Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 36 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Smæð og eyðsla Hvað kostar þriðja stjórnsýslustigið? Við íslendingar erum ein fámennasta fullvalda þjóð heims, aðeins tvöhundruð og fimmtíu þúsund talsins. Við byggjum stórt land — og þurfum að byggja það allt eða að drjúgum hluta — til að nýta auðlind- ir þess og fiskimiðanna umhverfis það. Og strjálbýlið er kostn- aðarsamt. Smæðin setur þjóðinni eyðslumörk. Spurning er hvort „yfir- bygging" samfélagsins sé ekki ofviða undirstöðunni. Engu að síður þenst ríkisbáknið út — að hluta til sjálfvirkt — ár frá ári. Og samt tala menn um „nýja hæð“ ofan á þessa yfir- byggingu: þriðja stjórnsýslustigið. Við sækjum lífskjör og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í sjáv- ardjúp. Sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, er drýgsta vopn þjóðar- innar í lifsbaráttunni. Það vopn verður að varðveita. Yfirbygging- in má ekki sliga undirstöðuna. — Myndin sýnir góðan feng í endað- an róður: lúður af stærri gerðinni! I Strjálbýlið er dýrt. Þjóðvegir og flutningur raforku, svo tvö dæmi séu nefnd, eru fámennri þjóð í stóru og stijálbýlu landi, eins og íslendingum, verulega þyngri baggi — kostnaðarlega — en milljónaþjóð í litlu landi, eins og t.d. Dönum. Það er hins vegar trú okkar flestra, að kostir þess að vera ís- lendingur geri meir en að réttlæta umframkostnaðinn. Helft þjóðarinnar er vinnandi. Fjórðungur í námi. Vinnandi landsmenn eru sum sé um eða innan við 125.000 talsins. Þar er því fámenni en ekki fjölmenni sem stendur að baki verðmætasköpun- inni í þjóðarbúskapnum, þjóðar- tekjunum, sem lífskjör þjóðarinn- ar og efnahagslegt sjálfstæði hvfla á. Við búum, þrátt fyrir fámennið, við velferð. Höfum byggt upp nútíma samfélag: ríki, sveitarfé- lög, atvinnuvegi, samgöngur, al- mannatryggingar, skóla, heil- brigðisstofnanir og allt annað er heyrir til nútíma þjóðfélagi. Aðbúð fólks, hvers konar, þolir saman- burð við það sem bezt þekkist annars staðar í veröldinni. II Sérstaða íslendinga felst ekki í fámenninu einu saman. Þeir sækja lífskjör sín í sjávardjúp í ríkara mæli en aðrar þjóðir. Sveiflur í sjávarafla og sveiflur í verði sjávarvöru á mörkuðum heims stjórna „hæðum" og því miður einnig og oftlega „lægðum" í efnahagslífí og þjóðarbúskap. Þrennt ræður öðru fremur lífskjörum í landinu: aflabrögð, söluverð fískafurða og kaupmátt- ur útflutningstekna. Um þessi „þungavigtarmál" verður hins- vegar og því miður ekki samið í karphúsi þjóðarinnar. „Lægðir" efnahagslífsins verða heldur ekki §arlægðar með slagorðum eða kröfuspjöldum. Menntun, þekking og tækni hafa á hinn bóginn drýgt þjóðartekjumar meir en margur hyggur. Lélegur þorskárgangur þriðja árið í röð spáir ekki góðu um næstu framtíð. Fréttir Hafrann- sóknastofnunar um þetta efni draga ekki úr almennum áhyggj- um landsmanna, sem tengjast taprekstri í sjávarútvegi, undir- stöðugrein atvinnulífs okkar, og hugsanlega rýmandi skiptahlut þjóðarinnar. Innlend verðbólga, þ.e. hækkandi framfærsla fólks sem og rekstrarkostnaður fyrir- tækja, fellur illa að minni sjávar- afla og lægra söluverði afurða erlendis. Sveiflur af þessu tagi eru að vísu gamalkunnar. Lægðin er hinsvegar verri viðureignar nú vegna hliðarvanda: erlendra skulda og viðskiptahalla (þjóða- reyðslu umfram þjóðartekjur), ríkissjóðshalla (ríkisútgjalda um- fram skatta) og að hluta til heima- tilbúinnar verðbólgu. III íslendingar em harðduglegir og vinnusamir. Þeir hafa t.a.m. lengri vinnudag en flestar aðrar þjóðir. Því veldur fámennið en jaftiframt aðrar aðstæður. Frá fomu fari hefur fólk í sveit og við sjó þurft að vinna í skorp- um, þegar aðstæður kröfðu: þegar mikill afli barst á land — eða þeg- ar tíð gafst til heyskapar. Verð- mætum varð að bjarga, hvað sem klukkunni leið. Enn í dag er það svo að ýmis skyldustörf, s.s. mjalt- ir hjá kúabændum, falla ekki að hefðbundnum skrifstofutíma. Hin síðari árin hefur eftirspum eftir vinnuafli verið langt umfram framboð, öfugt við atvinnuleysi í grannríkjum. Breyttir þjóðlífs- og atvinnuhættir kalla á fleiri og fleiri, konur jafnt sem karla, út í atvinnulífíð. Þá gerir sá lífsmáti, sem við höfum tamið okkur, oftar en ekki kröfu til tveggja fyrir- vinna á heimilum landsmanna. Þrátt fyrir velmegun, vinnu- semi og menntun fólks höfum við oftlega rasað um ráð fram í eyðslu, bæði sem einstaklingar og þjóð, samanber viðskiptahallann, erlendu skuldimar, verðbólguna, hmn innlends peningaspamaðar 1971-1983 og viðvarandi og allt að því sjálfvirkan vöxt ríkisút- gjalda. Smæð þjóðarinnar hefur ekki sagt til sín í eyðslu hennar. rv Við getum kennt ytri aðstæðum um sitt hvað í vandamálum líðandi stundar. Þau em hinsvegar að hluta til heimatilbúin, máske all- stómm. Stjómvöld eiga sinn hlut í þess- um heimagerðu erfíðleikum (óarð- bær fjárfesting, erlendar skuldir, ofnýting fískistofna, verðbólga). Fjölflokka ríkisstjómir hafa ekki búið að þeirri samstöðu og stefnu- festu sem þörf var fyrir. Stjóm- málaflokkar em of margir, of smáir og of kraftlitlir. Það er stað- reynd sem kjósendur verða að hafa í huga — og geta bætt úr. Sökin er einnig svokallaðra samningsaðila á vinnumarkaði (stéttarfélög ekki undanskilin), fyrirtækja og einstaklinga. Valdið í samfélaginu er að dijúgum hluta hjá hagsmunasamtökum, bæði atvinnugreina og Iaunafólks. Hagsmunasamtökin hafa meiri áhrif á framvinduna í samfélaginu en margur hyggur. Ábyrgðin er þeirra ekkert síður en stjóm- málamanna. Samkvæmt hefð og venju kenn- ir hver hagsmunahópurinn eða stjómmálaflokkurinn öðmm um. Enginn lítur í eigin barm. Þó er mergurinn málsins sennilega sá að takast verður sameiginlega á við vandann. „Litla þjóð sem átt í vök að veijast, vertu ei við sjálfa þig að beijast." V Það er hinsvegar ekki ein báran stök í vexti kerfísins, yfírbygging- arinnar á þjóðarskútunni, þótt þrengt sé að undirstöðunni, sem allt byggist á, atvinnugreinum og skattborgumm. Eitt dæmið af mörgum er krafan um þriðja stjómsýslustigið: fylki, fylkisþing, fylkisstjómir, fylkisskrifstofur, nýja stétt embættismanna, með öllum tilheyrandi kostnaði. Ekki dregur „ný hæð“ í kerfís- byggingunni úr samfélagskostn- aði eða skattheimtu á fólk og fyr- irtæki. Ofan í kaupið liggur það hvergi ljóst fyrir hvað á að vinn- ast með þessari kerfisaukningu. Er reynslan af þessu stjómsýslu- stigi, þar sem upp hefur verið tekið, kostnaðarins virði? Er ekki hægt að ná sömu eða svipuðum markmiðum með sameiningu og stækkun sveitarfélaga í stijálbýli og færslu verkefna og tekna frá rfki'til sveitarfélaga? Þarf endi- lega að fara yfír lækinn til að sækja vatnið? Vinnandi íslendingar em að- eins stórt hundrað þúsunda. Það em takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á ekki fleiri skatt- greiðendur í samfélagsgjöldum. Þessvegna verða ríki og sveitarfé- lög að hafa hóf á eyðslu, aðhald í útgjöldum, ekki sízt þegar harðn- ar á dalnum vegna ytri áfalla. Nýr eyðslufarvegur (þriðja stjóm- sýslustigið) er naumast leiðin út úr vandanum! FRYSTIKISTUR SPAÐU I VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ 1S2 lítra kr. 27.000 101 lítra kr. 28.000 230 lítra kr. 30.000 205 lítra kr. 31.000 342 lítra kr. 32.000 300 lítra kr. 30.000 480 lítra kr. 41.000 587 litra kr. 47.000 fAlki n n SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 91-84670 ÞARABAKKA 3, SÍMI 670100 L. Innrabyrði úr hömruðu áli Lok meö ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt Djúpfrystihólf Viðvörunarljós Kælistilling Körfur Botninn er auðvitað frysti- flötur ásamt veggjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.