Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 Sin ögnin af hveiju. Jólatúlípaninn „Brílliant Star“. Lokaspjall um lauka þetta haustið Senn líður að lokum „laukat- íðar“ og vonandi hafa garðrækt- endur komið laukunum sínum í moldina og ekki orðið verulega fyrir barðinu á skassinu Helenu sem við hér á suðvesturhominu sluppum furðu vel úr klónum á þó ekki hafi allir landsmenn sömu sögu að segja, því miður. Vetur- nætur eru á næsta leiti og á skrif- stofu GÍ á Amtmannsstíg 6 hefur brúnu pokunum dijúgum fækkað, en ef vera kynni að einhveijir ættu ósóttar pantanir enn, em þeir hinir sömu minntir á að sækja þær sem allra fyrst. Skrifstofan er opin á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 1—6, auk þess á fimmtudagskvöldum kl. 8—10. Laukapokum fækkar líka óðum í hillum og körfum blómaverslana, þó gmnar mig að enn leynist þar eitthvað sem þeir síðbúnu geta notfært sér til ræktunar úti eða inni og í þessu lokaspjalli verður aðeins minnst á þá síðamefndu. Allflesta haustlauka má rækta inni með góðum árangri, jafnt hávaxna túlípana og páskaliljur sem smálauka svo sem vetrar- gosa, krókus, snæstjömuliljur og svo ótal margt annað, sem of langt yrði hér upp að telja. þeir laukar sem eftirsóttastir em til að prýða heimilin nýútspmngnir um jól em lágvöxnu túlípanamir „Brilliant Star" (rauður) og „Joffre" (gulur) og svo auðvitað hyasintumar fögm og ilmandi, sem um langt árabil hafa þótt sjálfsagðar til þess að lífga upp svartasta skammdegið. ílát geta verið hverskyns dallar, krúsir og stampar en ákjósanlegastir em þó venjulegir blómapottar með afrennslisgötum á botni. Þyki þeir ekki nógu fallegir til þess að hafa í stofu má setja þá ofaní potta- hlífar eða skrautpotta. Notið venjulega gróðurmold blandaða vikri eða fremur grófum sandi. Moldin þarf að vera laus og létt og varast skal að þjappa henni saman. Ekki má kúfylla ílátið, heldur hafa á því nokkurt borð. Látið laukana standa þétt og þrýs- tið þeim ofan í moldina þannig að um það bil helmingurinn af þeim standi upp úr, nema ef um mjög smáa lauka er að ræða þá má hylja þá alveg með mold. Vökvið vel og gætið þess að mold- in þomi ekki um of. Um drifningu Iaukanna leyfí ég mér að vitna í grein eftir Hafstein Hafliðason garðyrkjufræðing: „Setjið pottana á kaldan stað og vitjið þeirra af og til. Kjörhiti er á bilinu 4—10°C. Sé hann hærri er hætta á að laukamir rotni eða fari of hratt á stað og kasti blómunum. Lágur hiti lengir ræktunartímann. Lauka sem sett- ir em niður í byijun otkóber má fara að drífa í janúarlok. Þegar laukar em teknir inn til drifningar verður að gæta þess að fara ekki of geyst af stað með hitann. Best er að byija við 12—15°C og láta hann síðan hækka hægt upp í 18—20°C þegar fer að sjást í blómin. Til að blöð og blóm fái sterkan og eðlilegan lit þurfa laukjurtimar að fá eins mikla birtu og mögulegt er eftir að þær em komnar í drifninguna. Það launar ekki fyrirhöfn að reikna með framhaldslífí fyrir driflaukana. Hendið þeim bara með góðri samvisku!" (tilvitnun lýkur). Góðir lesendur! Blóm vikunnar óskar ykkur góðs gengis, gleði og skemmtunar við laukaræktun- ina. Borghildur Oskarsdóttir sýnir í Nýhöfti SÝNING Borghildar Óskarsdóttur verður opnuð i Listasalnum Ný- höfti, Hafnarstræti 18, laugardag- inn 8. október kl. 14—16. Á sýningunni verða 11 verk unnin í leir og gler á þessu ári. Þetta er fjórða einkasýning Borg- hildar en hún hefur einnig tekið þátt í flölda samsýninga hér heima og erlendis. Hún er meðal annars þátt- takandi í samsýningunni „5 víddir" sem var sumarsýning í Röhsska- safninu í Gautaborg og verður sett upp í Færeyjum og opnuð 17. októ- ber. Borghildur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Edinburgh College of Art. Hún var kennari við Myndlistaskólann í Reykjavík á áranum 1973—1984. Borghildur vann 1. verðlaun í sam- keppni um merki Listahátíðar 1988. Sýningin, sem er sölusýning, er Borghildur Óskarsdóttir sýnir verk sín í Listasalnum Nýhöfii í Hafiiarstræti. opin virka daga kl. 10—18 og um helgar frá 14 til 18. Sýningunni lýkur 26. október. NYTT SIMANUMER 67 42 22 Blikksmiðja Gylfa hf. Vagnhöfða 7,112 Reykjavík Kvikmyndin Nico sýnd í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina Nico með Steven Seagal, Pam Grier og Henry Silva í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Andrew Davis. Nicola Toscani, fyrrverandi starfsmaður CIA, sem starfar fyrir fíkniefnadeild lögreglunnar í Chicago handtekur einn helsta fíkniefnasala borgarinnar í fyrirsát en fær fyrirmæli um að láta hann lausan því hann gegni mikilvægu hlutverki fyrir stjómvöld. Nico sættir sig ekki við þessa afgreiðslu mála og leggur líf sitt og fjölskyldu sinnar í hættu þegar hann heldur áfram rannsókn þvert ofan í fyrir- mæli. Hann kemst síðan að því að háttsettir menn innan CIA em síður en svo með hreinan skjöld. (Úr fréttatilkynningu) Atríði úr kvikmyndinm Nico sem sýnd er í Bíóhöllinni. Elín Magnúsdóttir sýnir í Tunglinu ELÍN Magnúsdóttir myndlist- ur. Elín lauk prófí frá Gerrit Riet- arkona opnaði sýningu í Þar sýnir hún stórar akrýl- veldt Akademiunni í Amsterdam Tunglinu föstudaginn 7. októ- myndir sem allar hafa svipað vorið 1987. ber og stendur hún í tvær vik- þema, „piano forte". SJALFSTÆÐISMEININ Dregið í dag. Happdrætti Sjáifstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.