Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
37
Myndin er tekin á Kleppjárnsreykjum, þar sem Slysavarnarkonur úr Hafnarfirði settust að snæðingi.
Slysavarnarkonur:
Lögðu land undir fót
Slysavamarkonur úr slysavam-
ardeildinni Hraunprýði í Hafn-
arfirði fóru í sína árlegu sumarferð
nú á dögunum. Var farið Borgar-
fjörðinn, suður Kaldadal, Þingvöll
og á Selfoss, þar sem snæddur var
kvöldverður.
Bflstjórinn, Jón Gestsson, var hér
að fara í tímamótaferð, en þetta
var tuttugasta og fimmta skiptið
sem hann ekur slysavarnarkonum
á ferðalögum þeirra. Skyldi maður
ætla að Jón nyti mikils trausts
þeirra Slysavarnarkvenna í Hafnar-
firði.
Sumir ungar skríða seint úr „Til hvers að halda aftur af kæti sinni? Skellum saman
egginu. hælum.“
Jón Gestsson er hér ásamt einum ferðalanganna að gæða sér á
eggjum.
Dawnn Lewis hefur bæði metnað og mikla hæfileika.
DAWNN LEWIS
Ný stjarna er
iippgötvuð
Dawnn Lewis, betur þekkt hér á landi sem
„Jaleesa" í þáttunum „Vistaskipti" er spáð
mikilli velgengni í Ameríku. Hún er miklum
hæfíleikum gædd, getur sungið, dansað, leikið
og samið lög og texta, betur en margir aðrir.
Hún hefur til dæmis samið texta og titillagið
í þáttunum
Hún hefur
próf frá söng og
leiklistarsviði
háskólans í
Miami. Rödd
hennar og sviðs-
framkoma hef-
ur vakið mikla
athygli, meðal
annars hefur
hún gert garð-
inn frægan á
Broadway, og
fékk hún mjög
góða dóma þar fyrir bæði leik og söng. Sagt
er að hún skipti úr sígildri tónlist yfír í popp-
músík eða jazz án þess að hafa nokkuð fyrir
því. Sjálf tekur hún öllu með ró, og segin „Ég
hef erfíðað mikið til þessa og ég á eftir að ná
miklu lengra."
Bill Cosby bauð henni að leika í þáttunum,
og hefur hún síðan fengið Qölmörg tilboð. Hún
hefur gefíð út sína fyrstu sólóplötu, „Funky
Thang“. Næst hjá henni er eigin LP plata og
éigin sjónvarpsþattur. Hún er þegar með 22
ný lög tilbúin, og 14 tilboð hefur hún fengið
frá þremur mismunandi sjónvarpsstöðvum.
Foreldrar hennar eru frá Suður Ameríku,
faðir hennar er leigubílstjóri og móðir hennar
er hjúkrunarkona, búsett í New York. Sjálf
býr hún í Los Angeles. Hún hefur sungið og
leikið á sviði síðan hún var fj'ögurra ára göm-
ul, og er í dag 27 ára. Þá er bara að bíða og
sjá hve langt þessi fjölhæfa stúlka nær á frama-
brautinni.