Morgunblaðið - 18.09.1988, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 18.09.1988, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 Sá Hvemig skyldi ungri konu detta í hug að leggja upp í ferð á Suð- urpólinn? Einn góðan veðurdag í Cambridge, þar sem hún var styrkþegi og kenn- ari, sagði Monica Kristensen sísvona við jöklafræðinginn Neil Mclntyre sem deildi með henni skrifstofu: „Væri ekki gaman að taka hunda og fara á sleða á heim- skautasvæðin". „Hvað hefurðu í huga?“ spurði Mclntyre. „Suður- heimskautið," svarði hún. Og eftir það var hún alveg óð í þijár vikur, ekkert annað komst að, að sögn félaga hennar. Hugmyndin var að vinda upp á sig í tvö ár og 1983 var ákveðið að láta af verða. En slíkt er ekki hrist fram úr erminni og undirbúningurinn tók alls fimm ár. Til slíkrar ferðar þarf miklar og margvíslegar upplýsingar og ekki síður fé, mikið fé, fyrir utan allan útbúnað. Og áður en yfir lauk var Monica allt í einu orðin eigandi að ísbijót, 50 metra löngu selveiði- skipi styrktu til íshafssiglinga. „Ég get ekki sagt að það hafi verið það sem mig langaði mest í. En þetta skip var ég búin að kaupa og það var alveg nauðsynlegt fyrir leiðang- urinn. Og brátt voru vinir og aðrir . sem hjálpuðu til við að gera upp skipið búnir að fá sig fullsadda," segir hún. Leiðangurinn kostaði um 12 milljónir norskra króna eða 84 milljónir íslenskar, „og af þeim skulda ég enn níu milljónir norsk- ar, svo að ef einhver hér hefur áhuga á að kaupa ísbijót þá má tala við mig,“ sagði hún kankvís. Ekki er svo að skilja að vaðið væri út í ævintýrið eftir hugdett- unni einni. Monica átti sér fastan bakgrunn og hugmyndin hafði að- draganda. Monica er hámenntaður vísindamaður og ekki ókunnug jökl- um, hafði starfað á rannsóknastöð Norsku heimskautastofnunarinnar % Svalbarða 1976-78, ein kvenna í sjö manna starfsliði. Og hún hafði farið með breskum hafísleiðöngrum í Suðuríshafíð og komið hinum megin að ísröndinni á þessu stærsta og afskekktasta svæði á jörðinni, Suðurskautssvæðinu, sem er á Monica Kristensen á Suðurskauts- landinu. Komið var 40 stiga frost á bakaleiðinni yfir Ross-isinn, enda eimskautavetur að nálgast. Tvö hundaeyki dregin af 11 hundum hvort á leið yfir Lögðu upp með 450 kg hlass. Tveir leiðangursmenn fylgja hvorum sleða. Fyrir fremra eykinu fer forustuhundurinn Blakkie en Mikki og Freyja fylgja honum fast eftir. Fyrir hinu fer Larmur. MONIC Monica Kristensen segir frá heimskautaferð sinni og sýnir skyggnur fyrir troðfullu húsi í Norræna húsinu í tilefni af útkomu bókar hennar á íslensku. á Suðurpólinn í fótspor stærð við alla Norður-Ameríku að viðbættu Indlandi. Rannsóknir ^hennar sjálfrar beinast að stærð- fræðilegum rannsóknum á jöklum, enda er hún fyrst stærðfræðingur og efnafræðingur með þriðja há- skólaprófið í hugmyndafræðilegri efnafræði frá Noregi og í Englandi tók hún svo meistarapróf í heim- speki og síðan doktorspróf í jökla- fræði 1983. Nú starfar hún á norsku Veðurstofunni og er í stjóm Nýju geimmiðstöðvarinnar (New Space Centre). Enda var markmiðið með pólferðinni tvíþætt, auk þess að komast á suðurskautið að gera vísindalegar athuganir, m.a. til að leggja grunn að notkun margvís- legra gervihnattagagna og að mæla sveiflubundnar hreyfíngar á Ross- ísnum, þar sem undiralda getur sveigt mörg hundruð metra þykkan ís. Einnig að framkvæma ýmiskon- ar aðrar jöklamælingar. Breski jöklafræðingurinn Neil Mclntyre var auðvitað sjálfsagður og fyrsti maður sem valinn var í leiðangur- inn. Önnur ákvörðun lá strax fyrir, að notaðir skyldu hundasleðar í leið- angrinum. Og strax í upphafí voru keyptir 6 fyrstu Grænlandshund- amir, en 22 voru að lokum valdir í leiðangurinn eftir lundarfari þeirra og dugnaði. Þeir kostuðu 40 þúsund krónur norskar hver. „Græniands- hundar eru stórir og eta mikið, auk þess sem þeir eru fyrirferðarmiklir og háværir. Þeir ganga því ekki í íbúð í fjölbýlishúsi. Því varð að kaupa býlið Vangen og byija að þjálfa þá þar. Og þar sem þeir þola Amundsens Sjötíu og fímm árum eftir að Norðmaðurinn Roald Amundsen komst fyrstur manna á Suðurpólinn í hetjulegri ferð, sem aflaði honum orðstírs sem enn lifir í hugum fólks um heimsbyggðina, hélt landi hans Monica Kristensen við fjórða mann í fótspor hans. Fyrst manna síðan leiðangur Amundsens var þar í afreksferðinni góðu 1911-12. Gátu áheyrendur að fyrirlestri hennar, troðfullum sal í Norræna húsinu, skilið af skyggnum og frásögn hennar af ferðalaginu hvers vegna enginn annar hefur reynt þetta í 75 ár, þrátt fyrir allar tækniframfarir. Leiðangur hennar var að því leyti frábrugðinn Amundsens, að hann var farinn á einu ári eða þeim 2-3 sumarmánuðum sem gefast til slíks á Suðurskautslandinu og aðkoma er fær á sjó. Hefur enginn leiðangur gert það fyrr án þess að hafa vetursetu. Amundsen var fluttur að ísnum árið áður og fór ferðina á 100 dögum. Leiðangur Monicu Kristensen var kominn að ísröndinni sama árið þremur vikum fyrr en nokkrum öðrum leiðangri hefur tekist. í annan stað, og það vakti kannski ekki síður athygli nútímafjölmiðla heimsins, var leiðangursstjórinn kona, fyrsta konan sem stýrt hefur heimskautaleiðangri. Leiðangurinn var farinn suðurpólssumarið 1986-87 og nú er bók Monicu um ferðina að 90 gráðum suðurbreiddar, eins og norski titillinn segir, að koma út í íslenskri þýðingu Gissurar O. Erlingssonar undir heitinu „Um hjarnbreiður á hjara heims“. Nú fyrst í bókaklúbbnum Veröld og síðan á almennan markað. Blaðamaður Mbl. hlustaði á fyrirlestur Monicu Kristensen um leiðangurinn og spjallaði við hana á eftir. illa hita urðum við að gera það á nóttunni. Mörgum vegfarendum brá í brún þegar þeir mættu þessu," segir Monica og sýnir mynd af 11 hunda liði á harðaspretti með sér- kennilegan vagn aftan í á sveita- vegi í Noregi. Amundsen fór á Suð- urpólinn á hundasleðum, sem kannski hefur ráðið úrslitum um að hann komst það og varð á undan Scott, sem reyndi hesta og jafnvel vélsleða, er reyndist illa. En eru hundasleðar ekki úrelt aðferð nú á tækniöld með snjóbílum og vélsleð- um sem þjóta um allt? Nei, ekki er Monica á því. „Mikilvægasta ástæð- an fyrir þvi að nota hunda er örygg- ið. Vélsleði er góður og þýtur yfír meðan hann yfirleitt gengur,“ segir Monica. Sjónvarpsmenn voru í för með skipinu Auroru að ísröndinni og mynduðu leiðangursmenn þegar þeir lögðu upp. Þeir voru á vélsleða og þutu fram úr þeim af stað. En allt í eínu stönsuðu þeir, eitthvað hafði bilað í kuldanum og hunda- sleðamir héldu áfram á sínum hraða og þau veifuðu í síðasta sinn til þeirra. Þarmeð sannaðist á staðnum það sem Monica hafði haldið fram: „Fyrir fámennan hóp sem þarf að komast áfram á eigin spýtur yfir óþekkt landsvæði og með litla raun- hæfa möguleika á að fá aðstoð er hundaeyki langöruggast. Þó ekki sé annað en að hundaeyki fer miklu hægar yfír en vélsleði. Á sprungu- svæðum höfum við miklu betri tfma til að átta okkur á hættum fram- undan. Oft getur fomstuhundur varað við hættum. Slys af því að vélsleðar fara í spmngur em alltíð þar sem þeir em notaðir á jöklum. Þá þarf nokkuð mikið til að hunda- eyki verði svo illa útleikið að ekki sé hægt að komast leiðar sinnar. Hundamir geta gengið lengi matar- litlir og jafnvel matarlausir, en ekki er unnt að draga úr bensíneyðslu vélsleða. Með hálft hundaeyki má komast áfram en bensínlaus á sleða ekki. Ef allt um þrýtur má eta hund, en vélsleðar em óætir.“ En það tekur langan tíma að þjálfa vel hundaeyki og að læra að stjóma því. Mörg ár, segir Monica. Þjálfunin fór fram á Vangen og þau þjálfuðu hundana sjálf. Reynsla af ferðalögum með hundaeyki hafði líka mikil áhrif á endanlegt val á hinum leiðangursmönnunum tveim- ur. Eftir að hafa reynt margskonar fólk, hundaþjálfara og fjallafólk, valdi Monica til fararinnar tvo danska menn, Jacob Meisner Lar- sen og Jan Almquist, sem verið höfðu í sleðahundasveitinni Sirius á Grænlandi. Monica bætti við lof sitt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.