Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 Minning: Guðrún F. Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur Fædd 1. janúar 1919 Dáin 17. september 1988 „Friður, friður blíður faðmar strönd og sund, yfir löndin líður ljúfrar hvfldarstund. Allar öldur þegja allt er kyrrt og hljótt. Blómin höfuð hneigja, hvísla: Góða nótt. Berst á bláum straumum boð frá himins geim, andar yndisdraumum yfir þreyttum heim.“ G.M. Það var að morgni um síðustu helgi að ég var allt í einu staddur á heimili, yndislegu heimili héma í Sólheimum við Hálogalandshæð. Þar var ég allt í einu í hópi ungs fólks og við hvílu húsmóður og móður, sem var látin. Draumljúfur friður líkt og lýst er í ljóði því, sem valið er að upp- hafi þessara minningarorða, sveip- aði allt í stofunni, þar sem kveðj- andi nótt og komandi dagur mætt- ust í gliti tára á brosfögrum ásjón- um syrgjandi hóps. En samt ljómaði morgunninn ljúfast yfir henni, sem í rekkjunni svaf hinzta blundi á jörðu. Allt í einu fann ég, að þama féliust engl- ar lífs og dauða í faðma, tími og eilífð varð eitt, himinn og jörð tók- ust í hendur. Þetta var sannur helgidómur, sem vafalaust gat talizt tákn þess samstarfs, sem þessi ógleymanlega móðir hafði ásamt fjölskyldu sinni átt i söfnuði og kirkju við uppeldi bama sinna, sem vom vígð guðsríki friðar og gleði og gefið mér svo margar yndisstundir signdar sólrisi yfír austurfjöllum á liðnum ámm. Ekkert gat verið dýrðlegra tákn um blessun þessara morgna og samstarfs heimilis og kirkju en að ungi maðurinn, elztur systkinanna á þessu heimili skyldi koma til að biðja mig að koma og kveðja mömmu og gráta með þeim. Hvílíkur fögnuður mitt í hinum sárasta harmi! — Heilagt traust. Hvaða hópur hafði unnað og unnið samkomum bamanna í „Saln- um“ okkar betur en þau? Systumar, sem nú em þroskaðar til fjölbreyttra starfa samfélags og þjóðar, og bróðirinn orðinn læknir, höfðu sungið og leikið helgileiki svo fallega að ógleymanlegt var þeim er á hlýddu, og framsögu þeirra í lestri Heilagrar ritningar og list- rænna ljóða hin fegursta, sem ég man. Andi hennar, sem í hvílunni ljóm- aði, hlaut að njóta þeirrar sælu, sem lýst er í ljóði því, sem einhver ósýni- legur sonur morgunsins lagði m'ér á varir: „Óttastu ei. Sú hönd er mjúk og hlý, sem hvarmi þreyttum lokar hinzta sinn. Þá nóttin dvínar, dagur rís við ský og dauðinn lífsins þjónn er vinur þinn.“ (Sveinn Vikingur) Aldrei var unnt að fínna á helg- ari hátt hve samstarf húsfreyjunnar í fallega húsinu við Sólheima 22 og allra þar hafði tekizt vel á eilífð- arbrautum. Þar var tákn þeirrar handleiðslu, sem þessi hjartahreina, hljóðláta, hógværa og drenglynda húsfreyja hafði veitt bömum sínum og heimil- isfólki. Ekkert gull gæti ljómað skærar né orðið þeim helgari auður. Hún Guðrún var sannarlega í fararbroddi þess, sem óskað var æðst og heitast, fært í hljóða bæn og helga söngva. Það skyldi þakkað af öllum, sem kveðja hana og minn- ast hennar nú á helgri stundu. „Lát þar bæði hug og hönd og hjarta saman vinna." Annars hafði ég ekki kynnzt Guðrúnu, sem þessi minningarorð em helguð, áður en spor okkar lágu hér saman og böm hennar, sérstak- lega tvær dætur, Kristín og Guð- rún, urðu ógleymanlegir kirlqugest- ir mínir og nemendur. En allt sem ég hef heyrt og veit um þessa konu vottar einróma að hún var gædd göfgi, starfshugsjónum og fómar- lund. Enda var hún hjúkrunarfræð- ingur að mennt og hafði unnið að líknarmálum, var líklega ein í hópi hámenntaðra brautryðjenda á þessu starfssviði íslenzka samfélagsins. Og eitt er víst, að á þessum vett- vangi var unnið af hugsjónakrafti og fómarlund í upphafí og verður vonandi svo um alla framtíð. Fjölskyldan í Sólheimum 22 vakti ekki sízt athygli okkar öðrum frem- ur, af því að Jón Halldórsson, bygg- ingameistari eiginmaður Guðrúnar, var fæddur í sveitinni okkar, Múla- sveit í A-Barðastrandarsýslu, og náskyldur tengdafólki mínu þar. Sannarlega má telja heimili þess- ara hjóna meðal hinna beztu á okk- ar brautum. Látum svo aðeins í leiftursýn yfír æviskeið Guðrúnar Finnborgar Jónsdóttur, sem orð þessi eru helg- uð. Hún var fædd á nýársdag, 1. janúar 1919, dóttir hjónanna Jóns Guðjónssonar, sem þá var yfirbók- ari Eimskipafélags íslands, og Kristínar Salome Kristjánsdóttur, sem þá dvöldu á Suðureyri í Súg- andafírði, en fluttu svo til Reykjavíkur og þar ólst hún upp hjá þeim og dvaldi þar sín bemsku- og æskuár. En svo varð faðir henn- ar bæjarstjóri á ísafirði. Hún stundaði nám og störf bæði hér heima í Reykjavík og í Svíþjóð árum saman, unz hún giftist Jóni Halldórssyni byggingameistara hjá ísl. Aðalverktökum Keflavíkurflug- vallar. Lengst hafa þau átt heimili sitt í Sólheimum 22 og eignast þijú böm, sem -öll eru nú fyrirmyndar- starfsfólk hér í Reykjavík. Þau eru Halldór, sem er læknir, kvæntur Rannveigu Jónsdóttur, hjúkrunar- fræðingi; Kristín, arkitekt, gift Óla H. Jónssyni arkitekt og Guðrún, sem er magister í ensku, gift Þórði I. Guðmundssyni forstjóra. Auk þessara bama á Guðrún eina stjúp- dóttur, Steinunni Jónsdóttur fata- hönnuð, sem er dóttir Jóns frá fyrra hjónabandi. Maður hennar er Ári- líus Harðarson múrari. Allir þessir ungu þegnar íslands bera sannarlega ljós á vegu sína og eru geislar framtíðargæfu þjóðar og lands. Það ættum við öll að þakka, og það eru minjagull hennar sem við kveðjum með söknuði og blessunarbænum allra sem hér kveðja. Og með ljóma morgunsins, sem var hennar hinzta stund í heimi þessum, lítum við öll með þeim til þeirrar framtíðar, sem opnar nýjan himin og nýja jörð. Gefur dag í dauða. Syngjum í anda sumarljóð, sem „breytir dimmri nótt í dag og dauðans ópi snýr í vonarlag". Dagur er liðinn, dögg skín um völlinn. Dottar nú þröstur á laufgrænum kvist. Sefur hver vindblær. Sól guðs við fjöllin, senn hefur allt að skilnaði kysst. Dvel hjá oss guðs sól, hverf ei með hraða, himneskt er kvöld í þinni dýrð. Ljósgeislum tendrast lífsvonin glaða, lýs vorri sál er burt þá flýrð. Guðfagri ljómi, geislann þinn bjarta gráta mun jörðin með társtimda brá. Seg hveiju blómi, seg hveiju hjarta: Senn skín þinn morgunn við himinfjöll bli Hníg þú nú, guðssól, að helgum beði, harmdögg mun breytast í fegins tár. Kvöldhryggðin ásthrein til árdags gleði uppris við dýrðar morguns ár. (Stgr. Thorst.) Við þökkum húsfreyjunni í Sól- heimurn 22 vel unnið dagsverk sem móðir og hjúkrunarsystir á lífsins brautum og biðjum ástvinum henn- ar blessunar af höndu ljóssins föður. Árelíus Níelsson Góð kona er gengin. Göfugt hjarta hætt að slá. Það haustar. Manni finnst kuldinn naprari og myrkrið svartara þegar ljósið bjarta er slokknað. Guðrún Finnborg Jóns- dóttir tengdamóðir mín varð bráðkvödd að morgni 17. september sl. Þótt Guðrún, eða amma Stella, eins og hún var ævinlega kölluð í fjölskyldunni, hafí ekki gengið heil til skógar nú hin síðustu ár, kom þessi sorgarfregn öllum að óvörum. Hún var dóttir sæmdarhjónanna Kristínar Salome Kristjánsdóttur og Jóns Guðjónssonar fyrrum bæj- arstjóra á ísafirði. Það er ekki ofmælt að segja að Guðrún hafi verið einstök kona, — víðlesin, dagfarsprúð og hjálpsöm. Hún vildi leggja gott til allra mála, fölskvalaus og kom eins fram við alla. Mér er alltaf minnisstætt hve dugleg hún var þegar hún missti foreldra sína. Þannig vill hún ör- t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN GEIRA ÓLADÓTTIR, sem lést 17. sept. verður jarösungin frá Dómkirkjunni mánudag- inn 26. sept. kl. 13.30. Valborg Svelnsdóttir, Eiður Bergmann, Sæmundur Örn Sveinsson, Vígdögg Björgvinsdóttir, Óll Haukur Sveinsson, Margrét Stefánsdóttir og barnabörn. t GUÐRÚN F. JÓNSDÓTTIR hjúkrunarfraeðingur, Sólheimum 22, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 26. september kl. 15.00. Jón Halldórsson, Halldór Jónsson, Rannveig Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Óli Hilmar Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Þórður Ingvi Guðmundsson, Steinunn Jónsdóttir, Arilíus Harðarson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MATTHÍAS Þ. GUÐMUNDSSON, fv. verkstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. septem- ber kl. 13.30. Sigurveig Einarsdóttir, Magnús J. Matthfasson, Sigrún Magnúsdóttir, Ragnheiður B. Matthfasdóttlr, Guðmundur Brandsson, Kolbrún Matthíasdóttir, Ólafur Jónasson og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hraunbæ 84, verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. september kl. 13.30. Kjartan Pétursson, Edda Kjartansdóttir, Birglr Ágústsson, Stefanfa Kjartansdóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faðir okkar og bróðir, SVEINN HALLGRÍMSSON, Hörgshlfð 8, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 28. septem- ber kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Margrét H. Sigurðardóttir, Björg Sveinsdóttir, Hallgrfmur S. Sveinsson, Elfna Hallgrímsdóttir, Sverrir Hallgrfmsson. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsfjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. ugglega að við séum núna. Guðrún var trúuð og sanfærð um líf að lok- inni jarðvistinni, enda fengið sínar sannanir fyrir því á lífsleiðinni. Auðvitað er missirinn sár, einkum fyrir manninn hennar Jón Halldórs- son sem þarf nú að axla þunga byrði og stíga erfið spor. Einnig fyrir bömin, en þau eru: Halldór, læknir, giftur Rannveigu Jónsdótt- ur, Kristín, arkitekt, gift undirrituð- um og Guðrún cand. mag. gift Þórði Ingva Guðmundssyni. Héimili þeirra Jóns og Guðrúnar í Sólheimum 22 var og er afar fal- legt. Þar höfum við átt margar gleðistundimar gegnum árin og þær munu ylja okkur um ókomin ár. Guðrún var fædd 1. janúar 1919, þannig að hún hefði orðið sjötug um áramótin. Fremur hefði ég kosið að skrifa afmælisræðu en þessi orð. Það hefði ekki verið mikill vandi að skrifa góða ræðu um slíka konu. Skopskyn Guðrúnar var í góðu lagi og var henni eðlislægt að slá á létta strengi og hlæja í dagsins önn. Annars var hún fremur dul og hæg og var lítið fyrir að láta á sér bera. En sönn hetja var hún og æðrulaus. Fyrir tveim ámm veiktist hún af illkynja krabbameini og þurfti að ganga í gegnum erfíða meðferð í kjölfarið. En aldrei kvartaði hún. Og aldrei ætlaðist hún til neins af neinum nema sjálfri sér. „Það þarf ekkert að keyra mig, ég get farið í strætó." Þetta sagði hún oft þegar boðist var til að keyra hana þangað sem hún ætlaði. Reyndar fóm þær nöfn- umar, hún og Guðrún Lilja dóttir mín, stundum sér til skemmtunar í strætó niðrí bæ að skoða eða versla og var þá glatt á hjalla og gjama komið með lítinn pakka til baka. Já, öllum barnabörnunum tólf var hún einkar góð og má segja að síðustu árin hafi hún meira og minna helgað sig þeim. Það var alltaf opið í Sólheimum 22, alltaf kaffí á könnunni og mér var hún sem móðir, ekki síður en eigin böm- um. Það var hennar venja þegar skammdegið færðist yfir, að láta loga á litlum lampa í glugga sem sneri að götunni. Þó slökkni á því ljósi slökknar aldrei ljósið hennar sem lýsir veginn okkar. Nú er amma Stella laus við allar þjáningar. Ef það er satt að vistin handan landamæranna sé í sam- ræmi við gæsku manneskjunnar og breytni, þá er Guðrún nú á fögmm og góðum stað. Megi algóður Guð styrkja þig Jón minn og okkur öll. Hafí Guðrún þökk fyrir allt. Óli Hilmar Mestur og sársaukafyllstur er ætíð missirinn þegar nákominn ættingi fellur frá fyrirvaralaust. Eiginmaður, böm, tengdaböm, bamaböm og önnur skyldmenni vom algerlega óviðbúin ótímabæm andláti Guðrúnar Finnborgar Jóns- dóttur laugardagsmorguninn 17. september er hún fékk hægt andlát á heimili sínu í Sólheimum 22 í Reykjavík. Missirinn er sár eiginmanninum vegna þess að hann horfði nú fram á rólega ævidaga með konu sinni, nýlega hættur störfum hjá íslensk- um aðalverktökum eftir 35 ára störf þar. Missirinn er sár börnum hennar þremur og tengdabömum vegna þess mjög svo nákomna sambands þeirra við móður sína, sem ævinlega var tilbúin að hlaupa undir bagga með þeim og missirinn er bama- bömunum einkanlega sár, þar sem Guðrún Finnborg eða amma Gunna, eins og hún var jafnan nefnd, var gimsteinninn í augum þeirra. Guð- rún var engin venjuleg amma. Hún lifði fyrir bamabörn sín og senni- lega finnast fáar ömmur nú á dög- um sem snerust jafn mikið í kring- um barnabömin 12 og Guðrún Finnborg. Á hitt ber einnig að líta að snögg- ur dauðdagi er ef til vill betri kost- ur fyrir hinn látna og eftirlifandi ættingja. Sársaukinn nístir um stund en á móti kemur að um lang- vinnt og kvalafullt dauðastríð sem oft bíður eldra fólks er ekki að ræða. Guðrún Finnborg Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.