Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
27
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir FRIÐRIK INDRIÐASON
Ríkið greiðir allt að 750
milljónir í ferðakostnað
Uttekt á þessu í undirbúningi í fjármálaráðuneytinu
ÞAÐ VEKUR ávallt athygli ef hinu opinbera tekst að spara fé í
rekstri sinum. Félagsmálaráðuneytinu hefur frá áramótum tekist
að skera niður ferðakostnað sinn um fjórðung án þess að slíkt
hafi bitnað á erlendum samskiptum ráðuneytisins. Þetta er
ánægjuleg staðreynd er haft er í huga að kostnaður ríkissjóðs i
ár vegna ferða opinberra starfsmanna, innanlands og utan, er
varlega áætlaður vera um 600 milljónir króna. Samkvæmt upplýs-
ingum frá fjármálaráðuneytinu er nú verið að vinna að úttekt á
þessum kostnaði.
egar Morgunblaðið reyndi að
afla sér upplýsinga um hver
ferðakostnaður ríkisins er á þessu
ári var þær hvergi að fá í opin-
bera kerfinu. Raunar var ekki
heldur hægt að fá uppgefíð hver
þessi kostnaður var í fyrra eða
1986. Blaðið hafði samband við
ríkisbókhald og þar fengust þær
upplýsingar að ríkisreikningur
fyrir 1986 væri að vísu til í hand-
riti en hann ætti eftir að senda
Alþingi og fyrr væri ekki hægt
að gefa upplýsingar um tölur í
honum. Hvað árið 1987 varðar
var verið að keyra þann reikning
í gegnum nýtt tölvukerfí og með
öllu vonlaust að fá nokkrar tölur
úr honum.
Nýjustu tölur sem hægt er að
fá um kostnað ríkisins af ferðalög-
um opinberra starfsmanna er að
finna í ríkisreikningi fyrir árið
1985. í fylgiriti með reikningum
kemur fram að á því ári nam
þessi kostnaður 321,5 milljónum
króna. Þar er nokkuð jöfn skipting
á milli kostnaðarins innanlands
og utan. Innanlands nam hann
159,6 milljónum en utanlands
162,9 milljónum króna. Ef þessar
tölur eru framreiknaðar til dags-
ins í dag samkvæmt framfærsluv-
ísitölunni kemur í ljós að þessi
kostnaður í ár ætti að nema 588
milljónum króna. Ef þessi kostn-
aður er hinsvegar reiknaður þann-
ig að sú forsenda er gefín að
hann sé sama hlutfall af heildarút-
gjöldum ríkisins nú og hann var
1985 verður talan mun hærri eða
um 750 milljónir króna. Bolli
Bollason skrifstofustjóri hagdeild-
ar fjármálaráðuneytisins segir að
það sé álitamál hvora aðferðina
beri að nota til að gera sér hug-
mynd um hver kostnaðurinn í ár
er. Bolli er jafnframt formaður
ferðakostnaðamefndar ríkisins.
Þessi nefnd hefur eingöngu það
hlutverk að ákvarða dagpeninga.
Bolli bendir á að dagpeningar
hafí svo til nákvæmlega fylgt þró-
un framfærsluvísitölunnar frá ár-
inu 1985 til 1988. Því sé ef til
vill réttara að miða við vísitöluna
við framreikninginn. Hinsvegar
telur hann, þótt hann hafí engar
haldbærar tölur, að ferðum opin-
berra starfsmanna hafí fjölgað frá
1985. Varlega áætlað er kostnað-
ur ríkisins í ár því um 600 milljón-
ir króna af ferðalögum opinberra
starfsmanna.
í máli Bolla kemur ennfremur
fram að nú sé verið að undirbúa
úttekt á vegum fjármálaráðuneyt-
isins á þessum kostnaði. Hann
segir að ferðakostnaðarnefnd hafí
nokkrum sinnum leitað eftir því
að fá nákvæmar upplýsingar um
ferðakostnað allra ráðuneyta en
því hafí fylgt svo mikil vinna að
nefndarmenn hafi veigrað sér við
að fylgja málinu áfram.
Ferðir bundnar í
kj arasamningum
Tryggvi Friðjónsson deildar-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu
segir að nú sé það ákvæði í kjara-
samningum nokkurra starfsstétta
innan BHM, svo sem lækna og
sálfræðinga, að þeir fái eina utan-
landsferð, ásamt dvalarkostnaði,
á hveiju ári allt að 15 daga langa.
Þessar ferðir hafí þessir hópar til
að endurmennta sig. Hann segir
að í sumum stofnunum sem heyra
undir ráðuneytið séu utanlands-
ferðir svo til eingöngu tilkomnar
vegna þessa ákvæðis.
I máli Tryggva kemur fram að
niðurskurður ferðakostnaðarins
hafí verið einna mestur í ráðu-
neytinu sjálfu en mismikill hjá
þeim stofnunum sem heyra undir
ráðuneytið . . . „yfír línuna er
þessi niðurskurður um 25% hjá
ráðuneytinu og þeim stofnunum
sem heyra undir það. Það er nokk-
uð erfitt að fjalla um hve niður-
skurðurinn er mikill hjá einstökum
stofnunum, slíkt kemur ekki að
fullu í ljós fyrr en undir áramótin.
Þær eru mjög mismunandi að
stærð og ég get tekið sem dæmi
embætti ríkissáttasemjara. Það
er mikilvægt embætti en fámennt
og með niðurskurði á einni ferð á
vegum þess næst kannski þetta
25% hlutfall," segir Tryggvi.
Tryggvi segir að niðurskurður-
inn á ferðakostnaðinum hafí verið
framkvæmdur þannig að ráðu-
neytið fékk áætlanir um ferðir frá
öllum stofnunum sem heyra undir
það en slíkt hafði ekki verið tíðkað
áður. Síðan var farið í saumana
á þessum áætlunum og þær ferð-
ir felldar út sem óþarfar
þóttu . . . „í þessum upphaflegu
áætlunum var ekki fjallað um
upphæðir þær sem ferðimar áttu
að kosta heldur fjölda þeirra og
því er ekki hægt að gefa upplýs-
ingar um spamaðinn í krónum
talið fyrr en árið verður gert upp,“
segir hann.
Hertar reglur 1983
Fram kemur í samtölum við þá
sem Morgunblaðið ræddi við
vegna þessa máls að nú em hert-
ari og strangari reglur í gildi um
utanlandsferðir opinberra starfs-
manna. Sækja verður um ferða-
heimild til yfírmanna viðkomandi
stofnana og síðan verður ráðu-
neytisstjóri að samþykkja ferðina.
Að ferðinni lokinni ber sfðan við-
komandi starfsmanni að gera ítar-
lega grein fyrir ferðinni.
Kostnaður ríkisins af ferðum
opinberra starfsmanna var til
umræðu í fjölmiðlum 1983 í fram-
haldi af frétt Alþýðublaðisins þá
um haustið að á tímabilinu maí
1982 til ágúst 1983 hafí að jafn-
aði verið 20 manns í utanferðum
á vegum stofnana ríkisins hvem
dag. Þáverandi fjármálaráðherra,
Albert Guðmundsson, sagði þá í
samtali við Morgunblaðið að hann
myndi fara strax í að ganga frá
nýrri reglugerð um ferðalög opin-
berra starfsmanna á kostnað
ríkissjóðs tii útlanda.
í dag segir Albert að þetta
hafí verið gert þannig að sérstök
nefnd var sett á laggimar undir
forystu ríkisendurskoðanda, Hall-
dórs V. Sigurðssonar. Hafði hún
eftirlit með þessu máli og í fram-
haldi af störfum hennar var
ákveðið að undirskrift ráðherra
þyrfti á allar slíkar ferðir . . .
„Er ég fluttist svo yfír í iðnaðar-
ráðuneytið skrifaði ég undir allar
heimildir um slíkar ferðir og lét
þær ferðir sem mér þóttu ónauð-
synlegar niður falla," segir Albert.
Þann 25. september 1983
greinir Morgunblaðið frá því að
tveir af þremur ráðuneytisstjómm
sem skipuðu svokallaða utanfar-
amefnd hafi sagt sig úr nefnd-
inni. Ástæðan var sú að þeir töldu
ekki nægilegt tillit tekið til um-
sagna nefndarinnar um utanferðir
opinberra starfsmanna. Baldur
Möller þáverandi ráðuneytisstjóri
í dómsmálaráðuneytinu sagði
þann dag í samtali við Morgun-
blaðið: „Við töldum að þessi nefnd
ætti að gegna því hlutverki að
draga úr utanlandsferðum, en
árangurinn hefur eitthvað látið á
sér standa." Nefnd þessari var
ætlað að taka til meðferðar ferða-
beiðnir stofnana og gefa umsögn
sína um hvort þær væm nauðsyn-
legar eða ekki. Morgunblaðið seg-
ir að samkvæmt sínum heimildum
hafí það verið utanlandsferð
tveggja starfsmanna á vegum
lista- og safnadeildar mennta-
málaráðuneytisins sem fyllti mæl-
inn hjá ráðuneytisstjórunum
tveimur, þeim Baldri og Hallgrími
Dalberg.
Leikur að tölum
Ef gengið er út frá því að ferða-
kostnaður ríkisins vegna ferða
opinberra starfsmanna í ár sé 600
milljónir króna og að rúmur helm-
ingur hans sé vegna ferðalaga
erlendis fara rúmlega 3.000 opin-
berir starfsmenn í utanlandsferð
á árinu. Er þá miðað við að kostn-
aður ríkisins við hveija ferð sé
að meðaltali 100.000 krónur. Ef
öðmm ráðuneytum en félags-
málaráðuneytinu tekst að skera
niður sínar ferðir, bæði innan-
lands og utan, um sama hlutfall
eða 25% má spara með því 150
milljónir króna. Þessi spamaður
gæti orðið mun meiri því eins og
fyrr greinir er 600 milljónir var-
lega áætluð tala.
Ekki lágu fyrir tölur um spam-
að félagsmálaráðuneytisins í
krónum talið en miðað við tölur
í ríkisreikningi 1985 og með sömu
forsendum og gefnar hafa verið
er þessi spamaður ráðuneytisins
að lágmarki 4,5 milljónir króna.
Framreiknað frá 1985 er ferða-
kostnaður ráðuneytisins í heild
um 18 milljónir króna.
í ríkisreikningi fyrir 1985 kem-
ur fram að samgönguráðneytið
hefur mestan ferðakostnað ráðu-
neyta. Framreiknaður er hann um
123 milljónir króna. Þessi kostn-
aður er að langmestum hluta
vegna ferða innanlands eða 95,7
milljónir króna.
Það ráðuneyti sem ber mestan
kostnað vegna utanlandsferða er
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið. Framreiknaður er sá
kostnaður í ár 57,6 milljónir
króna. Ferðakostnaður vegna inn-
anlandsferða þessa ráðuneytis er
hinsvegar einungis 7,2 milljónir í
ár miðað við fyrrgreindar forsend-
ur.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra segir í samtali við
Morgunblaðið að því verki sem
hafið er f ráðuneytinu á þessu
sviði, muni verða haldið áfram svo
lengi sem hún fer með embættið.
Aðrir ráðherrar gætu tekið hana
til fyrirmyndar.
Fiskverð ð uppboðsmörkuðum 25. ágúst.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfiröi
Hsasta Lsegsta Meðal- Magn Helldar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 45,00 36,00 44,10 12,822 565.543
Ysa 70,00 46,00 62,11 6,710 416.791
Ufsi 26,00 22,00 25,82 4,067 105.034
Karfi 25,00 24,00 24,27 1,205 29.262
Steinbftur 34,00 15,00 31,98 2,099 67.125
Koli 25,00 20,00 20,78 0,486 10.112
Langa 35,00 16,00 33,65 0,673 22.680
Blálanga- 25,00 25,00 26,00 0,108 2.700
Lúöa 206,00 100,00 145,20 0,467 67.861
Skata 40,00 40,00 40,00 0,016 630
Skötuselur 230,00 230,00 230,00 0,061 14.030
Samtals 45,33 28,718 1.301.768
Selt var aðallega úr Keili RE, Sandafelli HF, Mýrafelli ÍS, frá
Kristjáni Guðmundssyni 6 Rifi, Saltfangi i Ólafsvik og ísnesi hf.
á Rifi. f dag veröa m.a. seld 4 tonn af ýsu úr Stokksey ÁR, 0,8
tonn af lúöu úr Bárði SH og 1 tonn af kola frá Enni hf. i Ólafsvík.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 47,00 36,00 42,29 24,845 1.050.717
Undirmál 20,00 20,00 20,00 1,457 29.140
Ýsa 70,00 35,00 62,44 26,029 1.625.180
Karfi 30,50 15,00 26,42 1,838 48.562
Ufsi 21,00 15,00 20,49 0,669 13.707
Steinbítur 36,00 36,00 36,00 0,086 3.096
Langa 37,00 30,00 34,54 0,091 3.143
Lúða 125,00 120,00 120,56 0,125 15.070
Skarkoli 36,00 25,00 25,65 3,197 81.993
Skötuselur 120,00 100,00 114,72 0,053 6.080
Samtals 49,27 58,391 2.876.688
Selt var úr Gandí VE, Freyju VE og Ásbirnl RE. I dag veröa
m.a. seld 70 tonn af ufsa úr Ottó N. Þorlákssyni RE.
FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA hf.
Ysa 48,50 40,50 42,98 3,192 137.180
Karfi 25,00 22,00 22,46 7,238 162.539
Langa 20,00 20,00 20,00 0,427 8.540
Steinbftur 23,00 23,00 23,00 0,981 22.563
Samtals 27,95 11,838 330.822
Selt var úr Stefni VE, Sandafelli SU, Heimaey VE, Erlingi VE
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Ekkert var boðið upp f gær. f dag verða m.a. seld 50 tonn af
þorski, 11 tonn.af ufsa, 14 tonn af karfa og 1 tonn af steinbít
úr Bergvík KE.
Grænmetisverð á uppboðsmörkuðum 25. ágúst.
SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA
Gúrkur 127,05 4,145 526.605
Sveppir(1 ,fl.) 444,00 0,276 122.543
Sveppir(2.fl.) 220,00 0,012 2.664
Tómatar 136,98 5,454 747.084
Sérrítómatar 322,00 0,001 322
Paprika(græn) 252,47 1,030 260.045
Paprikajrauð) 352,52 1,085 383.565
Gulrætur(ópk.) 117,16 1,240 145.280
Gulrætur(pk.) 145,87 1,820 265.480
Blómkál 55,36 2,681 148.425
Hvítkál 66,88 2,940 196.620
Rófur 77,09 3,425 264.050
Sellerí 155,54 0,240 37.330
Spergilkál 33,51 0,395 13.235
Bufftómatar 153,00 0,006 948
Kfnakál 82,17 1,818 149.382
Jöklasalat 140,93 1,350 190.250
Skrautkél 43,00 0,100 4.300
Samtals 3.535.583
Einnig voru seld 1.597 búnt af steinselju fyrir 52.491 krónur,
eða 32,87 króna meöalverö, 150 stykki af salati fyrir 9.000 krón-
ur, eða 60 króna meðalverð, og 370 búnt af dilli fyrir 15.960
krónur, eða 43,14 króna meðalverð.