Morgunblaðið - 26.08.1988, Síða 19

Morgunblaðið - 26.08.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 19 m Mwðsem. , .5... m «acíSSOH» - i ■ :]y @ K'^Wi? ■ ' ^'"C. v&áM ’-'• ^ ' jy^jus V’" Svar viðskiptaráðherra við bréfi Alþýðubandalagsins: Fjármálafyrirtæki eru ekki án efdrlits Bankaeftirlit hefur litið eftir með fyrirtækjunum Bækur sem væntanlegar eru frá Bókaklúbbi barnanna, Disneyklúbb- num. Vaka- Helgafell: Bókaklúbbur fyrir börnin ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Vaka-Helgafell er þessa dagana að hleypa af stokkunum bókaklúbbi sem eingöngu er ætlaður börnum, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Hefur hann hlotið nafnið Bókaklúbb- ur barnanna, Disneyklúbburinn og verður bókavalið miðað við börn allt að 10 ára aldri. JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur sent efnahagsmála- nefnd Alþýðubandalagsins svar við bréfi nefnarinnar um starf- semi fjármálafyrirtækja. í bréf- inu segir ráðherra það rétt að vöxtur fjármálafyrirtækja hafi verið mikill á siðustu misserum. Það sé hins vegar misskilningur að þau hafi verið án formlegs eftirlits af hálfu opinberra aðila. í gildi séu lög er heimili banka- eftirliti Seðlabankans að hafa eftirlit með verðbréfamiðlun og Félögum Disneyklúbbsins mun í upphafi gefast kostur á að eignast myndskreyttar sögubækur úr bóka- Guðrún Ein- arsdóttir sýnir í Hafnarg-allerí GUÐRÚN Einarsdóttir opnar sýningu á olíumálverkum í Hafn- argallerí Hafnarstræti 4, föstu- daginn 26. ágúst og stendur sýn- ingin til 7. september. Guðrún útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands síðastliðið vor. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 9-18 og laugardaga frá 9-12. Fyrirlestur um næringarfræði Dr. med. Gerhard Schmidt, sérfræðingur í næringarfræði og antrópófískum jurtalækningum, heldur fyrirlestur um næringar- fræði. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Yggdrasils á Smiðju- vegi 11, Kópavogi, laugardaginn 27. ágúst kl. 17.00. Fyrirlesturinn verður haldinn undir heitinu „The reality of human nutrition“. (Fréttatilkynning) Kappflug bréf- dúfna á morgun Bréfdúfnafélag Reykjavíkur heldur bréfdúfnakeppni á morg- un laugardag og verður keppnis- leiðin sú lengsta sem bréfdúfur hafa flogið hérlendis i ár, um 250 kílómetrar. Styrktaraðili keppn- innar er VISA ísland. Dúfunum verður sleppt frá Fag- urhólsmýri klukkan átta í fyrramál- ið að sögn Stefáns Ragnarssonar og fljúga þær til síns heima. í keppninni taka þátt bréfdúfnaeig- endur af Suðvesturhorninu,-en þeir mynda þijú félög á höfuðborgar- svæðinu, auk félags á Akranesi og Suðumesjum. Þá er starfandi félag bréfdúfnaeigenda á Húsavík. I síðustu keppni tóku þátt 19 dúfna- eigendur sem slepptu 340 dúfum á loft. Félög bréfdúfnaeigenda sjá til skiptis um keppnishald að sögn Stefáns Ragnarssonar og er þetta tíunda keppnin í sumar. VISA hefur verið styrktaraðili að þremur keppnum fram að þessu og veitir efstu keppendunum fóður í verðlaun auk farandbikars er kemur í hlut sigurvegarans. flokki frá Walt Disney sem ber heitið Ævintýraheimurinn. Þar er að fínna sígild ævintýri í nýjum búningi, svo sem Mjallhvíti, Þyrni- rós, Hróa Hött, Öskubusku, Pétur Pan og Gosa. Öðru hveiju munu svo koma út bækur með þekktustu söguhetjum Walt Disnev. Ævintýrabækumar munu koma út mánaðarlega og verða einungis til sölu í Bókaklúbbi bamanna, Di- sneyklúbbnum. Með bókunum fylg- ir endurgjaldslaust blað bamabóka- klúbbsins, Gáski. í því verður ýmis fróðleikur, tómstundaviðfangsefni, gamanmál cg getraunir, þar sem íjölskylduferðir til Disneylands í Flórída í Bandaríkjunum em meðal verðlauna. Einnig munu stofnfélag- ar klúbbsins fá gefíns svonefnt Minnisspil. Fyrstu bækumar í bókaflokknum Ævintýraheimurinn munu koma út í næsta mánuði og heita þær Bambi og Skógarlíf. Messíana sýn- ir í FEVÍ-salnum MESSÍANA Tómasdóttir sýnir rýmisverk úr málmi, tré, steini og speglum og myndir unnar með akril i pappír i FÍM-salnum, Garðastræti 6, frá 27. ágúst til 1. september. Klukkan 15 og 17 á laugar- og sunnudaga^ sem sýningin stendur yfír flytur Ása Björk hreyfíverk við söng Ásu Hlínar Svavarsdóttur, en það verk byggist á ljóðum og tón- list sem urðu til samhliða rýmis- verkunum. í verkunum á þessari sýningu gefur myndlistarmaðurinn sér þá forsendu að fegurðin í skilningi þeirra Muggs og Matisse sé ekki tímaskekkja og tekur jafnframt af- stöðu gegn forfrömun ljótleikans í samtíðinni. Messíana hefur um árabil starfað hér heima og erlendis að leikmynda- gerð og brúðuleikhúsi auk fyrir- lestra og kennslu í þessum greinum. Hún fékk starfslaun listamanna til að vinna að þessari sýningu, en áður hefur hún m.a. hlotið náms- styrk hjá franska ríkinu, dvalar- styrk í Norrænu listamiðstöðinni í Sveaborg og starfslaun Reykjavík- urborgar til að vinna að brúðuleik- „Flotinn mættur“ eftir Messíönu Tómasdóttur, sem nú sýnir verk sín í FÍM-salnum. sýningunni Bláu stúlkunni. Á síðasta ári hlaut hún svo styrk menntamálaráðuneytisins/leiklist- arráðs til að vinna að sýningunni Sjö spegilmyndir. Þessar tvær leik- sýningar hafa einnig verið sýndar á leiklistarhátíðum erlendis. (Fréttatilkynninsr) rekstri verðbréfasjóða. Sam- kvæmt þeirri heimild hafi bank- eftirlitið litið eftir með rekstri fyrirtækjanna. Segir ráðherra að skort hafí á ýmis ákvæði um reksturinn og starfsemi svokallaðra fjármögnun- arleigufyritækja. „Þar má nefna skýr ákvæði er girði fyrir hags- munaárekstra verðbréfafyrirtækis og verðbréfasjóðs, sem það rekur, ákvæði um upplýsingaskyldu gagn- vart eigendum hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóði, ákvæði um eigin- fjárstöðu verðbréfafyrirtækis o.fl.,“ segir í bréfínu. Því hafí ráðherra skipað nefnd i febrúar sl. er kanni nauðsyn á frekari lagasetningu um þessa starfsemi. Tryggja þurfi að félögin og stjómendur þeirra séu ekki eigendur þeirra fyrirtækja sem þeir kaupi skuldabréf af. Nefndin fjallaði um verðbréfavið- skipti og verðbréfasjóði og samdi drög að frumvarpi til nýrra laga. Segist ráðherra vænta endanlegra frumvarpsdraga á næstu dögum og muni hann þá leggja þau fyrir ríkis- stjóm og þingflokka hennar til að ákvarða hvort þau verði lögð fram. Þá fjallaði nefndin um fjármögn- unarleigur og samdi hún síðan drög að frumvarpi tii laga um eignar- leigu. Það verður sömuleiðis lagt fyrir ríkisstjóm og þingflokka. I þriðja lagi var athugaður rekst- ur á sviði greiðslumiðlunar, af- borgunarviðskipta o.fl. en sú athug- un er skemmra á veg komin. í niðurlagi bréfsins þakkar ráð- herra þann áhuga er Alþýðubanda- lagið hafí sýnt framgangi málsins og segir fiokkinn fá tækifæri til að vinna að honum. Tillögur efnahagsmálanefndar Alþýðubandalagsins: Millifærsla og kerfisbreytingar í stað niðurfærslu Morgunblaðið/Einar Falur Nokkrir hundar, sem taka munu þátt í hundafimisýningunni sýndu blaðamönnum listir sínar í gær. Þarna stekkur labrador-tíkin Dimma- limm í gegnum eina hindrunina. Hundasýning í Reiðhöllinni: Keppt í hundafimi í fyrsta sinn HUNDARÆKTARFÉLAG ís- lands heldur hina árlegu hunda- sýningu sína sunnudaginn 28. ágúst í Reiðhöllinni í Viðidal og hefst hún kl. 9. Þetta er fimmt- ánda sýningin, sem félagið efnir til, frá því að það var stofnað árið 1969. Til þátttöku hafa ver- ið skráðir 170 hundar af 10 mis- munandi hundakynjum. Tvö kyn verða nú sýnd í fyrsta sinn, ensk- ur Springer Spaniel og stríðhærður langhundur. Guðrún R. Guðjohnsen, formaður Hunda- ræktarfélagsins, sagði í samtali við blaðið, að áhersla væri lögð á að öll fjölskyldan kæmi saman á sýninguna og væri því margt til skemmtunar. Auk þess sem hundar keppa inn- byrðis um titla, eins og „besti hund- ur tegundarinnar" og „besti hundur sýningarinnar", þá fara þeir í hundaleiki, sem felast í ýmsum þrautum, og sýna hundafími. Fjög- ur blönduð hundafimilið keppa sin á milli í að fara hindrunarbraut, sem smíðuð var fyrir keppnina. Gunnilla Lundbom, hundafímileiðbeinandi fra Svíþjóð, stjórnar keppninni. Þetta er í fyrsta sinn, sem hunda- fimisýning er hér á landi og Gunn- illa segir, að hundamir hafí ekki hlotið langa þjálfun og því sé ekki að búast við því að allt gangi snurðulaust fyrir sig. En þeir njóti hundafiminnar í ríkum mæli. Hundaleikimir verða í hádeginu og hundafimin milli 16 og 17, en hver tegund fyrir sig verður dæmd milli 9 og 17. Byijað verður á íslenska fjárhundinum og svo rekur hver tegund aðra. Dómarar verða Ole Staunskjær frá Danmörku og Kirsti Wuorimaa frá Finnlandi. Efnahagsmálanefnd Alþýðu- bandalagsins hefur sett fram til- lögur um aðgerðir í efnahags- málum. Á blaðamannafundi sem nefndin hélt á miðvikudag, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, form- aður Alþýðubandalagsins, enga raunverulega kreppu vera i efna- hagslifi þjóðarinnar, heldur væri rangri hagstjórn um að kenna. Legði nefndin því til að farin yrði leið millifærslu og kerfis- breytinga i stað niðurfærslu. Er þar gert ráð fyrir stöðugu gengi krónunnar, óskertum kaupmætti launa og fullri atvinnu. Til að verðbólga hjaðni og jafnvægi komist á í efnahagslífinu verði að stokka upp rekstrarkerfi út- fluningsatvinnuveganna, lög- binda lækkun raunvaxta, fjár- magnskostnaðar og ýmissa ann- arra kostnaðarliða og flytja til fjármagn í gegnum skattakerfið. „Grundvallarspumingin er hvort skerða eigi tekjur launafólks enn einu sinni eða skerða tekjur fjár- magnseigenda, sem hafa verið skattfíjálsar undanfarin ár,“ sagði Steingrímur Sigfússon, einn nefnd- armanna og formaður þingsflokks Alþýðubandalagsins. Olafur Ragnar sagði leið kerfís- breytingar fela í sér að knýja þyrfti atvinnurekendur til varanlegrar endurskipulagningar á rekstrinum. Fj ármagnseigendur ættu að bera meginkostnaðinn af millifærslunni. Taka þyrfti upp markvissa stýringu á vöxtum og peningamarkaði og beita lögum til að færa raunvexti niður í 3% og minnka vaxtamuninn niður í sama hlutfall og í nágranna- löndunum. Halda þyrfti genginu stöðugu, ríkissjóður yrði í jafn- vægi, erlendri skuldasöfnun yrði hætt og verðbólgan færi niður í sama stig og í nágrannalöndum. Svavar Gestsson alþingismaður, sagði meginorsök efnahagsörðug- leikanna vera stjómleysi í vaxta- og peningamálum. Endurskipu- leggja þyrfti bankakerfið, afnema núgildandi lánkjaravísitöu og sam- ræma lækkun á vöxtum lífeyrissjóð- anna. Óheimilt verði að breyta vöxt- um á lánum til lengri tíma. Þá vill nefndin að erlend skuldasöfnun verði stöðvuð, eftirlit verið haft með „gráa fjármagnsmarkaðnum" og að fjármagnseigendur borgi sömu skatta og launafólk. Auk Svavars, Ólafs Ragnars og Steingríms, á sæti í nefndinni Svanfríður Jónasdóttir, varaform- aður Alþýðubandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.