Morgunblaðið - 26.08.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
17
„Agi samfélags-
legrar stýringar“
eftir dr. Benjamín
J.H. Eiríksson
Ef formaður Framsóknarflokks-
ins getur fengið ráð í efnahagsmál-
um hjá völdum veðurfræðingi, þá
getur formaður Alþýðubandalags-
ins alveg eins sótt sér ráð í efna-
hagsmálum til, já, segjum til dæm-
is valins stjómmátafræðings. Niður
með hagfræðingana! Ja, þetta sein-
asta er nú best að segja ekki allt
of hátt. Fólk kynni að halda að
maður væri fáviti, ég meina
ómenntaður. Það gengi ekki. Ólafur
R. andvarpaði og leit út um
gluggann. Já, þannig væri auðvitað
best að hafa það. Og er ekki sjálfs
höndin hollust? Fæ ég nokkum
stjómmálafræðing betri til verksins
en Ólaf Ragnar Grímsson prófessor
í stjómmálafræði?
Eftir einhveija svona rökrétta rás
hugsunarinnar held ég að formaður
Alþýðubandalagsins hafi hafið
verkið, því að hann þekkir hugsanir
Ólafs R. engur miður en eigin. Úr
penna stjómmálafræðingsins hóf
að streyma „Ný vaxtastefna", rit-
gerð um efnahagsmál, og þaðan á
síður Þjóðviljans hinn 13. ágúst
1988. Dr. Magni hafði fengið sálu-
félaga úr austurátt.
Formaðurinn er ekkert að fela
gmndvöllinn. að því sem hann er
að boða í efnahagsmálunum: Öguð
samfélagsleg stýring. Fólkið sem
man hafta- og skömmtunarárin
ætti að þekkja innihald þessara
orða. Ólafur er á móti frelsi markað-
arins, hinni ópersónulegu þekking-
armiðiun hans, og ákvörðunum
fjöldans jafnt og forstjóranna á
grundvelli hennar. í Sovétríkjunum
er mikið kvartað um það að enginn
viti neitt um það, hvað hlutimir í
raun og vem kosti. Handahófið og
valdboðið ráða, með hroðalegri sóun
allt um kring. Þetta sem Ólafur er
að boða hefir miklu einfaldara nafn,
eitt orð: kommúnismi, hvort sem
stjómmálafræðingurinn gerir sér
þetta ljóst eða ekki. Allt hið komm-
únistíska þjóðfélag er mótað, fast-
mótað, af þessum gmndvelli sínum:
miðstýrt efnhagskefi. Það er undir-
staðan. Einræðisherrannn sér um
ögunina. Eftir henni verður svo allt
þjóðfélagið að laga sig. Nú þarf
ekki lengur þessar upplýsingar, sem
markaðsöflin miðla um ástand mála
í atvinnulífinu, þjóðfélaginu. Nú
þarf bara úrskurð embættismanns-
ins. En því miður, hann hefir ekk-
ert að styðjast við í ákvörðun sinni
nema vilja yfirboðara síns. Þar tek-
ur svo við vilji einræðisherrans,
hans sem sér um að halda uppi
ögun þegnanna. Dr. Amór Hannib-
alsson hefir gefið mjög greinargóð-
ar lýsingar á þessum málum í tíma-
ritinu Frelsi 1987, 2. Margra ára
skólaganga í Sovétríkjunum og
Póllandi hefir gefið honum sjald-
fengna, dýrmæta í sannleika ómet-
anlega lífsreynslu og þekkingu á
þessum málum. Þekkingin á fátækt
og kúgun kommúnismans er ekkert
leyndarmál lengur. Vér ættum því
að skilja hvað Dr. Ólafur er að fara,
þegar hann er að tala um „agaða
samfélagslegar stýringar“, þótt svo
að hann tali dálítið undir rós.
Ólafur prófessor heimtar að pen-
ingamálin verði látin „lúta aga sam-
félagslegrar stýringar". Sfðan kem-
ur í ljós að hann hefir nyög rangar
hugmyndir um hið raunverulega
ástand. Þannig talar hann um
„skattleysi fjármagnstekna". Hann
segir að „samkvæmt núgildandi
kerfi getur stétt fjármagnseigenda
rakað til sín sífellt meiri gróða án
þess að greiða eina einustu krónu
til samfélagsins."
Hið rétta er að sparifé er skatt-
fijálst, en tekjur fjármögnunarfyr-
irtækjanna eru skattlagðar. Þessi
fyrirtæki greiða um helming tekna
sinna í tekjuskatt.
Um erlendu lánin er það að
segja, að sjálfsagt er að taka undir
það, að stöðva þurfi hina erlendu
skuldasöfnun, jafnvel nota til þess
„miskunnarlausan aga“ eins og
Ólafur leggur til, þótt ég sé ekki
alveg viss um að við séum að hugsa
um nákvæmlega sömu hlutina. Þar
er annar vandinn að sjálfsögðu lán-
tökur sjálfs ríkisins vegna hallans
á ríkissjóði. Hinn vandinn er sá að
taprekstur atvinnufyrirtækjanna
knýr sífellt á um erlent lánsfé. En
þama er orsökin of hátt kaupgjald.
Hugsar formaðurinn sér til hreyf-
ings gegn verkalýðsfélögunum?
Kannski. Kannski ekki.
Vextir
Af hveiju stafar þessi grimma
deila um vextina? Væri það ekki
flestum í hag að hafa þá sem
lægsta? Á þetta mætti kannski fall-
ast, ef hinir lágu vextir stöfuðu af
miklu framboði spariQár og þörf
væri fyrir nýjar framlcvæmdir, og
viljinn til framkvæmda til staðar.
Annars ekki!
Þegar upphæð hefir verið spöruð
af tekjum má auðvitað breyta henni
strax í eign af öðru tagi. En vextir
koma fyrst upp í þessu sambandi,
þegar hið sparaða er peningar. Sé
hið sparaða verðmæti eins og nýtt
hús, þá þýðir það atvinnu og tekjur
fyrir verkamennina sem byggja
það. Fari upphæðin í banka eða
sparisjóð, þá getur hún farið þaðan
í einhveijar framkvæmdir, til dæm-
is til stofnunar nýs fyrirtækis eða
til vélakaupa hjá fyrirtæki í rekstri.
Þetta eykur atvinnu. Og þar sem
þetta er nýtt, þá er sennilegt að
um aukna framleiðni sé að ræða.
Allt þetta fylgir myndun nýs spari-
fjár, nýs fjármagns. En það mynd-
ast því aðeins að einhver neiti sér
umþað að eyða öllum tekjum sínum
jafnóðum. Þá sjálfsafneitun má vel .
kalia siðgæðislega þjónustu, hvað
svo sem býr í huga sparandans.
Áhrif hins nýja fjármagns er óháð
hans hugrenningum. Aðeins að
hann spari. Spari enginn ríkir óhjá-
kvæmilega stöðnun í atvinnulífinu,
nema til komi fiármagn að utan.
Og framfarir á lslandi hófust fyrir
alvöru fyrst með erlendu fjár-
magni. Þetta eru orsakimar til þess
að vextir skipta svo miklu máli.
Hærri vextir og skattfrelsi sparifjár
örva tilhneigingu til að spara. Og
þegar þær venjur hafa einu sinni
myndast, að menn spari, eins og
gerðist f byijandi borgum Evrópu,
þá fer í gang hin óstöðvandi eim-
reið framfara og velmegunar. Nú
er að vísu komið á daginn að óstöðv-
andi er varla rétta orðið. Vissulega
sést hilla undir það að hún muni
hægja á sér. Það gerir vaxandi
vanlíðan móður náttúru, og óskyn-
samleg og oft hömlulaus hegðun
mannsins.
Seðalbankínn
Þá kem ég að kröfu Ólafs próf-
essors um það,- að skipt verði um
stjómendur í Seðlabankanum. Mér
lízt illa á þessa hugmynd. Hún verk-
ar á mig sem ódýrt lýðskmm. í
versta falli mætti kannski líta svo
á, að stjómin hafi gert sig seka um
nokkurt bruðl. En það er til margt
stærra og verra en það. En höfuðat-
riðið er auðvitað stjómin á þeim
málum sem undir bankann heyra.
1 Þeir Jóhannes, Geir og Tómas eru
' allir mætir menn, og ættu að vera
yfir það hafnir, að ráðist sé á þá
fyrir það eitt að gegna starfi sem
bankastjórar Seðlabankans, án þess
að séð verði að neitt hafi farið úr-
skeiðis. Auk þess hafa þeir hóp
sérfræðinga sér til aðstoðar. Ég er
sannfærður um að ekkert væri unn-
ið við það, að skipta um stjóm á
bankanum. Ég held að fáum detti
í hug, að hönd Alþýðubandalagsins
í Seðlabankanum yrði einhver betr-
umbót, væri hennar þörf.
Lánskjaravísitalan
í DV hinn 17. ágúst er enn grein
eftir Ólaf R. Grímsson: „Siðleysi í
vaxtastefnu ríkisstjómarinnar".
Þar er þessi klausa:
„Lánskjaravísitalan er ekki óháð-
ur og sjálfstæður mælir. HÚn er
þannig smíðuð að hún hækkar sig
sjálf. I gegnum grunn lánskjaravísi-
tölunnar sem síðan aftur hækkar
fjármagnskostnaðinn og þá aftur
lánskjaravísitöluna og þannig
áfram upp og inn í næstu öld. Það
er leitun á annarri eins svikamyllu
til að féfletta almenning.“
Þama gín við lesandanum hræði-
leg ófreskja, svikamyllan! Hvernig
er hún orðin til. Úr lánslqaravísi-
tölunni. Hvað er lánskjaravísitalan?
Hún er verðlagsvísitalan að tveimur
þriðju, byggingarvísitalan að einum
þriðja. Ég ætla að lagfæra búning-
inn á klausu Ólafs, og sjá hvemig
hún tekur sig þá út. En fyrst þarf
nokkum inngang.
Mér er sagt að lögfræðingar
Rómveija hafi fyrstir uppgötvað
athyglisverðan hlut í sambandi við
lánastarfsemi manna. Sá sem fékk
lánað hest átti auðvitað að skila
hestinum aftur, sama hestinum.
Sama gilti um aðra hluti. En hvað
ef einhver fékk lánaða 100 gullpen-
inga? Átti hann þá líka að skila
þeim aftur, sömu gullpeningunum
og hann hafði fengið lánaða? Nei,
nýtt er komið til sögunnar, sögðu
hinir lögvísu. Það nægir að hann
skili aftur 100 gullpeningum, sams-
konar eða jafngóðum gullpening-
um, jöfnum að verðmæti og láns-
peningunum. Það sem gilti var að
verðmætin væm jöfn, jafn verð-
mætir peningar, jafn verðmæt upp-
hæð.
Og nú ætla ég að færa mig til
forfeðra vorra. Þegar íslenzk þjóð
kemur til sögunnar em menn í þess-
um hluta heims hættir að telja pen-
ingana í svona viðskiptum. Bæði
var það að myntimar vom margvís-
legar að gerð, og svo var það að
sumir áttu það til að klípa svolítið
utan úr silfurpeningunum, þannig
að þeir höfðu misst nokkuð af sinni
upphaflegu vikt. Menn vógu því
peningana á vog, svo og svo marg-
ar merkur silfurs. Silfrið þurfti ekki
einu sinni að vera slegin mynt.
Fræðilega séð eram vér nú komn-
ir á svipað stig. Krónan er viktuð.
Viktin er meðaltal fjölda vömteg-
unda og þjónustu, vísitala. Magnið
sem tekið er af hverri tegund er
tekið úr búreikningum. Með þeim
em verðin viktuð, vísitalan.
Lengi vom menn sem þrösuðu
um það, að tiltekna hluti vantaði í
vísitöluna. Ástæðumar fyrir því, að'
þetta skiptir svo litlu máli, em
þær, að I fyrsta lagi breytist verð-
lag hinna ýmsu vömtegunda mjög
í takt, einkum skyldra vömtegunda,
yfir þau tímabil sem um er að ræða,
venjulega fáa mánuði eða fá ár. I
öðm lagi em uppbætur á laun, þeg-
ar greitt er samkvæmt vísitölu,
greidd á öll launin, ekki aðeins á
þær upphæðir sem fara f þær teg-
undir sem era í vísitölunni, heldur
einnig á þann hluta launanna sem
fara í hluti sem ekki em í vísi-
tölunni.
Vilji menn binda endi á það
ástand, að sparandinn fái aðeins
50 aura til baka fyrir hveija krónu
sem hann leggur í sparisjóð, eða
að skuldarinn sleppi með því að
greiða aðeins 50 aura fyrir hveija
krónu sem hann skuldar, þá er ekki
um annað að ræða en að taka upp
„viktun" krónunnar, verðtryggja
hana. Og þetta er það sem nú er í
gildi. „Viktin" sem notuð er heitir
Dr. Benjamín H.J. Eiríksson.
„ Af þessu sést að
skrúfugangurinn, sem
fjármagnskostnaður-
inn mun valda er næsta
lítill. Þótt verðbótalið-
urinn í lánskjaravísi-
tölunni tvöfaldaðist,
hækkunin næmi 100%,
þá ylli það nýrri hækk-
un lánskjaravísitölunn-
ar um aðeins 3%. Næst
kæmi svo 3% af þessum
þremur prósentum.
Fjallið hef ir því tekið
jóðsótt og fætt afskap-
lega litla mús, en við
mikinn hávaða. Ég af-
skrifa því „svikamyll-
una“ með öllu.“
lánskjaravísitala, sú sem ég minnt-
ist á hér að framan. Lánskjaraví-
sitalan er verðtryggingin, ekki eitt-
hvað allt annað, og alls engin svika-
mylla.
Af hveiju er lánskjaravfsitalan
frábmgðin verðlagsvísitölunni og
þar með vísitölunni sem kaupgjaldið
hefir verið greitt eftir? Það stafar
af því að sparifjáreigandanum og
lánveitandanum stendur alltaf til
boða að breyta peningunum í aðra
eign, oftast fasteign. Með því að
taka byggingarvísitöluna sem einn
þriðja þá er verið að taka með verð-
lag fasteigna, og er það miðað við
byggingarkostnaðinn. Þar með er
reynt að tryggja að nokkm að fjár-
magnseigandinn tapi ekki allt of
miklu ef verðlag á fasteignum
skyldi stíga meira en annað verð-
lag, ennfremur að hann hagnist
ekki óeðlilega, skyldi verðlag fast-
eigna lækka. Éin röksemd enn styð-
ur þessa aðferð. Hefi ég þegar
minnst á hana. En hún er sú að
verðlag á flestum hlutum breytist
mjög í takt. Þegar hveit hækkar,
hækkar oftast annað kommeti.
Þegar soyjabaunir hækka f verði,
hækkar loðnan. Þegar timbrið
hækkar, hækkar pappírinn, oftast
einnig málmar og sement. Þessu
fylgir ævinlega nokkur tröppugang-
ur, og hann getur valdið deilum.
í skrifum Ólafs virðist gleymt,
að lánskjaravísitalan er að mestu
leyti það sama og kaupgjaldsvísital-
an, þótt hún gegni hlutverki á öðm
sviði verðlagsmálanna. Hún gegnir
hliðstæðu hlutverki og kaupgjalds-
vfsitalan, nema hvað í hennar til-
felli er samningstímabilið oftast
langtum lengra en launasamning-
arnir. Hún er í fjölskyldu við kaup-
gjaldsvfsitöluna og engin ófreskja.
Verðlagsvísitalan og kaup-
gjaldsvfsitalan em að mestu sama
vísitalan, og verðlagsvísitalan er
tveir þriðju lánskjaravísitölunnar.
Það er því alveg rétt sem Ólafur
segir. Lánskjaravfsitalan er ekki
„óháður og sjálfstæður mælir.“
Henni er alls ekki ætlað að vera
það. Hún á að vera í takt við annað
verðlag. Kaupgjaldsvísitalan og
lánskjaravísitalan em meira en
hálfsystur, þær em líkari mæðgum.
Eins og ég hefi þegar sagt: Láns-
kjaravísitalan er verðtrygging og
ekki eitthvað annað. Og kem ég
þá loksins að klausu Ólafs, svo sem
ég lofaði.
Verðlagsvísitalan að tveimur
þriðju og byggingarvísitalan að ein-
um þriðja, þetta er lánskjaravísitai-
an. í klausu Olafs ætla ég því að
setja þessar tvær í stað lánskjara-
vísitölunnar, og sjá hvemig klausan
tekur sig þá út.
„Verðlagsvísitalan (og bygging-
arvísitalan) er ekki óháður og sjálf-
stæður mælir. Hún er þannig
smíðuð að hún hækkar sig sjálf. I
gegnum gmnn verðlagsvísitölunnar '
(og byggingarvísitölunnar) skapar
hækkun vaxta og verðbóta síðan
hækkun á verðlagsvísitölunni (og
byggingarvísitölunni) sem síðan
hækkar aftur fjármagnskostnaðinn
(það er vexti og verðbætur) og þá
aftur verðlagsvísitöluna (og bygg-
ingarvísitöluna) og þannig áfram
upp og inn í næstu öld. Það er leit-
un á annarri eins svikamyllu til að
féfletta fólk.“
Vér sjáum því að Ólafur er að
tala um verðbólguskrúfuna,
víxlhækkun verðlags og launa,
nema hvað hann hefír dregið inn í
myndina vexti og verðbætur, og fær
út það sem hann hefir áður búið til
í huga sínum: svikamyllu.
Gallinn við þessa sköpun hans
er sá, að fjármagnskostnaður, vext-
ir og verðbætur, hafa alls ekki
verið í verðlagsvísitölunni, og þvi
ekki í lánskjaravísitölunni. Um
þetta má lesa í nýjasta hefti Hag-
tíðinda, maf, 1988.
En nú er verið að taka fjár-
magnskostnaðinn inn sem hluta
húsnæðiskostnaðar. Vextir verða
um 4% vísitölunnar. En svo sem
kunnugt er fara þeir ýmist upp eða
niður. Þessa dagana lækka þeir, og
mun það þá valda öfugum skrúfu-
gangi í „svikamyllunni" hans Ólafs.
Verðbætur nema um 3% í vísi-
tölunni, samkvæmt hinu nýja fyrir-
komulagi. Það em þá þær, sem
helzt er um að ræða sem gmndvöll
„svikamyllu".
Af þessu sést að skrúfugangur-
inn, sem fjármagnskostnaðurinn
mun valda er næsta lítill. Þótt verð-
bótaliðurinn í lánslq'aravísitölunni
tvöfaldaðist, hækkunin á honum
næmi 100%, þá ylli það nýrri hækk-
un lánskjaravísitölunnar um aðeins
3%. Næst kæmi svo 3% af þessum
þremur prósentum. Pjallið hefír því
tekið jóðsótt og fætt afskaplega litla
mús, en við mikinn hávaða. Eg af-
skrifa því „svikamylluna" með öllu.
Þegar greitt hefir verið úr flækju
og orðaþoku Ólafs, þá hefir „svika-
myllan" gufað upp. Eftir er aðeins
hin gamla víxlhækkun kaupgjalds
og verðlags, þar sem fjármagns-
kostnaðurinn er mjög lítill liður, og
svo rýmun krónunnar. Niðurstaðan
er þá þessi: Svikamylla fyrirfinnst
engin, en eilítið af lýðskmmi.
Hðfundur var áður um árabil
ráðunautur ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum ogsiðar banka-
stjóri Framkvæmdabanka íslands.
Kvartett
Arna Schev-
ing- í Heita
pottinum
KVARTETT Áma Schewing
leikur f Heita pottinum f Duus-
húsi næstkomandi sunnudags-
kvöld og hefjast tónleikarnir kl.
22.
Auk Áma, sem leikur á víbrafón,
skipa kvartettinn Kristján Magnús-
son sem leikur á píanó, Birgir
Bragason bassaleikari og Guð-
mundur R. Einarsson trommurleik-
ari. Þeir félagar munu leika gömul
og ný „Be Bob“ lög.