Morgunblaðið - 26.08.1988, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
Vantar
fyllingu
í líf þítt?
Sprungur í vegg lokast ekki af sjálfu sér.
Það veistu.
Lausnarorðiö er Thorite. Efnið sem
fagmennimir kalla demantssteypu.
Harkan og endingin — þú skilur.
Thorite viðgerðarefnið hefur góða viðloðun. Þú notar
það jafnt á gamla steypu sem nýja.
Mótauppsláttur er óþarfur: eftir 40—60 mínútur er
veggurinn þurr, slé'ttur og tilbúinn undir málningu.
Iðnaðarmenn þekkja Thorite af langrí reynslu.
Nú er komiö að .þér.
Thorite fæst í Iítlum og stórum umbúðum með
íslenskum leiðbeiningum.
Spurðu eftir Thorite í næstu bYggingarvöruversIun.
Þeir þekkja nafníð.
IS steinprýði
Stangarhyl 7. s. 672777
ÚUöltuts&ir:
BYKO • B.B. Byggingarvörur • HúsasmíÖjan • Skapti,
Akureyri • Málningarþjónustan, Akranesi • G.E.
Sæmundsson, ísafirÖí .Ö Baldur Haraldsson, SauÖár-
króki • Dropinn, Keflavík • Kaupfélag VestmannaeYja
• Kaupfélag A-Skaftfellinga, Homaflröi.
fclk f
fréttum
Lisa Bonet:
Á von á tvíburum
Köttur erfir milljónir
Kötturinn Pussy getur haft glæstar vonir, ef því er að skipta. Þegar
eigandi hennar, Dorothy Walker 80 ára, lést arfleiddi hún kisu sína
að aleigu sinni, 225 milljónum íslenskra króna.
Það er dýravemdunarfélag í Englandi sem hefur umsjón með milljónun-
um og segir talsmaður þeirra að peningamir komi öllum dýrum til góða
en erfinginn hljóti væntanlega einhver forréttindi. Fyrsta verk er þó að
fínna heimili handa Pussy, sem hefur reynst erfítt þrátt fyrir ríkidæmið.
Kisan hafði verið í eigu Dorothy Walkers frá árinu 1983. Þá kom hún
skoppandi inn um gluggann hjá milljónamæringnum og heillaði hana upp
úr skónum. Þjónustustúlka hennar, sem verið hefur í húsinu síðan í heims-
styrjöldinni síðari, segir fúl í bragði að gömlu konunni hafí líkað betur
við dýr en menn. Hún fékk ekki krónu í arf.
FYLGSTU MEÐIVINNUNNI
SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR
Lisa lofaði mér að bíða í þrjú
ár með að verða barnshafandi.
Hún stóð ekki við það og því verður
að stöðva framleiðslu á þáttunum
„Vistaskipti". Hver sættir 'sig við
það að ung og ólofuð skólastúlka
sé bamshafandi" segir framleiðand-
inn, Bill Cosby.
Lisa, sem er 21 eins árs gömul,
hefur þénað óheyrilegar upphæðir
á leik sínum í þáttunum. Hún hefur
engar áhyggjur þó að hún hafí
óhlýðnast Bill Cosby eða að þáttur-
inn verði lagður niður. Sjálf segir
hún: „Ég á nóg af seðlum og eftir
hálft ár verð ég tilbúin að leika á
ný. Kvikmyndaframleiðendur
stgjida í biðröðum eftir að gera
samninga við mig, ég get vel verið
án Bill Cosby."
Hún hefur þénað um 175 milljón-
ir íslenskra króna á þáttunum svo
varla er hún eða verður á flæði-
skeri stödd þegar tvíburarnir henn-
ar koma í heiminn. Hún heldur sig
nú mest heima við, meðan maður
hennar, Lenny Kravitz, spilar rokk-
músík í hinum ýmsu klúbbum í Los
Angeles.
Cj____
IHÖRITI
Þrátt fyrir stöðugar erjur milli
Lisu og Bill Cosby hefur hún þó
lært af honum að halda einkalífí
sínu sem mest fyrir sig og hefur
hún ekki sýnt sig á almannafæri
eftir að hún varð áberandi breið um
miðjuna. Að eigin sögn er hún
ákveðin í því að halda bömum
sínum frá fjölmiðlafólki.
Bill Cosby er ekki ánægður með
„dóttur sína“ um þessar mundir.
Jacques Suchet ásamt Ásdísi Hauksdóttur.
Jacques Suchet:
Styrkir fatlaða til ferðalaga
Franski hugsjónamaðurinn sem
fjallað var um hér á síðunum
um daginn, Jacques Suchet, hefur
nú veitt einum fötluðum íslendingi
100.000 króna ferðastyrk, og valdi
hann af handahófí eitt af þeim bréf-
um sem honum hafði borist. Sú sem
styrkinn hlaut heitir Ásdís Hauks-
dóttir. Hún vann áður sem hjúkrun-
arkona, en missti sjónina fyrir átta
árum, vegna sjúkdóms. Aðspurð
sagðist hún varla trúa því að svona
menn væru til í heiminum og var
afskaplega þakklát. Styrkinn ætlar
hún að nota til ferðalaga hér innan-
lands, ásamt dóttur sinni.
Jacques er nú að undirbúa kjöt-
kveðjuhátíð sem hann hyggst halda
í Champs-Elysée í París þann 14.
júlí á næsta ári. Þangað hefur hann
boðið leiðtogum stórveldanna, svo
og öllum sem kenna vilja sig við
heimsfriðinn, og hafa tök á að
koma. Hann hefur í hyggju að bjóða
þangað 50 — 100 fötluðum íslend-
ingum, og greiða fyrir þá allan til-
heyrandi kostnað. Hann mun koma
aftur til íslands í því skyni, en héð-
an fer hann til Noregs innan fárra
daga.
COSPER
Gleymdi ég að segja þér það, ég vann sólarlandaferð fyrir
tvo í ferðahappdrættinu.