Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
Minning:
Kristján Kristjáns-
son skipstjóri
Fæddur 8. aprU 1898
Dáinn 25. ágúst 1988
Fimmtudaginn 25. ágúst sl. lézt
í Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði
Kristján Kristjánsson, Fálkagötu
23 í Reykjavík eftir stutta sjúkra-
húsvist, 90 ára að aldri. Var útför
hans gerð frá Fossvogskapellu 6.
september.
Kristján var Vestfirðingur að
ætt. Hann fæddist að Efra-Vaðli á
Barðaströnd 8. apríl 1898, og voru
foreldrar hans hjónin Sigríður Jóns-
dóttir frá Rauðsdal og Kristján
Þórðarson frá Haga. Tvíburabróðir
hans var Gunnar, og ólst hann þar
upp í hópi tíu systkina og tveggja
sona föður hans frá fyrra hjóna-
bandi.
Þegar Kristján var tíu ára flutt-
ist hann með foreldrum sínum vest-
ur á Bfldudal í Amarfírði, en þá
var útgerð þar í mikium blóma á
vegum Péturs Thorsteinssonar.
Komungur fór hann að róa til fískj-
ar með bræðmm sínum, og eftir
það átti sjórinn hug hans allan.
Fyrst réri hann á árabátum, en 14
ára réðst hann á skútuna Pilot, sem
var 30 iestir að stærð. Snemma
fóm þeir bræður að fara með skot-
vopn og urðu brátt annálaðir veiði-
menn. Skutu þeir á vetmm bæði
ref og ijúpu en mest þó svartfugl
og seli. Milli vertíða vann Kristján
í vélsmiðju og aflaði sér réttinda í
vélvirkjun. Síðan lá leiðin í Sjó-
mannaskólann í Reykjavík, og þar
tók hann farmannapróf 1924. Vann
hann eftir það jöfnum höndum í
vélsmiðju og stýrði skipum í margs-
konar flutningum milli hafna.
Árið 1929 var ráðist í það stór-
virki að gera út skip til austur-
strandar Grænlands í því skyni að
freista þess að fanga þar sauðnaut
til þess að efla fjölbreytni íslenzks
landbúnaðar. Þótti það ekki heigl-
um hent á þeim tíma — fyrir daga
almennra fjarskipta — að sigla ein-
skipa norður í íshafíð, þangað sem
íslenzk skip höfðu aldrei áður kom-
ið. En Krislján var valinn skipstjóri
og fengið traustbyggt skip frá Vest-
mannaeyjum, sem hét Gotta, og var
ferðin því kölluð Gottu-leiðangur-
inn. Með í för vom m.a. bræður
Kristjáns, þeir Gunnar og Finn-
bogi, og Arsæll Ámason bókaútgef-
andi í Reykjavík, sem ritaði bók um
leiðangurinn og gaf hana út um
veturinn. Þetta þótti hin mesta há-
skaför, enda lentu þeir bæði í hafís
og fárviðmm. En heim komu þeir
um haustið með sjö sauðnaut og
þóttu þá úr helju heimtir.
Eftir þetta var Kristján með
ýmis skip, m.a. Skaftfelling, í vöm-
flutningum til Víkur í Mýrdal. Og
þegar Slysavamafélag íslands fékk
björgunarskipið Sæbjörgu árið
1937, var Kristjáni falin skipstjóm-
in. Var hann með hana í tvö ár,
meðan Slysavamafélagið rak hana
og aðstoðaði fjölda báta við suðvest-
anvert landið og bjargaði mönnum
úr sjávarháska. Eftirminnilegust
var honum' björgun skipshafnar
togarans Hannesar Hafsteins, sem
strandað hafði á Kjalamestöngum
í dimmviðri og vondum sjó og höfðu
gefíð upp ranga staðarákvörðun.
En nánast fyrir tilviljun tókst þeim
að fínna hann og bjarga skips-
höfninni.
Á stríðsámnum fór hann oft með
fískiskip til Englands og varð einu
sinni fyrir árás þýzkrar flugvélar
en tókst þó að koma skipi og skips-
höfn heilu og höldnu til hafnar.
Eftir að Kristján hætti á sjónum,
vann hann í vélsmiðjum, fyrst Héðni
en lengst af hjá vélsmiðju Kristjáns
Gíslasonar. Síðast vann hann hjá
Olíufélaginu, en hætti þar störfum
74 ára að aldri.
í einkalífi var Krístján mikill
gæfumaður. Hann giftist 26. maí
1933 Margréti Ingvarsdóttur frá
Skipum á Stokkseyri. Hófu þau
búskap á Skólavörðustíg 21, flutt-
ust þaðan á Bergstaðastræti 43.
Bjuggu svo í 15 ár á Mýragötu 10
en eftir það á Fálkagötu 23.
Þau eignuðust fímm böm, og em
þau: Kristján, f. 1934, starfsmaður
ÁTVR. Vilborg Inga, f. 1936,
6f^
starfsmaður í mötuneyti Lands-
bankans, gift Ríkharði Guðjóns-
syni, bifvélavirkja hjá Ræsi. Ingvar,
f. 1939, læknir, giftur Erlu Nielsen.
Gíslína Sigurbjörg, f. 1941, gift
Guðjóni Oddssjmi, kaupmanni í
Litnum. Unnur Þórdís, f. 1943,
starfsmaður hjá Sláturfélagi Suður-
lands og var gift Ómari Viborg.
Margrét, kona Kristjáns, var og
er tápmikil myndar húsmóðir, sem
bjó manni sínum og bömum þeirra
gott heimili. En ekki mun það alltaf
hafa verið áhyggjulaust framan af
ævinni, þegar kreppa ríkti í landinu
og hann oft langdvölum flarverandi
við hættulega störf á sjónum.
Ég kynntist þeim Kristjáni og
Margréti fyrst fyrir réttum 30 I
ámm. Kom ég þar oft síðan. Þar
var gott að koma. Þau vom sanj-
hent og lífsglöð og gaman var að
ræða við hinn aldna sjófaranda um
liðna tíð. Hann var í eðli sínu sjó-
maður og unni sjónum hugástum.
Hann hafði góða frásagnargáfu, tók
vel eftir og lét vel að segja frá
því, sem hann hafði heyrt og séð á
langri sjómannsævi. Þekking hans
á hegðan sjávardýra, bæði físka og
stórhvela, sem hann hafði veitt at-
hygli, var með ólíkindum.
Eg vil að lokum þakka Kristjáni
góð og skemmtileg kynni og marga
skemmtilega frásögnina og óska
honum góðs byrs á hafínu eilífa og
sendi Margréti og fjölskyldu hennar
samúðarkveðjur.
Guðm. Kristinsson «. -
* •• >
Omar Orn Olafs-
son -Minning
Fæddur 10. apríl 1959
Dáinn 2. september 1988
Að morgni 2. september barst
okkur sú harmafregn að látist hafí
á Borgarsjúkrahúsinu okkar elsku-
legi vinur Ómar Öm Ólafsson. And-
lát hans bar fljótt að, þrátt fyrir
veikindi sem Ómar átti við að stríða.
Við vorum víst engan veginn sátt
við að missa hann svo ungan frá
okkur eða horfast í augu við, hve
alvarleg veikindi hans voru. Svo
eigingjöm emm við að jafnvel í
bænum okkar, biðjum við um eitt-
hvað ákveðið, en gleymum að leggja
áherslu á „Verði þinn viíji". Hvað
skyldum við svo sem vita hvað okk-
ur er fyrir bestu? — Verði Guðs vilji.
Margar hugsanir kvikna við
spuminguna um tilveru og tilgang
lífsins. Af hveiju? Af hveiju er ekki
öllum gefíð sama lífsmunstrið, góð
heilsa o.s.frv. Ómari var ekki gefíð
það að ganga heill til skógar, en
þrátt fyrir fötlun sína átti hann
þeirrar gæfu að njóta að geta tekið
þátt í lífínu á eðlilegan máta, geng-
ið til vinnu og leiks. Hann var líka
þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga
yndislega foreldra, sem vöktu yfír
öllum hans þörfum, gáfu honum
gott heimili og hlúðu vel að honum,
andlega sem líkamlega. Hann naut
þess mikið að ferðast með þeim
bæði innanlands sem utan og allt
var gert til að hann fengi notið hins
besta sem lífið hafði að bjóða hon-
um. Ómar var mjög félagslyndur
og tók þátt m.a. í starfi íþrótta- og
ferðafélags fatlaðra. Þá leið varla
sá sunnudagur að ómar færi ekki
í kirkju með föður sínum og tók
ásamt honum mikinn þátt í kirkju-
legu starfí.
Elsku Guðrún, Ólafur og þið öll.
Við eigum svo hreinar og hugljúfar
minningar um góðan og saklausan
dreng, sem með sína ljúfmannlegu
og prúðu framkomu, ásamt sínu
glaða brosi, laðaði allt það besta
fram hjá hveijum og einum sem
áttu við hann samskipti.
Við þökkum fyrir allar stundimar
með honum. Guð styrki og blessi
alla ástvinina. Minning hans gefur
okkur von um eilíft líf.
Elsa og Baddi
Ég vil hér með örfáum orðum
minnast vinar okkar, Ómars Amar
Ólafssonar, Álfheimum 13,
Reykjavík.
Ömar fæddist á þeim árstíma,
þegar fystu blómin eru að springa
út. Nokkrum mánuðum síðar eða
haustið 1959, flytjum við ásamt
foreldrum Ómars, þeim heiðurs-
hjónum Ólafí Emi Ámasyni og eig-
inkonu hans, Guðrúnu Sigurmunds-
dóttur, í sambýlishúsið í Alfheimum
64. Hér var ekki tjaldað til einnar
nætur, því að ég og mín fjölskylda
og fjölskylda Ólafs vomm í þessu
húsi í full tuttugu ár. Hér var því
um náinn kunningsskap að ræða.
í helgri bók stendur „Vegir
Drottins eru órannsakanlegir." Litli
drengurinn kom veikburða t þennan
heim, en þetta veikburða bam átti
því láni að fagna að vera umvafið
ástúð ágætra foreldra og systkina,
sem allt vildu leggja i sölumar til
þess að baminu liði sem best og
að það næði því þreki og þroska,
sem hægt var. Ómar var í skóla
fyrir böm, sém ekki vora heil heilsu.
Hin síðari ár, á tímabili, stundaði
hann verkamannavinnu hluta úr
degi og líkaði ágætlega. Ifyrir
nokkra fór Ómar að fínna fyrir las-
leika og var hann nokkram sinnum
á sjúkrahúsi, en veikin var enn al-
varlegri eftir því sem sjúkradagar
urðu fleiri, þar til yfír lauk.
Segja má að ómar hafí komið
með ljós og yl í bæinn. Hann var
alltaf jafn elskulegur, hvar sem
maður hitti hann og eins og hann
vildi allt fyrir mann gera, enda
þótti öllum vænt um hann og hefðu
allir viljað greiða götu hans, ef tök
vora á.
Nú er Ómar horfinn sjónum okk-
ar, sem hér búum, en á æðra tilvera-
stig og skynjar hann nýjan heim
og nýja fegurð.
Við vottum foreldram Ómars,
systkinum, aldraðri ömmu og öðr-
um vinum og vandamönnum okkar
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Guðný og Magnús Sveinsson
Þann 2. september lést vinur
minn ómar Öm Ólafsson aðeins 29
ára.
Við sem þekktum Ómar eigum
margar góðar minningar um hann.
Hann sem var ætíð hress og kátur
og vildi öllum vel. Hversu ósann-
gjamt sem mér fannst það af Guði
að taka hann frá okkur, þá veit ég
að honum líður nú vel og sú vitn-
eskja að Guð vildi fá hann til sín
styrkir ástvini hans í sorginni.
Ómar hafði í mörg ár stundað
íþróttir hjá íþróttafélaginu Ösp og
var það hans líf og yndi. í heimsókn
minni til hans á Borgarspítalann
talaði hann mikið um það hvað
hann hlakkaði mikið til að fara að
æfa aftur. Góðsemi var einn af
þeim góðu kostum sem einkenndu
Ómar og hann var alltaf boðinn og
búinn til að hjálpa öðram. Unnum
við Ómar saman á tveimur vinnu-
stöðum þar sem hann stundaði
vinnu sína af einstakri ábyrgð.
Ég kveð nú góðan vin og bið Guð
að blessa foreldra hans, systkini og
aðra ástvini.
Drottinn er rainn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvilast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis
njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns
míns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð frammi fyrir fyndum
minum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga
mina,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23.
Daviðs sálmur.)
Kristján H. Guðbrandsson
Við viljum með nokkram orðum
kveðja okkar elskulega bróður, mág
og frænda, Ómar Öm Ólafsson, sem
lagður verður til hinstu hvflu á
morgun, 19. september. Margt eig-
um við honum að þakka, sem fá-
tækleg minningarorð fá ekki lýst.
Minningamar, sem allar era falleg-
ar, munu hins vegar ætíð lifa með
okkur.
Oft föllum við, sem heilbrigð telj-
umst, í þá gröf að einblína á þá
eiginlega fatlaðs fólks sem era
skertir. Svo sjálfmiðuð eram við oft
í hugsunum okkar að við komum
tæplega auga á aðra eiginleika, sem
gjaman era dýrmætari en við kær-
um okkur um að viðurkenna. Ómar
var þroskaheftur, en samt svo
þroskaður. Þroski hans fólst öðra
fremur í kærleika og glaðlyndi, ein-
lægni og hreinlyndi og samvisku-
semi. Þessara eiginleika Ómars
fengum við að njóta í ríkum mæli.
Það er sú gjöf sem Ómar færði
okkur í lífínu og verður ekki frá
okkur tekin. Einkum er okkur hug-
leikin sú umhyggja og elska serH^'
hann sýndi bömum okkar enda er
söknuður þeirra sár.
Dauðinn knýr oft óvænt dyra.
Þrátt fyrir veikindi Ómars trúðum
við því að hann fengi að vera áfram
með okkur um ókomin ár. Við deil-
um ekki við dómarann heldur þökk-
um samfylgdina.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum minum
í líknarmildum föðurörmum þinum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta
og halla mér að þínu föðurhjarta. (MJ.)
Systkini og fjölskyldur
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningai-greinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð i
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins i Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Blönduós:
Os Blöndu hefur brevst
Blönduósi.
TÖLUVERÐ breyting hefur orð-
ið á ósi Blöndu upp á síðkastið.
Það hefur myndast sandrif sem
girðir fyrir enda óssins og beinir
ánni með vesturlandinu fyrir
neðan hótelið. Það er Ijóst að ef
einhver vöxtur hleypur i Blöndu
þá hreinsar áin sandrifið i burtu
og rennur sína venjulegu leið til
sjávar. En eins og ástandið er
núna þá grefur Blanda með vest-
urlandinu og eykur að öllum
líkindum á það landbrot sem átt
hefur sér stað neðan við hótelið.
Jón Sig.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson