Morgunblaðið - 08.10.1988, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
Ólympíumót í brids að hefjast:
Skiljum Norðurlanda-
titilsflaggið eftir heima
-segir Hjalti Elíasson fyrirliði íslenska landsliðsins
ÓLYMPlUMÓTIÐ í bríds hefst i Feneyjum á Ítalíu um helgina
og sendir Island lið til keppni bæði í opnum flokki og kvenna-
flokki. 57 lönd keppa í opna flokknum og 39 lönd i kvenna-
flokki. Mótið, sem stendur yfir i tvær vikur, verður sett i dag,
laugardag, en spilamennska hefst á sunnudag.
Islendingar eru Norðurlanda-
meistarar í brids og náðu 4. sæti
á síðasta Evrópumóti og því búast
rnargir við góðum árangri á
Ólympíumótinu. „Við ætlum að
skilja Norðurlandameistaratitils-
flaggið eftir heima og þótt liðið
sé nokkuð vel undirbúið undir
Ólympíumótið er það engin trygg-
ing fyrir góðum árangri," sagði
Hjalti Elíasson landsliðsþjálfari í
samtali við Morgunblaðið.
Á Ólympíumótinu er liðunum í
opna flokknum skipt í tvo riðla
og liðin spila einfalda umferð með
20 spila leikjum. Fjögur efstu lið-
in í hvorum riðli fara áfram í úrsli-
takeppni. Hjalti sagði aðspurður
að það væri alls ekki raunhæft
að búast við því að íslenska liðið
komist í úrslitakeppnina. „Upp-
bygging landsliðsins er langtíma-
verkefni, þótt það hafi náð góðum
árangri síðustu missiri. Það gæti
verið raunhæft að stfla uppá úr-
slitasæti á næsta Ólympíumóti
eftir Qögur ár, sagði Hjalti.
Hann sagði að undir eðlilegum
kringumstæðum ætti liðið að vera
rétt ofan við miðju í sínum riðli,
og ef vel gengi og aðstæður á
mótsstað yrði liðinu í hag gæti
það orðið ofar. „Þótt við yrðum
Norðurlandameistarar í sumar
erum við ekki heimsmeistarar og
Norðurlandatitillinn gæti raunar
orðið okkur fjötur um fót á Ítalíu
vegna þess að spilurunum fínnst
ef til vill að gerðar séu til þeirra
meiri kröfur en ella. Ég hef ítrek-
að það að ég krefst þess aðeins
að spilaramir geri sitt besta. Allt
annað er aðeins útreikningur og
samanburður og þegar komið er
upp í þennan styrkleikaflokk er
fljótt að hlaupa á 10 sætum til
eða ftá,“ sagði Hjalti.
íslenska liðið er skipað Guð-
laugi R. Jóhannssyni, Émi Am-
þórssyni, Karli Sigurhjartarsyni,
Sævari Þorbjömssjmi, Jóni Bald-
urssyni og Val Sigurðssyni. Hjalti
Elíasson er liðsstjóri og Sigmund-
ur Stefánsson farastjóri. ísland
er í riðli með Mexico, Hollensku
Antillaeyjum, Trinidad & Tobago,
Zimbabwe, Guadeloupe, írlandi,
Ítalíu, Jórdaníu, Bretlandi, Port-
úgal, Brasilíu, Surinam, Thail-
andi, Kína, Finnlandi, Malasíu,
Egyptalandi, Frakklandi, Sviss,
Indónesíu, Nýja Sjálandi, Ung-
veijalandi, Danmörku, Marokkó,
Indlandi, Líbanon, Kanada og
Pakistan.
Kvennaliðið er skipað Önnu
Þóm Jónsdóttur, Erlu Siguijóns-
dóttur, Esther Jakobsdóttur,
Hjördísi Eyþórsdóttur, Kristjönu
Steingrímsdóttur og Valgerði
Kristjónsdóttur. Fyrirliði er Jakob
R. Möller. Kvennaflokknum er
skipt í 3 riðla, og með íslandi
spila Indland, Kína, Ástralía,
Spánn, San Maríno, Singapore,
Holland, Egyptaland, Argentína,
Mexico, Svíþjóð og Bretland.
Þegar Hjalti Elíasson var
spurður um hvaða lið væm sigur-
stranglegust, sagði hann að marg-
ir væm um boðið. Bandaríkja-
menn, sem em ríkjandi heims-
meistarar, ættu þó mesta mögu-
leika en tugur þjóða gæti unnið
mótið, og allt færi eftir því hveij-
ir yrðu í bestu formi. Hann nefndi
Svía sem em Evrópumeistarar,
Breta og Indveija.
íslenska kvennalandsliðið á Ólympíumótinu í bríds. Frá vinstrí
eru Valgerður Krístjónsdóttir, Kristjana Steingrimsdóttir, Jakob
R. Möller fyrirliði, Hjördís Eyþórsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir,
Esther Jakobsdóttir og Erla Sigurjónsdóttir.
Islenska Ólympíulandsliðið í bríds. Frá vinstrí eru Örn Arnþórs-
son, Hjalti Elíasson, Karl Sigurþjartarson, Jón Baldursson, Valur
Sigurðsson, Sigmundur Stefánsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og
Sævar Þorbjömsson.
Gömlu dansarnir
f Félagsheimili Hreyfils
fkvöld kl. 21 .OO
Hljómsvelt Jóns Slgurðssonar
og söngkonan Hjördís Geirs.
Aðgöngumiðar í síma 685520 frá kl. 18.00.
Alllr valkomnlr
Eldridansaklúbburinn Elding
Næsta ball verður 22. okt.
GUÐMUNDUR
HAUKUR
Leikur í kvöld
«HOTEL«
FriB imlyhrU. 21.00 -
A6gangs«yhr kr. 3M - tí U 2100
SÁ
sveitaballi í
gærí
BROADWAY
700 kr. + 20 ára
LOKAÐ
Þökkum
gestum
okkar
ánægjuleg
viðskipti.
(■▼I IðPAl
=j= ' 1
Guömundur Ingólfsson
og HögniJónsson
OPIÐ HÚS í KVÖLD
frá kl. 18.00-03.00
Smiöjuveg 14d. Sími 78630
Kópavogi
BINGQ!
Hefst kl. 13.30
Aðalvinningur að verðmæti
100 bús,. kr.
íí
Heildarverðmæti vinninqa um
300 þús. kr.
TEMPLARAHOLLIN
Eiríksgötu 5 — S. 20010