Morgunblaðið - 08.10.1988, Síða 10

Morgunblaðið - 08.10.1988, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 Fontenay-tríóið. Góð byrjun Tónlist Egill Friðleifsson Háskólabíó 6. okt. 1988 Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit ts- lands Einleikarar: Fontenay-tríóið Efnísskrá: Leifur Þórarinsson, För (frumfl.). L.v. Beethoven, konsert fyrir píanó, fiðlu, selló og hyómsveit. J. Sibelius, Sinfónfa nr. 1 í e-moll op. 89. Sinfóníuhljómsveit íslands hóf vetrarstarfsemi sína með fyrstu áskriftartónleikum í Háskólabíói sl. fimmtudagskvöld. Á efnisskránni var nýtt verk, „För“ eftir Leif Þórarins- son, tríókonsert Beethovens og fyrsta sinfónía Sibeliusar. Um stjóm- völinn hélt nýráðinn aðalhljómsveit- arstjóri, Finninn Petri Sakari. Raun- ar hefur hann áður komið við sögu hjá hljómsveitinni og eru bundnar við hann miklar vonir. Vonandi hefur hann hæfni, dugnað og metnað til listrænna átaka og stórvirkja. Hljóm- sveitin hefur um tíma verið án aðal- hljómsveitarstjóra og ber þess nokk- ur merki. Það þarf haga hönd og stérkan vilja til að leiða hljómsveitina okkar í þær hæðir, sem kröfuharðir tónlistarunnendur óska eftir. Þegar efnisskrá vetrarins er skoð- uð kemur I ljós að þar er af ýmsu að taka. Það vekur m.a. athygii að nú á að flytja alla einleikskonserta Beethovens þar sem íslenskir einleik- arar verða í aðalhlutverkunum. Það er langt síðan hlutur þeirra hefur verið jafti stór. Hins vegar má telja þau íslensku verk á fingrum annarr- ar handar, sem frumflutt verða á misserinu og mætti huga betur að þeim málum. Annars var það „För“ Leifs Þórar- inssonar, sem fyrst hljómaði í Há- skólabíói sl. fimmtudagskvöld og var þetta frumflutningur verksins. Leifur fer í eigin smiðju í leit að efniviði og nýtir stef úr tónlist er hann samdi við leikritið „Til Damaskus" eftir Strindberg, en það fjallar um hjóna- bandið eins og kunnugt er. Það er kannski þess vegna sem Leifur vitn- ar einnig í frægan brúðarmars. Ann- ars er verkið í einum þætti er skipt- ist í þijá kafla eða „einfalt vað form“ svo notuð séu orð höfundar sjálfs. Þetta er hressilegt verk og litríkt og hér snaggaralega flutt af hljómsveit- inni þar sem Sakari var vel með á nótunum. Þá heyrðum við tríókonsert Beet- hovens. Þar fékk hljómsveitin Font- enay-tríóið til liðs við sig. Tríóið skipa þeir Wolf Harden, píanó, Michael Mucke, fiðla, og Niklas Schmidt, selló. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir félagar náð óvenjulegum þroska og fágun í samleik sírium og var samspil þeirra og hnökralítil sam- vinna við hljómsveitina einkar ánægjuleg áheymar í þessu einstæða og rismikla verki Beethovens. Tónleikunum lauk svo með fyrstu sinfóníu Sibeliusar, viðamikið og ró- mantískt verk, sem sver sig í ætt við tónmál Tjajkovskfjs með tilheyr- andi tilfinningahita. Þama var Petri Sakari á heimavelli og leiddi hljóm- sveitina til átaka. Þó flutningur væri ekki gallalaus er óþarfi að vera með sparðatíning að þessu sinni. Heildar- blær var góður og sannfærandi. Petri Sakari lofar góðu og á sjálfsagt eft- ir að sanna ágæti sitt enn betur. 911 cA 91 97A LÁRUS Þ. VALDIMARSSON solustjori L I I0U ■ L Iv5/U LARUS BJARMASOM HDL. LÓGG. FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Gott steinhús - tvœr íbúðir í Hvömmunum í Kópavogi. Á hseð er nímgóð 5 herb. íbúð með stórum sólsvölum. Á jarðhÁj. er 2ja herb. ib„ þvottahús, rúmg. geymslur og stór bflsk. RúmgóA lóð með fallegum trjágarði. Arkitekt: Sigvaldi Thord- arson. Ýmiskonar eignaskipti koma til greina. Nýlegt steinhús í Garðabæ Efri hasð, tvaar ib. rúmir 200 fm með 50 fm sólsvölum. Neðri hasð, gott verslunar- og atvhúsn. um 300 fm. Qóður bflskúr um 45 fm. Lóð frág. 1250 fm. Fjölbreyttlr nýtingarmöguleikar. Hentar t.d. sem fólagsheimili. Ýmlskonar eingaskipti mögul. Góð eign á góðu verði Steinhúa austast ( Fossvogi, Kópavogsmegin. Samtais 184,2 fm. Á haað er rúmgóð 4ra herb. Ib. Rlshaaðin getur verið fjögur ibherb. m.m. Nokkuð endumýjað. Faliegur trjógarður á 1150 fm leigulóð. Qóð ián um kr. 2,5 millj. Margskonar algnaak. mögul. Bjóðum ennfremur til sölu 4ra harfo. fb. á 2. hæð f Háaleitisbraut. Sórhiti. Útsýni. Laus. 2ja herb. giæsil. suðurib. í lyftuhúsi við Átftahóla. 3ja herb. endum. þakhæð i gamla Austurbænum. Svalir. Gott verð. 4ra herfo. n.h„ 100 fm (tvíb. Kóp. Sórhiti. Góð lón. 3ja-4ra herb. ib. í suðurenda við Hvassaleiti. Góður bflsk. 2Ja herfo. Iftil samþ. kjib. f gamla bænum. ódýr. Til leigu eða kaups 100-160 fm gott húanaaði óskast ó götuhaað. Helst í Skeifunni, Bfldahöfði kemur til greina. Traustur kaupandi. Nánari uppl 6 skrifst. Opið f dag laugardag ALMENNA FASTEIGNASAtAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 lÍQamíM mM i lystigarði Ijófra kála, lítil skríkja var þar hjá, fagurt galaði fugiinn sá, týrar þá við timbri ijála á tóia smíða fundL Listamaðurinn lengi þar við undi. Elliblíður bömum sínum byggði Iaup af hagieik fínum, eins og dísar manm mínum; margur naut þess útífiá, fágurt galaði fugiinn sá, er stóð á þaki stólpa fiýnu, steinninn kvað þar undir. Listamaðurmn lengi þar við undl Þessar vísur (2-3) eru úr hinu fræga Lysthúskvæði eftir Egg- ert Ólafsson. Hann notar hér orðið laupur í merkingu sem nú mun ekki algeng: húsgrind, „det samlede Tömmerværk i et Hus under Opförelse", segir í Blöndal. „Reisværket i en Bygn- ing, Kirkebygning", segir Johan Fritzner. í Ólafs sögu Tryggvasonar í Flateyjarbók segir frá athöfn- um Gissurar hvíta Teitssonar og Hjalta Skeggjasonar „Lentu þeir Hjalti við Hörgaeyri og skutu þar á land kirkjuviði þeim, er Ólafur konungur hafði látið öxa og fengið þeim, og mælti svo fyrir, að þá kirkju skyldi reisa nær því, er þeir tæki fyrst land. Og var þá hlutað hvorum megin vógsins kirlgan skyldi standa. Síðan reistu þeir Gissur og Hjalti fyrir norðan vóginn, því að svo bar þá hlut til. Þar var áður hof heiðingja og blót- skapur mikill, brutu þeir það allt niður. En er þeir Gissur höfu dvalist fímm daga í eyjun- um [Vestmannaeyjum] og reist- an laup kirkjunnar, þá fóru þeir þaðan og tóku Eyjasand þann sama dag sem menn riðu á al- þingi." En laupur merkir sem kunn- ugt er margt fleira. Orðabók Menningarsjóðs gefur þessar merkingan meis, kláfur, mæli- ker (t.d. laupur smjörs), hrafns- hreiður, gamall og slitinn hlutur (skrapalaupur), óáreiðanlegur maður (lygalaupur). í Flóres sögu og Blankiflúr er þess og getið að „dyrvörður lét taka 12 laupa stóra og fylla með alls kyns blóm“. Um uppruna orðsins kann ég ekki margt merkilegt að segja. Einhvern veginn finnst mér að eitthvað sé óheilt og laus- gangaralegt við laupinn, en í bókum greinir að orðið muni vera skylt lauf og ló (á fati). Til var orðið leypa sem virðist hafa merkt smjörskaka. ★ Orðtakið að leggja upp laup- ana merkir að farast, deyja, sökkva, gefast upp. í bókinni Við sólarlag eftir Guðbjörgu Jónsdóttur á Broddanesi (1952) segir svo: „Síðasta sunnudaginn sem hann lifði sagði hann við þá sem hjá honum voru: „Er nú nokkuð til í kistu utan um mig, ef jeg fer að leggja upp laupana núna.““ Um þetta orðtak segir Halldór Halldórsson prófesson „Orðið laupur merkir „rimla- kassi (kláfur, meis)“, en er jafn- framt notað um slitna hluti, sem eru í þann veginn að liðast í sundur. Að leggja upp mun tákna hér „hætta að nota,“ sbr. t.d. leggja upp árar.“ Þá lætur Halldór þess getið, að til sé af- brigðið að leggja niður laupana í svipaðri merkingu. í Formannsævi í Eyjum eft- ir Þorstein Jónsson í Laufási (1950): „Dálítill kvikusúgur var í vestri lendingunni. Ekki hafði Háski fyrr kennt grunns, en hann lagði alveg niður laupana og kæfði niður.“ ★ Hlymrekur handan kvað: Aldrei rak Sveinn upp bofs eða bupp, þó hann bólgnaði um síðu og bupp. En svo lá bann í kvefi eins og lakkrís í bréfi, uns lauparnir lagðir voru’ upp. 456. þáttur „Karfa heitir á ísl. vandlaup- ur (vöndr=tág),“ segir í 8. ár- gangi Fjölnis, undirritað H.F. [Halldór Kr. Friðriksson?] í Gylfaginningu lcemur fyrir orð- ið vandahús, en það er hús flétt- að úr tágum, sbr. vöndur og þýsku die Wand=veggur. Vand- laupurinn er allvíða í bók- menntum okkar góðum. Svein- bjöm Egilsson segir í þýðingu sinni á Odyssei&kviðu: „Hann hleypti helming hinnar hvítu mjólkur, lét ólekjuna í riðna vandlaupa, og geymdi handa sér, en helminginn setti hann í kimur." Steingrímur Thor- steinsson í þýðingu sinni á Þús- und og einni nótt: „En þegar hann loksins hafði komið því upp á ströndina með mestu fyrir- höfii, sá hann ekkert í því, nema einn stóran vandlaup, fullan af sandi." í sjálfri Heilagri ritningu (Matt 15,37) stendur (í útgáf- unni frá 1912 og flestum síðan), þegar segir frá því, er Kristur mettaði mannijöldann með fáum fiskum og brauðum: „Og allir neyttu og urðu mettir. Og þeir tóku upp afganginn af brauð- brotunmn, sjö vandlaupa fulla." Á sama stað í Guðbrands- biblíu og öllum útgáfum Biblf- unnar fram að 1912 stendur karfír (flt. af körf, lat. corbis) í stað vandlaupa, en í nýjustu útgáfunni er vandlaupurinn á brottu úr guðsorðinu og nútíma- orðið körfúr komið í staðinn. Sfst má gleyma vandlaupum hjartans í sögu Jóns byskups helga: þar segir frá nemendum Hólaskóla, að þeir kostgæfðu að „fylla vandlaupa síns hjarta af þeim molum viskubrauðs, er þeirra kennifeðui- brutu þeim til andligrar fæðu.“ Umsjónarmaður Gísli Jónsson Laufa byggja skyldi skála, skemmtibga sniðka’ og mála, VARMABÚSKAPUR HÚSSINS ÞÍNS Raunvígincli Egil Egilsson Húsið þitt er hitakerfi sem má skilja með lögmálum eðlisfræð- innar. Inn í það streymir orka í líki heits vatns, rafmagns o.fl. Jafnmikið streymir út aftur, nema svo sé, að húsið sé að kólna eða hitna. Örfáar einfaldar athuganir sem byggðar eru á almennri at- hyglisgáfu, grundvallarskilningi á varmafræði og skoðun á orku- reikningum þínum verða til þess að þú getur lært að átta þig á einfoldum staðreyndum um orku- búskap húss þíns. Forsendur Sé húsið meðaistjórt og vel ein- angrað og á veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur, eyðir það sennilega 2 tonnum heits vatns á sólar- hring. Miðað er við að vatnið komi inn 85°C heitt og fari út um 35°C heitt (góð nýting í oftium). Þetta jafiigildir þvf að 5 þúsund vatta rafinagnsplötur séu á fullum straum til að hita húsið upp. Það væri dýrt spaug. Skýringin á að hitunin kostar ekki meira er vita- skuld sú að vöttin frá hitaveitunni eru miklu ódýrari en vöttin frá rafmagnsveitunni. Enda er miklu ódýrara að afla þeirra. En stærsta virlg'un landsins í vöttum talið er ekki Þjórsárvirkjun við Búrfell, heldur Hitaveita Reykjavíkur. Þessi hitunarþörf, 5 kW, er meðaltal yfir árið, og þar með jöfn hitunaiþörfinni í meðalveðri við meðalhita ársins, 4°C. Það sem ræður að mestu hitunarþörf- inni er hitamunurinn úti og inni sem er um 16°C. Hitunina í mesta kulda (t.d. -f16°C) má reikna út frá þessu. Þá er hitamunurinn “/16 sinnum munurinn við meðal- hita úti og orku- þörfin 5 kW -f|eðauml3kW. Færi sú upphitun fram með raf- magni á almennum heimilistaxta myndi það kosta 1.500 kr. á sólar- hring. Aukahitun í venjulegum júlímánuði má venjulega komast nokkum veginn hjá upphitun hitaveitunnar. Ástæðan er að ýmislegt annað verður til að hita upp húsið, þótt það sé ekki beinlínis til þess ætl- að. Sé kveikt á 10 sextíu vatta perum, framleiða þær hita á við um 10% af upphituninni. Venjuleg rafmagnsljós og heimilistæki eru ekki fjarri því að skila 20% af hitunarþörfinni. Þar með er heild- arupphitunin að meðaltali um 6 kW í stað 5, ef heita vatnið er eitt reiknað með. Auk þessa er það ekki hverfandi varmi sem kemur frá mannfólki. Sú aukahitun sem oft munar mest um er geislun inn um glugga þann hluta árs sem sól er á lofti að marki. Jafnvel munar um hana þótt ekki sjái til sólar. Mat á aukahitun Gerum ráð fyrir að upphitunar hitaveitu sé ekki lengur þörf ef hitinn nær 13°C. Við höfum séð að við 4°C (16°C hitamun inni og úti) þurfti alls 6 kW-7/is eða um 2,6 kW. Um 1,2 kW af þessu koma frá upphitun raftækja og fólks. Afgangurinn er geislun inn um glugga, og nemur hún þá um 1,4 kW. Tekið skal fram að húsið jafnar nokkum veginn hitasveifl- ur sólarhringsins, svo að 1,4 kW eru meðalgeislun sólarhringsins. Hún ætti að fara upp í um 3 kW yfir hádaginn. Þetta er mat á meðaltölum meðalhúss, byggt á frumlögmál- um varmafraíðinnar, eða því einu að hitatap húss sé í réttu hlut- falli við hitamun úti og inni, hita- reikningum yfirritaðs og þeirri staðreynd að 1 g vatns gefur frá sér 4,2 joule við 1° kólnum. En vattið er 1 J/sek.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.