Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 Minning: Elín Geira Óladóttir Fædd 5. ágúst 1905 Dáin 17. september 1988 Mig langar til að minnast tengda- móður minnar Elínar Geiru Óladótt- ur sem lést á Vífilsstaðaspítala þ. 17. september sl. með fáeinum orð- um og þakka henni allt sem hún var mér og minni fjölskyldu. Geiru kynntist ég fyrir þijátíu og fímm árum, er ég varð tengda- dóttir hennar og alla tíð síðan hefur mér þótt einstaklega vænt um þessa konu. Þó við værum ekki sammála um marga hluti og málefni, reynd- ist hún mér ákaflega vel alla tíð og þó sér í lagi er hún tók son minn, Svein, 3 mánaða, upp á arma sína, svo ég gæti lokið námi. Var hún honum alla tíð síðan einstak- lega góð amma. Geira var stórbrotinn persónu- leiki en átti þó ekki skap sem öllum hæfði, en heiðarleiki og hreinskilni hennar var hressandi. Skopskyn hennar var sérstakt og reyndist henni vel og ættingjum hennar í því langa veikindastríði er hún háði. Fyrir utan ást og hlýju er hún sýndi ástvinum sínum fræddi hún okkur um land forfeðra og mæðra, sögu þess og menningu. Lengst af bjó Geira með eigin- manni sínum Sveini Sæmundssyni í Tjamargötu lOb, hann missti hún 19. apríl 1979. I Tjamargötunni var jafnan margt manna og minnast ættingjar og vinir margra gleðistunda þaðan með þeim hjónum. Stuttu eftir lát Sveins fluttist Geira til dóttur sinnar, Valborgar, og fjölskyldu hennar að Hlíðargerði Minninff: Fædd 10. ágúst 1901 Dáin 7. september 1988 Þegar gengið er inn í kirkjugarð- inn á Stokkseyri blasir við bijóst- mynd af virðulegum öldungi með alskegg sem horfir til kirkjudyra. Mynd þessa gerði Siguijón Ólafsson af Jóni Sturlaugssyni og stendur hún á leiði hans, konu hans Vilborg- ar Hannesdóttur og þriggja bama þeirra sem dóu úr berklum á besta aidri. Jón var útvegsbóndi og for- maður í Vinaminni á Stokkseyri og hafnsögumaður í 46 ár. Hann lét sig sjávarútveg miklu varða og stuðlaði að ýmsum framförum í þeirri grein en orðstír gat hann sér fyrir björgun mánna úr sjávar- háska. Hann afrekaði að bjarga alls 73 mönnum, íslenskum og er- lendum, úr hinu vota fangi Ægis. Vilborg kona hans var ein af stofn- endum og forvígiskonum kvenfé- lagsins á Stokkseyri en sá félags- skapur sinnti mikið líknarmálum með því að hlaupa undir bagga með fátækum og munaðarlausum og var ekki vanþörf á þar sem trygginga- bætur voru engar. Þau Jón og Vilborg eignuðust 10 börn og komust öll þeirra upp nema eitt sem dó í bemsku. Systk- inin voru mjög gerðarleg, sum nokkuð sérlunduð, og traust í öllu fari. Nú eru þau öll látin nema tvö, Anna ekkja Benedikts Benedikts- sonar, bifreiðarstjóra í Reykjavík, og Jón, stýrimaður í Hafnarfírði, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur frá Hnjóti í Örlygshöfn. Snjáfríður var fædd í Vinaminni 10. ágúst 1901 og var þriðja bam þeirra Jóns og Vilborgar en hún var látin heita í höfuðið á Snjáfríði Nik- ulásdóttur síðari konu afa síns, Sturlaugs Jónssonar, bónda í Stark- aðarhúsum. I Vinaminni var heimil- isfólk á annan tug, húsráðendur, iiöm þeirra, tvær konur, önnur löm- i_____:_____________i—;-----------— 3. Þar leið henn vel, umvafín um- hyggju og ást dóttur og eiginmanns hennar Eiðs Bergmanns og sona þeirra. Ekki var það sársaukalaust að flytjast úr Tjamargötunni eftir fjörutíu og Q'ögurra ára búsetu. Geira var sérlega mikill dýravinur og er það sérstök saga sem ekki verður hér rakin. A erfíðum stundum var Geira staðföst, sterk og veitti þeim sem voru hjálparþurfí ömggan stuðning. Fastheldin var hún á hefbundnar venjur og góða siði. Til hinstu stundar fylgdist hún vel með ætt- ingjum og ástvinum og öllu því sem fram fór í kringum hana, þjóðmál- um sem öðm. Elín Geira var afar þakklát þeim ástvinum og öllu því starfsfólki sem hjúkrauði henni á Vífilsstaðaspít- ala, það sagði hún mér oft og vil ég og eiginmaður minn þakka öllu starfsfólki á lungna- og öldmnar- deild, sem veitti henni hjálp í erfíð- um veikindum, hjartans þakkir. Elín Geira var fædd að Höfða á Völlum í S-Múlasýslu 5. ágúst 1905. Ung fluttist hún til Reykjavíkur með foreldmm sínum, er æskuheimili hennar brann til kaldra kola. Þann 1. nóvember 1929 giftist hún Sveini Sæmundssyni rannsókn- arlögreglumanni, sem var einstak- lega elskulegur eiginmaður, faðir og tengdafaðir. Þau eignuðust þijú böm, Öla Hauk, Sæmund Öm og Valborgu, afkomendur hennar em orðnir margir og ætla ég öðmm að rekja ætt hennar og afkomendur. Eg kveð hana Geim mína með söknuði og virðingu. Hún þráði orð- uð, og þrír til fjórir vertíðarmenn sem rem á útvegi Jóns bónda. Eins og að líkum lætur þurfti svo stórt heimili mikils með en það hafðist ekki fram nema með þrotlausri vinnu og búhyggindum. Bömin vom sett strax til verka og þau höfðu aldur til en þannig vöndust þau strangri vinnusemi sem varð síðan ættarmerki þeirra. Snjáfríður ólst upp í stómm systkinahópi, en 10 ára gömul gekk hún í bamaskól- ann á Stokkseyri og vom kennarar hennar Páll Bjamason og Guð- mundur Sæmundsson. Áður en skólaskylda hennar hófst hafði hún fengið tilsögn í heimahúsum í lestri, skrift og reikningi. Móðir hennar kenndi henni að lesa í Nýja testa- metinu þar sem stafrófskver var ekki til. í bamaskólanum lærði Snjáfríður mikið af bundnu máli en þá þótti ekki tiltökumál að skóla- böm Iærðu Iexíur utanbókar. Skói- inn gaf henni þama veganesi sem hún bjó að alla ævi. Hátt í tvítugt sótti hún í tvo vetur kvöldskóla sem Sigurður Heiðdal og kennarar við bamaskólann stóðu að og þar lærði hún tungumál og bókfærslu. í heimahúsum lagði Snjáfríður hönd á margt, bamagæslu, matar- gerð, ræstingu, fískverkun, mó- tekju, garðrækt og annað sem til féll. Þegar hún var komin á ungl- ingsaidur fór hún að ráða sig í kaupavinnu og var á ýmsum stöð- um, Brúnavöllum, Rauðalæk, Hvanneyri hjá Halldóri Vilhjálms- syni og einna lengst, fjögur sumur, í Holtsmúla. Og eitt sinn var hún hjálparstúlka við Rjómabúið á Seljalandi. Á þessum ámm voru sum systkina hennar, eins og svo margt ungt fólk í sjávarplássum og sveitum, að drífa sig burt að heim- an og freista gæfunnar í Reykjavík. Snjáfríður var í þessum sömu hug- leiðingom því að það var lítið gengi í því að vinna kauplaust mestan ið hvíldina og ég veit að hún er komin til ástvina sem famir eru yfír móðuna miklu. Blessuð sé minning hennar. Dögg Björgvinsdóttir Elín Geira — eða Geira eins og hún var oftast kölluð, var Aust- fírðingur að ætt og uppruna, fædd að Höfða á Völlum í S-Múlasýslu 5. ágúst 1905. Foreldrar hennar voru hjónin Herborg Guðmunds- dóttir og Óli Halldórsson. Þau áttu sex böm, en tveir drengir dóu í bemsku. Hin komust til fullorðins- ára en þau voru: Guðmundur, Guðný, Hólmfríður og Elín Geira, en hún var langyngst. Þau eru nú öll látin. Þau Herborg og Óli brugðu búi árið 1923 og fluttust til Hafnar- ijarðar. Hjá þeim bjó Geira þar til hún giftist Sveini Sæmundssyni 1. nóvember 1929. Fyrsta heimili þeirra var á Skólavörðustíg 36 og síðar á fleiri stöðum í borginni, þar til árið 1936 að þau keyptu íbúð í part árs í foreldrahúsum. Að ráði móður sinnar hélt hún til Reykjavík- ur þar sem hún dvaldist einn vetur og lærði kjólasaum hjá Rebekku Halldórsdóttur. Þótt hún væri lagin við sauma og hannyrðir kaus hún þó að leggja annað starfssvið fyrir sig. Búnaðarfélag íslands taldi það í sínum verkahring að sinna hús- mæðrafræðslu í sveitum. Sigurborg Kristjánsdóttir fra Múla við ísa- fjarðardjúp ferðaðist um landið og hélt matreiðslunámskeið. Hún þótti afbragðskennari. Á Stokkseyri efndi hún til tveggja námskeiða og sótti Snjáfríður í Vinaminni þau bæði. Þetta átti mikinn þátt í því að hún ásetti sér að gerast mat- reiðslukona. Hún tók sig upp 1928, þá 27 ára gömul, og hélt alfarin til Reykjavíkur. Um sumarið vann hún við fiskverkun á Kirkjusandi til þess að afla sér tekna en um haustið fór hún á matreiðslunámskeið hjá The- odóru Sveinsdóttur í Kirkjustræti. Að því loknu ráðstafaði hin dug- mikla forstöðukona henni til Al- þingis, „Það var veturinn sem Einar á Eyrarlandi var bakaður til ráð- herra," eins og Snjáfríður orðaði það. Þá var enn ríkjandi sú lenska að yfirmenn ráðskuðust með undir- menn sína. í þinghúsinu vann Snjáfríður við bakstur, framreiðslu og ræstingar. „En mér þótti það skrítið," sagði hún, „að hann Einar á Eyrarlandi gaf mér eina krónu meðan hann var þingmaður en 50 aura eftir að hann var orðinn ráð- herra." Þá fengu stúlkumar sem gengu um beina og þógu rykið undan skóm þingmanna ekkert kaup, aðeins þjórfé. Þegar þingtíminn var úti vorið 1929 réðst Snjáfríður til Sigríðar Fjeldsted, sem rak fjölsóttan mat- söiustað í Lækjargötu. Þar var hún um tíma en eftir það varð hún matráðskona á ýmsum stöðum eins og í mötuneyti stúdenta á Gamla- Garði og á Hótel Vík og um skeið aðstoðarráðskona á Landspítalan- um. Óthætt er að segja að nokkur þáttaskil hafí orðið á starfsferli Snjáfríðar þegar hún gerðist fyrsta matráðskonan á Vistheimilinu á Reykjalundi í Mosfellssveit. Þegar henni var boðinn sá starfi ætlaði húsinu Tjamargötu lOb, en þar bjuggu þau síðan, meðan þau lifðu bæði. Sveinn hafði stundað sjó- mennsku, en í ársbyijun 1930 hóf hann störf sem lögreglumaður, og um mitt ár 1938 var hann skipaður yfirmaður Rannsóknarlögreglunn- ar, en það var þá nýtt starf, sem Sveinn átti stærstan þátt í að byggja upp. Því starfí gegndi hann um 30 ára skeið. Sveinn lést 19. apríl 1979. í Tjarnargötu lOb héldu þau hjónin uppi miklu rausnarheimili. Oft var þar gestkvæmt, bæði af utanbæjar- og innanbæjarfólki, og þeir vom ófáir, sem dvöldu þar langdvölum af ýmsum orsökum, stundum fólk sem átti í erfiðleikum og hafði ekki í önnur hús að venda. Óhætt er að segja að þau hjónin vildu hvers manns vanda leysa og vom ákaflega samhent í því. I starfí sínu átti Sveinn eðlilega mikil samskipti við ýmsa ógæfu- menn, sem höfðu komist í kast við lögin, eða af öðrum sökum voru utangarðsmenn í þjóðfélaginu. Margir þessara manna mátu Svein mjög mikils og leituðu til hans á erfíðum stundum. Og ekki var óal- gengt að sjá einhvem þessara manna í eldhúskróknum hjá Geiru, þar sem þeir þáðu matarbita eða kaffíbolla, og það kom líka fyrir að þeir fengju að liggja inni á köld- um nóttum. Sá sem þetta ritar bar gæfu til að eiga margar stundir á heimili Sveins og Geiru. Þar var gott að koma og maður alltaf velkominn. Og þar áttu eldri drengimir okkar sitt annað heimili mörg ár. Þeim Sveini og Geiru varð þriggja bama auðið. Þau em: 1. Óli Haukur, vélfræðingur hjá Landsvirkjun, kvæntur Margréti Stefánsdóttur. Þau eiga 3 dætur: Önnu Maríu, Elínu Geim og Haf- dísi. 2. Sæmundur Öm, fyrrv. skip- hún að hafna því boði en að áeggj- an móður sinnar skipti hún um skoðun. Móðir hennar kvaðst hafa misst þijú böm sín úr berklum og hún gæti ekki verið þekkt fyrir annað en að fara upp að Reykja- lundi. Saga Reykjalundar er stórmerk- ur þáttur í hinni sigursælu baráttu við berklaveiki sem heijaði á mörg heimili svo að margur átti um sárt að binda. Sú saga ætti að vera þjóð- inni vel kunn því að hún er þörf hollvekja. Hinn 24. október 1938 stofnuðu berklasjúklingar samtök, Samband íslenskra berklasjúklinga, í því skyni að styðja hver annan til sjálfsbjargar. Þá vom berklahælin þéttsetin svo að fjöldi manns sem þurfti á læknishjálp að halda varð að bíða í lengri eða skemmri tíma eftir að fá hælisvist. SÍBS ákvað brátt að gera það að meginverkefni sínu að koma upp vistheimili þar sem útskrifaðir sjúklingar frá berklahælunum gætu fengið að- hlynningu og endurhæfingu svo að þeir þyrftu ekki að vera í heimahús- um við misjafnar og oft bágar að- stæður. SÍBS réðst í byggingu vist- heimilis í Mosfellssveit og var það tekið í notkun 1. febrúar 1945 er fyrstu vistmennimir komu þangað. Oddur Ólafsson varð yfirlæknir, Valgerður Helgadóttir yfírhjúkmn- arkona og Snjáfríður Jónsdóttir matráðskona svo að einhveijir séu SnjáMður Jónsdótt- irfrá Stokkseyri stjóri, nú öryggisvörður í Seðla- banka íslands. Kona hans er Vígdögg Björgvinsdóttir, hjúkmn- arfræðingur. Börn þeirra em: Sveinn, Arna og Stefanía Björg. 3. Valborg, meinatæknir í Rann- sóknarstofu Háskólans, gift Eiði Bergmann, framkv.stj. Þau eiga 4 syni: Frosta, Loga, Hjalta 'og Sindra. Bamabörn Geim og Sveins em orðin 14. Það yngsta fæddist 2 dögum eftir andlát Geim, og mun bera nafn hennar. Eftir að Geira missti eiginmann sinn og hún orðin heilsutæp, flutti hún úr Tjamargötunni og í ná- grenni við dóttur sína í Austurbæn- um, en skömmu síðar heim til henn- ar, þar sem henni var búið heimili, uns hún hlaut að fara á sjúkrahús, en þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Með Elínu Geim er genginn mjög sérstæður og eftirminnilegur per- sónuleiki. Hún hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær í ljós í fullri hreinskilni, hveijar sem þær vom. Ókunnugum fannst hún stundum þurr á manninn og nokkuð orðhvöss. Sjálf kallaði hún þetta „austfirska þyrkinginn" og henti gaman að. En enginn, sem kynntist henni, þurfti að efast um hennar góða hjartalag, þótt slíkt væri ekki borið á torg. Hún var trölltrygg vinum sínum og ætt- mennum, bar sífellt hag þeirra fyr- ir bijósti og veitti þeim stuðning við ýmis tækifæri. Þrátt fyrir aldur og langvarandi veikindi var hugsun hennar furðu skýr fram á síðustu daga. Síðustu árin dvaldist hún á Vífíls- staðaspítala. Þar naut hún frábær- lega góðrar umönnunar, og vilja aðstandendur færa starfsliði spítal- ans einlægar þakkir. Við kveðjum þessa góðu konu með söknuði. Blessuð sé minning hennar. Eiður Bergmann nefndir af því einvalaliði sem vald- ist til starfa við vistheimilið. Snjáfríður hóf störf á Reykja- lundi 14. maí 1945 en þá stóðu þar yfír miklar framkvæmdir. Eldhúsið var í herskála og fátt um nauðsyn- leg áhöld til matargerðar en aðstað- an batnaði stórum fáeinum árum síðar þegar stóra húsið var tekið í gagnið. Handtökin voru ófá þar sem margir gengu til borðs, vistmenn, starfsfólk og byggingaverkamenn svo og géstir sem komu til þess að heimsækja vistmenn eða litast þar um garða. Kapp var lagt á að vinna allan mat heima því að bæði voru aðdrættir örðugir og eins þurfti að gæta allrar hagsýni þar sem SÍBS réð ekki yfír digrum sjóðum. Snjáfríður var hamhleypa til verka og verklagin í besta máta en hún krafðist líka mikils af stúlkum sínum eins og af sjálfri sér. Hún fór eitt sinn til Danmerkur á Reykjalundsárunum þar sem hún lærði um heilsufæði á Glostrups Amtsygehus. Snjáfríður lét af mat- ráðskonustarfínu 1965, lúin orðin og heilsubiluð, og settist að í íbúð sinni í Eskihlíð 6B hér í borginni. Fyrir hið mikla og heilladijúga starf sitt á Reykjalundi sæmdi SÍBS hana gullmerki sínu 1985 er Reykjalund- ur varð 40 ára og tveim árum síðar sæmdi forseti íslands hana riddara- krossi fálkaorðunnar. Snjáfríður var búin stórum skapsmunum og var ekki allra en reyndist þó mörgum hjálpsöm og rausnarleg. Hún var stálminnug allt undir það síðasta og hafði yndi af kveðskap og næma málkennd. Hún kunni býsn af kvæðum, þulum, vísum og gátum og fór með létt og reiprennandi. Oft vék hún máli sínu að Stokkseyri æskuáranna og sá þann stað í morgunbirtu ævi sinnar þótt hann væri henni enginn aldinreitur. Veg hans vildi hún sem mestan. Við kveðjum Snjáfríði og þökkum henni samfylgdina með upphafserindi að kvæði sem hún fór oft með. Það heitir Glerbrot og er eftir Freystein Gunnarsson: Ég fann það um síðir, að gæfan er gler, svo grátlega brothætt hún reyndist mér, því æskan er léttstíg og leikur sér að ljómandi gullinu fríða. En glerið er brothætt, og gijótið er víða. Jón Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.