Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
Reuter
Gífurlegt tjón varð í eldsvoða i Chiado-hverfinu í miðborg Lissabon
í gærmorgun. Jafnvel er talið að um íkveikju hafi verið að ræða.
Tuttugu byggingar gjðreyðilögðust. Þar var um að litast eins og
eftir loftárás.
Heil verzlunargata
brann til kaldra kola
í miðborff Lissabon
I iasnhnn Rputpr ^ ^
Lissabon. Reuter.
GÍFURLEGT tjón varð í eldsvoða
i elzta hluta Lissabon, höfuð-
brogar, Portúgals í gærmorgun.
Um 20 byggingar i verzlunar-
götu í Chiado-hverfinu brunnu.
„Þetta er mikill harmleikur,"
sagði Mario Soares, forseti, hrærð-
ur, er hann kynnti sér aðstæður.
Miðborgin hefur ekki orðið jafn illa
úti f 230 ár, eða frá því í jarð-
A-Þýskaland:
Ferðalög
vestur yfir
hafa aukist
Austur-Beriín. Reuter.
ARI eftir heimsókn Erichs Honec-
kers, leiðtoga Austur-Þýskalands,
til grannþjóðarinnar i vestri vega
austur-þýsk stjórnvöld og meta
samstarf þjóðanna tveggja. Telja
þau samskiptin hafa batnað nokk-
uð.
Utanríkisráðherra Austur-Þýska-
lands, Wolfgang Meyer, tjáði Reut-
er-fréttastofunni að ferðalög milli
Austur- og Vestur-Þýskalands hefðu
aukist að mun á síðastliðnum tólf
mánuðum. Hann sagði einnig að
samkomulag hefði náðst um stofnun
vinarbæjartengsla milli bæja f
grannríkjunum og um eflingu menn-
ingarsamskipta eftir heimsókn.
Honeckers til Vestur-Þýskalands á
sfðasta ári. Þetta kom fram í skrif-
legu svari ráðherrans við spumingum
sem Reuters sendi honum fyrir
skemmstu.
„Að ári liðnu mun öllum verða ljós
ávinningurinn af heimsókn Honec-
kers f september á síðasta ári, nýtt
skeið í samskiptum þjóðanna hófst
með þessari heimsókn," segir í bréfi
Meyers. „Dæmin um ávinninginn er
þegar orðin mörg og þeim fjölgar
með degi hverjum," segir í bréftnu.
Meyer segir í bréfinu að stjóm-
málalegur ávinningur sé háður
samningavilja Vestur-Þjóðveija
varðandi óleyst ágreiningsmál, og
nefndi sem dæmi áreininginn um
landamæri ríkjanna við Saxelfur.
Heimsókn Honeckers á sfðasta ári
var fyrsta opinbera heimsókn hans
til Vestur-Þýskalands eftir skiptingu
Evrópu eftir sfðari heimsstyijöldina.
skjálfta, sem reið yfir og olli miklu
tjóni í Portúgal árið 1755.
Einn maður beið bana í eldsvoð-
anum og tugir slösuðust. Alls
misslu um 500 manns heimili sitt
og um 20 fímm til sex hæða verzl-
unarbyggingar gjöreyðilögðust.
Tjónið nemur tugum milljóna
Bandaríkjadollara.
Lögreglan vildi ekki útiloka að
um fkveilq'u hafi verið að ræða,
einkum þykir grunsamlegt hversu
hratt eldurinn breiddist út. Hundruð
slökkviliðsmanna börðust við eldana
á sjöundu klukkustund en eldtung-
umar náðu í allt að 30 metra hæð.
Sérstaklega búnar þyrlur tóku þátt
í slökkvistarfinu en ekki kom til
þess að sérstakar flugvélar væru
notaðar þar sem slökkviliðsmönn-
unum tókst fljótlega að hefta út-
breiðslu eldsins eftir að slökkvistarf
hófst. Að loknu slökkvistarfi var
um að litast sem gatan hefði orðið
fyrir loftárás.
Á meðan Gorbatsjov er í sumarleyfi:
Lígatsjov reynir að
blása til gagnsóknar
JEGOR Lígatsjov, sem talinn
er næst-valdamesti maður Sov-
étrikjanna, er lítt hrifínn af
sumum aðgerðum Gorbatsjovs
flokksleiðtoga og samheija
hans. Á flokksráðstefnu sov-
éskra kommúnista í júní lýsti
Ligatsjov að vísu yfir stuðningi
við umbótastefnuna, „per-
estrojku", með fögrum orðum
og heitstrengingum en þegar
til kastanna kemur er ljóst að
hann leggur annan skilning i
hugtakið umbætur en Gorbatsj-
ov. Hinn þátturinn i stefnu-
breytingu Gorbatsjovs, „glasn-
ost, aukið upplýsingastreymi
og fijálsari umræða, er næstr-
áðandanumþó enn meiri þyrnir
í augum. í siðasta tölublaði
breska vikuritsins The Ec-
onomist er fjallað um þá ref-
skák sem Lígatsjov teflir að
baki Gorbatsjovs, i von um að
verða eftirmaður leiðtogans
fari svo að umbótastefnan
renni út í sandinn.
Á meðan Gorbatsjov var í heim-
sókn í Júgóslavíu í mars síðast-
liðnum birtist bréf eftir konu að
nafni Nína Andrejeva í sovésku
dagblaði. Þar var lýst andstöðu
við marga þætti umbótastefnunn-
ar og er bréfíð oft talið eins kon-
ar stefnuyfirlýsing andstæðinga
perestrojku og glasnosts. TASS-
fréttastofan dreifði bréfinu, að því
er virðist með stuðningi
Lígatsjovs. Vandræðaleg þögn
ríkti um bréfið í sovéskum fjöl-
miðlum í nckkrar vikur en loks
birti málgagn kommúnistaflokks-
ins, Pravda, gagnárás sem greini-
lega var_ samin af Gorbatsjov-
sinnum. Ótryggt vöpnahlé tók nú
við en í þessum mánuði fór Gorb-
atsjov í sumarleyfi til Svartahafs-
ins og er þá Lígatsjov formlega
við stjómvölinn í Kreml.
Gegn markaðsbúskap
Hinn 5. ágúst flutti Lígatsjov
tölu í borginni Gorkí þar sem
hann sagði að engar hugmyndir
um vestrænan markaðsbúskap
gætu samrýmst kenningum hins
eina og sanna sósfalisma. Slíkt
framleiðslukerfi, með atvinnuleysi
og átökum þjóðfélagshópa, gæti
aldrei orðið fyrirmynd Sovét-
manna. Að vísu gerðist það einnig
Jegor Lígatsjov
að Lígatsjov sagði í fyrsta sinn
opinberlega að þörf væri á „só-
síalísku markaðsbúskap." Þar
sem aukin áhersla á markaðs-
búskap er homsteinninn í efna-
hagsumbótum Gorbatsjovs fór
ekki milli mála að Lígatsjov beindi
spjóti sínu að Gorbatsjov.
Lígatsjov réðst sömuleiðis
harkalega á nýtt fyrirbrigði í Sov-
étríkjunum, þ.e. verkföll. „Hvem-
ig geta verkamenn farið í verk-
fall gegn sjálfum sér? Þetta er
fáránlegt." Hann fordæmdi einnig
mótmælaaðgerðir sem Gorbatsjov
hefur sagt að séu prýðileg dæmi
umbótastefnu í verki. Lígatsjov
segir að þær séu „ofstækisfullar
og andsósfalfskar."
Elhn nánasti samstarfsmaður
Gorbatsjovs, Aleksander
Jakovlev, svaraði sumum atriðum
í ræðu Lígatsjov nokkrum dögum
síðar er hann var á ferð í Ríga í
Lettlandi. Jakovlev sagði að
minnstu máli skipti hvort kerfið
væri sagt vestrænt eða sósíaliskt;
aðalatriðið væri að það kæmi al-
menningi að notum. Kínverski
leiðtoginn Deng Xiaoping spurði
eitt sinn hvaða máli það skipti
hvemig kötturinn væri á litinn ef
hann bara veiddi mýs.
Hugmyndaf ræði og
veruleiki
Ágreiningur hefur einnig komið
upp í utanríkismálum. í júlí var
haldin ráðsteftia um hugmjmda-
fræðilega kjölfestu sovéskrar ut-
anríkisstefnu og sóttu hana, auk
Shevardnadze utanríkisráðherra,
flölmargir sovéskir stjórnarerind-
rekar, sendiherrar og aðrir ráða-
menn á þessu sviði. Shevardnadze
sagði þar að Gorbatsjov hefði lagt
fyrir róða þá kenningu að innsta
eðli alþjóðastjórnmála væri bar-
áttan milli ólíkra stjómmálakerfa.
Ráðherrann sagði að þegar ver-
öldinni væri ógnað af kjamork-
ustríði og umhverfísslysum, sem
snertu alla jarðarbúa, yrði „frið-
samleg sambúð" að vera leiðarljó-
sið fremur en baráttan gegn
kapítalismanum.
Lígatsjov er á öðru máli. í Gorkí
sagði hann að-slíkar hugmyndir
hefðu aðeins þær afleiðingar að
„sovésk alþýða og vinir okkar
erlendis mglast í ríminu." Hann
mælti í staðinn með kennisetning-
um Brezhnev-tímabilsins, að meta
skuli alþjóðamál með stéttabarátt-
una í huga og hvergi megi reyna
að hægja á þjóðfrelsisbaráttu með
handafli. í fáum orðum sagt; graf-
ið undan kapítalismanum og
styðjið marxistahrejrfingar í þriðja
heiminum, hvað sem líður and-
stöðu Vesturlanda.
Jakovlev hefur svarað og sagt
að til séu sameiginlegir hagsmun-
ir sem séu æðri stéttabaráttunni.
„Marxisminn felur í sér að sam-
eiginlegir hagsmunir em metnir
með hliðsjón af sögunni, með.
framfarir alls mannkjmsins í
huga, ekki bara ákveðinna ríkja
eða stétta, þjóða eða þjóðfélags-
hópa,“ sagði Jakovlev í ræðu sem
hlýtur að hafa fengið Karl Marx
til að snúa sér mörgum sinnum
við í gröfinni.
Lígatsjov rejmir nú að stykkja
saman skilmerkilega stefnuskrá
afturhaldsmanna í sem flestum
málum og lætur sér ekki lengur
nægja að andmæla því sem Gorb-
atsjov gerir. Fyrir Gorbatsjov er
vandinn sá að hann hefur lýst
jrfir vanþóknun sinni á harkaleg-
um og oft grimmdarlegum að-
ferðum fyrirrennara sinna við að
bæla niður andstöðu. Andskotar
Gorbatsjovs í afturhaldsliðinu em
á hinn bóginn líklegir til að láta
kné fylgja kviði takist þeim að
hrinda honum úr sessi.
Israel:
Palestínskur þorps-
leiðtogi barinn til bana
Jerúsalem. Reuter.
LEIÐTOGI úr þorpi Palestinumanna, skammt frá Hebron, var í gær
mjrrtur af 30 grímuklæddum árásarmönnum, sem drógu hann út af
heimili hans og börðu hann til bana. í síðasta mánuði varð maðurinn,
Said Hazazeh, fyrir hnífsstungu í Hebron en kom heim aftur af sjúkra-
húsi fyrir nokkrum dögum. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna
málsins lögreglan sagði þorpsbúa hafa grunað leiðtogann um samvinnu
við ísraela.
Reuter
Ónafngreind, palestínsk kona rífur klæði sín af sorg vegna dauða
Saids Hazazeh, palestinsks þorpsleiðtoga, sem myrtur var af óþekkt-
um tilræðismönnum f gær. Palestínskir heimildarmenn segja að
hann hafi átt samvinnu við ísraela. .
Tvö hundruð þúsund Palestínu-
menn héldu sig heima við í gær vegua
útgöngubanns ísraelskra yfirvalda
sem sett var í borginni Nablus á
vesjurbakka Jórdanár og fleiri hem-
umdum svæðum, m.a. á Gaza-svæð-
inu. Verslunum Var lokað og alls-
heijarverkfalli var lýst yfir á um-
ræddum landsvæðum af leiðtogum
uppreisnar Palestínumanna á hern-
umdu svæðunum, er staðið hefur á
nfunda mánuð.
ísraelsstjóm andmælti á miðviku-
dag fordæmingu Bandaríkjastjómar
á þeirri ákvörðun ísraela að vísa 25
Palestínumönnum úr landi. Fyrrum
sendiherra ísraels í Washington,
Meir Rosenne, sagði að brottvísunin
væri betri kosturinn af tveimur illum.
„Samkvæmt Genfar-sáttmálanum er
okkur heimilt að leiða menn fyrir
dóm og sakfella þá en við gerum það
ekki vegna þess að við höfum kom-
ist að þeirri niðurstöðu að brottví-
sanir séu árangursríkari aðferð,"
sagði Rosenne.
Israelskar þyrlur réðust í gær á
búðir palestínskra skæruliða nálægt
líbönsku borginni Sídon, að sögn tals-
manna ísraelska hersins. Einnig
skutu fallbyssubátar flotans á búð-
imar. Ekki var skýrt frá mannfalli
en líbanska lögreglan sagði að mikið
tjón hefði orðið í búðunum vegna
elda. Þetta var 141. árás ísraela á
skotmörk í Líbanon það sem af er
þessu ári.