Morgunblaðið - 08.10.1988, Síða 52
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
^ Morgunblaðið/RAX
Skreiðarverkun íhaustmánuði
ÞAÐ er ekkert ævintýri lengur að verka skreið. Nígeríumenn eiga erfitt með að borga fyrir fiskmetið, en viðunandi verð feest fyrir
skreið á Ítalíu. Alltaf fellur þó til einhver fiskur í skreiðina, en hvort hún verður borðuð í Nígeríu eða Ítalíu er ekki enn Jjóst. Það
vita fljótlega þeir Þorlákshafiiarbúar, sem í gær norpuðu við að hengja skreiðina upp í norðangarranum á miðjum haustmánuði.
Félag íslenzkra iðnrekenda:
Bankar taka 30-35% raun-
vexti af viðskiptavíxlum
Bankarnir misnota frelsið herfilega, segir
Víglundur Þorsteinsson formaður FÍI
Sadveiðar:
Heiðrún EA
fékk 80 tonn
í Seyðisfírði
HEIÐRÚN EA var í gærkvöldi
búin að veiða 80 tonn af sfid í
Seyðisfirði. Að sögn Gylfa Bald-
vinssonar skipstjóra á Heiðrúnu.
er sildin um 30 sentímetra löng
og þar yfir.
Heiðrún fékk nót í skrúfuna í
gær og nót Amþórs EA rifnaði.
Amþór hafði ekkert veitt í gær-
kvöldi og ætlunin var að hann drægi
Heiðrúnu til hafnar í Seyðisfírði,
að sögn Gylfa.
Eiturefii-
ið PCB í
kræklingi
NIÐURSTÖÐUR úr rannsókn
háskólans í Köln á þvi hvort eit-
urefnið PCB Askarel finnist í
kræklingi og seti við Norðfjörð
og Fáskrúðsfjörð eru þær, að
töluvert magn af PCB var að
finna í krækfingnum og er fólk
sterklega varað við að leggja sér
krækling til munns úr Qörunum
við þessa firði.
Sýnin voru tekin úr fjöruborðinu
og neðansjávar við Fáskrúðsfjörð
og Norðflörð í vor. Umsjón með því
verki hafði Gunnar Steinn deild-
arlíffræðingur hjá Hollustuvemd
ríkisins. Vitað var að í öskuhaugun-
um við Neskaupstað og Búðir höfðu
þéttar og spennar með PCB verið
urðaðir.
Birgir Þórðarson hjá Hollustu-
vemd segir að niðurstöðumar sýni
að 13 sinnum meira magn var af
PCB í kræklingi sem tekinn var í
Qömnni inneftir firðinum við Norð-
§örð heldur en í samanburðarsýn-
um teknum hinum megin í fírðinum.
Við FáskrúðsQörð var um aðeins
minna magn af PCB að ræða í
kræklingnum. Hann segir að þótt
magnið sem fannst í kræklingnum
sé í sjálfu sér fyrir neðan sett
hættumörk sé ástæða 'til að vara
fólk sterklega við að leggja sér
kræklingtil munns af þessum svæð-
um.
„Það má geta þess að um helm-
ingi meira magn af PCB fínnst í
kræklingi við strendur Nórðursjáv-
ar. Rekja má að hluta til þann mikla
seladauða sem orðið hefur á þeim
sfóðum til þessarar mengunar. Sel-
urinn étur kræklinginn og þar með
sest PCB efnið að í honum og eyði-
leggur ónæmiskerfí hans. Þar með
eiga ýmsir sjúkdómar sem heija á
selinn greiðari aðgang að honum,"
segir Birgir.
UPPSAGNIR starfsfólks í fyrir-
tækjum eru nú sexfalt fleiri en
á sama tima í fyrra. Samkvæmt
upplýsingum frá Vinnumála-
stofnun félagsmálaráðuneytisins
voru tilkynntar uppsagnir til
þeirra 74 á tímabilinu júlí, ágúst
RAUNVEXTIR sem viðskipta-
bankarnir taka nú af viðskipta-
víxlum eru oftast á bilinu 30 til
35 prósent, að mati Félags
íslenskra iðnrekenda. Þetta kem-
ur fram í bréfi, sem Víglundur
Þorsteinsson formaður FII sendi
Jóhannesi Nordal seðlabanka-
stjóra síðastliðinn fimmtudag.
Víglundur segir bankana nota sér
þörf atvinnulífsins fyrir rekstr-
arfé til þess að brúa vaxtamun
inn- og útlána. Hann segir þetta
jafiigilda dauðadómi fyrir fram-
Ieiðslufyrirtækin, ef ekki verði
snarlega breyting á. Hæstu raun-
vextimir sem um ræðir eru 37,6%
af 30 daga víxli, sem velt er í eitt
ár í Alþýðubanka. Lægstu raun-
og september í fyrra. Sömu mán-
uði í ár voru þessar tilkynningar
hinsvegar 533 talsins.
Óskar Hallgrímsson forstöðu-
maður Vinnumálastofnunar segir
að tilkynningar um uppsagnir
starfsfólks séu stöðugt að streyma
vextimir em af 90 daga víxli,
25,8% í Iðnaðarbanka.
f bréfínu, sem Félag íslenskra iðn-
rekenda sendi Jóhannesi Nordal á
fímmtudaginn, er gefið nákvæmt.
yfírlit yfír raunvaxtatöku viðskipta-
bankanna af viðskiptavíxlum. Taldir
eru raunvextir hvers banka fyrir sig
af víxlum til 30 daga, 45 daga, 60
daga og 90 daga. Við útreikningana
er miðað við 100.000 króna við-
skiptavíxil sem velt er í eitt ár og
12% verðbólgu. Stimpilgjald er ekki
tekið inn í útreikningana, aðeins
kaupgengi miðað við l.september
1988, afgreiðslugjald og fastur
kostnaður. A afgreiðslugjaldinu er
lágmark og vegur það ásamt fostum
kostnaði hærra á víxlum fyrir lægri
inn til þeirra. Samkvæmt lögum er
öllum fyrirtækjum skylt að tilkynna
uppsagnir starfsfólks ef um flóra
eða fleiri er að ræða.
Mun meira hefur verið um gjald-
þrot fyrirtælq'a í ár en á sama tíma
í fyrra. Er stór hluti af fyrrgreind-
upphæðum. Þannig sýna tölumar
raunvexti í heilt ár af víxlunurn. Sé
tekið dæmi af 60 daga víxli, sem
mun vera algengasta formið, taka
bankamir raunvexti sem hér segir
(útreikningur FÍI): Landsbanki
33,5%, Verslunarbanki 33,1%, Al-
þýðubanki 34,3%, Búnaðarbanki
32,0%, sparisjóðir 32,1%, Útvegs-
banki 32,9%, Iðnaðarbanki 30,5% og
Samvinnubanki 32,6%.
„Það er ljóst að raunvaxtataka
bankanna af viðskiptavíxlum, sem
era eitt helsta rekstrarlánaformið í
atvinnulífínu, hefur verið gifurlega
mikil núna síðustu vikurnar,“ sagði
Víglundur Þorsteinsson í samtali við
Morgunblaðið. Hann kvað þessa
raunvexti vera hærri núna en þeir
hefðu verið áður og þeir hefðu farið
hækkandi síðustu vikur. „Það segir
sig sjálft, að þegar raunvaxtatakan
um tilkynningum til kominn vegna
gjaldþrota fyrirtælqa. Útlit er fyrir
að fjöldi gjaldþrota sé síður en svo
í rénun þannig að búast má við að
tilkynningar um uppsagnir haldi
áfram að streyma inn til Vinnu-
málastofnunar.
með öllum kostnaði er orðin 30 til
35 prósent, þá er eitthvað meira en
lítið að. Þetta verður ekki lengur
skýrt með eðlilegum viðskiptasjónar-
miðum á meðan önnur útlánaform
eru með innan við tíu prósenta raun-
vöxtum. Þegar þetta eina útlánaform
er farið að telja raunvexti í tugum
prósenta, þá læðist að manni sá
grunur, að viðskiptabankamir séu
að reyna að ná upp á þessum vöxtum
þörf sinni fyrir þann mikla vaxtamun
sem er orðinn í bönkunum í dag.
Þeir gera þetta kannski einmitt í
skjóli þess, að atvinnulífíð má ekki
við neinni traflun á sinni rekstrar-
fjármögnun. Það er eins og að taka
vatn frá mannsiíkamanum."
Víglundur sagði þetta verða að
breytast veralega og kvað iðnrekend-
ur bíða mjög spennta eftir því, að
viðskiptabankamir breyti vaxta-
ákvörðunum sínum eftir helgina.
„Það hljóta allir að sjá, að það að
krefla atvinnufyrirtækin um 30 pró-
senta raunvexti eða meira er eins
og að skera fyrirtækin á háls," sagði
Víglundur. „Það verður að segjast
eins og er, að viðskiptabankamir eru
þama að misnota frelsið herfílega."
Víglundur sagði að þessir háu vextir
hefðu þegar haft mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir iðnaðinn í landinu.
Víða væri orðið mjög erfítt fyrir
framleiðslufyrirtækin að ná tekjum
fyrir þessum vaxtagreiðslum. „Þetta
getur ekki þýtt annað en dauða fyr-
ir framleiðslufyrirtækin," sagði
Víglundur Þorsteinsson.
Vinnumálastofiiun:
Sexfedt fleiri uppsagnir en í fyrra