Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 23 Hluti virkjunarsviðs virkjunarinnar á Læk með nýja stöðvarhúsið í forgrunni en hið gamla i baksýn. Vatnsaflsvirkjan- ir bænda algengar Mýrahreppur. NÚ ER SVO komið i orkukostn- aði Vestfirðinga að nokkrir bændur eru alvarlega farnir að huga að eða langt komnir með að byggja eigin virkjanir fyrir bú sín. Óheyrilegt orku- verð og þörf fyrir þriggja fasa rafmagn er það sem knýr menn dl framkvæmda. Æðarræktar- býlið Lækur í Mýrahreppi hef- ur ekki verið tengt dreifikerfi Orkubús VestQarða og verður ekki í bráð. Æðarræktandinn Zófonías Þorvaldsson á Læk í Mýrahreppi er nú langt korninn með að reisa nýja 26 kw. virkj- un við Núpsá og fleiri eru með virkjanir á teikniborðinu. Að sögn Zófoníasar er megin ástæðan fyrir hinni nýju virkjun sú að þar með fær hann þriggja fasa rafmagn heim á bæinn sem bændum gefst ekki kostur á frá samveitunni nema greiða sjálfir kostnað við lagningu heimtaugar- innar. Auk þess sem virkjunar- framkvæmdin mun borga sig upp á 7—8 árum. Þó eru hagkvæmari virkjunarmöguleikar á mörgum stöðum í sveitinni að hans sögn. Til að ná út þessum 26 kw. sem stöðin á að veita í nýtanlega orku nýtir Zófonías sér átta metra nettó fallhæð 500 sek.lítra vatns í gegnum tvær pípur, 40 sm sver- ar og 107 m langar. Nokkuð stór stífla temprar rennsli árinnar og veitir vatni í aðrennslisskurð að inntaki. Aðrennslispípurnar enda síðan í snigli í stöðvarhúsinu. Alls er virkjunarsvæðið u.þ.b. 300 m Sófonías Þorvaldsson bóndi Læk í Mýrahreppi stendur hér á þaki hins nýja stöðvarhúss. að lengd. Heimtaugin er síðan 300 m löng heim í hús. Túrbína nýju stöðvarinnar á Læk er svo sem ekki aiveg splunk- uný. Hún var notuð í áratugi í rafstöð Héraðsskólans á Núpi þar til stöðin var lögð niður 1971. Þama er um að ræða skrúfutúrb- * ínu með snigilhúsi þýska að uppr- una, frá því um 1930. í stöðinni verður aflstýring sem stýrir notk- un á orkunni í stað gangráðs á vatnsrennslið. Aflstýring þessi er smíðuð hér á landi af Ævari Jó- hannssyni hjá jarðfræðideild há- skólans. Virkjun Zófoníasar er . önnur virkjunin fyrir bæinn Læk, sú fyrri er jafnstraumsstöð byggð í kring- um 1944 og hefur þjónað dyggi- lega allt þar til nú að hún verður lögð af. - Kári Vísnatónleikar í Norræna húsinu NORRÆNT vísnatríó, Baldurs- brá, verður með tónleika í Nor- ræna húsinu mánudginn 26. sept- ember kl. 20.30. Tríóið skipa þau Jens Olesen frá Danmörku, Rigmor Falla frá Noregi og Frank Johnsson frá Svíþjóð. A tónleikunum flytja þau efhisskrá, sem er sérstaklega gerð fyrir þessa tónleikaferð og þau lofa skemmti- legri og fjölbreyttri dagskrá. Þau Jens, Rigmor og Frank eiga það sameiginlegt að semja sjálf lög og vísur og þau hafa öll langan feril að baki sem vísnasöngvarar. Á efnisskrá þeirra má finna höfunda eins og Poul Henningsen, Halfdan Rasmussen, Benny Andersen, Alf Proysen, Bellman, Taube, Ferlin, Dan Anderson o.fl. Þau hafa oft komið fram í útvarpi og sjónvarpi og hafa sungið inn á hljómplötur. Vísnatríóið heldur einnig tónleika á Norðurlandi. Þau syngja á Siglu- firði á þriðjud. 27. sept. og á Húsavík á miðvikudag og á Akur- eyri fímmtudaginn 29. september. (Fréttatilkynning) Norræna vísnatríóið Baldursbrá. Ferðamálanám í Menntaskólan- um í Kópavogi Hressmgarleíkfimi karla Hinir vinsælu morguntímar hefjast aftur fimmtudaginn 29. september kl. 07.40 í íþróttahúsi Vals. Áhersla lögð á þol, kraft og liðleikaaukandi æfingar. Skráning í síma 84389. Hilmar Björnsson, íþróttakennari. ÞRIÐJUDAGINN 4. október nk. hefst kvöldnámskeið í Menntaskó- lanum í Kópavogi um ferðamál. Þetta er þriðji veturinn sem skól- inn efhir til námskeiða um ferða- mál og hefur þátttaka ávallt verið svo mikil að ekki hefur verið unnt að sinna öllum umsóknum. Námskeiðið, sem hefst 4. október nk., verður haldið á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum í október og nóvember. Kennt verður um sögu og eðli ferðaþjónustunnar, lög og regiugerðir sem eru í gildi um ferða- þjónustu hér á landi, starfsemi Ferðamálaráðs íslands, umhverfís- mál, sölutækni, farseðlaútgáfu, markaðssetningu o.fl. Tekinn verður fyrir þjónustuþátturinn, þ.e. hin mannlegu samskipti sem eru ekki síst mikilvæg í ferðaþjónustu. Einnig verða kynntir þættir í hinum ýmsu starfsgreinum, s.s. störf hjá flugfé- lögum, ferðaskrifstofum, hótelum og veitingahúsum. Mikið hefur verið rætt um ferða- þjónustu sem ört vaxandi atvinnu- grein hér á landi og kallar það á aukna menntun fyrir starfsfólk í þessari atvinnugrein. Lítið framboð hefur verið á fræðslu- og starfs- þjálfun fyrir þá sem hafa áhuga á ferðaþjónustustörfum og vill Menntaskólinn í Kópavogi bæta úr þeirri þörf með því að starfrækja sérstaka ferðamálabraut fyrir nem- endur skólans og einnig með ftjáls- um kvöldnámskeiðum fyrir almenn- ing. (Fréttatílkynning) SUBARU XT TURB0 ÁRG 88 með 4ra þrepa sjálfskiptingu, digital mælaborði, álfelgum o.fl. Upplýsingar í síma: 78624 og 33560. TIMKEN keilulegur pjÓNusTA REyNS^ pEK'<lNG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.