Morgunblaðið - 26.08.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
Minning:
Jón Daníelsson
frá Hvallátrum
Fæddur 25. mars 1904
Dáinn 20. ágúst 1988
Þeim, sem æfinnar magn fyrir móðurlands
gap
hafa mestum af trúnaði þreytt,
hljómar alþjóðar lof yfir aldanna rof,
því þeir óbomum veg hafa greitt.
(Steingr. Thorsteinsson)
Nú, þegar Jón fændi minn er
allur, langar mig að kveðja hann
nokkrum orðum.
Hann fæddist 25. mars 1904 í
Hvallátrum á Breiðafirði, sonur
hjónanna Maríu Guðmundsdóttur
og Daníels Jónssonar og var næst-
elztur átta systkina.
Af þeim komust fimm til fullorð-
insára, fjórir bræður og ein systir.
Nú er hún ein á lífi þessara systk-
ina og kveður bróður sinn með sár-
um söknuði.
Þegar í bemsku sáu Jón og systk-
ini hans á bak foreldrum sínum, sem
létust á bezta aldri með skömmu
millibili, og voru þá fjögur af þeim
tekin í fóstur af föðursystur þeirra,
Ólínu Jóhönnu Jónsdóttur, og
manni hennar, Ólafi Aðalsteini
Bergsveinssyni, sem einnig var
skyldur þeim'í móðurætt, en einn
bróðirinn fluttist í Skáleyjar og var
tekinn í fóstur af hjónunum Maríu
Gísladóttur, frændkonu sinni, og
Jóhannesi Jónssyni, og ólst hann
þar upp sem eitt af mörgum börnum
þeirra. Hin, sem eftir voru í Hval-
látrum, ólust þar upp við gott at-
læti í hópi margra fóstursystkina,
sem öll eru nú látin.
Atvikin höguðu því svo, að Jón
tók við búi í Hvallátrum eftir fóstra
sinn, og rak þar myndarbú í all-
mörg ár ásamt Jóhönnu Friðriks-
dóttur, eiginkonu sinni, er hafði
áður verið gift Aðalsteini Ólafs-
syni, föðurbróður Jóns, en misst
hann eftir fárra ára sambúð, og
gekk Jón tveimur bömum þeirra í
föðurstað, en saman eignuðust þau
fimm böm og eru fjögur á lífí, en
eina dóttur misstu þau unga.
Jóhanna lifir mann sinn. Hún er
nú rúmliggjandi sjúklingur á Sól-
vangi í Hafnarfírði, og hygg ég,
að hennar missir sé mestur, því að
hann sýndi henni sérstaka um-
hyggju alla tíð, eins og hún átti
fyllilega skilið.
Um búskaparsögu Jóns og Jó-
hönnu í Hvallátrum verður ekki fjöl-
yrt hér, en hún var þeim hjónum
báðum til sóma, og margir, sem
voru hjá þeim þar, ungir og gamlir,
minnast þeirra með hlýhug. Ég
minnist þess frá æskuárum mínum
heima í Hlíð í Þorskafirði, að móðir
mín, systir Jóns, sagði mér ýmislegt
frá eyjalífínu, eins og það var í
gamla daga, og gæddu þær frá-
sagnir eyjamar hillingaljóma. Oft
bar það við, að þeir Látramenn
ættu leið um Þorskafjörð og stungu
þá gjaman við stafni í Hlíð, en þar
vom Jón og hans fólk ávallt kær-
komnir gestir.
Minnisstæð er mér ferð, sem ég
fór á æskuámm út í eyjar, ásamt
móður minni og systur. Dvöldum
við þá nokkra daga í Hvallátrum í
góðu yfirlæti. Var það að vorlagi
um háannatímann. Sá ég þar
margt, er vakti furðu mína og var
ólíkt því, sem ég átti að venjast,
allt iðaði af ijölskrúðugu lífí, og
náttúmfegurðin var einstök. Gam-
an þótti mér að sjá Jón frænda
verka selskionin, sem hann gerði
af mikilli vandvirkni, eins og allt,
sem hann fékkst við. Þrátt fyrir
miklar annir gaf hann sér tíma til
að skreppa með okkur út í Svefneyj-
ar og inn í Skáleyjar. í Svefneyjum
bjó þá Sveinbjöm, bróðir hans
ásamt konu sinni, Sigríði, föður-
systur minni, og sonum þeirra, en
í Skáleyjum bjó Gísli Jóhannesson
og kona hans, Sigurborg Ólafs-
dóttir, fóstursystir og frænka móð-
ur minnar, ásamt bömum þeirra.
Allt þetta fólk var móður minni
einkar kært og tók okkur af mikilli
hlýju.
Síðan þetta var hafa mörg vötn
mnnið til sjávar og það líf, sem
þama var lifað, heyrir að miklu leyti
sögunni til.
Eftir að Jón og Jóhanna bmgðu
búi í Hvallátmm, fluttu þau til
Maríu dóttur sinnar og manns henn-
ar að Hörpulundi 5 í Garðabæ. Þar
undu þau hag sínum vel, enda þótt
þau söknuðu ávallt átthaganna.
Bæði fóm þau þangað, hvenær sem
færi gafst, á meðan heilsan leyfði,
og hann einn hin síðari ár, eftir að
Jóhanna veiktist, enda býr dóttir
þeirra, Ólína, ásamt ijölskyldu í
Flatey, og þar var hann staddur
ásamt stjúpdóttur sinni, Björgu,
sem búsett er í Kanada, þegar hann
veiktist snögglega og var fluttur
hingað suður með sjúkraflugvél og
lézt í Landsspítalanum fáum
klukkustundum síðar.
Þrátt fýrir mikla vanheilsu á
seinni ámm var Jón ávallt glaður
og reifur og hafði gamanyrði á
vömm. Hann var vel gefínn og fróð-
ur um margt, þrátt fyrir litla skóla-
göngu, og var ekki hrifinn af öllu,
sem nútíminn hefur í hávegum,
þótt honum fyndist margt til bóta.
Síðast, eftir að styttra varð á
milli heimila okkar, kom hann oft
til okkar í Hlégerði 29 og jafnan
færandi hendi, þar á meðal ýmsa
smáhluti, sem hann hafði búið til
og bám vott um hagleik hans og
vandvirkni. Nú hefur hann kvatt
þetta líf án ótta við dauðann, sem
hann leit fremur á sem góðan vin
en ógnvald.
Við móðir mín sendum öllum
ástvinum hans innilegar samúðar-
kveðjur og kveðjum hann sjálfan
með þökk og ósk um guðs blessun.
Guðmundur Arnfinnsson
Svo er um ævi
öldungmanna
sem um sumar-
sól fram runna.
Hníga þeir á haustkvöldi
hérvistardags
hóglega og blíðlega
fyrir hafsbrún dauða.
(Jónas Hallgrímsson:
Við jarðarför Jóns
Sighvatssonar.)
Morgunninn heilsar ekki framar
Jóni Daníelssyni — þess vegna kveð
ég hann nú í hinsta sinn.
Ég heilsaði honum fyrst fyrir
fímmtán ámm, þá unglingsstúlka
úr Reykjavík, sem kom til sumar-
dvalar vestur í Hvallátur. Þau sum-
ur urðu fleiri en mig gmnaði í byij-
un og því réð engin tilviljun. Eyjalíf-
ið var heillandi og þama opnaðist
nýr heimur unglingnum úr
Reykjavík. „Gömlu hjónin", þau Jón
Daníelsson og Jóhanna Friðriks-
dóttir, tóku mér opnum örmum og
urðu uppalendur mínir um skeið
ásamt Maríu dóttur þeirra og ég
tengdist þessu fólki sterkum bönd-
um.
Ég minnist Jóns sem einstaklega
geðprúðs og þýðlynds manns og það
fór aldrei á milli mála hvað hún
Jóhanna var vel gift. Allt hans fas
bar merki látleysis og hógværðar
og mér fannst alltaf að hann byggi
yfir leyndri visku öldungsins.
Augnaráðið var einstaklega hlýtt
og kímnin skein úr augunum þegar
hann brosti. Fegurri maður var
vandfundinn enda þótt hann væri
hvorki hár í loftinu né kraftalega
vaxinn. Hvítar hæmmar og samlitt
alskeggið mótuðu fallega umgjörð
utan um andlitið. Augun vom djúp-
stæð og blá og þeim skýldu há kinn-
beinin. Nefíð var teinrétt og í full-
komnu samræmi við aðra andlits-
drætti. Munnurinn var hulinn
skeggi en sterkur munnsvipurinn
leyndi sér þó ekki og þegar hann
brosti skein í stráheilar tennur. En
fegurð hans risti líka djúpt, það kom
í ljós við nánari kynni.
Ég bar strax mikla virðingu fyr-
ir þessum „húsbónda" mínum og
sú virðing var ekki blandin ótta.
Það var ekki hægt að hræðast Jón
Daníelsson, hann var ekki sú mann-
gerð. Góðlátleg glettni hans særði
mig aldrei enda þótt ég væri á við-
kvæmum aldri unglingsins. Aldrei
sá ég hann skipta skapi þótt elju-
semin og vinnuharkan vitnuðu um
að þama fór ekki skaplaus maður.
Það leyndi sér líka ekki að leti og
slóðaskapur vom lestir sem hann
átti erfítt með að umbera. Hann fór
gjaman að tvístíga þegar ungu
mennimir sátu of lengi yfír morg-
unkaffínu eða ef matartímamir
drógust á langinn. Ef til vill átti
hann líka bágt með að horfast í
augu við að búskapurinn var að
skreppa saman og krafðist ekki eins
mikillar vinnuhörku og á fyrri tíð.
Oft kom það í minn hlut að hend-
ast eftir húsbóndanum í símann eða
ef talstöðin kallaði á Látur. Þá var
hann ýmist niðri í dúnhúsi að krafsa
dún, bak við skemmu að flá sel eða
bak við hlöðu að spýta skinn. Stund-
um var hann líka niðri í vör að
verka grásleppu. Hann var sístarf-
andi og einstaklega vandvirkur,
vaknaði fyrstur allra á morgnana
og fór aldrei í rúmið áður en hann
hafði hlustað á veðurfregnimar,
enda eyjabóndinn háðari duttlung-
um veðurfarsins en flestir aðrir.
Ég lærði margt af þvi að dvelj-
ast í Hvallátrum hjá þeim Jóni og
Jóhönnu, enda voru búskaparhættir
þar lítt breyttir frá því sem verið
hafði um aldamótin. Vegna þess
að ég var stelpa var ég höfð í inni-
verkunum og varð því nánari Jó-
hönnu en Jóni. Hún kenndi mér
m.a. að mjólka og búa til smjör og
skyr, reita lunda, skyggna egg,
baka og elda mat. Jón reyndi að
kenna mér hvemig ætti að búta
sundur og borðá hertan þorskhaus,
en • sú kennsla bar takmarkaðan
árangur. Bæði áttu þau auðvelt
með að sýna hlýju og þakklæti og
þess vegna var gott að vinna undir
þeirra handleiðslu.
Jón var einstaklega þægilegur í
viðmóti en vegna skertrar heyrnar
hans gat verið dálítil kúnst að
spjalla við hann. Röddin þurfti að
vera í réttri tónhæð og framburður
skýr til þess að viðkvæmar hlustir
hans næmu orðin. Þama var meðal-
hófið vandratað og það var það líka
þegar kom að því að salta grautinn
hans Jóns. Því enda þótt Jón Daní-
elsson hafí verið sérlega nægjusam-
ur og hafí ekki gert miklar kröfur
til matargerðarlistar þá mátti saltið
í grautinn hans hvorki vera of né
van. Ég man að ég beið stundum
í ofvæni eftir því að hann styngi
upp í sig fyrstu skeiðinni og kvæði
upp dóminn sem gat hljóðað svo:
„Þetta er brimsalt, þetta get ég
ekki étið“, eða „nei, nú hefurðu
gleymt að salta grautinn“. Best var
þó ef hann sagði: „Já, nú hefurðu
saltað mátulega." Mig minnir að
ég hafí verið eitthvað viðkvæm fyr-
ir aðfinnslunum í fyrstu en þegar
ég uppgötvaði kímnina sem skein
úr augunum þegar hann setti út á
grautinn fór ég að líta á grautar-
gerðina sem skemmtilegan og
spennandi leik.
Ég dvaldist með þeim Jóni og
Jóhönnu síðustu sumrin sem þau
bjuggu f Hvallátrum og upplifði því
aldrei blómatíma búskapar þeirra.
Höfðingsskapur og gestrisni þeirra
naut sín þó enn því gestkvæmt var
þá í eyjunni eins og ávallt hafði
verið. A haustin þegar ég kvaddi
leystu þau mig alltaf út með rausn-
arlegum gjöfum og dúnsængin sem
þau gáfu mér er engu lík og mun
ylja mér ásamt góðum minningum
svo lengi sem ég lifí.
Jón Daníelsson hefur nú skilað
sínu dagsverki. Jóhanna lifir mann
sinn en hún hefur verið heilsulaus
um árabil. Um leið og ég votta
Jóhönnu, Maju, Línu og öðrum að-
standendum samúð mína vil ég
vitna í annað erindi úr ofangreindu
kvæði Jónasar Hallgrímssonar:
Gráti þvi hér enginn
göfugan föður,
harmi því hér enginn
höfðingja liðinn.
Fagur var hans lífsdagur,
en fegri er upp runninn
dýrðardagur hans
hjá drottni lifanda.
Halla Kjartansdóttir
Minning:
Willmm S. Krason
Þann 1. ágúst lést hér í Arling-
ton, Virginia, William S. Krason,
70 ára að aldri, fyrrum starfsmaður
í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna
í Reykjavík á árunum 1948—1951,
kvæntist þá eftirlifandi konu sinni,
Onnu Jónsdóttur, og var alla tíð
mikill vinur íslands og íslendinga.
Á þeim árum, sem William starf-
aði á íslandi var Marshall-aðstoð-
inni hrundið af stokkunum. Um
þessar mundir hefur þess einmitt
verið minnst að fjörutíu ár eru liðin
frá þessum tíma, bækur hafa verið
skrifaðar og ráðstefnur haldnar til
að skoða og meta þetta framtak,
árangur þess og afleiðingar. Dóm-
arnir eru allir á svipaðan veg. Mars-
hall-aðstoðin var borin uppi af
óvenjulegu viðsýni og myndarskap.
Aðstoðin sjálf, og þá ekki síður þær
miklu umbætur í alþjóðaviðskiptum
og stjórn efnahagsmála, sem henni
fylgdu, reyndust upphafíð að einu
mesta velgengisskeiði á Vestur-
löndum.
Það var mikil fylking manna í
Bandaríkjunum og þeim löndum,
sem aðstoðarinnar nutu, sem að
þessum málum störfuðu. Einn þess-
ara liðsmanna var William Krason
og það var á þeim vettvangi, sem
fundum okkar bar saman. Ég starf-
aði þá að öflun ýmislegra efnahags-
legra gagna, er þessi mál snertu, á
vegum viðskiptaráðuneytisins. Það
vakti undrun mína og aðdáun hvað
þessi ungi bandaríski viðskiptafull-
trúi lagði sig fram um að kynnast
íslenskum aðstæðum og efnahags-
málum. Eitt sinn, er ég kom á skrif-
stofu hans, sýndi hann mér mikla
skýrslu um norskan sjávarútveg,
sem hann hafði aflað sér til þess
að fá betri yfírsýn yfír sjávarútveg
hér á landi. Var það meira en ég
hafði komið í verk.
Áhugi Williams Krasons á hag-
fræði og efnahagsmálum og þá
fyrst og fremst alþjóðlegum við-
skiptamálum, hélst alla ævi. Há-
skólanám hans hafði upphaflega
verið í þessum greinum og störf
hans í utanríkisþjónustunni voru
aðallega á þessu sviði. Hann stund-
aði framhaldsnám við bandaríska
háskóla og lauk doktorsprófi í al-
þjóðaviðskiptum við háksólann í
Vín. Lýsir það best hæfíleikum
hans, áhuga og elju að hafa lagt á
sig svo erfitt nám jafnhliða störfum
í utanríkisþjónustunni. Honum
33
Er mér barst dánarfregn föður-
bróður míns setti mig hljóða. Það
gat ekki verið að ég ætti ekki eftir
að sjá hann Jón frænda aftur, hans
björtu augu, hlýja bros og mikla
skegg. Það var alltaf svo spennandi
að fá fréttir af honum. Hann bjó á
svo framandi stað, á sjálfu ættaróð-
alinu sem faðir minn var fæddur
og uppalinn á, en það var á eynni
Hvallátrum á Breiðafírði, en þar
stundaði Jón búskap.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
að fá hann í heimsókn til Reykjavík-
ur á vorin. Hann kom þá með skinn-
in sín og dúninn. Hann var alltaf
svo gamansamur og í svo góðu
skapi og það var eins og birti yfír
föður mínum að fá hann Jón stóra
bróður sinn í heimsókn. Þá voru
rifjaðar upp gamlar minningar úr
eyjunum og hinir sérstæðu búskap-
arhættir ræddir.
Þegar minnst er á Breiðafjarðar-
eyjar kemur Jón frændi mér alltaf
fyrst í hug. Hann var dugmikill
bóndi og áttu eyjarnar og lífríkið
þar hug hans allan. Fyrir tveimur
árum var ég stödd í Flatey ásamt
nokkrum vinum mínum. Við gistum
í tjaldi. Hann vissi af frænku sinni
í tjaldbúðunum og kom snemma
morguns þennan sólríka dag með
riklingsbita í nesti og bauð okkur
góðan daginn. Fengum við Jón til
að ganga með okkur um eyjuna sem
við vorum stödd á og segja okkur
frá sögu hennar og lífríki. Þessi
morgunn er einn sá eftirminnileg-
asti í lífi mínu, ég komst svo ná-
lægt náttúrunni með Jón frænda í
fararbroddi. Það var líka svo gleði-
legt að sjá hve þessi gamli maður
naut þess að vera í eyjaríki sínu
og sérstakt hve honum tókst að
gera aðra meðvitaða um fuglalíf
eyjanna.
Ég minnist Jóns frænda sem
mikils eljumanns. Hann var einn
þeirra sem ekki gátu setið auðum
höndum. Eftir að hann fluttist til
höfuðstaðarins var sérstaklega
gaman að koma og heimsækja
hann, þá var hann yfirleitt staddur
í bílskúrnum að dúnhreinsa eða að
föndra. Honum féll aldrei verk úr
hendi.
Jón var mjög mikill friðársinni
og bar mikla umhyggju fyrir fjöl-
skyldu sinni og vinum, þess hef ég
ekki farið á mis og er ég mjög
þakklát fyrir.
Jón bar ætíð mikla umhyggju
fyrir eiginkonu sinni, Jóhönnu Frið-.
riksdóttur, sem dvelst á Sólvangi í
Hafnarfírði. Var hann hjá henni þar
af fremsta megni.
Síðustu árin átti Jón við veikindi
að stríða og veit ég að hann var
sáttur við að kveðja þennan heim.
Ég kveð hann með söknuði. Blessuð
sé minning hans. Hvíli hann í friði.
Lára María Theódórsdóttir
veittist sú ánægja undir lok starfs-
ferils síns að geta notfært sér þessa
þekkingu sem kennari við háskóla
bandaríska hersins.
Einsog fyrr segir hélst vinar-
hugur Williams Krasons til íslands
ævilangt. Hann tók virkan þátt í
félagsstörfum Islendinga og Is-
landsvina í Bandaríkjunum og hafði
ánægju af að hitta íslendinga og
taka á móti þeim á heimili sínu.
Margir íslendingar minnast hans
með þakklæti og söknuði og send
Önnu konu hans og tveimur dætr-
um þeirra hjóna innilegar samúðar-
kveðjur.
Arlington, Virginia
Jónas H. Haralz