Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
Ágúst Þórarins-
son — Minning
Fæddur 16. ágúst 1916
Dáinn 29. september 1988
Hann lést hér í sjúkrahúsinu 27.
september sl., 72 ára að aldri, eftir
frækilega baráttu við erfiðan sjúk-
dóm. Með æðruleysi trú og þolgæði
tók hann sínum örlögum. Eins og
hann oft sem sjómaður varð að
kljúfa bratta báru, heyja erfíðan
róður, en náði heill í höfn, eins var
hans seinasta för hér í mannlegu
samfélagi traust og örugg til þeirr-
ar hafnar sem mannkyn stefnir að
eftir æviferð hér á jörð. Tilgangur
lífsins var Ágústi ekki hulinn, skiln-
ingur hans og trúaröryggi vísaði
honum rétta leið, var hans áttaviti.
Við hittumst oft bæði á förnum
vegi og eins í starfí. Um 20 ára
skeið áttum við samleið í Lions-
klúbbi Stykkishólms. Þar unnum
við saman og trúðum því að um
leið værum við að vinna Hólminum
gagn, bænum sem við bárum fyrir
bijósti og þráðum velferð hans.
Alltaf þegar til hans var kallað
mætti hann og lagði lið og seinasta
vetur mætti hann á hverjum fundi,
þótt þá væri baráttan við sjúk-
dóminn hafín. Það sást ekki á
Ágústi að nein æðra væri til stað-
ar. Bros hans og það sem hann
lagði til mála, handtök hans og
kveðja var slík að hún yljaði sam-
ferðamanninum. Hann var góður
þegn okkar lands og hvar sem hann
kom hafði hann bætandi áhrif.
Þannig kom hann mér fyrst fyrir
sjónir þegar við hittumst fyrir um
40 árum og þannig skildum við
tveim dögum fyrir andlát hans þeg-
ar ég færði honum þakkir og kveðju
okkar Lionsmanna á sjúkrabeð.
Hans hlýja kveðja þá, þakklæti og
skilaboð til félaganna, verður lengi
ofarlega í huga mínum og Ágústar
verður gott að minnast. Hann barst
ekki mikið á en var því mun traust-
ari. Hann kom hingað sem skip-
verji á nafna sinn mb. Ágúst Þórar-
insson, var þar stýrimaður. Eftir
þá komu varð Hólmurinn hans
heimahöfn. Hér búsetti hann sig,
giftist góðri og samhentri konu og
þegar sjómennskunni lauk sneri
hann sér að smíðum og vann lengi
í Skipasmíðastöðinni Skipavík, eða
þar til kraftar hans dvínuðu. Þar
sem annars staðar vann hann sín
störf af alúð.
Þau hjónin María Bæringsdóttir
frá Bjamarhöfn ög hann eignuðust
tvær dætur sem nú eru uppkomnar
og eiga heimili.
Góður og gegn borgari kveður.
Lionsfélagar þakka honum trygga
og góða samfylgd. Stykkishólmur
sér á bak nýtum og góðum borgara
og við góðum félaga. Góður Guð
fylgi honum á eilífðarbraut. Ástvin-
um hans sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Lionsklúbbur Stykkishólms
Ámi Helgason
Ávallt er það svo að þegar maður
kveður vin hinstu kveðju verður
maður þess áskynja að í þeim hólf-
um hugans sem geyma vináttu og
væntumþykju verður einskonar
uppstokkun. Vinur er horfínn og
ekkert mun nokkum tíma fylla hólf
hans. Því rými verður ekki öðrum
úthlutað, þar situr minningin ein
eftir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
BERGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR
fyrrverandl Ijósmóðir
frá Sólvöllum,
Grundarflrði,
andaðist ( Sjúkrahúsinu Stykkishólmi aðfaranótt 6. október.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Maðurinn minn, t INGÓLFUR GUÐMUNDSSON
húsasmrðameistari,
Sörlaskjóli 6,
er látinn. Karftas Magnúsdóttir.
t
Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir,
JÓN JÓNSSON,
áöur til helmllis f Skaptahlfð 10,
Reykjavfk,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík þann 6. október.
Laufey Jóhannsdóttlr,
Jóhann Jónsson, Sólvelg Gunnarsdóttir.
t
Þökkum öllum innilega fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát
og útför föður okkar,
KJARTANS ÞORKELSSONAR,
sem var jarðsettur þann 16. september siðastliðinn.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Sjúkrahúsi Akra-
ness.
Krlstfn KJartansdóttlr,
Björn Kjartansson,
Guörún Kjartansdóttir,
Þorkell Kjartansson,
Asmundur Kjartansson,
Anna KJartansdóttlr,
Ragnheiður Kjartansdóttlr,
Halldór Kjartansson,
Svanborg KJartansdóttlr
Sú minning sem hjá mér dvelur
um vin minn Ágúst Þórarinsson er
ákaflega björt og full þakklætis.
Þakklætis yfír því að hafa verið
honum samferða um skeið og feng-
ið til þess færi að kynnast manni,
sem aldrei hallaði á nokkum mann.
Ávallt reiðubúinn að láta gott af
sér leiða og miðla einungis góðu til
samferðamannanna, án þess að
telja það nokkum tíma sjálfum sér
til tekna né til að hælast um af.
í þessu sambandi riíjast upp saga
af ungum manni úr heimavist
Gagnfræðaskóla Stykkishólms.
Ungum manni er stóð hnugginn
yfír pjönkum sínum og pinklum og
beið eftir fari heim, eftir brottvísun
úr skóla. Unglingur í þessum spor-
um er sjaldnast jákvæður í hugsun.
Þá leitar ekki á hugann sjálfs-
gagnrýni heldur miklu frekar hat-
ur, illgimi og hefndarþorsti. Og all-
ir vita að það hugarfar elur ekki
af sér gæfumann. Til þess að svo
megi verða þarf til að koma stuðn-
ingur utanfrá. Stuðningur þeirra
sem eiga í bijósti sér tilfínningar
sem brætt geta andúð og illgimi.
Það var mín hamingja einmitt á því
augnabliki sem áður er nefnt að fá
tækifæri. Það tækifæri veittu mér
tiltölulega ókunnug hjón, þau María
og Ágúst. Þessa sögu þekkja marg-
ir, en fæstir gera sér grein fyrir
mikilvægi þessara atburða í minni
lífssögu. Nú þegar kveðjustund er
upprunnin skal þetta þakkað þó í
fátæklegum orðum sé.
Aðdragandinn að brottför Ágúst-
ar héðan var nokkuð langur en þrátt
fyrir það og alla þá erfíðleika sem
það olli honum og hans kæmstu
vinum æðraðist hann aldrei. Hann
fór héðan sáttur. Sáttur við menn
og málleysingja. Sáttur við lífið og
dauðann. Fram á síðustu stundu
var hugsunin einatt sú að gera nú
gott úr öllu.
Okkur sem enn um sinn dveljum
jarðríkið er falinn fjársjóður, sem
er minning um góðan dreng. Og
um leið og við biðjum algóðan Guð
um að vemda með okkur þessa
minningu óskum við þess að okkur
Fæddur 21. febrúar 1904
Dáinn 25. september 1988
Hinn mikli heiðursmaður og ís-
landsvinur lést á Ríkisspítalanum í
Kaupmannahöfn þann 25. septem-
ber sl. eftir stutta en erfíða sjúkra-
húsvist.
Jens fæddist í Stokkemarket á
Lálandi, var hann einkasonur for-
eldra sinna og hjá þeim ólst hann
upp og kynntist snemma vinnu,
verzlun og viðskiptum en faðir hans
rak um langt árabil verzlun og við-
skipti í Stokkemarket. Þar lauk
Jens sínu bamaskólanámi og síðan
lærlingsnámi hjá föður sínum, að
því loknu fór hann til Kaupmanna-
hafnar og lauk þar námi við Danska
verzlunarskólann, síðan fór hann
til London til framhaldsnáms.
í London kynntist hann þeirri
mikilhæfu og glæsilegu stúlku sem
síðar varð eiginkona hans. Þessi
fallega stúlka var íslensk, Karilla
Bjömsdóttir, dóttir Bjöms Ólafs-
sonar augnlæknis og Sigrúnar
ísleifsdóttur í Reykjavík. Þau Kar-
illa og Jens héldu nánu sambandi
og giftust síðar, settust að í Nyköb-
megi takast að nýta okkur hana til
lærdóms og mannbóta.
Við Maríu, fóstru mina, við dæt-
umar Hörpu og Árþóru, við bama-
bömin, við alla ættingja og vinnufé-
laga vil ég segja þetta: Nú á þessum
dimmu dögum látum við bjarta
minningu lýsa okkur og styrkja.
Berirðu kvöld þér í bijósti
blæði í sál þinni undir
leitaðu að öðrum sem líða
létt þeirra þungbæru stundir.
Næði nepjan um sál þér
nístistu af rokveðursöldum
skýldu þá öðrum sem skjálfa
skapaðu yl handa köldum.
Kijúptu með allt sem þig angrar
að annarra þrautabeði
þá veiður heil sérhver holund
og hugurinn þrunginn af gleði.
(Höf. óþekktur).
Guð blessi ykkur öll.
Ingi Hans
Kveðjuorð
Nú héðan á burt í friði ég fer
ó, faðir að vilja þínum
í hug er mér rótt og hjartað er
af harminum læknað sínum.
Sem hést þú mér, Drottinn hægan blund
ég hlýt nú í dauða mínum.
Stundarglasið er útrunnið, komið
er að leiðarlokum í þessu jarðneska
lífí. Baráttu við erfíðan sjúkdóm
lokið. En minningin lifír, björt, hlý
og full af trú, sigrum og ótrúlegri
seiglu.
Minning um mann sem að lok-
inni sjúkdómsgreiningu hóf baráttu
sína með harm í hjarta, en ekkert
gat bugað hann, aldrei var kvartað
né efast um að fullur sigur ynnist
í baráttunni. Enginn varð fyrir
óþægindum hans vegna og fullri
reisn var haldið til hins síðasta.
Með Guðs hjálp, trú sinni og
lífsvon tókst honum að lengja þann
tíma sem honum auðnaðist að eiga
með fjölskyldu sinni, sem hann
unni svo mjög og bar alla tíð svo
fyrir bijósti.
En er sumri tók að halla dvínaði
þrótturinn smátt og smátt og
síðustu vikuna dvaldi hann í sjúkra-
húsi St. Franciskussystra þrotinn
að kröftum, en ekki sigraður, held-
ur sáttur við allt og sáttur við Guð
sinn um að nú væri hann. orðin
hvíldar þurfí.
Ágúst Þórarinsson sofnaði hæg-
um blundi að morgni 29. september
sl. tilbúinn að leggja í ferðina miklu
sem bíður okkar allra að lokum.
Halldór Ágúst Þórarinsson, en svo
hét hann fullu nafni, fæddist í Bol-
ungarvík 16. ágúst 1916, sonur
Þórarins Jónssonar og Ingibjargar
Guðmundsdóttur. Átta systkini átti
Ágúst og lifa hann Ingveldur sem
býr í Bolungarvík, Bjartur sem dvel-
ur á heimili aldraðra á Siglufirði
ing á Falstri og þar hófu þau sam-
an sitt lífsstarf.
Jens var einstakur maður, dreng-
ur góður, víðsýnn höfðingi með
mikinn viljastyrk, ótrúlega fljótur
að skilja viðfangsefnin og taka rétt-
ar ákvarðanir. Hann rak um-
fangsmikla verzlun og olíuviðskipti
um hálfrar aldar skeið. Jens var
mikill íslandsvinur og í áraraðir
ólaunaður ræðismaður Islands í
Nyköbing. Þau Jens og Karilla eign-
uðust tvö böm, Pétur og Sigrúnu,
sem bæði eru gift og búa í Dan-
mörku, bamabömin eru sex.
Jens var einstaklega gestrisinn
og mikill höfðingi heim að sækja
og fjölmargir íslendingar sóttu þau
hjón heim og eiga um það stórkost-
legar minningar hvort sem þeir
dvöldu á heimili þeirra í Nyköbing,
á búgarðinum Langebæk eða í sum-
arhúsinu við Marielyst.
Jens hafði alla tíð mikla ánægju
af því að heimsækja ísland og hér
átti hann marga góða og trygga
vini. Við sem þetta skrifum viljum
með þakklæti í huga minnast þeirra
mörgu ógleymanlegu stunda sem
við nutum að vera með Jens í gegn-
og Sigurður í Reykjavík. Kært var
með þeim bræðmm Ágústi og Sig-
urði og alltaf stóð heimili Margrétar
og Sigurðar opið Ágústi í hans
mörgu og erfíðu læknisferðum til
Reykjavíkur.
Móður sína missti Ágúst sex ára
gamall, dvaldi hann eftir það á
heimili afa síns. En hún var óvæg
lífsbaráttan á fyrri hluta þessarar
aldar og ólíklegt er að sú barátta
hafí ekki markað spor á unglinginn
sem fór alfarinn að heiman eftir
fermingardaginn.
Ifyrsta árið dvaldi hann í sveit,
en eftir það hóf hann að stunda
sjósókn fímmtán ára gamall og því
hélt hann áfram sleitulaust á fjórða
tug ára eða til ársins 1966 er hann
hóf störf í skipasmíðastöðinni
Skipavík, en þar starfaði hann síðan
í tæp tuttugu ár, eða svo lengi sem
heilsan leyfði.
Til Stykkishólms kom Ágúst að
loknu fískimannsprófí frá Stýri-
mannaskólanum árið 1947, þá sem
stýrimaður á vélbátnum Ágústi
Þórarinssyni. Og hér fann hann
lífshamingju sína, er hann hitti
konuefni sitt, Maríu Bæringsdóttur.
Héldu þau brúðkaup sitt 11. nóvem-
ber 1950, áttu þau saman 38 góð
og gæfurík ár.
Eignuðust þau hjón tvær dætur,
Árþóru og Hörpu, og eru bama-
bömin orðin þijú, augasteinar afa
og ömmu.
Ekki fór Ágúst víða án Maju
sinnar og þau vom aufúsugestir á
heimíli okkar hjóna. Vinátta Ágúst-
ar og yngsta mágs hans var
fölskvalaus. alla tíð, og aldrei brá
þar skugga á. Nokkur aldursmunur
var á okkur Ágústi, hann elstur en
ég yngst af tengdabömum Árþóm
og Bærings á Borg. En aldursmun-
ur og lífsreynsla hans kom ekki í
veg fyrir að við lærðum hvort ann-
að að þekkja, vinátta okkar óx og
dafnaði jafnt og þétt þá rúmlega
tvo áratugi sem við áttum samleið.
Ég fann alltaf betur og betur
hvílíkur mannkostamaður Ágúst
var og mér þótti æ vænna um svila
minn eftir því sem árin liðu og
þvílíkan kjark og þrótt hann sýndi
í veikindum sínum, því gleymir eng-
inn sem á horfði og með fylgdist,
þar fór sannarlega vestfírsk hetja.
Af framkomu hans getum við ö!l
nokkuð lært. Ég veit að Ágúst minn
fær góða heimkomu.
Tengdaforeldrar og tengdafólk
kveður nú með söknuði góðan dreng
og kæran vin, en minningin lifír
um ókominn tíma. Maríu og dætr-
unum, tengdasonum og bamaböm-
unum ungu votta ég samúð og bið
Guð að blessa þau og styrkja í sorg
og söknuði. Fari elskulegur, stað-
fastur vinur í friði, friður Guðs
hann blessi, hafí hann þökk fyrir
allt.
Sesselja Pálsdóttir
um árin, bæði í Danmörku og hér
á íslandi, ótal ferðalaga, sérstak-
lega allra gamlárskvöldanna með
Jens og Qölskyldu hans þar sem
allir sungu á íslensku „Nú árið er
liðið í aldanna skaut og aldrei það
kemur til baka.“
Halla og Óli
Jens Andersen
kaupnmður- Minning