Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
■ Sihanouk (t.h.) skálar við Hun Sen: er nú kallaður ættjarðarvinur.
Rauðu Khmerarnir (Khmer Rouge) myrtu eina til þijár af
sjö milljónum íbúa Kambódíu (Kampútsjeu) þegar þeir
voru við völd 1975-1979 í nafni marxískra hugsjóna og
undir yfirskini „þjóðfélagslegra tilrauna". Nú eru þeir ráðnir í
að ná aftur völdunum og bíða þess eins að Víetnamar ljúki við
að flytja 100-120.000 hermenn sína úr landi fyrir marz 1990,
eins og þeir hafa lofað. Fyrirætlanir Rauðu Khmeranna hafa
vakið skelfingu í Kambódíu og þeir sem svartsýnastir eru ótt-
ast að Víetnamar muni aftur senda her inn í Kambódíu til að
koma í veg fyrir valdatöku þeirra og verði í landinu til eilífðam-
■ Stríðsmenn Rauðra Khmera: birgja sig upp af vopnum og bíða átekta.
■ Skæruliðar andkommúnista: beijast nú einir gegn Víetnömum.
ons.
Kambódískir útlagar hafa barizt
fyrir því að Pol Pot og aðrir leið-
togar Rauðu Khmeranna verði
ákærðir fyrir þjóðarmorð og leiddir
fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag.
Víetnamar, sem hafa verið í
Kambódíu síðan þeir gerðu innrás
1978, leiddu nýjar hörmungar yfír
þjóðina eftir ógnarstjóm Pols Pots.
Eftir fall hans flúði hálf milljón
manna til thailenzku landamær-
anna. Margir settust að á Vestur-
löndum, en 218.000 Kambódíu-
menn dveljast enn í flóttamanna-
búðum andstæðinga kommúnista
og 72.000 í búðum Rauðu Khme-
ranna á landamærum Thailands og
Kambódíu og fá matvæli frá SÞ.
Rauðu Khmeramir hafa fengið að
stjóma búðum sínum eftir eigin
höfði.
Þótt Víetnamar séu illa þokkaðir
voru margir þeim þakklátir í fyrstu
fyrir að binda enda á fjöldamorðin.
En skæruhemaði hefur verið haldið
uppi gegn þeim og tvær hreyfíngar
andstæðinga kommúnista hafa ver-
ið í ótryggu bandalagi með Rauðu
Khmemnum síðan 1982 — önnur
undir forystu Norodoms Sihanouks
fursta („Ijóðarherinn"), og hin und-
ir stjóm Sons Sanns, fv. forsætis-
ráðherra hans („Þjóðfrelsisfylking
kambódískrar alþýðu").
Valdatafl
Rússar hafa stutt Víetnama og
veitt þeim þriggja milljóna dala
aðstoð á dag. Kínverjar hafa stutt
Rauðu Khmerana, en Bandaríkja-
menn og samheijar þeirra Sihanouk
og Son Sann. Sihanouk hefur beitt
sér fyrir því að samsteypustjóm
hans og leppstjóm Víetnama í
Phnom Penh myndi bráðabirgða-
stjóm eftir brottflutning Víetnama
og að síðan verði efnt til kosninga
undir eftirliti SÞ og ný stjómarskrá
samin.
Thailendingar hafa ekki amazt
við árásum skæruliða Rauðra
Khmera og hinna andspymuhreyf-
inganna inn í Kambódíu frá bæki-
stöðvum í Thailandi, því að þær
hafa beinzt gegn Víetnömum, sem
em erkióvinir þeirra. Rauðu Khmer-
amir hafa fengið mikið af vopnum
frá Kínveijum, sem eiga enn í úti-
stöðum við Víetnama. Bandaríkja-
menn, sem neita að viðurkenna
leppstjóm Hengs Samrins, hafa
ekki getað fengið Kínveija til að
hætta stuðningi sínum við Pol Pot.
Nú segjast Kínveijar hins vegar
ekki vilja að Rauðu Khmeramir nái
aftur völdunum og hvetja til mynd-
unar samsteypustjómar og alþjóð-
legs eftirlits með brottflutningi
Víetnama — á sama hátt og Banda-
ríkjamenn.
Bandaríkjamenn vilja ekki að
Rauðu Khmeramir snúi aftur. Því
hafa þeir fagnað fréttum um að
Kínveijar standi ekki lengur heils-
hugar á bak við Pol Pot og geti
hugsað sér að fóma honum og nán-
ustu samstarfsmönnum hans, ef
það mætti verða til þess að lausn
fyndist á Kambódíu-deilunni. Talið
er hugsanlegt að Kínveijar geti
neytt Pol Pot til að fara í útlegð
til Peking, þótt ýmsir efíst um að
þeir hafi eins mikil áhrif á Rauðu
Khmerana og af er látið.
Brottflutningur Víetnama hófst
í júnflok og kom öllum á óvart.
Gert er ráð fyrir að 50.000 her-
menn verði famir frá Kambódíu um
næstu áramót, jafnmargir og Víet-
namar hafa misst þar síðan 1978.
Þeir lyifa reynt að sannfæra alla
um að leppstjóm þeirra muni halda
velli þegar brottflutningnum lýkur
1990. Þeir virðast vissir um að her
leppstjómar þeirra muni hafa í fullu
tré við Rauðu Khmerana og segja
að hann sé miklu betri en almennt
sé talið, en margir hermenn hafa
hlaupizt undan merkjum og stjóm-
arherinn á eftir að sýna hvers hann
er megnugur. Víetnamar áskilja sér
líka rétt til að snúa aftur, „ef það
reynist nauðsynlegt vegna öryggis
Kambódíu".
Sameiningartákn
Sihanouk, sem er 65 ára og var
þjóðhöfðingi 1941-1970, stjómar
fámennustu andspymuhreyfíng-
unni, en þó er her hans skipaður
17.000 mönnum. Flestir landsmenn
virðast vilja að hann snúi heim úr
útlegð og taki aftur við stjóminni
og enginn annar er talinn geta
myndað ríkisstjóm, sem allir geti
sætt sig við. Margir minnast valda-
ára hans með söknuði, því að ekki
hefur gengið á öðra en hungurs-
neyð, bardögum og umróti síðan
honum var steypt af stóli.
Hingað tii hefur Sihanouk verið
stimplaður leppur Rauðu Khmer-
anna í Phnom Penh, en nú bregður
svo við að blöðin þar kalla hann
„ættjarðarvin". Svo virðist að stjóm
Hengs Samrins sé fús að taka þátt
í myndun samsteypustjómar með
furstanum, án þátttöku Rauðu
Khmeranna. Stjómin í Phnom Penh
hefur verið einangrað og farið á
mis við mikilvæga aðstoð, sem Víet-
namar hafa ekki getað veitt, og
vill ijúfa einangran sína. En óvíst
er að Sihanouk fái mikil völd, ef
hann snýr aftur.
Sjálfur hefur furstinn verið nokk-
uð tvístígandi. Yfírlýsingar hans
hafa verið mótsagnakenndar. Hann
hefur oft lýst því yfir að Víetnamar
muni aldrei hvika frá því sögulega
markmiði sínu að ráða lögum og
lofum í Kambódíu. Hins vegar
ræddi hann tvívegis við Hun Sen
fv. forsætisráðherra í Frakklandi í
vetur og í sumar áttu fulltrúar and-
spymuhreyfínganna og stjómarínn-
ar í Phnom Penh óformlegan fund
í Indónesíu.
Svo hataður er Pol Pot að
kambódískir og víetnamskir emb-
ættismenn era vongóðir um að
Ráuðu Khmeramir geti ekki komizt
aftur til valda. Stjómin í Phnom
Penh heldur hatrinu við með mark-
vissum áróðri, m.a. með árlegum
„degi haturs á Pol Pot“. Fáir
Kambódíumenn mundu líklega
sætta sig við að Rauðu Khmerarnir
fengju aðild að ríkisstjóm. Þó er
viðurkennt að hreyfingin hafi enn
talsvert fylgi í vissum sveitahérað-
um og kynni að sigra í kosningum
á svæðum, sem era á valdi hennar.
Hörð andstaða þeirra gegn
Víetnömum aflar þeim enn nokkurs
fylgis.
Útrýming haf in?
Þá er ljóst er að Rauðu Khmer-
amir munu hagnast mest á brott-
flutningi Víetnama. Hreyfíngþeirra
hefur um 40.000 ofstækisfullum
skæraliðum á að skipa og er miklu
öflugri en hinar andspymuhreyf-
ingamar.
Sihanouk hefur oft varað við
þeirrri hættu að Rauðu Khmeramir
hrifsi völdin þegar Víetnamar
hverfa, þótt hann sé bandamaður
þeirra. Hann missti fjölmarga ætt-
ingja í dauðabúðum Rauðu Khmer-
anna og segir að „aðeins fífl“ haldi
að þeir hafí eitthvað breytzt á 10
áram — tilgangur þeirra sé að ná
aftur völdunum og koma aftur á
„polpotisma" með öllum þeim hörm-
ungum, sem það mundi hafa í för
með sér. Hann segir að þeir hafí
komið fyrir útsenduram í öllum
bæjum og þorpum og muni eiga
auðvelt með að taka við stjóminni
eftir brottför Víetnama. „Rauðu
Khmeramir era byijaðir að útrýma
stuðningsmönnum rnínurn," sagði
hann nýlega. „Ég hef misst all-