Morgunblaðið - 08.10.1988, Side 35

Morgunblaðið - 08.10.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 35 toyota Neytandinn og tannlæknirinn: Ríkisstjórnin ætlar að „ Að öllu gamni slepptu, þá hef ég þá trú að nú fari virkilega að rofa til í gjaldskrármálum tannlækna.“ lækka laun tannlækna eftir Vilhjálm Inga í fyrsta skipti í íslandssögunni hefur það gerst, að fellt hefur verið inn í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar, að hún ætli að lækka laun tann- lækna sérstaklega. Núverandi ríkis- stjóm jafnréttis og félagshyggju hefur sett sér eftirfarandi markmið. „Fyrirkomulag tannlæknaþjón- ustu verður endurskoðað í því skyni að lækka tilkostnað heimila og ríkis án þess að dregið verði úr þjón- ustu.“ Ég hef á öðmm stað lofað að skýra frá viðbrögðum þingmann- anna okkar. Er skemmst frá því að segja að fulltrúar allra þing- flokka héðan úr kjördæminu, nema Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, hafa sýnt þessu málefni stuðning. Eftir að hafa heyrt um vasklegt framlag Jóhönnu Sigurðardóttur við samn- ing yfírlýsingarinnar hér að fram- an, treysti ég henni til að hysja buxumar upp um Áma Gunnarsson og láta strákinn fara að bursta tennumar. Halldór Blöndal situr sennilega upp á fjóshaug þeim sem honum hefur verið svo tíðrætt um að undanförnu, og galar í bundnu og óbundnu máli um það hve illa sé farið með „besta stjómmálamann á íslandi“ og hefur ekki tíma til að hafa áhyggjur af venjulegum neytendum og smámennum. Að öllu gamni slepptu, þá hef ég þá trú að nú fari virkilega að rofa til í gjaldskrármálum tann- lækna. Rökin sem ég hef fyrir mér í því efni eru þessi: Guðmundur Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, eiga ásamt fulltrúum Alþýðubandalags og Samtaka jafn- réttis og félagshyggju heiðurinn af orðalagi um tannlækna í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar. Ég veit að hugur fylgir máli, og að þetta em ekki innantóm orð. Ef svo væri, þá hefði þessi málsgrein aldrei farið inn í stefnuyfirlýsinguna, því það er ekki á hvetjum degi sem ein starfsstétt er dregin opinberlega fram í dags- Ijósið í því skyni að lækka laun hennar og það án þess að hún minnki þjónustu sína. Þannig tala ekki ábyrgir stjómmálamenn nema að aðgerðir fylgi. Þriðji ráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og sam- gönguráðherra, skrifaði mér bréf, þar sem hann meðal annars bendir á að fjórði ráðherrann í núveandi ríkisstjórn, Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, hefði á sínum tíma sem heilbrigðisráðherra sett reglugerð um endurgreiðslu tann- læknakostnaðar. (Ef mig misminnir ekki, þá var það eitt fyrsta verk næsta heilbrigðisráðherra sem var sjálfstæðismaður, að nema þau ákvæði úr gildi. (Sjálfstæðismenn og tannlæknar, þið vitið hvar aur- amir koma að „góðum“ notum.) Steingrímur minn, nú ert þú sam- kvæmt bréfinu „aðgerðarskildur“ í málinu, og varla stendur á Svavari. Síðast en alls ekki síst verður svo að geta þess, að Málmfríður Sigurð- Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af sjónarvottum að því er ekið var á gráa Lancia fólks- bifreið við hús Bjrfreiða- og Landbúnaðarvéla í Ármúla. Óhappið átti sér stað frá klukkan 23 að kvöldi laugardagsins 1. þ.m og til klukkan 14 sunnudaginn 2. þ.m. Tjónvaldurinn fór af vettvangi án þess að gera vart um óhappið og er tjón eiganda Lanciunnar tilfinnan- legt. ardóttir hefur sýnt „tannlæknamál- inu“ mjög mikinn áhuga og hefur falast eftir gögnum sem hún og Guðrún Agnarsdóttir hafa kynnt sér. Þær ásamt stöllum sínum í Kvennaframboðinu munu án efa veita ríkisstjóminni nauðsynlegt aðhald, og láta frá sér heyra ef þeim fer að leiðast biðin eftir raun- verulegum aðgerðum. Samkvæmt því sem að framan er rakið ætti sú bið varla að vera löng, því fá ein- stök málefni hafa jafn margra ráð- herra og alþingismenn á bak við sig, eins og endurskoðun tann- læknaþjónustunnar hefur. Ég skora því á ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar að standa við gefin fyrirheit, þannig að ekki sannist á henni ummæli sjálfstæðismanna um óheilindi og ódrengskap og að slíkur áburður á alþingismenn megi ómerkur vera og á fjóshauga varpað. Villijálmur Ingi P.S.: Mér hefur verið tilkynnt frá tryggingayfirvöldum, að Helgi V. Jónsson, formaður samninganefnd- ar ríkisins, ætli loksins að svara mér varðandi forsendur tannlækna- taxtanna. Það verður fróðlegt að sjá hvemig hann ver þá ákvörðun sína og samnefndarmanna sinna, að ætla sumum tannlæknum yfir 12.000 krónur á tímann, í laun og launatengd gjöld, af almannafé. Höfundur er kennari við MA og í stjórn Neytendafélngs Akureyrar. 1 « é 4 VERÐLÆKKUN SEM ENGINN GETUR HORF FRAMHJÁ! Við veitum nú heljarmikinn afslátt af Toyota Corolla ’88 árgerð og gildir afslátturinn á meðan birgðir endast. Bílarnir lækka um allt að 100.000 kr. en staðgreiðsluverð þeirra er frá 459.000 kr. Ef þú átt nýlegan bíl fyrir, kemur að sjálfsögðu til greina að taka hann upp í. Á meðan þetta tilboð stendur er opið hjá okkur til kl. 20 virka daga og á iaugardögum frá 13 til 16. Umboðsmenn Toyota eru um allt land: Keflavík, Akranesi, Borgarnesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, iEgilsstöðum og Vestmannaeyjum. TONOT Þ. eOVAOVAJ COROL.LA TOYOTA rOYOTA FjOLVENTLA VÉLAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.