Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988
PRJONAKONUR!
Okkur vantar mikið af lopapeysum.
Kynnið ykkur nýja bónuskerfið i
peysumóttökunni.
Móttökustaðir:
Reykjavík sími 34718.
Selfoss sími 98-21444 (eftir kl. 17)
Borgarfjörður sími 93-70082.
Akureyri sími 96-22646 (eftir kl. 17).
Hilda hf.y
Bolholti 6.
Toyota Celica Supra 3,01
Til sölu er á bílasölunni BRAUT þessi stórglæsilega Toyota
Celica árg. 1987. Bíliinn er ekinn 19 þ. km. Bifreiðin er meö
nánast öllum hugsanlegum aukáhlutum og þægindum. Vélin
er 24ra ventla, 3ja lítra, 6 cyl. og með beinni innspýtingu.
Bifreiðin mun kosta kr. 1.500.000,-. Verð á nýjum '88, ca 2,2
millj.
Nánari uppl. á bílasölunni BRAUT,
símar 91 -681510 og 91 -681502.
Minningarrit
um Jón á Reynistað
í nóvember nk. er væntanleg bók, sem Sögufélag Skagfirð-
inga gefur út í minningu Jóns Sigurðssonar alþm. og
bónda á Reynistað, en á þessu ári eru liðin 100 ár frá
fæðingu hans.
Bókin hefur hlotið nafnið Ættir og óðal, rituð af Jóni sjálfum.
Efni hennar er að mestum hluta þættir og frásagnir af ættmennum
Jóns, einkum afa hans, séra Jóni Hallssyni, og föður, Sigurði á
Reynistað. Þá eru nokkrar æskuminningar Jóns á Reynistað. Auk
þess ritar séra Gunnar Gíslason ítarlegan formála að bókinni um
þau Reynistaðarhjón, Jón og Sigrúnu Pálmadóttur.
Þeim, sem vildu heiðra minningu Jóns á Reynistað, og jafnframt
eignast þjóðlega bók, er hér með boðin áskrift og verður þá nafn
þeirra skráð í töflu fremst í bókinni. Þeir, sem þessu vilja sinna
hafi samband bréflega eða símleiðis við Sögufélag Skagfirðinga i
Safnahúsinu á Sauðárkróki, fyrir 5. október nk. Sími 95-5424.
Bókin verður yfir 250 bls. að stærö prýdd yfir 50 Ijósmyndum og
með nafnaskrá. Verö tíl óskrifenda er kr. 1.950,-
Sögufélag Skagfirðinga,
Safnahúsinu, 550 Sauðárkióki, sími 95-5424.
FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA
Félagsfundur
verður haldinn miðvikudaginn 28. sept-
ember 1988 kl. 20.00, á Suðurlandsbraut
30, 4. hæð.
Dagskrá:
1. Fólagsmil.
2. KJaramál.
3. Önnur mál.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjóm Fólags járniðnaðarmanna.
Stykkishólmur:
Biskupar koptisku kirkjunnar
í Frakklandi með fyrirlestra
UNDANFARNA daga hafa dval-
ist hér í Stykkishólmi Abba Mar-
kos biskup koptisku kirkjunnar
í Frakklandi og aðstoðarbiskup
hans, Abba Athanius.
Þeir eru báðir fæddir í Frakk-
landi og hafa þekkst í 30 ár. Mark-
os hefir verið starfandi biskup þar
í 14 ár, en áður var hann blaðamað-
ur eða þar til hann tók þá ákvörðun
að tileinka sér starf og stefnu kopt-
isku kirkjunnar og vinna að fram-
gangi hennar í heimalandi sínu.
Klaustur Markosar er í Kairó.
Fréttaritari hitti þá félaga í kirkj-
unni okkar þar sem þeir voru þar
í boði séra Gísla Kolbeins. Þeir
töluðu enska tungu og útskýrðu í
stuttu máli starf sitt og í hvaða til-
gangi þeir væru komnir hingað.
„Tilgangur komu okkar," sagði
biskupinn, „er sá að við ætlum að
vera hér meðal fansiskussystra með
fyrirlestra í eina viku. Systir Trees,
sem hér hefir um mörg ár verið
líknarsystir, varð á vegi okkar fyrir
nokkru og leiddi athygli okkar að
Stykkishólmi og því starfí sem unn-
ið er þar. Var það til þess að við
fengum tilmæli til þessarar ferðar
og sjáum ekki eftir því. Þetta land
ykkar, ísiand, hefir komið okkur
mjög á óvart. Náttúrufegurðin hér
er einstök, loftslagið og svo snyrti-
mennskan þegar við göngum hér
um götumar í Stykkishólmi. Við
ímynduðum okkur ekki að þetta
fámenna land hefði áorkað svo
miklu sem við nú höfum kynnst.
Þetta nálgast ævintýri og ferð okk-
Morgunb!aðið/Ámi
Biskupar koptisku kirkjunnar ásamt sr. Gísla Kolbeins fyrir framan
altari Stykkishólmskirkju.
ar hingað ýtir undir að við komum
hingað seinna og ábyggilega mun-
um við tjá öðrum það sem við höfum
séð og heyrt.
Starf biskupanna er mikið ferða-
starf, við erum mikinn hluta tíma
okkar í lest og í fyrirlestrarferðum
svo sem tími okkar leyfir. Það er
aldrei stöðnun í okkar vinnu. Við
erum alkirkjusinnaðir og munirm
þegar við höldum héðan til
Reykjavíkur hafa tal af alkirkju-
nefndinni og meðal annars ræða
samstarfsmöguleika í útbreiðslu
kristinnar trúar. Dvölin hér hjá
kaþólska söfnuðinum verður okkur
lengi í minni og það er gaman að
halda hér fyrirlestra. Það er mikið
að vinna á akrinum og það vantar
alltaf starfsmenn."
Þá sögðust þeir hafa skoðað hér
nágrennið, fengið góða fjallasýn og
að ferðast milli Reykjavíkur og
Stykkishólms væri sérstök upplifun.
Fjörðurinn ykkar og eyjamar eru
tilkomumiklar og héðan förum við
fróðari en áður.
Þeir skoðuðu síðan okkar 110
ára kirkju og gripi hennar og altar-
istöflu og fannst mikið um. Séra
Gísli sýndi þeim þetta og útskýrði
aldur muna og skýrði starfshætti
kirkjunnar.
- Arni
ANGISTIN Á RÚNTINUM
Má bjóða dömunni far; úr gamanmyndinni Ökuskírtemið.
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Ökuskírteinið („License to
Drive“). Sýnd í BíóhöHinni.
Bandarísk. Grek Beeman.
Handrit: Neil Tolkin. Framieið-
endur: Andy Licht og Jeff Muell-
er. Kvikmyndataka: Bruce Surt-
ees. Helstu hlutverk: Corey Ha-
im, Corey Feldman, Carol Kane,
Richard Masur og Heather Gra-
ham. 20th Century Fox. 1988.
Að keyra flottan bfl og eiga
stefnumót við fallega ljósku („hið
eilífa ameríska „date") er hið efnis-
rýra innihald bandarísjcu gaman-
ungiingamyndarinnar Ökuskírtein-
ið („Licence to Drive"), sem sýnd
er í BíóhöIIinni. Einasti draumur
strákanna í myndinni er að fá öku-
skírteini svo þeir geti rúntað á
pabbabflnum með stelpu í framsæt-
inu.
Allt snýst um að keyra bfla í
unglingaveröld Les (Corey Haim).
Meira að segja nýja kærastan hans
heitir Mercedes. Hann ætlar að
bjóða henni á rúntinn sama dag og
hann fær bílprófið en hann fellur
og til að bjarga málunum segir
hann engum frá því en stelur stóra,
glerbónaða Kaddanum pabba síns
(eða afa réttara sagt) um kvöldið
og líður af stað ínní hið greiðfæra
land kvíða og angistar er geymir
alla þá sem einhvemtíma hafa ótt-
ast það að skemma bfl pabba síns.
Ein rispa og það er út um þig, Les.
Ökuskírteinið er ein af þessum
drengjamyndum sem gerð er um
drengi fyrir drengi og sver sig nokk-
uð í ætt við „Ferris Bueller’s Day
Off“ og jafnvel „Adventures in
Babysitting" hvað varðar ljúfa
kímnina í útlistun á foreldrum (ekki
láta þig sjást með þeim, pabbi drep-
ur mig ef hann kemst að þessu),
systmm (hrútleiðinleg merkikerti),
kæmstum (hún er guðdómleg) og
næturæfintýri oni bæ (það fer úr
böndunum).
Þótt fátt sé nýtt og raunar flest
kunnuglegt má hafa nokkurt gam-
an af myndinni, sakleysislegum
bröndumnum og grínútgáfunum af
fullorðna fólkinu, ótta Les við að
bfllinn skemmist og viðbrögðum
pabbans þegar hann sér að það er
svolítið meira en ein lítil rispa á
bflnum. Leikarahópurinn er líka
kunnuglegur með nafnana Corey
Haim og Corey Feldman í farar-
broddi. Litlu strákamir úr „Lucas"
og „Stand By Me“ era komnir á
kynþroskaaldurínn þótt ótrúlegt sé
og maður er dálítinn tíma að venj-
ast þeim í nýjum hlutverkum.
4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno
Dregió 7. októker.
Heildarverómœti vinninga 16,5 milljón.
/j/tt/r/mark