Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 63
sa MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 63 Fermingar 1989 Haustið er komið. Laufin falla bráðlega flest. Skólarnir eru byrjað- ir. Og nú hefjast spurningar ferm- ingarbarnanna, sem á vordögum 1989 raða sér í hvítu kyrtlunum sínum kringum altari kirkju sinnar. Að ári eiga þau börn rétt á ferm- ingu að lokinni fræðslu, sem fædd eru 1975. Línum þessum fylgja upplýsingar sóknarprestanna í Reykjavíkurprófastsdæmi um það, hvenær börnin eiga að koma hið fyrsta skiptið og fá þau þá að vita um stundarskrá og tilhögun náms- ins. En sé einhver í vafa um það, hvaða sókn fjölskyldan tilheyrir, er hægt að fá um slíkt upplýsingar á Hagstofunni eða á skrifstofu dóm- prófasts. Mikil umræða á sér nú stað um fermingar og fermingarfræðslu. Alls staðar er lögð áherzla á það, að hér sé um viðburð að ræða, sem snertir alla fjölskylduna. Fundir eru haldnir með foreldrum og mjög er æskilegt, að öll fjölskyldan sæki kirkju með fermingarbarninu og slái þannig skjaldborg um það og tryggi, að þetta fermingarár verði ekki einangrað frá öðrum árum í ævi bams og fjölskyldu, heldur sé um að ræða upphaf þess, sem vel skal varið og vel rækt. Allar nánari upplýsingar gefa sóknarprestarnir og eru fúsir að ræða ferminguna, tilgang hennar og markmið. Ólafur Skúlason, dómprófastur Árbæjarprestakall: Væntanleg fermingarbörn mín í Árbæjarprestakalli á árinu 1989 eru beðin að koma til skráningar og viðtals í safnaðarheimili Árbæjar- sóknar mánudaginn 26. sept. nk. á tímabilinu frá kl. 17 til 19 síðdeg- isog hafi börnin með sér ritföng. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Væntanleg fermingarbörn komi til skráningar í Áskirkju þriðjudaginn 27. sept. nk. kl. 17.00. Takið með ritföng. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. Breiðholtssókn: Væntanleg fermingarbörn mæti til skráningar í Breiðholtskirkju fimmtudag - 29. sept. kl. 16.30. Sóknarprestur. Bústaðakirkja: - Væntanleg fermingarbörn eru beð- in að mæta í kirkjuna miðvikudag 28. sept. kl. 18 síðdegis. Börnin hafi með sér ritföng. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall: Væntanleg fermingarbörn eru beð- in að koma til innritunar í safnaðar- heimilið við Bjarnhólastíg þriðjudag 27. sept. kl. 14—16 síðdegis. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Væntanleg fermingarbörn mæti til innritunar í Dómkirkjunni miðviku- dag 28. sept. kl. 15.30. Sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Lárus Hall- dórsson. Fellaprestakall: Fermingarbörn komi til skráningar í kirkjuna að Hólabergi 88 þriðju- dag 27. sept. kl. 18. Sr. Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja: Væntanleg fermingarbörn komi til - skráningar í safnaðarheimili Grens- áskirkju við Austurver nk. mánudag 26. sept. kl. 16-18. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Fermingarbörn í Hallgrímskirkju mæti til viðtals í kirkjunni miðviku- dag 28. sept. kl. 17. Sóknarprest- arnir. Háteigskirkja: Væntanleg fermingarbörn mæti til skráningar í Háteigskirkju fímmtu- dag 29. sept. kl. 15. Börnin hafí með sér ritföng. Sóknarprestarnir. Hjallaprestakall í Kópavogi: Skráning fermingarbarna fer fram þriðjudag 26. sept. kl. 15.30-17.30 á skrifstofu Hjallasóknar, Digra- nesskóla við Skálaheiði. Fermingar- börn eru beðin að hafa ritföng meðferðis. Sr. Kristján E. Þorvarð- arson. Hólabrekkuprestakall: Væntanleg fermingarbörn komi til skráningar miðvikudag 28. sept. kl. 16 i kirkjunni. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kársnesprestakalh Væntanleg fermingarbörn mæti til skráningar í Kópavogskirkju mið- vikudaginn 28. september kl. 11.30-12.30. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja: Væntanleg fermingarbörn í Lang- holtskirkju mæti til innritunar og viðtals í safnaðarheimilinu miðviku- daginn 28. september kl. 18. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Laugarneskirkja: Væntanleg fermingarbörn komi til skráningar í safnaðarheimili Laug- arneskirkju þriðjudaginn 27. sept. kl. 17 síðdegis. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. Neskirkja: Væntanleg fermingarbörn komi til viðtals og skráningar í Neskirkju miðvikudag 28. sept. kl. 15.20 og hafí með sér pappír og skriffæri. Seljasókn: Væntanleg fermingarbórn úr Selja- skóla mæti til skráningar í Selja- kirkju fimmtudag 29. sept. kl. 15. Fermingarbörn úr Ölduselsskóla mæti til skráningar fimjntudag 29. sept. kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðsson. Seltjarnarneskirkja: Væntanleg fermingarbörn komi til skráningar í kirkjunni milli kl. 15 og 17 þriðjudag 27. sept. Frá hátíðahöldunum í sumar. lOOOáraafmæli krístnitöku í Rússlandi Fyrirlestur í bíósal MÍR í dag, sunnudaginn 25. september, kl. 16 segir sr. Rögnvaldur Finnbogason sóknarprestur á Staðastað frá hátíðahöldum þeim, sem fram fóru í Sovétríkjunum í sumar í tilefni 1000 ára af- niælis kristnitöku í Rússlandi. Fyrirlesturinn verður haldinn í bíó- sal MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna, Vatnsstíg 10. Rögnvaldur Finnbogason var boðsgestur rússnesku rétttrúnað- arkirkjunnar við hátíðahöldin, ásamt biskupi íslands, hr. Pétri Sigurgeirssyni, og konu hans Sól- veigu Ásgeirsdóttur. Sýning á nokkrum eftirprentun- um helgimynda og ljósmyndum, sem tengdar eru starfi kristinnar kirkju og trúfélaga í Sovétríkjun- um, hefur verið sett upp í sýning- arsal MÍR, Vatnsstíg 10. Verður sýningin opnuð sunnudaginn 25. sept. kl. 15 og síðan opin næstu vikur á mánudögum, miðvikudög- um og föstudögum kl. 17—18.30. Aðgangur að sýningunni og fyrir- lestri sr. Rögnvaldar Finnbogason- ar er öllum heimill. Nú eru liðin 160 ár frá fæðingu Lév Tolstojs. Minnist MÍR af- mælisins m.a. með kvikmyndasýn- ingum. Laugardaginn 1. okt. verð- ur stórmyndin „Stríð og friður" sýnd í bíósalnum, Vatnsstíg 10, og sunnudaginn 9. okt. „Kósakk- ar", en báðar kvikmyndirnar eru byggðar á verkum Tolstojs sem komið hafa út á íslensku. (FráMÍR) Fjöldi námskeiða í Tómstundaskólanum NÁMSKEIÐ um hollustu og hreyfingii, konur og fjölmiðla, bókband, pappírsgerð, leður- vinnu og rammaþrykk eru með- al nýjunga á dagskrá Tóm- stundaskólans á haustönn 1988. f'frétt frá Tómstundaskólanum segir, að öll vinsælustu eldri náni- skeiðin haldi áfram, svo sem nám- skeið í ljósmyndun, skrautritun og innanhússkipulagningu. Þá er boð- ið upp á námskeið í myndlist og handavinnu, starfsetningu og skrift, hvernig á að skipuleggja tíma sinn og fleira. Haldin ,verða nokkur námskeið tengd blaðaútgáfu og annarri fjöl- miðlun, þar á meðal „Konur og fjölmiðlar", sem dr. Sigrún Stef- ánsdóttir sér um. Hún fjallar um hvernig konur geta nýtt sér fjöl- miðla til að koma málum á fram- færi. Þá er einnig boðið upp á „Reykjavíkurrölt" undir leiðsögn Páls Líndals. RAFVERKTAKAR • RAFVIRKJAR Er ekki kominn tími til að kynnast RAFLAGNAEFNINU Sterkt, ódýrt og fjölbreytt úrval Kynntuþér Vatnagörðum 10 SÍMAR 685855/685854 Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun töflureiknisins Multiplan. Dagskrá: * Notkunaimöguleikartöflureikna. * Helsíu skipanír kerfisins. * Ýmsar æfingar i gerð reiknilikana t.d. vixlar, laun og hámfebókhald. * Fjárhagsáætlanir. *, TölVUFRÆÐSLAN Borgartúnl 28. Tími: 3.-6. októberkl. 13-16. Innrttunísímum 687590 og 686790. VRogBSRBstySjaiina f&agatilþátttðkuí námsketöinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68