Morgunblaðið - 08.10.1988, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
Chile:
Pinochet ætlar að sitja
í fimmtán mánuði enn
Hafiiar afsögn ríkisstj órnarinnar
Santiago. Reuter.
AUGUSTO Pinochet, forseti og
einræðisherra í Chile, játaði í
Kontra-liðar:
Gegn frið-
argæsluliði
Managua. Reuter.
EINN af leiðtogum skæruliða í
Nicaragua sagði i fyrradag, að
ekki væri til neins að senda friðar-
gæslulið frá Sameinuðu þjóðunum
til að halda uppi gæslu á landa-
mærum Hondúras og Nicaragua.
„Meðan sandinistastjómin er við
völd verður að betjast gegn henni
með vopnum," sagði Roberto Ferrey,
einn af sjö foringjum skæruliða, í
viðtali, sem átt var við hann á Miami
í Bandaríkjunum. „Gæslulið á landa-
mæmnum mun engan vanda leysa."
Carlos Lopez Contreras, sendi-
herra Hondúras, hvatti til þess í
fyrradag á þingi Sameinuðu þjóð-
anna, að samtökin sendu friðar-
gæslulið til Nicaragua.
fyrrakvöld ósigur sinn í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni á miðviku-
dag. Hann hafiiaði um leið öll-
um hugmyndum stjórnarand-
stöðunnar um að hann sæti
skemur en 15 mánuði í viðbót
á forsetastóli. Sömuleiðis neit-
aði hann að taka til greina af-
sagnarbeiðni ríkisstjórnar
Chile frá því fyrr um daginn.
Tveir menn féllu fyrir skotum
óeirðalögreglu í höfuðborginni
Santiago á fimmtudagskvöld
er mikill mannfjöldi fagnaði
úrslitum atkvæðagreiðslunnar.
„Ég viðurkenni og virði dóm
meirihlutans eins og hann birtist
? gær,“ sagði Pinochet meðal ann-
ars í sjónvarpsávarpi. Hershöfð-
inginn kom nú fram í einkennis-
búningi í fyrsta skipti síðan boðað
var til kosniganna. Hann sagðist
staðráðinn í að sitja sem fastast
uns stjómartíð hans rennur út
samkvæmt stjómarskránni,
þ.e.a.s í mars árið 1989. Einungis
hefði verið kosið um forsetaemb-
ættið en ekki um breytingar á
stjómarskránni. Talsmaður forset-
ans sagði síðar að hann tæki ekki
til greina afsögn ríkisstjómarinna
frá því á fimmtudagsmorgun er
úrslit kosninganna vour ljós.
Rafmagn fór af höfuðborginni
og nokkmm stærri borgum á
fimmtudagskvöld. Að sögn lög-
reglu var orsakar að leita í spreng-
ingum óeirðaseggja. Víða kom til
átaka milli mannfjöldans í Sant-
iago sem fagnaði sigri og lög-
reglu. Rúmlega þrítugur maður
og 14 ára unglingur féllu fyrir
byssukúlum lögreglu aðfaramótt
föstudags.
Rcut«r
Augusto Pinochet forseti Chile kom fram í sjónvarpi á fimmtudags-
kvöld og játaði ósigur sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu.
8. þing Hansasambands-
ins nýlega haldið í Köln
Köln. ÐaD.
HAN SASAMBANDIÐ var í yfir
300 ár valdamesta samband
verslunarborga í Evrópu. Yfir
100 borgir í Mið- og Norður-
Evrópu bera þess enn merki að
Ensk öldurhúsamenning:
Býflugnabúið ræð-
ur sér heimspeking
Daily Telegraph.
TÉKKNESKI andófsmaðurinn
og heimspekingurinn Julius
Tomin hefrir nú loksins ftmdið
starf við sitt hæfi eftir átta ára
atvinnuleit í Englandi. Hann
hefiir verið ráðinn heimspek-
ingur Býflugnabúsins, sem er
krá í bænum Swindon, vestur
af Lundúnum. Fær hann fimm
þúsund pund (rúmar (jögur-
hundruð þúsund ísl. kr.) á ári
fyrir að ræða lífsgátuna við
krárgesti. Þessari nýbreytni
hefiir verið feikivel tekið og
Býflugnabúið var fiillt út úr
dyrum þegar Tomin hóf störf
í vikunni.
í fyrsta fyrirlestrinum á
fimmtudaginn, sem nefndist Inn-
gangur að heimspeki, sagði Tomin
frá þvf hvemig hann sótti baráttu-
þrek í heimspekina í viðureigninni
við tékknesk yfirvöld. Eftir að
hafa lokið doktorsprófi við Char-
les-háskólann í Prag fékk hann
hvergi háskólastöðu vegna skoð-
ana sinna. Hann vann ýmsa
verkamannavinnu og notaði hvert
tóm til að lesa samræður Platóns,
uppáhaldsheimspekingsins síns, á
grísku. Tomin var einn af þeim
sem undirrituðu Mannréttindaá-
skorunina 1977. Hann sat um
tíma í fangelsi vegna þess að
hann neitaði að gegna herþjón-
ustu.
Seint á áttunda áratugnum gat
Tomin sér orð um vfða veröld fyr-
ir að halda heimspekinámskeið á
eigin vegum í óþökk stjómvalda,
svipað og Sokrates gerði í Aþenu
á fimmtu öld fyrir Krist.
Árið 1980 var Tomin boðið til
Oxford til að halda fyrirlestur.
Hann ákvað að snúa ekki aftur
og reyndi án árangurs að fá stöðu
við háskólann í Oxford. Skýringin
er að hans sögn sú að skoðanir
hans á heimspekikennslu þykja
nýstárlegar. Hann telur fræði-
greinina hafa fjarlægst uppruna
Tékkneska andófsmanninunum
og doktornum í heimspeki, Jul-
ius Tomin, var vel tekið þegar
hann hóf störf á Býflugnabúinu
í Swindon i vikunni.
sinn í Grikklandi um of. Sókrates
ræddi lífsgátuna og hversdagsleg
vandamál á götum úti við hvem
þann sem hlýða vildi en nú á dög-
um stunda námsmenn einkum
heimspeki til að „öðlast fæmi í
rökræðum," eins og Tomin orðar
það. Undanfarin ár hefur hann
unnið að ritsmíð um Platón á
bókasafni í Oxford og dregið fram
lífið á þurfamánnastyrk frá hinu
opinbera.
Noel Reilly, eigandi krárinnar
Beehive í Swindon, sá að við svo
búið mátti ekki standa og bauð
Tomin þriggja ára samning sem
felur m.a. í sér að heimspekingur-
inn flytur þijá opinbera fyrirlestra
á ári. Reilly segir að „á breytin-
gatímum í þjóðfélaginu þar sem
efnishyggjan færist í vöxt sé
sífellt mikilvægara að skeggræða
andleg og siðferðileg verðmæti
og reyna að sjá samfélagsþróun-
ina fyrir.“ Þegar kráreigandinn
var spurður hvort drykkja og
heimspeki færu saman, svaraði
hann: „Það hafa þær stöílur alltaf
gert.“
hafa verið í Hansasambandinu
og ráðamenn stærstu hafiiar-
borga Vestur-Þýskalands eins og
Hamborgar, LUbeck og Bremen
eru stoltir að geta kennt sig við
Hansasambandið. Fyrir átta
árum var sambandið endurvakið
í ZwoUe í HoUandi og síðan hafa
þing verið haldin á hveiju ári.
FuUtrúar 94 borga frá Vestur-
Þýskalandi, Austur-Þýskalandi,
Póllandi, Svíþjóð og Sovétrílqun-
um héldu áttunda þing Hansa-
sambandsins í Köln nýlega.
Fyrsta þing Hansasambandsins
var haldið í Liibeck árið 1356 og í
margar aldir voru höfuðstöðvar
Hansasambandsins, sem þjóðir allt
frá Rússlandi til Bretlands voru
aðilar að, í Liibeck. Velmegun
Hansasambandsrílqa endurspe-
glaðist í stærð flota þeirra. Liibeck
átti til að mynda eitt kaupskip á
hvetja tíu borgarbúa.
Nafnið Hansasambandið var val-
ið af kostgæfni en „Hanse" merkti
„vopnaður flokkur" á miðháþýsku.
Kaupmenn á miðöldum voru undan-
tekningarlaust vopnaðir á ferðum
sínum því þeir urðu að veijast árás-
um ribbalda og sjóræningja jafnt á
vegum úti sem á sjó.
Það var af stjómmálaástæðum
sem 170 þjóðir í Norður- og Mið-
Evrópu tóku höndum saman og
mynduðu samtök sem tryggðu þeim
yfirburði á sviði stjómmála og við-
skipta í Norður-Evrópu í yfir 300
ár. Stjómmálaleg sundmng Evrópu
og stöðugur stríðsrekstur hömluðu
alþjóðlegum viðskiptum og hinar
ríku Hansaborgir sáu sig tilneyddar
til að veijast.
Hansaríkin tóku sameiginlega
áhættu af alls kyns viðskiptum,
Með slikum skipum tókst Hansa-
sambandinu að viðhalda viðskipt-
um um Mið- og Norður-Evrópu
í yfir 300 ár.
skipulögðu sameinginlegar verslun-
arferðir og kynntu hvert annað í
útlöndum höfnum. Hansasamband-
ið hafði skrifstofur og hafnarað-
stöðu í svo fjarlægum borgum sem
Lissabon, Antwerpen, London og
Hólmgarði og stóð fýrir friðarvið-
ræðum við borgaryfirvöld og léns-
herra. Afleiðingamar urðu aukið
öryggi á sjóleiðum, ábyrgð á versl-
unarvamingi og oft á tíðum niður-
felling á tollum.
Fulltrúum borga sem vom í
Hansasambandinu þykir sem draga
megi lærdóm af þessari arfleifð
ábatasamrar samvinnu sem að sínu
leyti er undanfari Efnahagsbanda-
lags Evrópu.
Sælgætisskortur
í Sovétríkjunum
Hoskvu. Reuter.
í Sovétríkjunum tekur skorturinn
á sig ýmsar myndir og nú er það
súkkulaðið, sem er að verða ófá-
anlegt. Þar sem það er ennþá selt
má víða sjá hálfs kílómetra langar
biðraðir fyrir utan búðirnar.
Sagði dagblaðið Sovjctskaja Ros-
síja frá þvi i gær.
Sagði í blaðinu, að súkkulaðiþurrð-
in stafaði af langvarandi sykurskorti
og einnig af því, að margir reyndu
að bæta sér upp fábreytt mataræðið
með sætindum. Þá kemur það líka
til, að sovéskir heimabruggarar, sem
eru orðnir allfjölmenn stétt síðan
yfirvöldin fóru að amast við áfengis-
neyslunni, nota súkkulaði og annað
sælgæti við mjaðargerðina þegar
annar sykur er ekki til.
Blaðið sagði, að hvað sem skortir
um liði ætu Sovétmenn allt of miki
af sælgæti eða 16,5 kíló á hvei
mannsbam á ári. „Enda leynir þa
sér heldur ekki á fólkinu sjálfu. Oi
fita er vandamál fyrir meirihlut
landsmanna."
I ágústmánuði var ekkert sælgæi
til í 33 borgum í Sovétrílq'unun
ekkert súkkulaði í 87 og í öðrum 6
var það stundum fáanlegt og stunc
um ekki. Það, sem af er árinu, vanl
ar 450.000 sælgætistonn upp á eftii
spurnina.
„Á Kfrov-stræti í Moskvu er bié
röðin nærri hálfs kílómetra löng,
sagði í Sovjetskaja Rossíja. „Innflutt
ir skór? Astrakhan-frakkar? Hollens
rakvélarblöð? Nei, bara venjuleg
súkkulaði."