Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
29
Borgarstjórn Reykjavíkur:
Áætlanir um flutning
Hringbrautar staðfestar
BORGARSTJÓRN Reylgavíkur
staðfesti áætlanir um flutning
Hringbrautar um 200 metra til
suðurs á fundi sínum á fímmtu-
daginn. Á fundinum var einnig
rædd tillaga minnihlutaflokk-
anna um stofiiun „ Atvinnuefling-
arsjóðs", en henni var vísað fi*á
af borgarstjórnarmeirihluta
Sjálfstæðisflokksins.
Fyrir fundi borgarstjómar lá til-
laga borgarverkfræðings um stað-
festingu á áætlunum um færslu
Hringbrautar. Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson (S) tók fyrstur til máls
um það efni. Hann minnti á, að
áætlanir um breytta legu Hring-
brautar byggðu á samningum milli
ríkis og Reykj avíkurborgar frá
1969 og 1976, sem meðal annars
hefðu falið í sér, að borgin afhenti
ríkinu dýrmætt byggingarland án
þess að krafíst yrði gatnagerðar-
gjalda, en á móti hefði ríkið sam-
þykkt að kosta gerð nýrrar Hring-
brautar, 200 metrum sunnar en hún
er nú.
Flutningiir Hringbrautar
staðfestur í aðalskipulagi
Vilhjálmur benti á, að í staðfestu
Aðalskipulagi Reykjavíkur væri
færsla Hringbrautar sýnd nákvæm-
lega í samræmi við samninga og
að fulltrúi ríkisins, Yfirstjóm mann-
virkjagerðar á Landspítalalóðinni
hefði tvívegis sent borgaryfírvöld-
um erindi, þar sem lögð var áhersla
á að samkomulag ríkis og borgar
yrði staðfest í aðalskipulaginu. Yfir-
stjómin hefði ekki gert fyrirvara
fyrr en 8. september á þessu ári og
í umræðum í samstarfsnefnd um
skipulag Háskólasvæðisins hefði
verið gert ráð fyrir þessum fram-
kvæmdum. Vilhjálmur sagði, að í
fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir
1988 væri gert ráð fyrir byijunar-
framkvæmdum og ekki hefðu kom-
ið fram mótmæli í borgarráði vegna
færslu götunnar.
Rök yfirstjórnar haldlaus
Vilhjálmur ræddi þá fyrirvara,
sem komu fram í bréfí yfirstjómar
mannvirkjagerðar á Landsspítala-
lóð frá 8. september. Hann taldi
að röksemdir um að framkvæmd-
imar væm óþarfar næstu 20 árin
haldlausar, því ekkert í samkomu-
lagi ríkis og borgar rökstyddi þetta.
Forráðamenn hinna sex nor-
rænu deilda í Amnesty Intemati-
onal koma saman til árlegrar
ráðstefnu í Skálholti dagana
7.—10. október. íslenskir þátttak-
endur verða 15 talsins, en frá
öðrum Norðurlöndum koma sam-
tals 15 fulltrúar; 4 frá Dan-
mörku, 4 frá Noregi, 3 frá
Svíþjóð, 2 frá Færeyjum og 2 frá
Finnlandi.
í frétt frá Amnesty segir að
helstu umræðuefni ráðstefnunnar
verði tillögur um skilvísari ráðgjaf-
arþjónustu og fljótvirkari ákvarð-
anatöku í alþjóðlegu samstarfi,
áætlun um praktískt samstarf milli
hinna norrænu deilda Amnesty Int-
emational, leiðir til að fá ungt fólk
til að starfa fyrir samtökin og úr-
ræði til að gera Norðurlandaráð
virkara í starfí Amnesty fyrir flótta-
fólk og þá sem leita sér pólitísks
Yfirstjómin sagði enn fremur í bréf-
inu, að færsla Hringbrautarinnar
klyfí athafnasvæði Háskólans í
sundur. Vilhjálmur taldi þau rök
ekki standast, því breytt lega
Hringbrautar væri í samræmi við
samkomulagið. í þriðja lagi teldi
yfírstjómin að í áformum
Reykjavíkurborgar fælust frávik
frá samkomulaginu, því borgin
gerði ráð fyrir því að Hringbrautin
í núverandi legu sinni yrði áfram
hluti af gatnakerfi borgarinnar, en
ekki eingöngu ætluð umferð á lóð
Landspítalans. Vilhjálmur sagði, að
á meðan ríkið byggði ekki fyrr-
greinda götu yrði að notast við
núverandi Hringbraut og að hún
yrði safngata fyrir Landspítalalóð-
ina og nærliggjandi hverfi.
Vilhjálmur lagði í lok ræðu sinnar
áherslu á að hraða yrði fram-
kvæmdum við færslu Hringbrautar
vegna aukins umferðarþunga á
Hringbraut, Miklubraut og Bú-
staðavegi og vitnaði hann í bókun
meirihluta skipulagsnefndar þar að
lútandi.
Framsókn vill fresta
framkvæmdum
Næst tók til máls Sigrún Magn-
úsdóttir (F). Taldi hún að staðið
hefði til að keyra málið í gegn í
borgarkerfinu. Hún sagði að fresta
hælis. Loks verður stuttlega fjallað
um baráttu samtakanna fyrir tafar-
lausum mannréttindum um heim
allan og herferð þeirra gegn dauða-
refsingum.
Formaður íslandsdeildar Amn-
esty Intemational, Sigurður A.
Magnússon, setur ráðstefnuna í
Skálholti, en fundarstjórar verða
Eyjólfur Kjalar Emilsson og Jó-
hanna Eyjólfsdóttir. Framsögumað-
ur um fyrsta umræðuefni verður
Ævar Kjartansson en aðrir fram-
sögumenn verða frá Danmörku,
Noregi og Svíþjóð.
Ráðstefnunni lýkur um hádegis-
bil á mánudag en síðdegis verður
móttaka fyrir þátttakendur hjá
Vigdísi Finnbogadóttur forseta á
Bessastöðum, þar sem Einar Páls-
son rithöfundur verður sérstaklega
heiðraður fyrir stórmannlegt fram-
lag sitt til íslandsdeildar Amnesty
Intemational.
ætti framkvæmdum við flutning
götunnar og taka að nýju upp samn-
ingaviðræður við fulltrúa ríkisins
um málið. Sigrún taldi einnig, að
kanna hefði átt ódýrari aðferðir til
að leysa umferðarvandann, svo sem
að framlengja Bústaðaveginn alla
leið að Sóleyjargötu.
Sigrún bað um að afstaða fram-
sóknarmanna í Borgarstjóm yrði
bókuð. í bókuninni kemur fram sú
skoðun, að ekki sé lengur þörf á
að flytja Hringbrautina, heldur beri
að breikka hana upp í sex akrein-
ar. Einnig segir þar að óæskilegt
sé að flytja umferðargötu fast að
enda flugbrautar og auk þess leng-
ist aksturleiðin á þessum kafla um
ca. 100 metra. Einnig er spurt í
bókuninni, hvort réttlætanlegt sé
að ráðast í þessar framkvæmdir,
þar sem kostnaður muni lenda á
borgarsjóði til að byija með, og
óvíst sé um endurgreiðslur frá
ríkinu. Sigrún bar einnig fram til-
lögu, þar sem lagt er til að við
endurskoðun á legu umferðarmann-
virkja vegna færslu Hringbrautar
verði umferð gangandi fólks og
tengsl við útivistarsvæði athuguð
sérstaklega.
Ríkið stendur ekki við
samninga
Davíð Oddsson, borgarstjóri
sagði að mikið væri til í þeim um-
mælum Sigrúnar að ríkið borgaði
ekki skuldir sínar. „Ríkisvaldið er
einhver versti viðsemjandi sveitar-
félaganna,“ sagði hann. „Það stafar
af því, að það telur sér ekki skylt
að standa við gerða samninga. Það
samkomulag Reykjavíkurborgar og
ríkisins.sem hér um ræðir, er 20
ára gamalt, og ríkisvaldið hefur
notið góðs af því og byggt án þess
að greiða gatnagerðargjöld. Borgin
hefur efnt sinn hluta samningsins
og sparað ríkinu stórfé. En nú á
ríkið að standa við sinn hluta samn-
ingsins og þá er farið að draga í
land. Þetta er mikið umhugsunar-
efni fyrir alla sveitarstjómarmenn
og borgarfulltrúar ættu að standa
saman í þessu rnáli."
Davíð sagðist líta svo á, að Yfir-
stjóm mannvirkjagerðar á Lands-
pítalalóð hefði ekki umboð til að
afturkalla samninginn. Þrír ráð-
herrar hefðu undirritað hann og
ríkið hefði notið hans í 20 ár. Hann
ræddi möguleika borgarinnar ef
ríkið færðist undan greiðslum.
Hann taldi tvær leiðir hugsanlegar,
annars vegar að rifta samningi og
krefja ríkið um gatnagerðargjöld
en hins vegar að stefna ríkinu til
fullnustu samninginum. Davíð lagði
að lokum til að tillögu Sigrúnar
yrði vísað til borgarráðs.
Aðalatriðið að leysa
umferðarvandann
Næstur á mælendaskrá var
Bjarni P. Magnússon (A). Hann
sagðist samþykkur tillögu meiri-
hlutans, enda væm tillögur fram-
sóknarmanna bráðabirgðalausnir.
Hann sagði aðalatriðið vera að leysa
umferðarvandann og að ríkinu bæri
að standa við gerða samninga.
Bjami óskaði eftir að sú afstaða
sín yrði færð til bókar, að þannig
yrði gengið frá mannvirkjagerð við
færslu Hringbrautar, að hún þjón-
aði öllum vegfarendum vel og að
umferðarvandann yrði að leysa til
frambúðar.
Að ræðu Bjama lokinni tók Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson aftur til
máls. Svaraði hann ýmsum rökum
Sigrúnar Magnúsdóttur og sagði
að sér fyndist sem hún neitaði að
viðurkenna umferðarþungann á
Hringbraut og vandann sem af hon-
um hlytist. Hann benti einnig á, að
ekki væri fyrir hendi ódýrari lausn
á þessum vanda, sem jafnframt
auðveldaði umferðina. Elín G. Ól-
afsdóttir(Kl) kvaddi sér hljóðs á
eftir Vilhjálmi. Hún lét bóka þá
afstöðu sína, að erfitt væri að
standa gegn flutningi Hringbrautar
en ýmsum spumingum væri enn
ósvarað. Því sæti hún hjá við.at-
kvæðagreiðsluna.
Stækkunarmögnleikar
Landspítala takmarkaðir í
dag
Páll Gíslason (S) sagði ástandið
í umferðinni ekki viðunandi og þetta
væri það minnsta, sem hægt væri
að gera til að bæta úr því. Hann
talaði um að færsla Hringbrautar
væri einnig nauðsynleg til að tak-
marka ekki stækkunarmöguleika
Landspítlans. Að síðustu tók Sigrún
Magnúsdóttir aftur til máls. Hún
benti á að 1976 hefðu framsóknar-
menn í borgarstjórn varað við því
að borgin léti land af hendi við
ríkið. Að lokum óskaði hún eftir
því, að tillaga sín yrði send til borg-
arráðs.
Þá var gengið til atkvæða. Tíu
borgarfulltrúar Sjálfstæðis- og Al-
þýðuflokks greiddu atkvæði með
flutningi Hringbrautar, borgarfull-
trúi framsóknarmanna greiddi at-
kvæði á móti en fulltrúar Alþýðu-
bandalags og Kvennalista sátu hjá.
Borgarstjóm samþykkti samhljóða
að vísa tillögu Sigrúnar Magnús-
dóttur til borgarráðs.
Amnesty á Norðurlönd-
um þingar í Skálholti
býðurARNARHÓLL
sérstakanmatseðil
á föstudags- og laugardags-
kvöldum-fyrirogeftir
sýningu.
REGNBOGAKÆFA CLÖRU kr. 325,-
(Regnbogakæfa með hunangssósu)
WALDGRAVE SÚPA kr.275,-
(Súpa kvöldsins)
NÆR ÖLDUNGIS GÓMSÆTT
HREKKJUSVÍN í P0KA kr.995,-
(Innbakaður grísavöðvi með osti,
sveppum og kryddjurtasósu)
RISTUÐ SMÁLÚÐA HJÁ RICK
0GRANSÝ kr.795,-
(Ristuð smálúðuflök með pöstu,
hrísgrjónum og kræklingasósu)
KOMDU 0G FÁÐU ÞÉR
RUGULKOLLU Á BARNUM
Amarhóll RESTAURANT
opinn á kvöldin frá kl. 18:00,
þriðjud. til laugard.
pantanasími 18833
Hverfisgötu 8-10