Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 27

Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 27 Sovétmenn mega búa við þriðja flokks neytendavörur, sem þeir kaupa ekki nema tilneyddir, allt sitt líf,“ sagði Dóra. „Sumt sem fæst í verslunum sést ekki nema á tombólum á íslandi." Hún líkti sov- ésku tannkremi við sement og sov- éskum tannburstum við kartöflu- bursta. Og sagði að dömubindi þekktust ekki. Vesturlandabúar panta því hreinlætisvörur og ýmis- legt annað frá vöruhúsum í Hels- inki og víðar og fá þær sendar til Moskvu. „Neytandinn hefur ekkert að segja í þessu þjóðfélagi og eðli- legt vöruflæði þekkist ekki. Fólk kaupir hluti í hvelli þegar þeir fást af því að það veit ekki hvenær þeir koma aftur. Einskonar pöntunarfé- lög tíðkast víða á vinnustöðum og þannig kaupa margir inn en annars verður fólk að standa í biðröðum eftir öllum hlutum. Ég skil ekki hvemig það fer að þessu. Ég myndi hreinlega gefast upp.“ „ ... umburðarlyndi gagnvart dyntum landans“ Fjórir starfsmenn eru í íslenska sendiráðinu, Tómas Á. Tómasson, sendiherra, Pétur G. Thorsteinsson, sendiráðunautur, íslenskur ritari og Bela, rússneski ritarinn. Bela hefur starfað þar í áraraðir. „Hún hefur sanna ást á íslandi og íslending- um,“ sagði Dóra. „Og takmarka- laust umburðarlyndi gagnvart dynt- um landans!" ísland komst á blað í Sovétríkjun- um í sambandi við leiðtogafundinn heima og við búum enn að því. En það er mikið amstur í kringum hlut- ina hér og allt tekur sinn tíma. Sendiráðið sér einnig um samskipti íslands við Austur-Þýskaland, Ung- veijaland, Búlgaríu, Rúmeníu og Mongólíu svo það er mörgu að sinna. Mikill hluti vinnunnar snýst um viðskiptamál og þar getur geng- ið á ýmsu eins og menn vita.“ Dóra sótti tíma í rússnesku áður en hún fór út og hélt náminu áfram í Moskvu en hætti nokkrum mánuð- um áður en hún fór úr landi. „Áhug- inn var ekki nógu mikill.“ Hún get- ur bjargað_ sér á málinu og skilur talsvert. „Ég get horft á fréttimar og geri það yfirleitt til að þjálfa eyrað en ég myndi fá heldur af- brigðilega hugmynd um heiminn ef ég léti mér nægja að fylgjast með sovéskum fréttum eingöngu." Ekkert hægt að gera fyrirvaralaust Hún umgekkst starfsmenn ann- arra sendiráða í frístundum og fór stundum í klúbba sem þeir reka. „Skemmtanalífið gengur mikið til út á heldur leiðinleg kokteil- og kvöldverðarboð," sagði hún. „En ég hef eignast marga góða vini og nokkra til lífstíðar. Samgangur út- lendinganna er náinn, það er eins og þeir séu allir saman á eyðieyju, og því myndast sterkari vináttu- bönd hér en gengur og gerist í stór- borgum á Vesturlöndum." Hún las mikið og sótti af og til tónleika. „Sendiráðsstarfsmenn geta yfirleitt fengið miða á tónleika, í leikhús eða á ballettsýningar þegar þeir vilja. Það kostar ekki nema 2 rúblur (140 ísl. kr.) í Bolshoi og sýningamar þar eru stórkostlegar. Sovéska þjóð- in hefur brennandi áhuga á ljóðlist, leikhúsi, kvikmyndum og annarri listmenningu. Slíkar samkomur em mjög vel sóttar en það er kannski ekki nema furða af þvi að það er lítið annað við að vera. Mer fínnst það verulegur galli héma að það er ekkert hægt að gera fyrirvaralaust. Það verður að ákveða alla hluti, jafnvel að fara út að borða, með löngum fyrirvara. Það verður að bóka allt og tilkynna og panta í smáatriðum hjá viðkom- andi yfirvöldum ef farið er út fyrir Moskvu. Ein helgarferð út fyrir bæinn fór til dæmis út um þúfur af því að engin boð höfðu borist á hótel um komu mína og vinafólks míns þótt við hefðum skipulagt allt rækilega með góðum fyrirvara. Það var ekki hægt að útvega okkur neitt á staðnum — hvorki mat, drykk né hótelherbergi, við máttum ' þakka fyrir að fá að fara á salemi. Við áttum ekki annarra kosta völ en að fara samdægurs aftur til Moskvu.“ Dóra sýndi mér gullfallega kirkju sem var skammt frá heimili henn- ar. Þar var þröng á þingi og forvitn- ir útlendingar litnir homauga. Dóra sagðist hafa mikla ánægju af að fara í rússneskar kirkjur og yfír- leitt væru bara fullorðnar konur þar. „Þær eru flestar komnar yfír sextugt og hafa engu að tapa. Þær skipta ekki lengur máli og þeim er leyft að rælqa trú sína óáreittum. Það er mjög óalgengt að sjá karl- menn í kirkju og það er lítið um ungt fólk. Mér kom því mjög á óvart þegar ég sá einu sinni hjón með tvo syni sína á unglingsaldri í messu í Danilov-klaustrinu. Það var auðséð að þetta fólk var ekki í kirkju í fyrsta sinn. Það er óvenju- leg sjón að sjá fjölskyldu saman í guðshúsi. Trúarhitinn er mjög mikill í rússneskum kirkjum. Andrúmsloft- ið er hrífandi. Mér líður mjög vel þar. Tilfinninganæmi þessarar þjóð- ar kemur þá svo vel í ljós. Ég skil ekki hvemig það hefur verið hægt að bæla svona tilfinningaríkt fólk í öll þessi ár.“ Dóra hlakkaði til að fara frá Sovétríkjunum en það var auðheyrt að henni var hlýtt til þjóðarinnar þrátt fyrir vankanta á lífinu í Moskvu. „Þessi þjóð hugsar allt öðruvísi en við,“ sagði hún. „Stund- um fínnst mér hún vera einföld og barnaleg. Hirðuleysið og seina- gangurinn tekur á taugamar. Það hvarflar af og til að mér að það þurfi að tuska bölvað einræði kommúnistaflokksins til, þá yrði ástandið örugglega skárra. Mér hefur ekki liðið illa héma en mér hefur oft leiðst. Það er erf- itt að lifa í takmarkaðri snertingu við umhverfið eins og útlendingar hér gera yfírleitt. Mér hefur ekki þótt ég vera óvelkomin en fínn fyr- ir að ég sker mig úr hvar sem er og að það er horft á mig. Það er eins _og ég hafi verið í glerhúsi í tvö ár. Ég hef séð lífíð í kringum mig og verið partur af þjóðfélaginu en aldrei komist í raunverulega snert- ingu við það.“ Texti og myndir: ANNA BJARNADÓTTIR Lögregluþjónar eru á flestum götuhomum. Emn stoppaði Dóra og skammaði hana fyrir að yfirsjást umferðarmerki. tki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.