Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstofiarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Neitunarvald gegn nýju álveri Fjögur evrópsk stórfyrir- tæki rannsaka nú hvort hagkvæmt sé fyrir þau að reisa hér nýtt stórt álver. Hvemig sem á málið er litið yrði jákvæð niðurstaða þeirra rannsókna þjóðarbúinu í hag. Við þurfum fleiri stoðir undir þjóðarbúskapinn, við höfum mikla óbeislaða orku og reynslan af starfsemi álversins í Straumsvík sýnir að rekstur slíks fyrirtækis fellur vel að íslensku atvinnulífi. Morgun- blaðið hefur haldið því fram í umræðum um nýtt álver hér á landi, að niðurstaðan eigi líklega ekki eftir að velta á því, hvað hin evrópsku stórfyr- irtæki segja, heldur hinu hvað við sjálfír viljum, hvort hér séu pólitískar forsendur fyrir því að ráðast í þetta stórvirki. Nægir þessu til stuðnings að benda á framgöngu Hjörleifs Guttormssonar, þingmanns Alþýðubandalagsins, á meðan hann var iðnaðarráðherra og reyndi að gera stóriðju á ís- landi allt til miska og spilla samningsstöðu okkar út á við. í Morgunblaðsfrétt í gær skýrir Friðrik Sophusson, iðn- aðarráðherra, frá því að undir- búningur undir stækkun ál- versins í Straumsvík sé kom- inn það vel á veg að málið verði ekki stöðvað. Friðrik segir, að fyrirtækin ^ögur leggi mikla áherslu á að ákvarðanir um þessa fram- kvæmd liggi sem fyrst fyrir, ella muni þau leita annarra kosta. „Undirbúningur og samningagerð verða að ganga nægilega hratt fyrir sig næstu mánuði til þess að lokaniður- staða liggi fyrir um mitt næsta ár. Eg tel raunar að málið sé nú þegar komið á það stig að það verði ekki stöðvað. Við megum ekki heldur gleyma því höfuðatriði að samstarf okkar við þessi fjögur evr- ópsku fyrirtæki er liður í að undirbúa okkur fyrir sameig- inlegan Evrópumarkað sem lítur dagsins ljós 1992,“ segir Friðrik Sophusson í Morgun- blaðinu í gær. í sama blaði geta menn einnig kynnst viðhorfí annars stjómmálamanns til þessa máls. Þar er Hjörleifur Gutt- ormsson á ferð og talar eins og sá er valdið hefur í viðræð- um um myndun nýrrar ríkis- stjómar með þátttöku Al- þýðubandalagsins. Segir Hjör- leifur að það hljóti að vera krafa flokks síns þegar hann gengur til samstarfs um nýja ríkisstjóm að hætt verði við byggingu nýs álvers í Straumsvík. I Morgunblaðs- fréttinni um þetta stendur: „Hann [Hjörleifur] segir að miðað við þá atvinnuupp- byggingu, sem við blasi að taka þurfi á, væri það hrein fásinna að ætla að fara að tvöfalda eða þrefalda álfram- leiðslu í Straumsvík á næstu árum.“ Hljóti það mál „að fara út af borðinu við þessa stjóm- armyndun", segir Hjörleifur Guttormsson. Þegar þetta er ritað hefur sáttmáli nýrrar ríkisstjómar ekki séð dagsins ljós, þannig að enn er óvíst, hvort Hjörleifi Guttormssyni og þeim al- þýðubandalagsmönnum verð- ur að þeirri ósk sinni að koma í veg fyrir með orðalagi þar að unnt sé að nýta áhuga hinna fjögurra evrópsku fyrir- tækja á að fjárfesta í nýju álveri hér. En hvað sem orða- lagi í stjómarsáttmála líður kann skaðinn þegar að vera skeður. Fyrirtækin fjögur kæra sig vafalaust lítið um að verða dregin inn í pólitískar umræður hér sem til er stofn- að með sama hugarfari og réð ferðinni, þegar Hjörleifur Guttormsson og aðstoðar- menn hans stóðu fyrir aðför- inni að Alusuisse og álverinu í Straumsvík um árið. Hvers vegna skyldu erlendir aðilar sem hafa ýmsa kosti kjósa land þar sem neikvæð stjóm- málaöfl á borð við Alþýðu- bandalagið fá á vissu árabili neitunar- eða stöðvunarvald, hvað sem líður vilja meirihluta þjóðarinnar? Ummæli Hjörleifs Gutt- ormssonar og kröfugerð hans um neitunarvald gegn nýju álveri minna okkur á það við upphaf nýrrar vinstri stjómar, að í samvinnu við Alþýðu- bandalagið glíma menn ekki aðeins við þau úrlausnarefni sem eru sífellt á dagskrá hjá stjómmálamönnum. Þeir setja sig einnig í þá stöðu að þurfa að láta undan kreddum og fírr- um sem byggjast á úreltum og skaðvænlegum hugsjónum. Aundanfömum vikum og jafnvel mánuðum hefur verið að myndast meiri samstaða milli Fram- sóknarflokksins og Al- þýðuflokksins en verið hafði um skeið. Síðustu daga hefur Alþýðu- bandalagið komið inn í það samstarf. Raunar hefuf svo lengi og svo oft verið talað um það á vinstrivæng stjómmál- anna, að þar sýndu menn sameiginlega hvað í þeim býr, að þeir hlutu að nota tækifærið nú til að betja saman stjóm. 10 ár eru liðin síðan það var síðast gert og nú em nýir menn komnir til forystu í flokkunum þremur Alþýðubandalagi, Al- þýðuflokki og Framsóknarflokki, sem vilja freista gæfunnar sameiginlega á hinum pólitíska vettvangi. Yfírlitið sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag yfir gang efnahagsmála í frá- farandi ríkisstjóm síðustu lífdaga hennar sýnir betur en flest annað, að framsóknar- menn og alþýðuflokksmenn vom samstiga í því að gagnrýna flest sem sjálfstæðis- menn lögðu fram, þótt þeir gagnrýndu það á óiíkum forsendum. Reynt var að gera sem minnst úr öllum tillögum forsætisráð- herra og að síðustu var lokatilraun hans til málamiðlunar kölluð sprengja og neit- uðu forystumenn samstarfsflokkanna meira að segja að ræða hana á ríkisstjóm- arfundi. Menn þurfa ekki að vera vel að sér í íslenskri stjómmálasögu til að hafa kynnst þeirri kenningu, að vinstri flokkamir hér séu það hailir undir verkalýðshreyfinguna að þeim sé betur treystandi til þess en öðmm að gæta hags launþega og bera mál þeirra fyrir brjósti. Greining á fylgi flokka bendir á hinn bóginn til þess að flestir launþegar fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum, hann sé í raun fjölmennasta pólitíska hreyfíng hinna vinnandi stétta, ef þannig má að orði komast. Uppistöðuna í Alþýðubandalaginu er helst að fínna meðal opinberra starfsmanna, þannig að bandalagið er einskonar embættismanna- flokkur. Flokkurinn kemur því ekki með; breiða fylkingu á bak við sig inn í ríkis- stjóm. Hvort heldur Þorsteinn Pálsson skaut tillögunum um niðurfærsluna til Alþýðu- sambandsins til að fá þær felldar eða ekki er staðreynd, að hann átti fmmkvæði að því að leita víðtækrar samstöðu um leiðir til að ráðast gegn bráðum vanda sem leggst þyngst á fískvinnslufyrirtæki eins og dæmin sanna. Við þær aðstæður sem ríkja þegar í gildi era lög er setja starfí aðila vinnumarkaðarins þær skorður sem raun ber vitni var það ekki skynsamleg- asti leikurinn í stöðunni að bæta gráu ofan á svart með því að lögbinda 9% lækkun launa í hörkuiegri andstöðu við verkalýðs- hreyfínguna. Slíkar aðgerðir virtust þó Jóni Baldvin Hannibalssyni og Steingrími Hermannssyni helst að skapi fyrir þremur vikum eða svo. Margt breytist á skömmum tíma í pólitík, eins og síðustu dagar hafa enn einu sinni leitt í ljós. Ráðist á »>nýfrjálshyggjuna“ í stjómmálaumræðu hér eins og víðast annars staðar verða auðveldlega til klissj- ur. Auðvitað var öllum jafnljóst 22. ágúst sl. eins og núna, að í svokallaðri niður- færslu fólst engin allsheijarlausn á íslensku efnahagslífí. Engu að síður varð niðurfærslan að lausnarorði í stjómmála- umræðunum um nokkurt skeið en gekk sér þó fljótt til húðar og þeir stjómmálafor- ingjar sem hömpuðu henni mest á meðan þeir töldu víst að hún yrði ekki framkvæmd minnast ekki á hana núna þegar þeir ættu að hafa betri tök en áður til að afla henni stuðnings. Önnur klissja hefur orðið lífseigari og hún tengist umræðunum um svokallaða fijálshyggju. Þetta orð nota menn í tíma og ótíma og hafa síðan fundið upp orðið „félagshyggja" sem andstæðu þess. Þegar Míkhaíl Gorbatsjov komst til valda hóf hann að nota orðin glasnost og perestrojka til að skilja stefnu sína frá því sem fyrir- rennarar hans gerðu. Síðan hefur auðvitað komið í ljós, að í raun stendur hann í sömu spomm og þeir, aðeins orðin em önnur. Þegar rætt er um andstæðumar í íslensk- um stjómmálum er alveg óþarft að nota orðin fijálshyggja og félagshyggja. Það stendur enn sem áður var, að annars veg- ar em þeir sem aðhyllast sjálfstæðisstefn- una, framtak og frelsi einstaklingsins, og hinir sem hallast að ríkisforsjá í einni eða annarri mynd. Eftir stjómarslitin hafa Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóðviljinn tekið til við að kyija gamalkunnan söng úm „fijálshyggjuna", „ nýfrj ál shyggj u n a“ eða „peningafrjáls- hyggjuna". Er þó erfitt að átta sig ná- kvæmlega á því fyrir hvað orðin standa hjá þessum blöðum. Á stundum mætti ætla að þessi stefria væri bundin við fram- kvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar eða framkvæmdir í Reykjavík, sama hvaða nafni þær nefnast. Hvers vegna á hún ekki við um svokölluð stjómsýsluhús sem em að rísa um land allt? Hvers vegna á hún ekki almennt við um byggingar sem rísa utan Reykjavíkur? Þegar leitast er við að átta sig á því sem vinstrisinnar telja ámælisverðast við fíjálsræðisstefnu Sjálfstæðisflokksins, hljóta menn einnig að staldra við raun- vexti og viðskipti með verðbréf. Er látið eins og það sé eitthvert sérfyrirbrigði hjá fámennri öfgafullri klíku manna hér á landi að vilja verðbréfaviðskipti og að þeir sem nota fé sitt til slíkra viðskipta eða treysta inniánsstofnunum fyrir því fái arð. Telja þeir sem þannig tala, að til dæmis í Svíþjóð ríki grimmd fijálshyggjunnar? Þar hafa menn stundað kauphallarviðskipti um ára- tuga skeið og sænsk fyrirtæki og einstakl- ingar hafa óhikað látið að sér kveða í al- þjóðlegum viðskiptum og fyrirtækja- rekstri. Eftir að úrslit sænsku kosninganna lágu fyrir um síðustu helgi og ljóst var að vinstrisinnar, jafnaðarmenn og komm- únistar, myndu áfram halda um stjómvöl ríkisins, jukust viðskipti í sænsku kauphöll- inni. Á að túlka þetta á þann veg, að „frjálshyggjugaurar“ ráði ferðinni í sænsk- um þjóðmálum? Ef grannt er skoðað kemur í ijós, að þessi fijálshyggjuáróður byggist á rang- hugmyndum; við emm komnir miklu skem- ur á þeirri leið að losa efnahags- og at- vinnulífíð undan forsjá ríkisins en Svíar svo að aftur sé vikið að þeim. Getur það verið að forsjá ríkisins, einkum í gegnum bankakerfíð, sé enn svo mikil hér að henn- ar vegna skapist ekki stöðugleiki og jafn- vægi í atvinnulífínu? Er miðstýring á verð- lagi í Svíþjóð? Er vaxtamálum Svía stjóm- að að ofan? Sjálfsblekkingin í fijálshyggju- talinu veldur kannski töluverðu um það, hve illa gengur að koma böndum á verð- bólguna og aðra meinvætti í efnahagslíf- inu. Ef menn skilgreina ekki vandann rétt fínna þeir ekki lausn á honum. Ef þeir sem mest gagnrýna „peninga- frjálshyggjuna" gera það á þeirri for- sendu, að reka eigi fyrirtæki út á opinbera sjóði og fyrirgreiðslu í gegnum stjóm- máiamenn, verða þeir að viðurkenna af hreinskilni að þannig stjóm á efnahags- og atvinnumálum vilji þeir. Færa má fyrir því rök að um þetta snúist hörðustu deil- umar í íslenskum stjómmálum um þessar mundir. Fráleitt er að setja mál fram með þeim hætti að vegna stefnumála einhvers stjómmálaflokks sé velferðarkerfíð í hættu eða það öryggi sem sjúkum og öldruðum er búið. Síst af öllu hafa vinstrisinnar efni á að ráðast á sjálfstæðismenn á þeirri for- sendu. Stjóm Sjálfstæðisflokksins á Reykjavíkurborg er besta sönnun þess að flokknum er annt um velferð borgaranna og vill sem mesta samhjálp á þeim sviðum þar sem hennar er þörf. Aðdragandinn í ræðu sem Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á miðvikudagskvöldið brá hann upp mynd af því, hvemig hann lítur á gang mála síðustu vikur ríkisstjómar sinnar. í upphafí vék hann að þeirri vitn- eskju, sem hann aflaði sér á ferðum um landið í sumar, er hann kynntist sjónarmið- ________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988_35 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 24. september um þeirra er reka atvinnufyrirtæki víðsvegar um land og starfsfólks þessara fyrirtækja. Vandinn væri mikiil, annars vegar almennur rekstrarvandi og hins veg- ar vandi einstakra fyrirtækja vegna óhappa, rangra ákyarðana og fjárfestinga sem skila ekki nauðsynlegum arði. Að lok- inni þessari ferð afréð ráðherrann í sam- ráði við samstarfsflokka í ríkisstjóm að skipa sérstaka ráðgjafamefnd með fulltrú- um atvinnulífsins til að skilgreina vand- ann, gefa ábendingar um úrræði og gera tillögur um hvemig styrkja mætti eigin- fjárstöðuna í íslensku atvinnulífí. Var nefndin skipuð áður en forsætisráð- herra fór til fundar við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta 10. ágúst og skilaði áliti þegar hann kom heim aftur 22. ágúst. Áttu ráðherrann og nefndarformaður sam- tal áður en álitið lá endanlega fyrir og í því kom fram, að nefndin legði til að farin yrði svokölluð niðurfærsluleið. Vildi ráð- herrann að í álitinu yrði sá fyrirvari, að ríkisstjómin yrði auðvitað að kanna tillög- umar til hlítar og vega þær og meta sjálf. Það yrði að taka tillit til fleiri hagsmuna en atvinnufyrirtækjanna einna, ef lækka ætti öll laun í landinu með lögum. „Þess vegna var settur sá fyrirvari í nefndarálit- ið að nefndin óskaði eftir því að ríkisstjóm- in tæki þessa leið til athugunar," sagði Þorsteinn Pálsson í ræðu sinni. Hann minnti síðan á, að sjálfstæðismenn en ekki Alþýðuflokkur eða Framsóknar- flokkur hefðu sett fram kröfuna um sam- ráð við launþegasamtökin. Önnur skilyrði hefðu komið frá samstarfsflokkunum. í fyrsta lagi það að launalækkunin næði ekki til sjómanna með sama hætti og ann- arra. Um þetta sagði Þorsteinn: „ ... Sjálf- stæðisflokkurinn mun aldrei standa að því að lækka laun með þeim hætti að sjómenn fái 5% launalækkun en starfsfólkið í frysti- húsunum fái 9% launalækkun. Það er ekki efnahagsaðgerð, það er óréttlæti." Þá skýrði formaður Sjálfstæðisflokksins frá því, að samráðsviðræður við Alþýðu- sambandið hefðu verið undirbúnar á veg- um forsætisráðuneytisins og þær hefðu verið ræddar á tveimur fundum með ráð- herrnrn Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Hefði skýrsla síðan verið lögð fyrir Alþýðusambandið, sem síðan hafnaði að styðja niðurfærsluna eða veita henni hlut- leysi. Eftir það sögðu formenn Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks að málið hefði átt að leggja fyrir með öðmm hætti, þótt þeir hefðu fyrirfram setið tvo fundi til að skipuleggja málsmeðferðina. Eftir þetta hófst tillöguflutningur í ríkis- stjóminni, þar sem hver flokkur dró fram sín áhugamál. Vinstri flokkamir vildu hækka tekjuskatt og féllst Sjálfstæðis- flokkurinn á það en vildi lækkun sölu- skatts á matvæli á móti. Rakti Þorsteinn Pálsson gang þessara mála ítarlega í ræðu sinni og sagði sjálfstæðismenn hafa teygt sig langt til móts við samstarfsflokkana en bætti við: „En það var fullkomlega óraunhæft að ætlasttil þess að Sjálfstæðis- flokkurinn færi að færa þjóðfélagið marga áratugi aftur í tímann með stórkostlegri millifærslu og skattheimtu. Það gat aldrei gengið — um það grundvallarsjónarmið urðum við að standa vörð og um það stóð- um við vörð og um það munum við sjálf- stæðismenn standa vörð." Eftir stjórnarslit Þorsteinn Pálsson dregur þá ályktun í ræðu sinni, að málefnaágreiningur hafi tæpast ráðið falli ríkisstjómarinnar. Sjálf- stæðismenn hafí teygt sig svo í átt til sjón- armiða beggja samstarfsflokkanna, að eft- irleikurinn sýni að eitthvað annað en hreinn málefnaágreiningur hafi ráðið stjómarslitunum. Að morgni föstudagsins 16. september hafí menn til dæmis getað lesið viðtal við Steingrím Hermannsson þar sem hann er að bollaleggja myndun nýrrar ríkisstjómar, án þess þó að vita um efni lokatillagna Þorsteins. Síðan vék Þorsteinn Pálsson á fundi Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík að því, sem gerðist eftir stjómarslit og sagði: „Skoðum nú yfírlýsingamar: Á fyrsta degi eftir stjómarslit segir formaður Al- þýðuflokksins að það sé að sjálfsögðu hægt að ræða lækkun á matarskattinum, því að það sé allur munur á hvort það sé rætt við einhveija aðra en formann Sjálf- stæðisflokksins. Þá er ekki málefnaágrein- ingur. Þá er ágreiningur um eitthvað ann- að. Þegar búið var að slíta ríkisstjóminni, þá var formaður Framsóknarflokksins inntur eftir því hvers vegna Framsóknar- flokkurinn héldi nú áfram með millifærslu- leiðina. Þá var ekki svarið það að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði drepið niðurfærslu- leiðina. Nei, þá var svarið allt í einu það að Alþýðusambandið hefði drepið niður- færsluleiðina. Og hafa menn lesið í blöðunum hveijar tillögur þeirra era í þeim stjómarmyndun- arviðræðum sem nú fara fram? Hafa menn séð tillöguna þar um sérstakan skatt á þá sem framsóknarmenn og kratar hafa ekki velþóknun á? Nei, það er ekki eitt orð um þessa höfuðkröfu sem formaður Framsóknarflokksins lýsti sem aðalstefnu- máli Framsóknarflokksins. Ekki eitt orð um hana núna. Hvað segir þetta okkur? Segir þetta okkur að hún hafí verið sett fram til þess eins að ögra Sjálfstæðisflokknum? Til þess eins að reyna að knýja hann út úr stjómar- samstarfínu? Gera hann þreyttan og leiðan á viðfangsefninu og hlaupa frá því? Ætli það hafí kannski verið sjónarmiðið á bak við? Átti að standa þannig að málum að hindra framgang allra tillagna, setja fram algjörlega óaðgengilegar og vitlausar til- lögur sem Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki Morgunblaðið/Einar Falur gengið að, þangað til hann endanlega gæfíst upp og færi út að Bessastöðum og segði: Við emm hættir? Það skyldi þó ekki vera? Af hveiju draga þeir ekki núna þessa tillögu upp? Þeir gera það ekki og það hlýtur að segja okkur mikið. En Sjálfstæðisflokkurinn gafst ekki upp þó þannig væri unnið. Hann hélt ótrauður áfram að vinna að hinni málefnalegu niður- stöðu. Formenn Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks komu til mín stundarfjórðungi áður en ríkisstjómarfundur var haldinn, þar sem lokatillögumar vom lagðar formlega fram — áður en þær vom lagðar fram í ríkis- stjóminni — til umræðu og umfjöllunar. Stundarfjórðungi áður komu þessir tveir menn, settust fyrir framan skrifborðið mitt í forsætisráðuneytinu og sögðu: Við óskum eftir því að ríkisstjómarsamstarfínu verði slitið. Vom þetta menn sem af fullum heilindum vora að vinna að því að ná fram lausn á þeim mikla vanda sem íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir? Svari hver fyrir sig. Hverjir vom það sem gáfust upp? Vom það hinir hraustu, sterku, áræðnu menn, sem gáfu hinar miklu yfirlýsingar í fjöl- miðlum um hreysti og hugrekki, sem komu stundarfjórðungi áður en tillögumar vom lagðar fram í ríkisstjóminni og sögðu: Ja, nú viljum við að ríkisstjómarsamstarfínu sé slitið? Ætli þetta hafi ekki minnt svolítið á fyrri tilraunir þessara tveggja flokka til þess að ýta Sjálfstæðisflokknum til hliðar í íslenskum stjómmálum? Gæti það hugs- ast að þrátt fyrir þann mikla vanda sem við atvinnulífínu blasir, þrátt fyrir yfírvof- andi lokun frystihúsanna úti um allt land, að þeir hafí látið stundarhugaræsing, það augnablik ráða ferðinni, að nú væri hugs anlega hægt að ýta Sjálfstæðisflokknum til hliðar með því að fórna hagsmunum atvinnulífsins? Getur það hugsast?" „Hvort heldur Þorsteinn Pálsson skaut tillögnnum um niðurfærsluna til Alþýðusam- bandsins til að fá þær felldar eða ekki er staðreynd, að hann átti frum- kvæði að því að leita víðtækrar samstöðu um leið- ir til að ráðast gegn bráðum vanda sem leggst þyngst á fisk- vinnslufyrirtæki eins og dæmin sanna. Við þær aðstæður sem ríkja þegar í gildi eru lög er setja starfi aðila vinnu- markaðarins þær skorður sem raun ber vitni var það ekki skynsamleg- asti leikurinn í stöðunni að bæta gráu ofan á svart með því að lög- binda 9% lækkun launa í hörkulegri andstöðu við verkalýðshreyf- inguna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.