Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 Ættleiðingum fækkar Aður en lengra er haldið, er ekki úr vegi að líta ó hvað ættleiðing er. Við ættleiðingu rofna tengsl barnsins við kynforeldra sína algerlega. Það fær öll réttindi eins og um skilgetið barn kjörforeldranna væri að ræða. Maki foreldris getur einnig ættleitt stjúpbarn sitt, svokallaðri stjúpættleið- ingu. Þegar barn er aftur ó móti sett í fóstur, geta foreldrar þess endur- heimt það, nema yfirvöld telji þó ófæra um að sjó um barnið og skerist í leikinn. Ákvæði um fóstur er nokkuð ó reiki í lögum. Lagatengslin rofna ekki; erfðaréttur helst og framfærslu- skylda í sumum tilfellum. Fjöldi ættleiðinga milli óra er misjafn en Ijóst er að þeim hefur fækkað ó undanförnum órum. Á síðasta óri voru 37 börn ættleidd; ættleiðingar korna- barno voru 13, stjúpættleiðingar 14 og tíu erlend börn voru ætfleidd. 1986 voru ættleiðingar kornabarna aðeins ótta en ó þessum óratug urðu þær flestar 1981, ótjón talsins. Kjörbörn sem leita kynforeldra sinna koma víða við. Dómsmólaróðuneytið veitir ættleiðingarleyfi og hefur þau skjöl undir höndum. Þar er þó ekki að finna aðrar upplýsingar en þær sem fyrir lógu við ættleiðingu. Erfitt getur reynst að hafa upp ó foreldrunum og snúa kjörbörn sér m.a til Hagstofunn- ar og ættfræðinga að ógleymdum fyrirspurnum til ættingja og kunningja. Jón Valur Jensson ættfræðingur segir að hlutfcrllslega fleiri kjörbörn leiti fil sín en aðrir. Flest þeirra séu í kring- um tvítugt þegar þau hefji leifina. Þar sem aðgangur sé ekki veittur að yngstu kirkjubókum gangi honum upp og niður að aðstoða þau. „Kjörbörn hafa aðrar óskir en skilgetnir, þau biðja um upplýsingar um foreldra, systkini, afa og ömmu. Ættartré eru sjaldan ó þeirra óskalista. Þörfin fyrir að þekkja uppruna sinn er nóttúrulsg og kjörbörnin finna sórara til hennar en aðrir.“ Faðerni.er ekki alltaf skróð en kjör- börn vita gjarnan nafn móður, að sögn Jóns. Þó hafa sum aflað sér aðskiljanlegustu upplýsingabrota, oft með ærinni fyrirhöfn. „Ættfræðingur er betur í sfakk búinn til að púslo saman upplýsingabrotum en hann hefur ekki þann aðgang að skjölum sem þarf til ef engar upplýsingar eru fyrir hendi." Jón Valur segir mól kjörbarna óskap- lega viðkvæm. Ákvæði skorti í lögum um aðgang að opinberum skjölum og túlkun þeirra veeri mjög ó reiki. Fjöldi fólks sé óónægður með þó leynd sem þurfi að ríkja en líklega verði seint of varlega farið. Brot á f riðhelgi einkalífsins í því sambandi mó nefna prófmól sem Hæstiréttur dæmdi í órið 1968. Læknir, sem ættleitt hafði barn nokkrum órum fyrr, stefndi höfundum Læknatals ó íslandi fyrir að ætla að birta nöfn kynforeldra kjörbarna í rifinu. Krafðist hann lögbanns ó Læknatalið og úrskurðaði fógetadómur Reykjavíkur lögbonn, sem Bæjarþing Reykjavíkur staðfesti. í eyðublaði sem öllum læknum var sent, var óskað upplýsinga um börn þeirra, þar ó meðal að getið yrði kynforeldra kjörbarna. Læknirinn, sem stefndi höfundum, gaf upp að barn hons væri kjörbarn. Hann sagðist jafnframt ekki vilja gefa upp nöfn kynforeldra þess, þar sem það væri óstæðuloust og myndi valda foreldrum og barninu sjólfu óþarfa sórsauka og erfiðleikum. Með þessar upplýsingar undir höndum, öfluðu höfundar Læknatalsins nafna kynforeldranna í þjóðskró. Taldi stefnandi að ætlunin væri að birta þau opinberlega og fór fram ó við höfundana að það yrði ekki gert. Niðurstaða fékkst ekki og fór mólið því fyrir fógetadóm. Krafa stefnanda var byggð ó lögum um friðhelgi einkalífsins og lögum um vernd gegn uppljóstrunum um einkalíf borgaranna. Hann gerði ekki kröfu um að sleppt yrði í ritinu þeirri staðreynd að barn hans væri kjörbarn, heldur eingöngu nöfnum foreldra þess. Höfundar Læknarits földu aftur ó móti skyldu sína að ritið væri öruggt í upplýsingum sínum enda væri um að ræða ættfræðirit og ætt manns væri ekki einkamól hans. Hverjum og einum væri heimilt að birta upplýsingar úr opinberum skjölum og að ritskoðun mætti aldrei í lög leiða. Rétturinn úrskurðaði að við ættleiðingu rofnuðu tengsl barns og kynforeldra en sköpuðust um leið við kjörforeldra. Því ættu þeir rétf ó að meina birtingu nafna kynforeldra, þó að upplýsinganna hefði verið aflað í opinberum skjölum. Höfundar Læknatals ófrýjuðu til Hæstarétfar, sem staðfesti dóminn samkvæmt grunnreglum um þagnarvernd einkalífsins. Við vinnslu þessarar greinar kom berlega í Ijós hversu viðkvæm mól kjörbarna eru. Fjöldi viðmælenda blaðsins treysti sér ekki til að segja fró viðhorfum sínum og kynnum við kynforeldrana, af tillifssemi við kjörforeldra sína. Þó fengust til þess tveir ungir menn og fara viðtölin við þó hér ó eftir. Sjá einnig- næstu opnu. Veitnóg núna - segir Magnús Þór Jónsson Fram til sextán ára aldurs var Magnús Þór Jónsson einnig skrifaður Ragnarsson. Honum var þá gert ljóst að hann gæti valið milli fósturforeldra og kynmóður sinnar. Hann valdi fósturforeldrana. Magnús hefiir ekki haft neitt samband við kynforeldra sína eða hálfsy stkini og býst ekki við að gera það. „Oðru hvoru hef ég spurt sjálfan mig hvernig væri að hitta þau. Ég hefþó jafnan bægt spurningunni frá mér, þar sem ég efast um að ég gerði rétt, hvortheldur er, þeim eða sjálfum mér. Mér fínnst ég vita nóg núna en ég veit ekki hvað myndi gerast ef ég kynntist kynforeldrum mínum. Þá myndi ég kannski vilja vita meira og hver veit hvaða áhrif það hefði á okkur." Magnús, sem er 26 ára auglýsinga- teiknari, var tekinn í fóst- ur þegar hann var 2 mán- aða, en kynforeldrar hans voru þá hætt í sambúð. Hann var ekki ættleiddur fyrr en hann varð tvítug- ur og þá að eigin ósk. Magnús þekkti kynfor- eldra sína ekki og hann segist því aldrei hafa ef- ast um hvað hann ætti að velja. Hefði hann kynnst foreldrum sínum áður, hefði valið getað reynst honum erfiðara. „Mér fannst ég einfald- lega vera að gera hreint fyrir mínum dyrum. Ég er feginn því að svona fór og mér þar með forðað frá hugsanlegum erfið- ieikum.“ Magnús á töluvert eldri fóstursystkini og er því nánast alinn upp sem einbirni. Hann segir sig aldrei hafa skort neitt og að sambandið við fóstur- foreldrana hafí alla tíð verið mjög gott. „Þegar ég valdi þau, var ég í raun að sýna þeim hversu mikils ég mæti þau og þætti vænt um þau.“ Magnúsi var sagt frá því að hann væri fóstur- barn þegar hann var átta ára. Hann segist hafa tekið því vel í fyrstu en smám saman hafi læðst að sér hugsunin um að hann væri óekta, væri ekki raunverulegur sonur fósturforeldranna. Hann gleymdi þó þessari grillu með árunum og segir hana aldrei hafa komið niður á sambandinu við foreldrana. Kynforeldrar Magnús- ar hafa fylgst með honum úr fjarlægð en ekki reynt að hafa samband við hann frá því hann komst til vits og ára. „Mig rám- ar í það þegar pabbi kom um hver jól með pakka til mín. Hann fór aldrei lengra en að útidyrunum og nærvera hans snerti mig ekkert. Kynmóðir mín kom nokkuð oft heim þegar ég var óviti, í síðasta skipti þegar ég var fimm ára. Þá tók ég er góð vinkona móður besta vinar míns og hefur líklega séð mig einhvem tíma þar en ég vissi aldr- ei af því. Annar hálfbræðra minna er sá eini sem hef- ur reynt að hafa samband við mig. Hann hringdi þegar ég var ekki heima og reyndi ekki aftur. Ég hafði ekki samband við með mér en mér þykir það sjálfsagt nú. Ég finn ekki hjá mér þörf til að tala við þau, en tíminn líður og við eldumst öll. Kannski á ég eftir að sjá eftir því seinna að hafa ekki þekkt þau. Hver veit? En vilji fólk svo leita uppruna síns, á alls ekki að hindra það. Fari svo að það hefji leitina, verð- öllum ókunnugum fálega, líka henni. Ég man ekk- ert eftir kynmóður minni og mundi ekki þekkja hana á götu. Hún hefur alltaf komið vel fram við fósturforeldra mína og hefur reynst þeim vel. Þau pössuðu hálfsystur mína fyrir mömmu um nokkurn tíma þegar ég var lítill en þá vissi ég auðvitað ekki hver hún var. Hvorugt kynforeldra minna hefur gert neinar kröfur til mín en ég veit að hún fylgist með mér. Ég komst að því að hún ur að gera það að vand- lega athuguðu máli. Það verður að undirbúa sig vel og vænta einskis.“ Magnús segist ekki vera bitur í garð kynfor- eldra sinna fyrir að setja sig í fóstur, þvert á móti. Hann geti ekki dæmt um hveijar aðstæðurnar voru þegar það var gert. „Ég ætti frekar að meta hreinskilni móður minnar, sem tók þann kostinn að setja mig í fóstur í stað þess að láta mig hugsanlega alast upp við erfiðar aðstæður.“ Morgunblaðið/RAX Magnús Þór Jónsson Þegar ég valdi fósturfor- eldrana var ég í raun að sýna þeim hversu vænt mérþættium þau. hann og mér fannst það satt að segja mjög óþægi- legt að frétta að hann -hefði hringt. Mér fannst líka óþægilegt að vita af því að mamma fylgdist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.