Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988
33
„vitleysu", en Tryggvi hefði næmið
til þess að virða óskir sem þessar.
Af einleikurum,
stjórnendum og
hljómsveitarmeðlimum
Þegar ég ferðast reyni ég yfir-
leitt að komast á tónleika, sérstak-
lega í stórborgum þar sem frægar
hljómsveitir hafa aðsetur. í Lundún-
um fórum við Hafliði í Royal Festi-
val Hall þar sem Fílharmoníuhljóm-
sveit Lundúna átti að flyija sellókon-
sert Shostakovich meðal annarra
verka. Ég fæ alltaf fiðring í magann
þegar allt er orðið kyrrt og beðið
er eftir að stjómandi og einleikari
gangi inn. En aldrei hef ég séð ein-
kennilegra par en þetta kvöld: Ung,
hávaxin og grönn fegurðardís með
hár niður á bak og á eftir henni
lágvaxinn ungur maður með hækju,
krypplingur, svo bæklaður að það
var furða að hann skyldi komast
hjálparlaust inn á sviðið. Þetta voru
þau Ofra Hamoy, ung kanadísk
sellósijama og Jeffrey Tate, Eng-
lendingur og aðalstjómandi Ensku
kammersveitarinnar. Hann sat þeg-
ar hann stjómaði, en nærveran og
valdið var svo mikið að hans ólán-
lega umgjörð gleymdist á auga-
bragði.
í hélinu fómm við baksviðs þar
sem Hafliði vildi hitta vini sína úr
hljómsveitinni. Ég var allur augu,
því þar var á vappi margt frægt
fólk úr tónlistarheiminum. Við
mæltum okkur mót við leiðandi
menn í selló- og lágfíðludeildinni
eftir tónleikana. Þeir vom hinir
gamansömustu, og samræmdust
alls ekki þeirri hugmynd sem marg-
ir hafa um virðulega hljóðfæraleik-
ara í heimsfrægum hljómsveitum.
Þriðji hljómsveitarmeðlimurinn
bættist í hópinn, sellóleikari frá
Brasilíu sem þekkti Villa-Lobos per-
sónulega þegar hann var yngri.
Fyrsti sellistinn var Astrali, og var
hann hissa að heyra að ég væri á
leiðinni þangað. Hann leiddi líka
gamansögudeildina þetta kvöld og
sagði meðal annars söguna af því
þegar blökkusöngkonan Jessye Nor-
man mætti ekki á tilskildum tíma á
tónleika. Á síðustu stundu var hafin
leit og kom þá í ljós að hún hafði
festst í snúningshurðinni á hótelinu
sínu þegar 'nún hugðist halda af
stað, og þurfti slökkviliðið til þess
að losa hana.
Meira af einleikurum
og stjórnendum
Það bar vel í veiði í Boston, því
ofurmennið Ánne-Sophie Mutter var
í heimsókn hjá sinfóníuhljómsveit-
inni. Tónleikamir sem ég sótti voru
eftirmiðdagstónleikar og má segja
að allur þorri tónleikagesta hafi
verið eftirlaunafólk, þessir dæmi-
gerðu háöldruðu Bandaríkjamenn
sem kunna svo vel að njóta síðustu
æfiáranna og eru alltaf með bros á
vör.
Symphony Hall er einhver magn-
aðasta tónleikahöll sem ég hef
„heyrt" og séð. Hún er tileinkuð
minningu Beethovens og það var
því tilhlýðilegt að heyra fiðlukonsert
hans fluttan þar. Höllin er eins og
stór skókassi í laginu (hefur það
ekki alltaf gefið góða raun?), og
bakveggur sviðsins er gjörsamlega
þakinn af gylltum pípum orgelsins,
sem magna upp hljómsveitina á
náttúrulegan hátt.
Aftur var það sérkennilegt par
sem g^ekk inn á sviðið: Önnur ung
fegurðardís og annar lítill maður,
hinn heimsfrægi Seiji Osawa frá
Japan, aðalstjómandi hljómsveitar-
innar. Hann er örsmár, svo grannur
að það má telja hryggjarliðina þegar
jakkinn strekkist yfir bogið bakið.
Hans vörumerki er hvít rúllukraga-
peysa og hið línum dregna austur-
lenska andlit, sem er jafnframt and-
lit hljómsveitarinnar. Þegar hann
stjómar heldur hann handleggjun-
um hátt, beygir sig fram og hreyfír
aðeins baugfingur og litlafingur
handanna. Hreyfingamar eru
hárfínar, en öll hans orka, reynsla
og list er falin í þeim. Hljómsveitin
svarar strax, það eru engir milliliðir.
Anne-Sophie Mutter var klædd í
skærbláan kjól, hennar sterklegu,
kvenlegu axlir vom berar. Ólíkt
Vilbergur Hljóöfœriö á hefilbekknum hjá hr. Thames.
Hafliði, Tryggvi og Marianne i kirkju heilags Péturs.
Greinarhöfundur í sjónvarpsupptöku við höfnina i Sydney.
sellóleikaranum frá Kanada var
framkoma hennar látlaus, hún
þurfti enga hjálp við að sanna hvað
hún getur, það að hún var þama
var nóg. Jafnvel áður en hún setti
upp fiðluna vom áhorfendur gap-
andi. Það var ég líka, ég held ég
hafi aldrei gapað á tónleikum fyrr.
Vampírumyndir og
búddameistarar
Ég var manna fegnastur þegár
flugvélin bilaði á leiðinni frá Boston
til Albuquerque. Hún bilaði nefni-
lega réttu megin við flutgak á und-
an. Og þó ég kæmi ekki á tilskildum
tíma til Nýju Mexíkó var ég mest
þakklátur fyrir að vera þar í heilu
lagi.
I eyðimörkinni er loftið skijáf-
þurrt og brennandi heitt, hreint af-
leitt fyrir hljóðfæri sem er smíðað
í 60% raka. Enda fékk gítarinn fljót-
lega hálsríg, þ.e. hálsinn bognaði,
og þá var úr vöndu að ráða. Gest-
gjafinn minn, Micháel Chapdelaine,
stakk upp á því að við hefðum sam-
band við gítarsmiðinn hans, sem býr
í annarri borg þar í fylki. Sá er
ungur maður, Thames að nafni, og
er á mikilli uppleið sem gítarsmið-
ur. Eini óvissuþátturinn var sá að
Michael vissi til þess að Búddameist-
arinn hans var í heimsókn hjá hon-
um og var líklegt að þeir væru upp-
teknir við andlegu iðju sína.
Þegar alvara málsins hafði verið
útskýrð fyrir Thames í síma, féllst
hann á að koma. Hann fékk frí hjá
„lamanum", en setti þau skilyrði að
við borguðum flugmiðann hans,
keyptum bjórkassa og tækjum
nokkrar vampírumyndir á leigu. Það
var auðsótt mál og höfðum við
„vídeó“myndimar og bjórinn tilbú-
inn þegar hann kom. Þegar
vampírumyndimar höfðu verið
sýndar var komið kvöld og hófust
þá hljóðfæraviðgerðir. Ekki var
seinna vænna, því tónleikamir vom
næsta kvöld. Viðgerðin stóð langt
fram á nótt og fylgdist ég grannt
með því þar sem hann heflaði og
heflaði meðan bjórflöskumar hrönn-
uðust upp á hefílbekknum. Þar sem
hann hamaðist á hálsinum, stengja-
og bandalausum og hefílspænimar
þyrluðust upp í loftið, þótti mér ólík-
legt að ég ætti eftir að leika heila
tónleika á gítarinn daginn eftir. En
svo virtist sem hryllingsmyndimar
og bjórinn gerðu kúnst hans bara
fínni, og klukkan 03:00 var gítarinn
aftur eins og nýr.
Að loknum tónleikunum kom til
mín eldri norsk kona. Jakobsstiginn
eftir Hafiiða Hallgrímsson hafði
verið meðal annarra verka á efnis-
skránni og afhenti hún mér mynd
af sér þar sem hún sat með fangið
fullt af norskum og íslenskum fán-
um. Á veggnum hjá henni hékk lítið
listaverk eftir indíána frá Nýju Mex-
íkó af svokallaðri „pueblos“-ætt.
Myndefnið var Jakobsstiginn og litl-
ir pueblos-indíánaenglar á leiðinni
upp hann og niður. Mér fannst þetta
falleg gjöf.
Texti: Pétur Jónasson