Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
Japanska varnarmálastofnunin:
Vaxandi umsvif Sovétmanna
kalla á aukin fjárframlög
Tókíó. Reuter.
JAPANSKA vamarmálastofnunin hefur farið þess á leit að útgjöld til
varnarmála verði aukin um 6,1 prósent á næsta fjárlagaári. Talsmaður
stofnunarinnar sagði á blaðamannafundi i Tókió í gær að þeta væri
nauðsynlegt vegna sívaxandi hemaðarumsvifa Sovétmanna í Asíu.
Talsmaðurinn sagði að þrátt fyrir
slökun á spennu í samskiptum aust-
urs og vesturs hefðu Sovétmenn ekki
dregið úr viðbúnaði sínum í Asíu.
Þvert á móti réðu þeir nú yfir fleiri
vígtólum í Austurlöndum §ær en
nokkru sinni fyrr. Vék talsmaðurinn,
Osamu Sairenji, sérstaklega að því
Danmörk:
að verulegrar aukningar hefði orðið
vart á þessu sviði á undanfömu ári
þrátt fyrir að sögulegt skref í átt til
afvopnunar hefði verið stigið í des-
embermánuði er leiðtogar risaveld-
anna undirrituðu samninginn um
upprætingu meðal- og skamm-
drægra kjamorkueldflauga á landi.
„Við þurfum því að vinna áfram
að því að efla vamir Japans þar sem
ekkert bendir til þess að draga muni
úr ógnun Sovétmanna," sagði Sair-
enji og kvað japönsku vamarmála-
stofnunina leggja til að 3.927 mill-
jörðum jena (um 1.360 milljörðum
ísl. kr.) yrði varið í þessu skyni á
næsta flárlagaári, sem hefst 1. apríl
1989.
Hart hefur verið deilt um framlög
til vamarmála í Japan á undanföm-
um ámm en Bandan'kjamenn hafa
þrýst á stjómvöld þar um að auka
flárveitingar á þessu sviði. Á síðasta
ári ákvað ríkisstjóm Japans að veija
rúmu prósenti af þjóðarframleiðslu
til vamar- og öryggismála og var
ákveðið að hvika ekki frá því marki
á yfirstandi fjárlagaári.
í máli talsmanns vamarmálastofn-
unarinnar kom fram að stefnt er að
smíði tveggja herskipa og kafbáts á
næsta ári auk þess sem fyrirhugað
er að festa kaup á 16 bandarískum
omstuþotum af gerðinni McDonnell-
Douglas F-15. Japanir ráða yfir
öflugum herafla. Þeir hafa um
270.000 menn undir vopnum og ráða
yfir 52 tundurspillum, 250 orustu-
flugvélum og 1.180 skriðdrekum.
Prinsarnir í bílslysi
Kaupmannahöfn, Reuter.
DANSKI krónprinsinn Friðrik,
bróðir hans Jóakim og tveir fé-
lagar þeirra slösuðust í bilveltu
í Frakklandi á þriðjudag.
Prinsamir tveir höfðu verið í
heimsókn hjá foreldrum sínum í
Caix-kastala, þar sem Margrét
Danadrottning og maður hennar
Hinrik dvelja í sumarleyfí um þess-
ar mundir. Bræðumir vom á heim-
leið ásamt tveim vinum sínum þeg-
ar þeir óku á tré skammt frá Cahor
í Frakklandi með þeim afleiðingum
að bíll þeirra valt.
. Friðrik viðbeinsbrotnaði og þurfti
að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring
en Jóakim, sem ók bílnum, slasað-
ist lítið og fékk að fara af sjúkra-
húsi eftir læknisskoðun. Félagar
þeírra slösuðust einnig lítillega.
A uglýsingastríð
Senn hefst einvígi tveggja skúta um Ameríkubikarinn i siglingum,
að undangengnu miklu striði á láði og legi. Keppt verður undan San
Diego í Kaliforntu, heimahöfn bandarisku skútunnar. Á myndinni
er skúta áskorendanna að æfingum. Á stórseglinu er risastór auglýs-
ing frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum um skaðsemi reykinga.
Talið er að auglýsingin sé ekki nein tilviljun því helzti stuðningsað-
ili bandarísku siglaranna er þarlent tóbaksfyrirtæki. Stríð skútustjó-
ranna hefur þvt enn fengið á sig nýja mynd.
Gíslataka í Vestur-Þýskalandi:
Deilt á lögreglu og frétta-
menn sakaðir um siðblindu
54 klukkustunda eftirför lögreglu kostaði þrjú mannslíf
ZUrich. Fri önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins.
FIMMTÍU og fjögurra stunda för fréttamanna og lögreglunnar
S norðvesturhluta Sambandslýðveldis Þýskalands á eftir tveimur
bankaræningjum og vitorðskonu þeirra, sem tóku yfir 30 manns
S gíslingu, lauk S síðustu viku. En umræðan um afskipti lögreglunn-
ar, fjölmiðla og stjóramálamanna af málinu hófst fyrir alvöra nú
S vikunni. Fréttamenn eru gagnrýndir fyrir að hafa gefið vopnuð-
um glæpamönnum tækifæri til að baða sig S Ijósi frægðarinnar
og er borið á brýn að hafa hjálpað þrjótunum og uppörvað með
þvi að koma kröfum þeirra á framfæri við alla þjóðina. Flokks-
menn CDU, CSU og FDP hafa gert málið að pólitisku þrætuepli
með þvi að benda á að innanríkisráðherrar Nordrhein—Westfalen
og Bremen, þar sem bófamir fóru um, séu báðir jafnaðarmenn.
Andstæðingar SPD (jafnaðarmanna) telja flokkinn linan i afstöðu
sinni gagnvart glæpalýð og segja lögregluna þess vegna hafa
hikað við að yfirbuga Ulmennin. Og lögreglan er gagnrýnd fyrir
að láta uppákomur sem þessa eiga sér yfirleitt stað.
Reuter
Bankaræninginn Dieter Degowski heldur skammbyssu að hálsi
Silke Bischoff, sem lét lifið er lögreglan lét til skarar skriða
gegn ræningjunum. Lengst tíl vinstri er hinn gisUnn, Ines Voitle,
sem tókst að flýja úr bilnum er iUmennin vora yfirbuguð.
Hans-Jurgen Rösner, Dieter
Degowski og Marion Löblich
gerðu misheppnaða bankaránstil-
raun í Gladbeck, sem er norðan
við Dusseldorf, á þriðjudag, 16.
ágúst. Lögreglan umkringdi ban-
kann svo ræningjunum var ekki
undankomu auðið. Þeir ógnuðu
bankastarfsmönnum og heimtuðu
300.000 v-þýsk mörk (7,5 millj.
fsl. kr.) og hraðskreiðan bíl. Lög-
reglan svaraði þessu ekki í fyrstu
en bauðst til að minnka refsing-
una sem beið þeirra í sex mánuði
ef þeir gæfust friðsamlega upp.
Hún féllst þó að lokum á að út-
vega þeim Audi-bifreið og 1.000
km langur eltingaleikur hófst þar
með.
Vopnum veifað í
fjölmiðlum
Ræningjamir tóku tvo gísla
með sér úr bankanum. Þeir óku
til Bremen, lögðu bflnum þar, tveir
keyptu inn, þeir tóku bflafeiju og
röbbuðu við fréttamenn. Um sex-
leytið síðdegis á miðvikudag
skiptu þeir á bifreiðinni og stræt-
isvagni með um 30 farþegum.
Þeir heimtuðu peninga og einn
lögregluþjón og blaðamann í
skiptum fyrir gislana í vagninum.
Þegar þessu var ekki svarað óku
þeir strætisvagninum í átt til
Hollands.
Þeir námu staðar á hvfldarstað
við hraðbrautina og gíslunum úr
bankanum var sleppt. Tveir
fréttamenn voru teknir haldi í
staðinn. Lögreglan handtók og
afvopnaði Löblich skömmu seinna
þegar hún var á leið í vagninn
af salemi. Félagar hennar urðu
órólegir þegar hún sneri ekki aft-
ur. Þeir hótuðu að myrða litla
stúlku ef hún sneri ekki aftur inn-
an fimm mínútna. Fréttamenn
komu þessu til skila til lögregl-
unnar en konan var látin laus of
seint. Degowski skaut Emanuele
de Giorgi,15 ára ítaiskan pilt, ör-
skömmu áður en hún kom aftur
í vagninn. Fréttamenn bám de
Giorgi úr vagninum en hann var
látinn þegar hjálp barst 20 mínút-
um síðar.
Glæpamennimir fengu BMW-
bifreið til umráða við landamæri
Hollands og Vestur-Þýskalands.
Þeir yfirgáfu strætisvagninn en
tóku tvær 18 ára stúlkur, Silke
Bischoff og Ines Voitle, með sér
í bifreiðina. Hinir farþegamir
fengu að fara frjálsir ferða sinna.
Þeir höfðu að mestu setið hljóðir
og reynt að láta, sem minnst á sér
bera í prísundinni. Þeir gerðu
þarfir sínar í tröppu við fremri
inngöngudymar. Skömmu áður
en þeir vom látnir lausir hljóp
óvart skot úr skammbyssu Rösn-
ers í fótlegg Löblich og skothríð
hófst fyrir klaufaskap. Strætis-
vagnsbflstjórinn slaðaðist lítils
háttar.
Ræningjamir óku inn í Holland
en snem fljótlega aftur til Þýska-
lands og héldu til Kölnar. Þeir
námu staðar í göngugötu í miðbæ
borgarinnar og ræddu við vegfar-
endur og fréttamenn á fímmtu-
dagsmorgun. Einn blaðamaður
tróð sér inn í aftursæti bifreiðar-
innar, þar sem gíslamir tveir og
Degowski sátu fyrir, og ók út úr
borginni með þeim. Hann fór aft-
ur út á hvfldarstað við hraðbraut-
ina til Frankfurt.
Illmennin yfirbuguð
Nokkmm kflómetmm sunnar
lét víkingasveit lögreglunnar loks
til skarar skríða. Umferðin fyrir
aftan bifreið ræningjanna var
stöðvuð, ómerktir lögreglubflar
óku að henni, einn keyrði aftan á
BMW-inn, skipst var á skotum
og illmennin vom yfirbuguð. Bisc-
hoff lét lífíð en Voitle tókst að
flýja úr bflnum og meiddist aðeins
lítilsháttar. Ekki er enn vitað með
vissu hvort Bischoff féll fyrir skoti
bófanna eða lögreglunnar. Einn
lögreglumaður lést og annar
særðist alvarlega í bflslysi í eftir-
forinni.
Vestur-þýska þjóðin gat fylgst
náið með framvindu málsins í
gegnum flölmiðla. Glæpamenn-
imir svömðu spumingum frétta-
manna fúsiega og sögðust aðeins
vilja hafa samband við lögregluna
í gegnum þá. Þeir miðuðu skamm-
byssum á gíslana og sögðust
kæra sig kollótta um eigið líf.
Sálfræðingur hefur lflct þeim við
mann í sjálfsmorðshugleiðingum
sem klifrar upp á þak til að vekja
athygli á fyrirætlun sinni. Þeir
virtust þrífast á athyglinni sem
þeim var veitt.
Velferð gíslanna fyrir öllu
Lögreglan var mjög varkár í
afskiptum sínum af ræningjunum.
Hún hélt sig f vissri fjarlægð frá
þeim og aðeins óeinkennisklæddir
lögreglumenn hættu sér nálægt
þeim. Talið var víst að rænin-
gjamir myndu myrða lögreglu-
þjón sem þeir kæmust í tæri við.
Rösner er gamall góðkunningi
lögreglunnar. Hann strauk úr
fangelsi fyrir 18 mánuðum hann
sneri ekki aftur í tukthúsið úr
helgarfríi — en á meðan hann sat
inni ógnaði hann verði með beittu
vopni sem hann hafði tálgað. Þess
vegna var ekki orðið við ósk ræn-
ingjanna um að fá lögregluþjón í
stað strætisvagnsfarþeganna.
Hann hefði varla snúið frá verk-
efninu heill á húfi.
Lögreglan segist fyrst og
fremst hafa borið velferð gíslanna
fyrir bijósti. Hún vildi því ekki
aðhafast neitt nema hún væri svo
til örugg um að yfirbuga öll ill-
mennin í einu. Hún hélt lengi vel
í vonina um að ræningjamir
myndu losa sig við gíslana og
reyna að komast undan án þeirra.
En eftir viðdvölina í Köln þótti
ekki rétt að bíða öllu lengur.
Glæpamennimir vom síst rólegri
en í upphafí eltingaleiksins.
Spenna, keyrsla, brennivíns-
drykkja og pilluát var farið að
segja til sín. Voitle telur að þeir
hefðu sleppt sér og Bischoff á
endanum en lögreglan var búin
að fá nóg. Hún hafði hendur í
hári ræningjanna en eftirförin
kostaði tvö ungmenni og lögreglu-
þjón lífið. Aðstandendur Bischoff
og de Giorgi hafa kært morðin
og framgöngu lögreglunnar.
Gagnrýnendur yfírvalda telja
að það hefði verið hægt að koma
í veg fyrir dauða hinna látnu með
því að yfirbuga glæpamennina
miklu fyrr. Lögreglan í Bæjaral-
andi var jafnvel látin sýna frétta-
mönnum hvemig hún hefði af-
vopnað ræningjana ef þeir hefðu
verið í þeirra bæjarfélagi. Hans-
Jochen Vogel, formaður jafnaðar-
manna, kallaði það „hápunkt
smekkleysunnar". Innanríkisráð-
herrar Nordrhein-Westfalen og
Bremen, Herbert Schnoor og
Bemd Meyer, veija starf lögregl-
unnar og skella skollaeyrum við
kröfum um að þeir eða aðrir segi
af sér. Nákvæm rannsókn á fram-
vindu málsins er hafin.