Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 Lífeyrisþegar með skerta tekjutryggingu: Undanþegnir ársfjórð- ungsgjaldi af símum Samgönguráðuneytið mun á næstunni skrifa Tryggingastofiiuninni bréf þar sem farið er fram á að Tryggingastofiiunin og Póstur og sími túlki fjarskiptalög þannig að lífeyrisþegar sem verða fyrir skerð- ingn á tekjutryggingu vegna sjúkrahúslegu þurfi ekki að greiða árs- fjórðungsgjald af síma. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær eru dæmi þess að ellilífeyris- þegar, sem njóta fullrar tekjutrygg- ingar og dveijast lengur en 4 mán- uði á 2 ára tímabili á sjúkrahúsi, þurfí að greiða afnotagjald af síma en þeir sem njóta óskertrar tekju- tiyggingar fá þau gjöld eftirgefin. Að sögn Þorvarðar Jónssonar hjá Pósti og síma mun felast í bréfi ráðu- neytisins Ieiðbeining um túlkun lag- anna í þessa átt. „Það er sanngimis- mál að bæta úr þessu,“ sagði Þor- varður. „Til greina kemur að loka símum viðkomandi meðan á sjúkra- húslegunni stendur, þá fellur gjaldið niður." Þorvarður sagði að rangft væri í frétt blaðsins í gær að heimild ráðu- neytis hefði vantað til að hægt væri að fella niður afnotagjöldin. Lög frá Alþingi væru afdráttarlaus um að binda skyldi undanþágu óskertri tekjutryggingu. „Reglugerð sem túlkar lögin getur ekki breytt lögun- um,“ sagði Þorvarður. Fangelsismálastofiiunin: Forstjóri skipadur HARALDUR Johannessen lög- fræðingur hefúr verið skipaður forstjóri Fangelsismálastofiiun- ar frá 1. október næstkomandi. í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borist frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu segir: Jón Sigurðsson, dóms- og kirkju- málaráðherra, hefur skipað Harald Johannessen, Iögfræðing, forstjóra Fangelsismálastofnunar frá 1. október nk. Fangelsismálastoftiun er sett á fót með lögum, sem samþykkt voru á sl. vori en henni er ætlað að ann- ast daglega yfírstjóm á rekstri fangelsa, sjá um fullnustu refsi- dóma, annast eftirlit með þeim, sem frestað er ákæra gegn, dæmdir era skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afþlánunar. Þá skal stofnunin ann- ast félagslega þjónustu við fanga og þá sem era undir skilorðsbundn- um refsidómi og sjá um að í fangels- um sé veitt sérhæfð þjónusta svo sem þjónusta á sviði geðlækninga og félagsráðgjafar. Fangelsismálastofnun tekur að fullu til starfa 1. janúar nk. og flyst þangað starfsemi dómsmálaráðu- neytisins á sviði afþlánunarmála og starfsemi Skilorðseftirlits ríkisins. Dóms- og kirkjumálaráðherra leggur á það áherslu, að stofnsetn- ing Fangelsismálastofnunar sé skref í þá átt að samræma rekstur fangelsa og annarra refsiúrræða, en jafnframt er stefnt að bættum aðbúnaði fanga og auknu eftirliti með þeim mönnum, sem era undir Datt í stiga MAÐUR slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll niður stiga í veitingahúsinu Abracadabravið Laugaveg laust eftir miðnætti aðfaramótt laugardags. Maðurinn var fluttur meðvitund- arlaus á sjúkrahús, talinn höfuð- kúpubrotinn. Haraldur Johannessen skilorði. Næstu skref eru verulegar aðgerðir í húsnæðismálum fangels- anna. Haraldur Johannessen er fæddur í Reykjavík 1954. Hann lauk emb- ættisprófi í lögfræði 1983 og stund- aði síðan framhaldsnám í afbrota- fræðum í Bandarílqunum. Hann hefur starfað við embætti ríkislög- manns frá 1. janúar 1986 og er nú lögmaður við það embætti. Afláms- áranum starfaði hann að lögreglu- málum bæði hér á landi og í Banda- rílg'unum. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Fé hleypt úr feijunni á Breiðá. Hinnm megin við ána bíður fé í rétt og í baksýn sést til jökulsins. Ferjað yfir Breiðá Hnappavöllum, Öræfum. BÆNDUR í Öræfúm sem eiga fé í BreiðamerkurQalli þurfa að ferja fé sitt yfir Breiðá að afioknum göngum á hveiju hausti. Bændurnir á Hofi og Hnappavöllum unnu þetta ár- lega verk á dögunum. Breiðamerkurflall er suðvestast í Breiðamerkuijökli. Suðaustan við það er Breiðárlón og úr því rennur Breiðá vestur í Fjallsárlón sem er suðvestan við Fjallið. Jök- ullinn er svo spranginn að hann er ófær og verður því að feija féð yfir Breiðá. Fé kemur alltaf vænt úr Breiða- merkurfjalli. Fallþungi dilka er oft 16-18 kg að meðaltali. S.G. Stöð varfi örður: Hraðfrystihúsið viku á eftir með launagreiðslur HRAÐFRYSTHIÚS Stöðvar- fjarðar hf. er nú einni viku á eftir með launagreiðslur til starfsmanna sinna. Alls vinna um 100 manns þjá fyrirtækinu á sjó og landi. Guðjón Smári Agnarsson fram- kvæmdastjóri hraðfrystihússins sagði að einnig væra lífeyrissjóðs- greiðslur í vanskilum en stað- greiðsla og orlofsgreiðslur væra í skilum. Hann vildi engar tölur neftia um hve miklar upphæðir væri að ræða. Guðjón Smári sagði að starfsmenn og verkalýðsfélag hefðu sýnt mikinn skilning á mál- um fyrirtækisins, sem er lang- stærsti vinnuveitandi á staðnum. Aðspurður um horfur á því að úr rættist sagði Guðjón Smári að það ylti mikið til á því til hvaða ráðstaf- ana ríkisvaldið gripi á næstunni. „Það þarf að skila þessum fyrir- tækjum til baka því sem búið er að stela frá þeim á undanfömum misserum með rangri gengisskrán- ingu. Annað hvort þarf að gefa gengisskráningu ftjálsa eins og allt annað eða þá að setja tilkostn- aðinn undir eftirlit," sagði hann. Guðjón Smári kvaðst ekki telja að fyrirtækið væri verr sett en ýmis önnur á Austurlandi. „Rafmagns- skuldir okkar era til dæmis mun minni en hjá mörgum öðrum fyrir- tækjum," sagði hann. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu á fímmtudag hefur Raf- magnsveita ríkisins sent mörgum fískvinnslufyrirtækjum á Austur- landi bréf þess efnis að verði raf- orkureikningar ekki greiddir verði lokað fyrir rafmagn til þeirra. Raf- orkuskuldir fiskvinnslufyrirtækj- anna skipta milljónum króna. Rúðurbrotnar AÐFARANÓTT laugardagsins var óveiyuróleg þjá Iögreglu- mönnum um allt land, en þó var nokkuð annasamt hjá starfs- bræðrum þeirra í Kópavogi. Töldu lögreglumenn að fjöldi fólks léti skemmtistaðaferðir sitja á hakanum meðan á sjón- varpsútsendingum frá Ólympíu- leikunum i Seoul stendur. Þó var nokkuð um útköll lög- reglu vegna ölvunar og deilna í heimahúsum í Kópavogi. Fjórir ölvaðir unglingar bratu tvær rúður í Kópavogsskóla. Þeir voru staðnir að verki. Ljósmynd: Pjetur Einar komst ekki í úrslit Einar ViIIyálmsson var aðeins átta sentímetra frá því að komast í úrslit spjótkastskeppninnar á Ólympíuleikunum i Seoul í fyrri- nótt. F.inar varð þrettándi í undankeppninni, en tólf spjótkastar- ar komust áfram. Hann kastaði 78,92 metra, en Sigurður Einars- son kastaði 75,52 metra. Á myndinni kastar Einar spjótinu í keppn- inni í fyrrinótt. Nánar er greint frá keppni á Ólympíuleikunum á bls. 36, 37 og 38 í blaðinu í dag. Vetur gerir vart við sig VETUR konungur hefúr undanfarinn sólarhring minnt á að komið er haust og skammt í að hann setjist að völdum. íbúar á Norður- landi hafa orðið varir við þetta þvi þar hefúr snjóað víða síðasta sólarhring, einkum á hálendinu. Borgarbúar fengu smjörþefinn af vetrinum í gærmorgun er nokkur hvít kom féllu til jarðar í Reykjavík. Kalt hefur verið undanfarið og sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstof- unni verður svo áfram næstu 2-3 sólarhringana. Hinsvegar er búist við að vind lægi en allhvasst var í fyrrinótt og gærdag víða á landinu. Nýr meirihluti mynd- aður á Reyðarfirði Hilmar Sigurjénsson oddviti Reyðarfirði. FULLTRÚAR Sjálfstœðisflokks og* Alþýðubandalags hafa myndað meirihluta í hreppsnefnd ReyðarQarðarhrepps. Hvor flokkur hefur 2 menn í hreppsnefiidinni. Hilmar Siguijónsson frá Sjálfstæðis- flokki var kosinn oddviti hreppsnefiidarinnar á fostudag og Þorvald- ur Jónsson frá Alþýðubandalagi varaoddviti. Eftir síðustu hreppsnefndar- kosningar mynduðu Sjálfstæðis- menn og fulltrúar af F-lista óháðra meirihluta og var Sigfús Guðlaugs- son af F-lista oddviti. í júní slitu Sjálfstæðismenn meirihlutasam- starfinu og hefur ekki verið form- legur meirihluti í hreppsnefndinni síðan þá. Að sögn Hilmar Sigur- jónssonar vildu sjálfstæðismenn fá breytingar á vinnubrögðum í gamla meirihlutasamstarfinu, meðal ann- ars með oddvitaskiptum. Eftir að F-listinn hafnaði því slitnaði upp úr samstarfinu. í minnihluta nú era tveir fulltrú- ar F-listans og fulltrúi H-lista óháðra. Gréta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.