Morgunblaðið - 26.08.1988, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fuiltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Risið upp gegn
kommúnismanum
Um síðustu helgi, þegar 20
ár, voru liðin frá því hinn
Rauði her Sovétríkjanna réðst
inn í Tékkóslóvakíu til þess að
bæla niður vorið í Prag mót-
mæltu hundruð Sovétmanna
innrásinni í Moskvu. í Prag er
talið að tíu þúsund manns hafi
tekið þátt í göngu um miðborg-
ina á sunnudag til að minnast
innrásarinnar.
í Póllandi blossuðu verkföll
upp að nýju í síðustu viku og
krefjast verkamenn þess að hin
bönnuðu verkalýðssamtök Sam-
staða verði leyfð. Tugþúsundir
verkamanna hafa tekið þátt í
verkföllunum sem eru þau um-
fangsmestu í Póllandi frá árinu
1981. Þá lauk verkfallsaðgerð-
unum með því að sett voru her-
lög sem bönnuðu Samstöðu.
í Eystrasaltsríkjunum söfn-
uðust ímndruð þúsunda manna,
með samþykki stjómvalda, sam-
an á þriðjudag til þess að krefj-
ast aukins sjálfræðis og minnast
þess að 49 ár voru liðin frá því
Hitler og Stalín gerðu samning
um að Eistland lyti stjóm Sov-
étrílganna. í Búrma, þar sem
sósíalistar hafa haft tögl og
hagldir síðustu 26 ár, hafa
hundruð þúsunda gengið um
götur undanfarið og krafíst þess
að sósíalistastjómin fari frá og
komið verði á lýðræði. Þúsundir
andófsmanna vom skotnar af
herliði stjómarinnar en mótmæl-
in héldu áfram og margt virðist
benda til að stjómvöld muni
ganga að kröfum fólksins. Jafn-
vel í sjálfum Sovétríkjunum, í
Armeníu og Nagomo-Kara-
bakh, hafa verið haldnir mót-
mælafundir.
Það em merkilegir hlutir að
gerast víða í hinum kommúníska
heimi. Atburðir sem fyrir ör-
fáum missemm hefðu verið
óhugsandi í kommúnistaríkjun-
um em nú að verða daglegt
brauð. Fólkið þorir að rísa upp
og mótmæla kúguninni.
Stjómvöld í kommúnistaríkj-
unum sýna þó mótmælendum
fulla hörku. I frétt af mótmæl-
unum í Moskvu á sunnudag seg-
ir að „margir [andófsmenn] vom
dregnir á hárinu yfír torgið að
þremur langferðabifreiðum sem
biðu í nágrenninu. Aðrir fengu
að kenna á kylfum lögreglu-
mannanna, sem einnig spörkuðu
í andófsmenn sýndu þeir
minnsta mótþróa. Einn mann-
anna reyndi að hefja fána með
áletrun á loft en öryggisverðir
þeyttu honum til jarðar og hrifs-
uðu hann af honum. Annar
rejmdi að lesa yfírlýsingu upp
fyrir vestræna fréttamenn sem
fylgdust með en var handtek-
inn.“
Það er eflaust engin einhlít
skýring til á þeirri ólgu sem nú
gætir í kommúnistaríkjunum en
líklega er ekki orðum aukið að
segja að fólk þar hafí einfaldlega
fengið nóg. Það er búið að fá
sig fullsatt af þeirri kúgun og
örbirgð sem allsstaðar hefur
verið fylgifískur sósíalisma og
kommúnisma.
Efnahagskerfí þessara ríkja
eru einnig að hruni komin. Fólk
sveltur í ríkjum sem áður voru
stærstu matvælaútflytjendur
veraldar. Margra klukkutíma
bið eftir helstu nauðsynjavörum
er daglegt brauð hjá þegnum
kommúnistarílcjanna. Stjómvöld
í kommúnistaríkjunum hafa
smám saman verið að átta sig
á þeirri staðreynd að hinar
marx-lenínísku kenningar sem
öllu áttu að bjarga ganga ekki
upp í veruleikanum. I fjölmenn-
asta kommúnistaríki veraldar,
Kína, hafa verið gerðar tilraunir
til þess að slaka á miðstýringu
ríkisins á efnahagslífínu í því
skyni að reyna að auka fram-
leiðni. Sovéskir ráðamenn virð-
ast hafa áhuga á að feta sömu
braut og Kínveijar en hefur
ekki orðið eins mikið úr verki
og þeim. Hins vegar hafa komm-
únistar ekki verið eins áfjáðir í
að slaka á klónni hvað varðar
hið pólitíska vald enda myndi
það í raun þýða endalok alræðis-
valds kommúnistaflokkanna.
Það sem við erum vitni að er
að fólkið sættir sig ekki við þær
takmörkuðu breytingar sem
stjómvöld eru að reyna að koma
á. Það vill stíga skrefíð til fulls.
Það vill fá að ráða sínum eigin
skoðunum og búa við frelsi án
þess að eiga það á hættu að
verða sent á geðveikrahæli eða
í þrælkunarbúðir. Kröfur af því
tagi ganga þvert á hagsmuni
stjómvalda í alræðisríkjum.
Mannkynssagan segir okkur
hins vegar að eftir því sem frelsi
eykst á sviði efnahagsmála
verða kröfur um frelsi á öðmm
sviðum háværari.
Það verður fróðlegt að sjá
hvort gengið verður að kröfum
almennings um aukið frelsi eða
hvort tilburðir í þá átt verða
barðir niður á sama hátt og
gert var í Ungveijalandi 1956,
Tékkóslóvakíu 1968 og Póllandi
1981. Þá fáum við að sjá hversu
mikið er marka glasnost-talið.
„Sannleikurinn mun sigra að
lokum,“ eins og mótmælendum-
ir í Prag hrópuðu um helgina.
Ákveðið hefur verið að rífa Kveldúlfshúsin eða Skúlaskála. Eimskipafélagið áformar að byggja hótel þa
vistarsvæði og ibúðarhús þar sem Kveldúlfshúsin standa.
Kveldúlfshúsin:
Þar var upphaf físk-
verkunar á fyrri
hluta aldarínnar
Kveldúlfshúsin við Skúla-
götu, sem kölluð hafa verið
Skúlaskáli eftir að Eimskipa-
félagið festi kaup á þeim,
verða rifin á næstunni vegna
áforma stjórnar félagsins um
byggingu hótels eins og sagt
hefur verið frá í Morgun-
blaðinu. Gert er ráð fyrir að
bílageymsluhús hótelsins
ásamt íbúðarhúsum og úti-
vistarsvæði verði þar sem
Kveldúlfshúsin eru nú.
Thor Jensen stofnaði hlutafé-
lagið Kveldúlf með fjórum sonum
sínum árið 1912 og keypti fyrsta
skip þess, Skallagrím. Hann
byggði Kveldúlfshúsin á árunum
1913 til 1915 undir fiskverkun. Á
tímabili var Kveldúlfur stærsta
fískútflutningsfyrirtæki heims af
þeim sem ráku verslun fyrir eigin
reikning. Þar var um tíma verkað-
ur fískur úr ellefu skipum Kveld-
úlfs þar af sjö togurum, auk að-
keypts físks á stundum, og geng-
ið frá honum til útflutnings. Hafði
Kveldúlfur forystuna um saltfí-
skútflutning til Spánar frá íslandi.
Kveldúlfshúsin eru tvö 3600
fermetra steinhús á tveimur hæð-
um með steyptu porti og yfir-
byggðri brú á milli, en jarðgöng
liggja undir Vatnsstíg úr portinu.
Eimskipafélagið lét setja þak yfír
Á fyrri hluta aldarinnar var myndarleg saltfiskverkun í Kveldúlfshúsunum sem Thor Jensen lét reisa.
Myndin er tekin árið 1915.
Keflavíkurflugvöllur:
Gamla flugstöðin
í nýju hlutverki
Keflavík.
GAMLA flugstöðin á Keflavíkur-
flugvelli er eflaust einn af þeim
stöðum á landinu þar sem flestir
íslendingar hafa komið. Hún var
um áratuga skeið andlit íslands
og um hana fóru þúsundir ferða-
manna á hveijum degi. Nú er
öldin önnur í gömlu flugstöðinni
og þar sem áður var salur far-
þega eru nú seld húsgögn.
Verslun varnarliðsins rekur hús-
gagnaverslunina en hjá því fyrir-
Helga Jóhannsdóttir elsti starfs
klippir á borðann og opnar þar