Morgunblaðið - 26.08.1988, Qupperneq 43
4--
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
„Geðveikisakstur og djöf-
ulgangur á Suðurgötu“
Til Velvakanda.
Þann 17. ágúst síðastliðinn rita
íbúar við Suðurgötu bréf í Velvak-
anda, þar sem þeir lýsa sig ósátta
við akstur háværra bifhjóla um
götuna að kvöld- og næturlagi.
Oska þeir jafnframt eftir því, að
umferðardeild lögreglunnar geri
eitthvað í málinu, til þess að svefn-
samt geti talist í húsum við þessa
elstu götu bæjarins. Þá er komið
inn á samskipti lögreglu og „mótor-
hjólasveina" og sagt að það sé ekki
síður verkefni lögreglunnar að
stöðva svona geðveikisakstur og
tilheyrandi djöfulgang, en að stöðva
akstur ölvaðra ökumanna. í grein-
inni er þess jafnframt getið, að
gera mætti ráð fyrir, að aldurs
vegna gerðu þessir ökumenn sér
grein fyrir því, að þannig hagi
maður ekki akstri sínum í íbúðar-
hverfum.
Undirritaður tekur undir þessa
umkvörtun íbúa við Suðurgötu, svo
og annarra íbúðargatna í borginni.
Haga þarf akstri nefndra ökutækja
þannig, að sem minnst ónæði stafi
af þeim. Undirritaður vill vekja at-
hygli ökumanna þessara tækja á
35. grein umferðarlaganna, en hún
hljóðar svo: „Ökumaður vélknúins
ökutækis skal haga meðferð þess
og akstri þannig, að frá því stafí
eigi hávaði eða loftmengun að
óþörfu. I námunda við íbúðarhús
skal haga hraða og akstursháttum
þannig að eigi valdi óþarfa ónæði.“
Þá er rétt að benda þessu sama
fólki á 5. grein lögreglusamþykktar
Reykjavíkur, en þar segir: „Bannað
er að hafast nokkuð að, sem veldur
ónæði eða raskar næturró manna.“
Það ætti hins vegar ekki að þurfa
að vera lögreglunni til foráttu, að
halda uppi góðu sambandi við borg-
aranna, hvort þeir eru á bifhjólum,
bifreiðum eða einfaldlega gang-
andi. Lögreglan hefur lagt sig fram
við að reyna að hafa sem best sam-
skipti við sem flesta og eru meðlim-
ir bifhjólasamtaka þar ekki undan-
skyldir. Lögreglunni er kunnugt um
að stjóm slíkra samtaka er annt
um að hafa sín mál á hreinu, en
hins vegar má segja, að ekki em
allir sem ferðast á bifhjólum með-
limir í slíkum samtökum. Til þeirra
þarf að ná á annan hátt.
Bifhjól þau, sem ekið er um göt-
umar, hafa verið flutt inn með fullu
samþykki þeirra aðila, sem um þau
mál eiga að sjá. Þau uppfylla ákveð-
in skilyrði, þrátt fyrir mögulega
hávaðamengun og er lítið við því
að segja. Þá er leyfilegt að aka
þeim um götumar eins og þau em,
þó með þeim skilyrðum, sem að
framan greinir.
Hávaði frá bifhjóli er ekki mæli-
kvarði á hraða þess. Þannig getur
hávaði borist um tiltölulega af-
markað svæði við ákveðnar aðstæð-
ur, þó ekki sé ekið hratt. Þegar
umferðamiðurinn er hjaðnaður á
kvöldin og veður er stillt getur hljóð
bergmálað milli húsa og valdið
þannig meira ónæði á ákveðnum
stöðum en ella.
Hér er því um meira mál að
ræða, en einfaldlega það að stöðva
geðveikisaksturinn og tilheyrandi
djöfulgang. Spurningin getur jafn-
vel verið sú, hvort ekki eigi að loka
ákveðnum íbúðargötum fyrir um-
ferð ökutækja að kvöld- og nætur-
lagi og útiloka þannig hugsanlegt
ónæði og stuðla að svefnfriði íbú-
anna. Suðurgatan er ekki eina gat-
an, þar sem íbúamir hafa gert at-
hugasemdir við akstur nefndra öku-
tækja. Lögreglan þyrfti allnokkuð
lið til þess að koma í veg fyrir akst-
ur þessara tækja á þeim stöðum,
þar sem þau em talin valda ónæði.
Sem betur fer er hér einungis um
tímabundið ástand að ræða.
Lögreglan hefur oftar en einu
sinni þurft að vitna til 8. greinar
lögreglusamþykktarinnar varðandi
þessi mál, en þar segir: „Lögreglan
getur vísað mönnum í burtu af al-
mannafæri, sem með háttsemi sinni
valda vegfarendum eða íbúum í
nágrenninu ónæði.“ Yfirleitt hefur
þó verið um skammtímalausnir að
ræða í hverju tilviki fyrir sig.
Lögreglan mun gera hvað hún
getur til þess og koma til móts við
íbúa Suðurgötu, svo og aðra, varð-
andi þessi mál.
Virðingarfyllst,
Ómar Smári Ármannsson
aðalvarðstjóri.
Þessir hringdu . .
Gera ætti Kveldúlfs-
húsið að sjóminjasafni
Einar Vilhjálmsson hringdi:
„Þessir menn hjá Eimskip virð-
ast alveg vera í vandræðum með
fé sitt. Þeir sjá ekki aðrar leiðir
til að eyða því en að byggja hót-
el. Og í þeim tilgangi ætla þeir
að brjóta niður Kveldúlfshúsið,
sem er í raun þjóðardýrgripur.
Mér þætti nær að þarna yrði sett
á stofn sjóminjasafn. Húsið er
sérstaklega vel til þess fallið. Það
væri skynsamlegra en að byggja
undir það suður í Hafnarfirði."
Ekki hækka vexti á lán-
um Húsnæðisstofnunar
Ólafur hringdi:
„Ég er einn af þeim fjölmörgu
sem hef tekið lán hjá Húsnæðis-
stofnun ríkisins. Ef vextimir á
þessum lánum hækka, þá hækka
afborganirnar um tugi þúsunda
og það hlýtur að leiða til ófarnað-
ar. Ef greiðslubyrðin þyngist mik-
ið blasir ekkert annað við en að
fjöldi fólks missi íbúðir sínar.
A hinn bóginn held ég að það
sé vel þess virði að skoða niður-
færsluleiðina. Þetta er að minnsta
kosti eitthvað nýtt, auk þess sem
allt er betra en gengisfelling."
Kettlingur fannst á
Vesturgötu
Bröndóttur kettlingur með
hvíta sokka og bringu fannst
neðst á Vesturgötunni síðastliðinn
mánudag. Þetta er læða. Upplýs-
ingar í síma 24867.
Hvar eru lausnir Ás-
mundar?
Kona í Austurbænum hringdi:
„Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ gagnrýnir allar ráðstafanir
þessarar ríkisstjómar. Hins vegar
heyrast aldrei frá honum neinar
raunhæfar tillögur um efnahags-
aðgerðir. Við vitum öll að það
þarf að grípa til einhverra aðgerða
og þess vegna skora ég á hann
að gera okkur, almenningi í
landinu ljóst, hvemig hann færi
að því að leysa úr þeim vanda,
sem þjóðin á við að stríða.“
Tjald týndist í Þórs-
mörk
Appelsínugult tjald með bláum
himni hvarf í Þórsmörk um versl-
unarmannahelgiria. Finnandi
hringi í síma 30530.
Fréttamaðurinn ætti að
skammast sín
Ragnheiður Jónsdóttir
hringdi:
„Eg er hneyksluð á þættinum
um „Mann vikunnar", sem sýndur
var í sjónvarpinu á laugardaginn.
Það sem maðurinn sagði gekk
alveg fram af mér. Mér finnst að
fréttamaðurinn ætti að skammast
sín fyrir að bjóða áhorfendum upp
á viðtal við svona mann.“
Úlpa týndist á þriðju-
daginn
Sjö ára drengur týndi úlpu á
bensínstöð Skeljungs við Lauga-
veg, eða í Skipholtinu. Úlpan er
svört með gulu fóðri. Finnandi
hringi í síma 23887.
Nefndarskipun heilbrigðismálaráðherra:
Tillögur til að draga
úr áfengisneyslu
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
málaráðherra hefur að höfðu
samráði við dóms- og kirkjumála-
ráðherra skipað nefnd til að gera
tillögur um það hvernig draga
megi úr heildameyslu áfengis.
Er þetta í samræmi við ákvæði
til bráðabirgða í lögum nr.
38/1988, þar sem heimiluð er
bruggun og sala á áfengu öli.
Nefndinni er meðal annars „falið
að fjalla um verðlagningu áfengis
og leiðir til þess að vara við hætt-
um, sem fylgja neyslu þess. Einnig
að gera tillögu um sérstaka
fræðsluherferð um áfengismál,
einkum meðal skólafólks, er hefjist
eigi síðar en 1. febrúar næstkom-
andi,“ segir í fréttatilkynningu frá
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu.
í ne&idinni eiga sæti: Hafsteinn
Þorvaldsson, framkvæmdastjóri,
formaður, Aldís Yngvadóttir, náms-
stjóri, Höskuldur Jónsson, forstjóri,
Ólafur W. Stefánsson, skrifstofu-
stjóri og Óttar Guðmundsson, yfir-
læknir. Starfsmaður og ritari
nefndarinnar er Ámi Einarsson,
erindreki. Nefndinni er ætlað að
skila tillögum sínum fyrir áramótin.
HITAMÆLAR
Vesturgötu 16,
sími13280.
KÚPLINGSPRESSUR
KÚPLINGSDISKAR
KÚPLINGSLEGUR
Fyrir flestar tegundir
evrópskra og japanskra
fólks- og vörubifreiða.
Útvegum í allar helstu tegundir
fólks- og vörubifreiða.
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKIN N
SUÐURLANPSBRAUT 8. SIMI 84670