Morgunblaðið - 08.10.1988, Page 33

Morgunblaðið - 08.10.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 33 dagaskóli kl. 11. Munið skóla- bílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Kvenfélagskonur lesa lexíu og pistil. Kór Keflavíkurkirkju syng- ur. Organisti og stjórnandi Örn Falkner. Sóknarprestur. KFUM og KFUK: Almenn sam- koma sunnudagskvöld kl. 20.30 að Amtmannsstíg 2B. Ræðu- maður verður Lindsay Brown frá Alþjóðlegu kristilegu skóla- og stúdentahreyfingunni. Athugið að þetta verður síðasta kvöld- samkoman á þessu hausti. Næsta sunnudag verður sam- koma kl. 16.30. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnamessa kl. 11. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- messa kl. 11 í umsjá Kristínar Sigfúsdóttur. Sr. Tómas Guð- mundsson. NÝJA POSTULAKIRKJAN á Háa- leitisbraut: Messa sunnudag kl. 11. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Fyrirbænaguðsþjónusta mánu- dag kl. 17.30. Beðið fyrir sjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. MOSFELLSPRESTAKALL: Lágafellskirkja. Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 14. Séra Árni Pálsson og kirkjukór Kársnes- sóknar annast messugjörðina. Sóknarprestur. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta í Hrafnistu kl. 10. Guðs- þjónusta í Víðistaðakirkju ki. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Kristín Jóhannesdóttir. Sr. Sigurður Helgi Guðmunds- son. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Almenn guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel- leikari Pavel Smid. Sr. Cecil Har- aldsson. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarfið hefst í safnaðar- heimilinu ki. 11 í umsjá Láru Guðmundsdóttur og Helgu Óskarsdóttur. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarfið hefst kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Oddný Þor- steinsdóttir. Fundur með foreldr- um fermingarbarna að lokinni messu. Sóknarprestur. KAPELLA HÁSKÓLANS: Messa á ensku fyrir allar kirkjudeildir verður haldin í kapellu Háskólans á sunnudag kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli fyrir börn kl.,14. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20.30. Ofursti Edward Hannevik aðalritari og frú Margaret syngja og tala. Kaft- einn Daniel Óskarsson stjórnar. Heimilasambandsfundur á mánudaginn kl. 16, frú ofursti Matrgaret Hannevik talar. ÚTSKÁLAKIRKJA: Barnastarfið hefst með sunnudagaskóla á sunnudaginn kl. 11. Nýtt fræðsluefni. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVALSNESKIRKJA: Barnastarf- ið hefst með sunnudagaskóla á sunnudag kl. 14 í grunnskólanum í Sandgerði. Nýtt fræðsluefni. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN FÍLA- DELFÍA: Almenn bænasamkoma laugardag kl. 20.30. Almenn vakningarsamkoma sunnudag kl. 20. Ræðumaður Hafliði Kristins- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Sunnu- dagaskóli kl. 10.30. Munið skóla- bílinn. Organisti Helgi Braga. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Guðsþjónusta á sunnudag kl. 14. Sr. Stefán Lárusson. KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Þykkvabæjar- kirkju kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14 í Þykkvabæjarkirkju. Organisti er Sigurbjartur Guðjónsson. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma í kirkjunni laugardag kl. 13. Kirkjuskólinn í safnaðarheimilinu Vinaminni sama dag kl. 13. Sr. Björn Jónsson. I Hundrað Hollendingar í hádegisverð til íslands Keflavík. FJÖRUTÍU sölumenn frá Peuge- ot-bílaumboðinu í Hollandi, eigin- konur þeirra og yfirmenn, aUs 99 manns, komu til landsins frá Amsterdam laust fyrir hádegi á miðvikudaginn. Þeir flugu með hljóðfráu þotunni Concord frá franska flugfélaginu Air France og var ferðin til Islands verðlaun til sölumannanna fyrir góðan árangur í starfi. Ekki var viðdvöl- in á Islandi löng að þessu sinni, hópurinn snæddi hádegisverð á Hótel Sögu, skoðaði Höfða í Reylgavík, fór til Hveragerðis og drakk að lokum sídegiskaffl i Skiðaskálanum í Hveradölum áð- ur en haldið var aftur tíl Hol- lands síðdegis. „Af hveiju ísland? Okkur datt í hug að gera þetta að eftirminnilegri ferð og fara þangað sem enginn okkar hafði komið áður,“ sagði C.H.M. Hermanns einn af fram- kvæmdastjórum Peugeot í Hollandi. „Þegar við settumst niður til að velja iand, kom í ljós að flest lönd í Evr- ópu höfðu verið heimsótt af ein- hveijum úr hópnum og margir höfðu komið til Afríku. Því fannst okkur upplagt að fara til íslands og geta sagt frá því að við hefðum skropgið í hádegisverð til Reylq'avíkur á ís- landi í gær. Menn eru ákaflega án- ægðir með að fara í þessa ferð og hún mun áreiðanlega líða okkur seint úr minni," sagði Hermanns ennfrem- ur. Nokkur viðhöfn var við komu hópsins til Keflavíkur og tóku franski sendiherrann, hr. Mer, og aðalræðismaður Hollands á íslandi, Ámi Kristjánsson, á móti Hollend- ingunum. Þá lék Skólahljómsveit Morgunblaöið/Bjöm Biöndal Hollensku gestirnir ganga frá bordi Concord-þotunnar við undirleik Skólahljómsveitar Kópavogs. Kópavogs fyrir gestina á meðan ot á íslandi skipulögðu ferðina hér þeir gengu frá borði. Starfsmenn á landi. Jöfurs hf. sem er umboðsaðili Peuge- _ BB Markvisst samstarf við Damstahl A/S eykur styrk okkar í birgðahaldi á ryðfríu stáli. Með stærsta lager- fyrirtæki Norðurlanda að bakhjarli tryggir Sindra Stál viðskiptavinum sínum örugga þjónustu. Skjót afgreiðsla á sérpöntunum vegna ýmissa verkefna. Damstahl Ryðfrítt stál er okkar mál! SINDRAimSlAL HF BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.