Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 51
88er HaaMsrPTag .ös au.0Aauvmu8 .aiaAjavruoflOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 oa 51 Heilsuræktarraup Mér datt í hug orðatiltækið „of rnikið af öilu má þó gera“ þegar ég las nýlega grein í erlendu tímariti eftir konu sem saknaði þeirra gömlu og góðu daga þegar unnt var að setjast að veizluborði með góðvinum og gleðjast saman yfir góðum mat. Þar sem greinin kom inn á nýja hlið á þeirri miklu heilsu- ræktaröldu, sem gengið hefur yfir að undanförnu, datt mér í hug að birta útdrátt úr henni, og fer hann hér á eftir. Það er ekki lengur svipur hjá sjón að fara í veizlu miðað við það sem áður var. Ekki alls fyrir löngu var það upplyfting að fara í veizlu, og þar ríkti glaumur og gleði. Það skipti ekki máli hvort um stór- veizlu var að ræða eða fámennt samkvæmi, menn komu saman til að gleyma amstri dagsins, gleðjast og gleðja aðra. Auðvitað eru enn haldin svona samkvæmi — en allt of oft hefur veizlugleðin vikið fyrir heilsuraupi og megrunaruppskriftum. Það er eins og margir þiggi með þökkum þátttöku í samkvæmi, klæðist sparifotunum og leggi svo mesta áherzlu á að segja samkvæmis- gestum frá því hvemig eigi að hugsa um líkamann. Nýlega var ég í samkvæmi þar sem gestgjafar höfðu varið miklum tíma í að undirbúa. Hjónin vom bæði að halda upp á afmæli sín auk brúðkaupsaftnælis, og þess- vegna beið gesta bæði kampavín og gómsætur matur á borðum. Fyrstu pörin gengu í sali. Fólk í góðri þjálfun sem nú greip tæki- færið til að óvirða hátíðaskapið og veitingar gestgjafanna. -Nei, elskan mín, skræktu þessi heilsuræktarpör skelfingu lostin þegar húsbóndinn kom stoltur fram og hellti ískældu kampavíni í glös- in. Við drekkum alls ekki áfengi, sögðu þau með fyrirlitningu, rétt eins og brúsandi kampavínið væri 96% spíritus í vatnsglasi. — Hvað, þið þiggið nú nokkra dropa til að skála með, sagði hús- bóndinn. Því miður — en eigið þið nokkuð átappað ölkelduvatn? spurðu kon- umar og hikuðu eins og þær væm að bíða eftir klappi frá hinum gest- unum. Jú, jú, ég held við eigum sóda- vatn, sagði þá gestgjafinn. Nei minn kæri — ekki sódavatn. Ég drekk eingöngu kelduvatn án kolsýru. Kolsýran er mjög hættuleg og hún bindur saltið í líkamanum, sagði háværasta konan. Okkur hinum, sem vomm að dreypa á kampavíninu, fór nú að fínnast við vera að steypast í eilífa glötun. Ættum við að hella kampavíninu okkar í blómavasana? — Jæja, skál samt, sagði hús- bóndinn, sem ekki átti neitt átapp- að vatn án kolsýru. — En má ég bjóða ykkur appelsín? Nei góði minn, við brögðum held- ur ekki gosdiykki. Kannski fáum við þá bara vatn. — Það verður þá að vera krana- vatn. Kranavatn — svei — drekkið þið venjulegt kranavatn? Vitið þið hvað er mikið af gerlum í því? — Æ, látið ekki svona, í fyrra dmkkuð þið bæði öl og snafs, greip einn gestanna fram í brosandi. Já, en nú höfum við byijað nýtt líf, sagði ein heilsuræktarkonan í vandlætingartón. Ekki tók betra við Eftir langar tölur um ágæti kelduvatns gengu gestimir loks til borðs. Flestir gestanna fögnuðu ákaft þegar fram var borinn ljúf- fengur forréttur úr andalifur. Ekki þó heilsurauparamir. Hvað em eiginlega margar hita- einingar í þessu, spurði ein kvenn- anna og potaði fyrirlitlega í réttinn sem húsmóðirin hafði lagt sig fram við að gera lystilegan. — Ég taldi ekki hitaeiningamar — ég hélt við ætluðum að koma saman til að gleðjast, sagði hús- móðirin, sem virtist gráti næst. Áttu greipaldin? — Greipaldin? hváði húsfreyjan undrandi. Já, svo líkaminn geti brennt fít- unni. Greipaldin eyðir fitu. — Við emm ekki vön að brenna fítu í okkar veizlum, sagði hús- freyjan, sem nú var á svipinn eins og hún gæti vel hugsað sér að kasta ákveðnum gestum sínum á bálið. Gestimir við borðið vom orðnir mjög hljóðir og niðurdregnir. Nema þeir karlar og þær konur sem ný- lega höfðu tekið upp nýtt og mjög heilbrigt lffemi, þau töluðu linnu- laust. Við fengum fyrst og fremst að heyra hvað þau gerðu EKKI. Óumbeðið fengum við að heyra sjálfumglaðar frásagnir af því að þau brögðuðu ALDREI áfengi, reyktu aldrei, borðuðu aldrei sæt- indi, aldrei feitar sósur eða hnoss- gæti, sætu aldrei heima í aðgerðar- leysi, heldur ræktuðu lfkama sína á einn eða annan hátt. Varla var borðhaldi lokið þegar heilsurauparamir vom famir að óróast og gá að tímanum. Já, við verðum að fara snemma í háttinn. Á morgun þurfum við að skokka, fara í þjálfun og æfing- ar, í tennis, í golf ... Þegar heilsurauparamir vom famir gat veizlan byijað. Gestimir gátu farið að borða, skála, syngja við borðið og jafnvel hlæja. Þið megið ekki misskilja mig. Ég er alls ekki að tala um að fólk þurfi að hella í sig áfengi eða fara að reykja til að njóta sín. Þvert á móti er ég sjálf mikið fyrir bæði heilsufæði og heilbrigt lífemi og legg kapp á hvort tveggja. En ekki þegar ég er boðin í samkvæmi. Samkvæmisstaður er ekki þjálfun- ar- eða leikfimisalur. Þar að auki er slík framkoma grófleg móðgun við gestgjafana, sem lagt hafa sig fram í marga daga, jafnvel vikur, við að undirbúa bæði mat og drykk fyrir veizluna. Mér finnst það einnig ganga móðursýki næst að geta ekki lifað heilbrigðu og hollu lífi án þess að blanda öðmm inn í það og stíga í stólinn og þusa um það sem manni finnst það eina rétta í það sinnið. Mér er næst skapi að klappa fyrir Joan Collins sem hitti glæsi- mennið Robert Redford nagandi gulrót í samkvæmi nýverið, þar sem hann var að gorta af matar- æði sínu og allri líkamsræktinni. Joan Collins blés frá sér reykjar- mekki og spurði með hálf lokuð augu: Hvað stundar þú líkamsrækt í marga tíma á dag? í það minnsta fjóra tíma á dag, svaraði kvennagullið. Joan Collins drakk úr kampavínsglasinu sínu og sagði þreytulega: Fjóra tíma. Drottinn minn. Ég er varla svo lengi á fótum á daginn ’ Þar hafið þið það! Jórunn SÍMANÚMERIÐ OKKAR ER 17152 MYNDAMÓT HF HAÞRYSTI-VOKVAKERFI Vökvamótorar = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 O SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < Útsölustaðir: Sport Laugaveg 62 Kaupfélag BorgfirSinga Borgarnesi Bragasport Suðurlanasbraut 6 Sportlíf Eiðisgranda Sparta Laugaveg 43 SportbúSin Laugaveg 97 Sportbaer Hraunbæ Hummel sportbúðin Ármúla Hummel sportbúðin Eiðistorgi Versl. Fell Mosfellsbæ Sportbúð Kópavogs Hamraborg Sport-Gallerí Hafnarfirði K.E.A. Sportvörudeild Akureyri Sportbúð Óskars Keflavík Akrasport Skólabraut Akranesi Madam Glæsibæ #7 ÞÆGILEGUR OG FALLEGUR AEROBIKFATNAÐUR SEM SLÆR í GEGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.