkið veltir vand-
anum siðan i verðlagið.
Það hefur verið gert með
peningaprentun eða
gengisfellingu. Jafn-
framt hafa aðilar vinnu-
markaðarins gert samn-
inga langt umfram getu
fyrirtækjanna, og ríkið
siðan einnig velt þeim
vanda yfir i verðlagið. f
stuttu máli hafa fyrir-
tæki ekki þurft að taka
ábyrgð, sem þeim ber.
Alls konar óarðbær
rekstur hefur notið
hlunninda i skjóli þessa
kerfis. Þetta er einhrota-
lömin í okkar kerfi,
brestur i innviðun-
IMlll
Bankabréf Landsbankans eru gefin út af Landsbankanum og aðeins seld
þar. Bankabréf eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og árs-
ávöxtun er nú 9,25% umfram verðtryggingu. Endursölutrygging
bankans tryggir ávallt örugga endursölu. Endursöluþóknun er
aðeins 0,4%. Bankabréf Landsbankans eru eingreiðslu-
bréf, til allt að fimm ára, og eru seld í 50.000,-, 100.000,-
og 500.000,- króna einingum. Gjaldfallin bankabréf
bera almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað.
Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskipt-
um, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í
útibúum bankans um land allt.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna