Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
G reinarhöfundur
ákvað að heimsækja
Grikkland íágúst
1988 og varðfyrir
valinu eyjan Santor-
ini, sem á grísku
heitirThira. Mér
hafði verið ráðlögð
þessi eyja af því að
hún væri paradís á
jörðu og einaf þeim
fallegustu, ef ekki sú
fallegasta af grísku
eyjunum, svoaðtil-
hlökkunin varmikil.
Oia.
Thira.
Pann 7. ágúst var flogið í leiguflugi með gríska flugfélaginu Olympic
Airways frá Róm tii Aþenu. Það var fullbókað flugið til Santorini
þennan dag, svo við gistum i Aþenu eina nótt á Athens Center Hotel.
Þetta reyndist vera hið ágætasta hótel, með loftkældum herbergjum og
sundlaug á þakinu. Meirihluti hótelgesta voru frændur vorir Danir á veg-
um Tjæreborg.
Sökum tímaskorts náðum við ein-
ungis að skoða Acropoli. Þegar
maður kemur inn blasa við súlna-
göngin, Propilei, og þegar lengra
er haldið kemur maður að hinum
heimsfrægu byggingum, Partenone
og Eretteo, sem eru báðar tileinkað-
ar Aþenu, vemdargyðju borgarinn-
ar, og var það hún sem lagði til
ólífutréð, því hún taldi það vera
nauðsynlegt tré fyrir líf þjóðarinn-
ar. Partenone var byggt á 5. öld
fyrir Krist af arkitektunum Icrono
og Callicrate. Partenone er 70 metr-
ar á lengd og 30 metrar á breidd.
Yflr hinum 46 hunangslituðu
marmarasúlum, sem eru 10,5 metr-
ar á hæð, eru steinar, sem mynda
þakið og eru þeir skreyttir með lág-
myndum af atburðum úr Trójustríð-
inu, bardaganum á milli Grikkja og
hefðarriddaranna og bardaganum á
milli guðanna og risanna. Núna
standa jrfir viðgerðir á Partenone
og veitir Efnahagsbandalagið því
fjárstuðning. í safni Acropolis eru
höggmyndir, sem skreyttu bygg-
ingamar.
Um morguninn 8. ágúst kl. 6.40
að staðartíma flugum við til Santor-
ini og lentum eftir hálftíma flug.
þegar við komum út úr vélinni tók
á móti okkur kaldur vindur. Það
var helst til eyðilegt útsýnið sem
blasti við okkur á flugveliinum. Hér
fvar ekki færiband fyrir töskumar,
svo það var eins gott að þekkja
töskumar sínar, þegar þeim var
kastað af vagni Olympic Airways.
Síðan var haldið af stað í rútu, sem
var á aldur við mig, þ.e. 23 ára
gömul. Ég hef alltaf verið mikil
bjartsýnismanneskja, svo ég vonaði
að þetta væri líkt og leiðin frá
Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur
fyrir útlendinga, þ.e. áfall við brott-
för en léttir þegar komið er að
Hafnarfirði. Því miður var heppnin
ekki með mér í þetta skiptið. A leið-
inni að hótelinu voru meirihluti far-
artækja asnar. Hús í byggingu og
msl í kring. Þegar okkur leist ekki
lengur á blikuna og vonuðum að
það væri fallegra þar sem við ættum
að vera, stoppar rútan og bílstjórinn
segir: „Makis Pension". Við vorum
þá komin á áfangastað. Þama var
eins og þegar Breiðholtið var í
byggingu; hamarshögg, spýtur út
um allt, ómalbikað og gróður sama
sem enginn. Þama stóðum við með
ferðatöskumar, sem við hefðum
getað skilið eftir á Ítalíu, því
„espadrillur", stuttermabolir og
gallabuxur voru eini fatnaðurinn
sem hægt var að nota þama. Lang-
ermapeysur höfðu ekki verið teknar
með, því miður. Það var enginn á
ferli og herbergið ekki tilbúið. Okk-
ur leið illa að hugsa til þess að eiga
að eyða tveim vikum í þessu um-
hverfi.
Um hádegi fómm við á ströndina
eftir að hafa loksins fengið hótel-
herbergið. Fólkið var þögult og ég
hafði á tilfinningunni að ég væri
að eyðieyju eftir skipstrand og fólk-
ið biði eftir skipi til að flytja það
heim. Ég vissi það áður en ég lagði
af stað, að ströndin væri svört en
ég vissi ekki að ég ætti að liggja á
fjörusteinum eins og þeir eru á
Seltjamamesinu. Þá var að skella
sér i sjóinn. Hann reyndist vera tær
Partenone í Aþenu.
og varð strax mjög djúpt og öldu-
gangur mikill. Svo að það þurfti
ekki að blása upp vindsængumar,
þá hefði maður átt það á hættu að
reka alla leið til Aþenu. Þegar ég
lá þama á ströndinni varð mér litið
lengra út eftir og tók ég þá eftir
að þar voru mættir „náttúruunn-
endur", sem lágu þama í nekt sinni,
allt frá nokkurra mánaða til níræðs.
Um kvöldið fórum við til Thira,
sem er aðalbærínn á Santorini. Eft-
ir að hafa ekki komist inní hinn
oftroðna strætó, tókum við leigubfl,
sem var í jafhslæmu ásigkomulagi
og önnur farartæki á staðnum.
Thira er lítill bær við sjóinn. Hvít,
lág hús og nokkrar kirkjur gefa
honiun sérstakan svip og einnig
þröngu götumar með óteljandi
skartgripaverslunum. Þegar dimm-
ir er Thira virkilega falleg í ljósa-
dýrðinni. Við fundum þar mjög
góðan veitingastað með útsýni yfir
sjóinn. Þar var sérstaklega góður
grillaður kolkrabbi, djúpsteiktur
smokkfiskur og sverðfísksspjót og
Santorini-hvítvínið, sem er eitt
besta hvítvín, sem ég hef smakkað,
og er framleitt á Santorini. Aðrir
réttir, sem mér fannst vera mjög
góðir voru gríska salatið, tsasiki,
sem er jógúrtdýfa og moussaka,
sem er búið til úr eggaldinum og
kjöthakki.
Diskótek eru ekki til á Santor-
ini, þó að þeir kalli einhverjar holur
diskótek, svo það vár farið í háttinn
um miðnætti. Síðasti strætó til
Kamari (þar sem við dvöldum) frá
Thira fór á miðnætti. Ég hafði les-
ið að maður mætti ekki missa af
að fara með hinum bráðskemmti-
legu og líflegu strætóum. Hér fer
strætóinn ekki af stað fyrr en hann
er troðfullur og segir miðsalinn:
„Push, push. Ticket, please" og tel-
ur peningana með stjömur í augun-
um og bílstjórinn setur útvarpið í
botn með grísku hljómlistinni og
syngur með. Ég fékk stundum á
tilfinninguna f þessum troðningi,
að ég væri á leiðinni í útrýmingar-
búðir.
Einn daginn tókum við mótorhjól
á Ieigu til að skoða eyjuna. Santor-
ini er eldfjallaeyja og fyrir 5000
árum var hún stærsta eyjan og sú
syðsta af Cicladi-eyjaklasanum í
Égeo-hafinu. Hér var meðal annars
rík og falleg borg, og eru rústir
hennar fyrir ofan Kamari, sem
komu í ljós í fomleifauppgreftri
fyrir ekki löngu síðan. í kringum
1500 fyrir Krist lagði eldgos eyjuna
í rúst og var þetta stærsta eldgosið