Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 48
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Vigdís viðleiði Skáld-Rósu
Morgunblaðið/Þorkell
„HINGAÐ kom hún og baðst næturgist-
ingar og hún komst ekki lengra,“ sagði
Þórhildur ísberg sýslumannsfrú er hún
sýndi forseta íslands, frú Vigdísi Finn-
bogadóttur, leiði Skáld-Rósu. Einn fyrsti
viðkomustaður forsetans í hinni opin-
beru heimsókn i Húnavatnssýslur var
Efri-Núpur í Núpsdai, þar sem leiði
Rósu er.
„Það er vel við hæfi að ég sæki heim
leiði Skáld-Rósu, þvi að í minni leik-
hússtjóratíð var samið og sett upp leik-
rit um hana eftir Birgi Sigurðsson,"
sagði Vigdís. Hún var leikhússtjóri í Iðnó
áður en hún tók við embætti forseta.
Á myndinni eru, frá vinstri^ sýslu-
mannshjónin Jón og Þórhildur fsberg,
frú Vigdís Finnbogadóttir, Inga Her-
steinsdóttir og Kornelíus Sigmundsson
forsetaritari.
Sjá nánari frásögn og myndir á bls. 3.
Efnahagsvandinn:
Miðstjóm ASÍ ræðir við
ríkisstjórnina árdegis
Rostungur
í Siglufirði
Rostungur sást á sundi í Siglu-
firði síðastliðinn þriðjudag.
Nokkrir trillukarlar reyndu að
reka hann inn fjörðinn, en höfðu
ekki erindi sem erfiði.
„Hann synti rétt við hliðina á
bátnum og kom alveg upp að borð-
inu hjá okkur, alls ófeiminn," sagði
Guðjón Jónsson, sem var einn þeirra
sem sáu rostunginn. „Við ætluðum
að reka hann inn fjörðinn, ekki þó
í þeim tilgangi að ná honum, heldur
meira til gamans. Hann kærði sig
lítið um það og við sáum hann
hverfa út með fjörunni. Þetta var
heljarmikil skeþna, tennumar
sennilega hátt í 40 sm langar."
Guðjón sagði að í Siglufirði hefðu
menn engar kenningar um það
hvaðan rostungurinn væri kominn.
„Þetta var eflaust einhver flæking-
ur, það er ekki algengt að þeir sjá-
ist svona inni á fjörðum," sagði
hann.
Trilla í vanda
SEND var út hjálparbeiðni frá
trillunni Ernu Maríu RE 166
klukkan 20.15 í gær. Trillan var
þá 2,5 sjómílur norður af Garð-
skaga með bilað drif.
Björgunarbáturinn Sæbjörg tók
trilluna í tog og var kominn með
hana til Sandgerðis klukkan 21.45.
Einn maður var um borð í trillunni.
Metheimtur á
hafbeitarlaxi
METHEIMTUR hafa verið á
hafbeitarlaxi hjá Laxeldisstöð-
inni í Kollafirði í sumar, að sögn
Ólafs Ásmundssonar stöðvar-
stjóra. „Við erum búnir að
heimta 20.600 eins árs gamla
laxa í sumar sem eru 10,8%
heimtur því við slepptum 190
þúsund seiðum í fyrra,“ sagði
Ólafur í samtali við Morgun-
blaðið.
„Bestu heimtur til þessa voru
árið 1986 þegar við heimtum
14.300 eins árs gamla laxa, eða
um 8% af þeim 180 þúsund seiðum
sem við slepptum sumarið 1985.
Við fengum svo 1.500 laxa til við-
bótar úr þeirri sleppingu í fyrra-
sumar. Við erum ennþá að heimta
lax og reiknum með að fá um
2.000 tveggja ára gamla laxa á
næsta ári,“ sagði Ólafur.
FERÐAKOSTNAÐUR ríkisins
vegna ferða opinberra starfs-
manna nemur i ár um 600 milljón-
um króna. Hér er um mjög var-
lega áætlun að ræða. Engar tölur
er að fá um þennan kostnað i
kerfinu fyrir árið í ár, né 1987
og 1986. Talan 600 milijónir er
fengin með þvi að framreikna
kostnaðinn frá árínu 1985.
í fylgiskjali með ríkisreikningi
1985 kemur fram að ferðakostnaður
ríksins nam 321,5 milljónum króna
og skiptist nokkuð jafnt eftir ferðum
innanlands og utan. Hægt er að
framreikna þessa tölu á tvennan
hátt, samkvæmt vísitölum eins og
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís-
lands samþykkti i gær að ganga
i dag til fundar við ríkisstjórnina
um fyrirhugaðar efnahagsaðgerð-
ir. Gert er ráð fyrir, að þessi fund-
ur verði haldinn árdegis. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins mun nokkur skoðana-
framfærsluvísitölunni og kemur þá
út talan 600 milljónir. Einnig er
hægt að gefa sér þá forsendu að
þessi kostnaður sé sama hlutfall af
ríkisútgjöldum í ár og hann var 1985.
Þá kemur fram mun hærri tala eða
750 milljónir króna.
Bolli Bollason skrifstofustjóri hag-
deildar fjármálaráðuneytisins segir
það álitamál hvora aðferðina beri að
nota. Hann bendir á að dagpeningar
þeir sem greiddir eru á ferðalögum
erlendis hafi svo til nákvæmlega
fylgt þróun framfærsluvísitölunnar
þannig að sennilega sé réttara að
nota þá viðmiðun.
Tryggvi Friðjónsson deildarstjóri
munur hafa verið innan miðstjórn-
arínnar um málsmeðferð. Hug-
myndir komu fram þar um að
ganga til viðræðna við ríkisstjórn-
ina með vissum skilyrðum en því
var hafnað af meirihluta mið-
stjómar.
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
í félagsmálaráðuneytinu segir að í
sumum stofnunum sem heyra undir
embættið séu svo til allar ferðir utan-
lands tilkomnar vegna ákvæðis í
kjarasamningum nokkurra hópa inn-
an BHM sem kveður á um að viðkom-
andi starfsmenn fái eina utanlands-
ferð á ári, ásamt dvalarkostnaði, til
endurmenntunar.
Sem kunnugt er af fréttum Morg-
unblaðsins hefur félagsmálaráðu-
neytið skorið niður ferðakostnað
sinn, og þeirra stofnana sem heyra
undir ráðuneytið, um fjórðung. Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð-
herra segir að þeirri stefnu verði
haldið meðan hún sé í embættinu.
Sjá Af innlendum vettvangi á bls.
27.
herra sagði við Morgunblaðið í gær
að niðurfærsluleið kæmi ekki til
greina nema tryggt væri að eitt gengi
yfir alla og það væri augljóslega hlut-
verk aðila kjarasamninga að tryggja
slíkt. Samkvæmt upplýsingum frá
Þjóðhagsstofnun gæti mikil eftispum
eftir vinnuafli um þessar mundir leitt
til þess að laun lækki um minna en
9% að meðaltali og jafnframt er bent
á að óvissa ríki um þau 10-20%
vinnuaflsins sem starfi á eigin vegum
eða í mjög litlum fyrirtækjum.
Formenn stjómarflokkanna héldu
fund með forustumönnum Vinnuveit-
endasambandsins og óskuðu eftir að
ræða við fulltrúa Alþýðusambandsins
í dag.
„Við göngum á fund ríkisstjórnar-
innar í því skyni að fá fram hvaða
hugmyndir hún hefur um efnahags-
aðgerðir. Við viljum ekki binda hend-
ur okkar áður en ljóst er hvaða vilji
er til þess að gera raunhæfar ráðstaf-
anir," sagði Ásmundur Stefánsson
formaður ASÍ.
„Léttasta leiðin fyrir okkur og sú
vinsælasta væri sjálfsagt að hafna
þessum kosti. Mér finnst hinsvegar
farsælt að ræða málið við ríkisstjóm-
ina. Mér lýst betur á niðurfærsluna
en meira en tuttugu prósent gengis-
lækkun og verðbólgukollsteypu,"
sagði Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Verkamannasambandsins.
„Þetta er auðvitað svipað og að
spyija hvort maður vilji láta slqóta
sig eða hengja. Eins og niðurfærslan
er sett fram er hún mjög óaðgengi-
leg. Ég þarf að sjá miklu betri trygg-
ingu fyrir vaxta og verðlækkunum,"
sagði Guðmundur.
I samtali fyrir miðstjómarfund
Alþýðusambandsins sagði Guðmund-
ur Þ. Jónsson að samráð um launa-
lækkanir félagsmanna Iðju kæmi
ekki til greina. Lífeyrisþegar og
þeir sem vinna á taxtakaupi em hvað
varnarlausastir fyrir niðurfærslunni
og fólk sem hefur laun á bilinu
39.000-45.000 geturekki borið neina
skerðingu. Aðrir hafa möguleika á
að bæta sér það upp.
Stjóm Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja hafnar niðurfærsluleið
með öllu og sendi frá sér harðyrt
mótmæli í gær. Launamálaráð
BHMR varar við öllum hugmyndum
um kjaraskerðingu og segir að launa-
fólk beri enga ábyrgð á efnahags-
vandanum.
Ríkisstjómin hefur ekki boðað til
funda með samtökum ríkisstarfs-
manna að sögn Kristjáns Thorlacius
formanns BSRB. „Við treystum því
á engan hátt að verðlagið lækki til
samræmis við kjaraskerðinguna.
Þessi leið virðist óframkvæmanleg
og út í bláinn að ræða launalækkun
við okkur," sagði hann.
Hið opinbera:
Um 600 millj. í ferðakostnað
Úttekt undirbúin í fjármálaráðuneyti