Morgunblaðið - 26.08.1988, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
Tekjur bæjarins rýma
um 15 milljónir króna
— segir Björn Jósef Arnviðarson bæjarfulltrúi
„MÉR sýnist niðurfærsluleiðin
koma afskaplega illa út fyrir
Akureyrarbæ miðað við þá fjár-
hagsáætlun sem unnið er eftir.
Ljóst er að útsvarstekjur bæjar-
ins munu lækka verulega frá
því sem áætlað var í upphafi
árs. Ef laun verða lækkuð um
10%, er ekki fjarri lagi að út-
svar8tekjur bæjarins lækki um
3-4% síðustu fjóra mánuði árs-
ins,“ sagði Björn Jósef Arn-
viðarson bæjarfulltrúi og form-
aður atvinnumálanefndar í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
í fjárhagsáætlun bæjarins var
gert ráð fyrir 500 milljóna króna
útsvarstekjum og myndu því tekj-
uraar rýrast um 15 milljónir
króna. „Það munar um minna. Ég
Verkmenntaskólinn:
Allar stöður við
skólann nær fylltar
„OKKUR hefur tekist að fylla nær allar kennarastöður hjá okkur
nú þó það hafi ekki litið vel út á tímabili. Hinsvegar gengur okk-
ur ekki nægilega vel að fá menntaða kennara til starfans. Ein-
hvern veginn virðast þeir heldur forðast okkur,“ sagði Baldvin
Bjarnason skólameistari Verkmenntaskólans i samtali við Morgun-
blaðið i gær.
Baldvin sagði að ákveðið væri
að bjóða upp á leiklist í vetur sem
valgrein og væri það nýmæli í
starfí skólans. Leiklistin yrði á
uppeldisbraut. Ekki hefði þó enn
verið ráðinn kennari í þá grein,
en nýi leikhússtjórinn, Arnór Ben-
ónýsson, væri að vinna í málinu.
Reynt var í fyrstunni að fá Þrá-
in Karlsson eða Theódór Júlíusson
leikara til starfans, en vegna anna
við fyrsta verkefni Leikfélags Ak-
ureyrar nú í haust, sáu þeir sér
ekki fært að taka kennsluna að
sér. Þá hefur verið rætt við Pétur
Eggerz leikara sem mun vera að
hugleiða málið.
Baldvin sagði að nýlega hefði
verið gengið til samninga við Jó-
hann Baldvinsson organista í Gler-
árkirkju um stjórn kórstarfs í
Verkmenntaskólanum í vetur, en
þar hefur kór ekki starfað til
þessa.
Jóhann sagðist hafa saknað
kórstarfs í Verkmenntaskólanum
og vonaðist hann til að þetta ný-
mæli nyti vinsælda á meðal nem-
enda VMA eins og í öðrum skólum
þar sem kórstarf færi fram.
sé ekki fram á að hægt verði að
draga saman í framkvæmdum á
árinu þar sem þeim framkvæmd-
um, sem ráðist var í, er nú nær
lokið. Mér sýnist að við gætum
staðið frammi fyrir því að þurfa
að taka ný lán sem við ætluðum
okkur ekki að gera. Við ætluðum
ekki að auka skuldir bæjarins. Þau
lán, sem tekin hafa verið, hafa
einungis verið til þess að skuld-
breyta eldri lánum og lengja lánst-
ímann. Þá er jafnframt rætt um
að loka fyrir erlendar lántökur og
því ekki um auðugan garð að gre-
sja í því efni.“
Bjöm Jósef sagði að ein leiðin
til öflunar lánsQ'ár væri skuldafjár-
útboð, eins og bærinn reyndar
gerði í sumar er 100 millj. kr.
voru boðnar út. „Ég vil hinsvegar
ekki mæla með skuldafjárútboði.
Ég tel þá leið mjög varasama.
Bærinn þarf að greiða vextina
fyrirfram og þegar nú er svo kom-
ið að vextir fara lækkandi í þjóð-
félaginu, verða lánin okkur mun
dýrari en gert hafði verið ráð fyr-
ir. Varasamt er að fara út í slíka
aðgerð á meðan stjómmálaástand-
ið er eins og það er þessa dagana."
Hann sagði að aðrar leiðir í
efnahagsmálum væru ef til vill
jafnslæmar fyrir bæinn og því
væri niðurfærsluleiðin eflaust ekk-
ert verri en annað serh stjóm-
málamenn gætu týnt til til lausnar
vandanum. Sigfús Jónsson bæjar-
stjóri sagðist hlynntur niður-
færsluleiðinni. „Allt annað hefur
verið reynt áður, því ekki að prófa
þetta núna,“ sagði bæjarstjóri.
Úr Minjasafninu á Akureyri.
Minjasafnið á Akureyri:
Þrír sóttu um stöðu
minjavarðar við safnið
ÞRÍR sóttu um stöðu minjavarðar við Minjasafn Akureyrar. Umsækj-
endur eru: Aðalheiður Steingrímsdóttir sagnfræðingur, Akureyri,
Elísabet Guðmundsdóttir fornleifa- og þjóðháttafræðingur, Lundi í
Svíþjóð, og Guðný Gerður Gunnarsdóttir fornleifa- og þjóðháttafræð-
ingur, Reykjavík.
Haraldur Sigurðsson formaður
stjómar Minjasafnsins sagði að
ákvörðunar væri að vænta bráðlega
um stöðuveitinguna þar sem reikn-
að væri með því að viðkomandi taki
við starfínu um miðjan september.
Umsóknarfrestur rann út 15.
ágúst. Ásamt Haraldi sitja í stjóm
Ingimar Brynjólfsson, Ásláksstöð-
um, Kristinn Sigmundsson, Akur-
eyri, Ólöf Jónasdóttir, Akureyri, og
Guðlaug Hermannsdóttir, Akureyri.
Safnið er í eigu Akureyrarbæjar,
sýslusjóðs og Kaupfélags Eyfírð-
inga.
Bjarni Einarsson fomleifafræð-
ingur var minjavörður um tveggja
ára skeið og í fyrra fékk hann árs-
leyfí frá störfum vegna framhalds-
náms í Gautaborg í Svíþjóð. í vor
fór hann fram á annað ár frá störf-
um, en stjómin sá sér ekki fært
að verða við þeirri bón, að sögn
Haraldar.
Neytendasamtökin:
Verðhækkanir virðast tíðar
Neytendasamtökunum hafa bo-
rist fjölmargar ábendingar um
verðhækkanir síðustu daga.
BSRB:
Engar líkur
áaðverðlækk-
anir verði
Hér fer á eftir ályktun stjórnar
BSRB frá því í gær vegna fyrir-
hugaðra efnahagsaðgerða ríkis-
stjómarinnar:
„Stjóm BSRB varar stjómvöld al-
varlega við þeim hugmyndum um
niðurfærslu launa sem fram koma í
skýrslu ráðgjafamefndarinnar til
ríkisstjómarinnar. Níu prósent
launalækkun yrði óbærileg fyrir þá
sem fyrir henni verða ef ekki fylgja
sambærilegar lækkanir á öllum þátt-
um framfærslukostnaðar.
Stjóm BSRB telur engar líkur á
því að tilætlaðar verðlækkanir verði
nú þótt tilmæli komi um það frá
stjómvöldum þar sem margföld
reynsla er fyrir því hér á landi að
verðstöðvanir hafa ekki staðist í
framkvæmd.
Yrði þessi leið valin myndi tekjum-
isréttið í þjóðfélaginu stóraukast,
sem þó er síst á bætandi. Því telur
stjóm BSRB þessar hugmyndir
óframkvæmanlegar.
Stjóm BSRB skorar á ríkisstjóm-
ina að hafna þeirri niðurfærslu launa
sem ráðgjafamefndin leggur til að
hún láti kanna.“
Formaður Neytendasamtakanna
segir að það hljóti að leiða til
þeirrar kröfu samtakanna, að
verði niðurfærsluleiðin sá kostur
sem stjórnvöld velja gegn efna-
hagsvandanum, þá verði það verð-
lag sem færa á niður hið sama
og var þegar umræðan um niður-
færsluna fór af stað. Hann segir
verðlagsyfirvöld hafa upplýsingar
um hvemig verðlagið var þá.
„Eftir að við sendum þessa yfírlýs-
ingu frá okkur í gær um að okkur
hafí borist upplýsingar um verð-
hækkanir, hefur vart stoppað hjá
okkur siminn í morgun," sagði Jó-
hannes Gunnarsson formaður Neyt-
endasamtakanna í gær. Hann sagði
ábendingamar vera um verðhækkan-
ir á öllum sviðum verslunar og þjón-
ustu. „En að sjálfsögðu er ennþá
erfítt fyrir okkur að átta okkur á
því, hvort þetta hefur sínar eðlilegu
skýringar. Þó em a.m.k. tvö tilvik
skýr. Fólk hafði hreinlega kannað
verðið nokkmm dögum áður, gerði
athugasemd og sagði sem svo:
„Heyrðu, ég kannaði verðið héma
fyrir örfáum dögum." Þá, í tvígang,
hefur fólk umyrðalaust fengið vömna
á lægra verðinu, án þess þó að við-
komandi verslun hafi breytt yfír í
gamla verðið aftur, þannig að þeir
virðast vita upp á sig einhverja
skömm. Þetta vom byggingavöm-
verslun og varahlutaverslun fyrir bif-
reiðir. Við höfum einnig fengið
ábendingar frá kaupmönnum, sem
hafa fullyrt að heildverslanir hafi
verið að hækka á allra síðustu dög-
um.“
Jóhannes sagði að Neytendasam-
tökin myndu halda áfram að fylgjast
Launafólkið á enga sök á
núverandi efnahagsvanda
LAUNAMÁLARÁÐ Bandalags
háskólamenntaðra rikisstarfs-
manna kom saman til fundar á
miðvikudag og samþykkti eftir-
farandi ályktun vegna fyrir-
hugaðra efnahagsaðgera ríkis-
stjórnarinnar:
„Launamálaráð BHMR mótmæl-
ir öllum framkomnum hugmyndum
um enn meiri skerðingu á kjömm
launafólks en þegar er orðin. Áfnám
samningsréttar launamanna í maí
s.l. hefur þegar þýtt umtalsverðar
kjaraskerðingar hjá launafólki sem
aðrir þjóðfélagsþegnar hafa komist
hjá.
Launafólk á enga sök á þeim
efnahagsvanda sém nú er við að
glíma. Launafólk vinnur of langan
vinnudag og hlutdeild þess í þjóðar-
tekjum er síst of mikill. Efnahags-
vandinn er m.a. kominn til vegna
hárra vaxta og rangra íjárfest-
ingaákvarðana fyrirtækja og stofn-
ana.
Launamálaráð BHMR vill af
gefnu tilefni mótmæla tillögum um
niðurfærslu launa sem án vafa mun
bitna þyngst á opinberum starfs-
mönnum. BHMR mun aldrei fallast
á að afsala til fjármagnseigenda
2,5% kauphækkun hinn 1. septem-
ber. Með þessum mótmælum er þó
alls ekki viðurkennt að gengisfell-
ing eigi rétt á sér enda felur gengis-
lækkun einnig í sér grófa árás á
lífskjör launafólks.
Launamálaráð BHMR mótmælir
því að sífellt sé ráðist á kaupið á
meðan verðlag og vextir njóti frið-
helgi.“
vel með þessum málum. „Við gerum
okkur vonir um að neytendur muni
eins og í dag hafa samband við okk-
ur og láta okkur vita. Við munum
koma öllum slíkum upþlýsingum
áfram og reyna að auka þrýsting á
það að menn séu ekki að reyna að
gera þetta. Þetta hlýtur að leiða til
þeirrar kröfu Neytendasamtakanna,
ef niðurfærsluleiðin verður fyrir val-
inu að lokum, að það verðlag sem
menn eiga að miða við og færa nið-
ur, verði verðlagið eins og það var
þegar umræðan um niðurfærsluleið-
ina fór af stað,“ sagði Jóhannes
Gunnarsson.
BHMR mótmælir niðurfærslu: