Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 31

Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 31
Bob Dylan - Down in the Groove MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 31 Lang^t í frá meistaraverk Hljómplötur Gunnlaugur Sigfúson Hljómplötufyrirtækið CBS lét þau boð út ganga í upphafi þessa árs að von væri á nýrri plötu frá Bob Dylan. Stuttu síðar var svo upplýst hvaða Iög yrði að finna á þessari plötu og fóru þá strax að renna tvær grímur á andlit aðdáenda „gamla mannsins“, því einungis áttu þar að vera tvö lög eftir Dylan sjálfan og hann hafði ekki einu sinni getað barið saman texta við þau sjálfur. Heldur hafði hann gengið í smiðju Ro- berts nokkurs Hunters, sem um tveggja áratuga skeið hefur sett orð við lög og Jerry Garcia, gitarleikara Grateful Dead. Tíminn leið og ekkert bólaði á þessari nýju plötu en öðru hvoru bárust fréttir af því að breytingar hefðu átt sér stað á lagalista henn- ar. Lög duttu út og önnur komu í staðinn. Það var því ekki fyrr en nú fyrir skömmu að Down In The Groove leit loks dagsins ljós, um það bil hálfu ári á eftir áætlun. Down In The Groove verður áreiðanlega seint sett í flokk meist- araverka Dylans. Á henni er að finna tíu lög, þar af fjögur frum- samin Dylan-lög. Þau eru Ugliest Girl In The World og Silvio, sem eru gerð við texta Hunters. Þetta eru fremur hröð lög, rokkuð og nokkuð vel heppnuð, sérstaklega það síðamefnda. Death Is Not The End og Had A Dream About You Baby eru lög sem Dylan hefur sett saman einn síns liðs. Það fyrr- nefnda er tekið upp á sama tíma og efnið á plötunni Infidles, sem kom út árið 1983, að því undan- skildu að bætt hefur verið við bak- röddum Full Force-flokksins. Had A Dream er úr kvikmyndinni Hearts of Fire sem kom út í fyrra og hefur það nú verið lítillega endurunnið. Hér er um að ræða hressilegan rokkara og kemur Eric Clapton þar við sögu í gestahlutverki en þáttur hans er svo lítill að varla tekur að minnast á það. . Önnur lög á Down In The Groove eru úr ýmsum áttum. Fyrst ber að nefna gamalt og gott lag Wilberts Harrisons, Let’s Stick Together. Bryan Ferry gerði þessu lagi ágæt skil á sínum tíma en Dylan tekst líka vel upp með það. Útsetning þess er góð og minnir töluvert á Rolling Stones. Þá má einnig geta laga eins og Shenandoah, sem er gamalt amerískt þjóðlag, og go- spel- lagið When Did You Leave Heaven. Down In The Gröove er safn laga sem Dylan hefur verið að vinna á að undanfömum ámm. Ef marka má frumsamið framlag hans, virðist hann eiga í erfiðleikum um þessar mundir með að koma saman lagi og ljóði. Þessi plata er langt frá því að vera það meistaraverk sem aðdáendur hans hafa beðið nokkuð lengi eftir. Meistaraverk hans litu raunar dagsins ljós fyrir um og yfir tuttugu ámm. Tvær góðar plöt- ur, Blood On The Tracks og Des- ire, komu út á áttunda áratugnum og síðast sendi hann frá sér virki- lega góða plötu árið 1983, þegar Infidles kom út. Þessi nýja plata er svo sem ósköp þægileg áheym- ar, en ekki meira og í raun finnst mér þessi „aldni“ meistari eiga að geta gert mun betri plötu en þessi er. ^Apglýsinga- síminn er 2 24 80 Tbrk. Þegar duga skal. TORK er heiti á hágæða handþurrkum sápu og WC pappír til nota hvar, sem þrifnaðar er þörf t.d. í skólum, stofnunum og í kring um matvæli. Eðli og ending smekklegra skammtara gera TORK að einstakri lausn til sparnaðar og hreinlætis. Nútíma skólar gera kröfu til heilbrigðisgæslu og þar sem umgengni er mikil þarf sterk og endingar- góð hylki. TORK gerir vandamálin að TORK þægindum. TORK KERFIÐ, hagkvæmni og hreinlæti frá MÖLNLYCKE 1 i IIJíI-B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.