Morgunblaðið - 25.09.1988, Side 23

Morgunblaðið - 25.09.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 23 Hluti virkjunarsviðs virkjunarinnar á Læk með nýja stöðvarhúsið í forgrunni en hið gamla i baksýn. Vatnsaflsvirkjan- ir bænda algengar Mýrahreppur. NÚ ER SVO komið i orkukostn- aði Vestfirðinga að nokkrir bændur eru alvarlega farnir að huga að eða langt komnir með að byggja eigin virkjanir fyrir bú sín. Óheyrilegt orku- verð og þörf fyrir þriggja fasa rafmagn er það sem knýr menn dl framkvæmda. Æðarræktar- býlið Lækur í Mýrahreppi hef- ur ekki verið tengt dreifikerfi Orkubús VestQarða og verður ekki í bráð. Æðarræktandinn Zófonías Þorvaldsson á Læk í Mýrahreppi er nú langt korninn með að reisa nýja 26 kw. virkj- un við Núpsá og fleiri eru með virkjanir á teikniborðinu. Að sögn Zófoníasar er megin ástæðan fyrir hinni nýju virkjun sú að þar með fær hann þriggja fasa rafmagn heim á bæinn sem bændum gefst ekki kostur á frá samveitunni nema greiða sjálfir kostnað við lagningu heimtaugar- innar. Auk þess sem virkjunar- framkvæmdin mun borga sig upp á 7—8 árum. Þó eru hagkvæmari virkjunarmöguleikar á mörgum stöðum í sveitinni að hans sögn. Til að ná út þessum 26 kw. sem stöðin á að veita í nýtanlega orku nýtir Zófonías sér átta metra nettó fallhæð 500 sek.lítra vatns í gegnum tvær pípur, 40 sm sver- ar og 107 m langar. Nokkuð stór stífla temprar rennsli árinnar og veitir vatni í aðrennslisskurð að inntaki. Aðrennslispípurnar enda síðan í snigli í stöðvarhúsinu. Alls er virkjunarsvæðið u.þ.b. 300 m Sófonías Þorvaldsson bóndi Læk í Mýrahreppi stendur hér á þaki hins nýja stöðvarhúss. að lengd. Heimtaugin er síðan 300 m löng heim í hús. Túrbína nýju stöðvarinnar á Læk er svo sem ekki aiveg splunk- uný. Hún var notuð í áratugi í rafstöð Héraðsskólans á Núpi þar til stöðin var lögð niður 1971. Þama er um að ræða skrúfutúrb- * ínu með snigilhúsi þýska að uppr- una, frá því um 1930. í stöðinni verður aflstýring sem stýrir notk- un á orkunni í stað gangráðs á vatnsrennslið. Aflstýring þessi er smíðuð hér á landi af Ævari Jó- hannssyni hjá jarðfræðideild há- skólans. Virkjun Zófoníasar er . önnur virkjunin fyrir bæinn Læk, sú fyrri er jafnstraumsstöð byggð í kring- um 1944 og hefur þjónað dyggi- lega allt þar til nú að hún verður lögð af. - Kári Vísnatónleikar í Norræna húsinu NORRÆNT vísnatríó, Baldurs- brá, verður með tónleika í Nor- ræna húsinu mánudginn 26. sept- ember kl. 20.30. Tríóið skipa þau Jens Olesen frá Danmörku, Rigmor Falla frá Noregi og Frank Johnsson frá Svíþjóð. A tónleikunum flytja þau efhisskrá, sem er sérstaklega gerð fyrir þessa tónleikaferð og þau lofa skemmti- legri og fjölbreyttri dagskrá. Þau Jens, Rigmor og Frank eiga það sameiginlegt að semja sjálf lög og vísur og þau hafa öll langan feril að baki sem vísnasöngvarar. Á efnisskrá þeirra má finna höfunda eins og Poul Henningsen, Halfdan Rasmussen, Benny Andersen, Alf Proysen, Bellman, Taube, Ferlin, Dan Anderson o.fl. Þau hafa oft komið fram í útvarpi og sjónvarpi og hafa sungið inn á hljómplötur. Vísnatríóið heldur einnig tónleika á Norðurlandi. Þau syngja á Siglu- firði á þriðjud. 27. sept. og á Húsavík á miðvikudag og á Akur- eyri fímmtudaginn 29. september. (Fréttatilkynning) Norræna vísnatríóið Baldursbrá. Ferðamálanám í Menntaskólan- um í Kópavogi Hressmgarleíkfimi karla Hinir vinsælu morguntímar hefjast aftur fimmtudaginn 29. september kl. 07.40 í íþróttahúsi Vals. Áhersla lögð á þol, kraft og liðleikaaukandi æfingar. Skráning í síma 84389. Hilmar Björnsson, íþróttakennari. ÞRIÐJUDAGINN 4. október nk. hefst kvöldnámskeið í Menntaskó- lanum í Kópavogi um ferðamál. Þetta er þriðji veturinn sem skól- inn efhir til námskeiða um ferða- mál og hefur þátttaka ávallt verið svo mikil að ekki hefur verið unnt að sinna öllum umsóknum. Námskeiðið, sem hefst 4. október nk., verður haldið á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum í október og nóvember. Kennt verður um sögu og eðli ferðaþjónustunnar, lög og regiugerðir sem eru í gildi um ferða- þjónustu hér á landi, starfsemi Ferðamálaráðs íslands, umhverfís- mál, sölutækni, farseðlaútgáfu, markaðssetningu o.fl. Tekinn verður fyrir þjónustuþátturinn, þ.e. hin mannlegu samskipti sem eru ekki síst mikilvæg í ferðaþjónustu. Einnig verða kynntir þættir í hinum ýmsu starfsgreinum, s.s. störf hjá flugfé- lögum, ferðaskrifstofum, hótelum og veitingahúsum. Mikið hefur verið rætt um ferða- þjónustu sem ört vaxandi atvinnu- grein hér á landi og kallar það á aukna menntun fyrir starfsfólk í þessari atvinnugrein. Lítið framboð hefur verið á fræðslu- og starfs- þjálfun fyrir þá sem hafa áhuga á ferðaþjónustustörfum og vill Menntaskólinn í Kópavogi bæta úr þeirri þörf með því að starfrækja sérstaka ferðamálabraut fyrir nem- endur skólans og einnig með ftjáls- um kvöldnámskeiðum fyrir almenn- ing. (Fréttatílkynning) SUBARU XT TURB0 ÁRG 88 með 4ra þrepa sjálfskiptingu, digital mælaborði, álfelgum o.fl. Upplýsingar í síma: 78624 og 33560. TIMKEN keilulegur pjÓNusTA REyNS^ pEK'<lNG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.